Kvenfrelsun, nauðgun og þrælahald. Rebecca Felton

Í glatkistu kvenfrelsunarsögunnar er margt athyglisvert að finna – ”einkum í handraðanum.” Stundum er sagt, að skíni á gull, þótt í skarni liggi. Það á við um Rebecca Ann Latimer Felton (1835-1930). Hún var rithöfundur, fyrirlesari, endurbótamaður og stjórnmálamaður frá Georgíuríki, Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Norður-amerískir kvenfrelsarar á nítjándu öldinni stigu margir hverjir sín fyrstu skref á hugmyndafræði- og aðgerðabrautinni, eftir hina mögnuðu sjálfstæðisyfirlýsingu kvenna um miðja öldina. Yfirleitt fóru þar yfirstéttarkonur fremstar í flokki. Konurnar börðust einkum fyrir kosningarétti, bindindi og getnaðarvörnum. Sumir þeirra beittu sér sömuleiðis fyrir afnámi þrælahalds. Það gerði Rebecca hins vegar ekki. Hún var kynþáttahatari eins og fleiri kvenfrelsarar þeirra tíma.

Orðstír Rebekku reis líklega hæst, þegar hún tók sæti á alríkisþinginu, þótt það væri skammgóður vermir. Hún þjónaði á þeim vettvangi einungis einn sólarhring. Næsti kvenfulltrúi frá Georgíu, tók þar sæti um heilli öld síðar. Rebekka var þó öllum hnútum kunnug á þeim vígstöðvum. Hún studdi nefnilega karl sinn, William Harrel, alríkisþingmann, með ráðum og dáð. Aðgerðaskrá Rebekku tók m.a. til bindindis, kosningaréttar og jafnréttis til launa, þ.e. fyrir hvítar konur. Rebekka hundskammaði Suðurríkjakarla fyrir að tala tveim tungum. Þeir teldu sig öðrum körlum riddaralegri eða fórnfúsari (chivalry), en andæfðu kröfum kvenna um kosningarétt.

Hjónakornin ráku plantekru. Í kjölfar borgarastríðins, þegar þrælahald var afnumið, hrundi efnahagur þeirra. Vinnuafl varð of dýrt. Hún var síðasti þrælaeigandi meðal þingfulltrúa. Rebekku lá ekki gott orð til blakkskinna, kallaði karlana „hálfsiðaðar górillur,“ sem byggu yfir „hrottafengnum kynlosta“ gagnvart hvítum konum. (Þetta vara reyndar algengt viðhorf hvítra kvenna – og karla.) Skiljanlega taldi hún því aftökur hinna hálfsiðuðu lostafullu górilla dýrlegan gjörning og hvatti eindregið til þeirra.

Skömmu fyrir þar síðustu aldamót (1898) sagði Rebekka: „Þegar skortir trúarlegar áherslur úr prédikunarstólnum, svo að skipuleggja megi herferð á hendur syndinni; [þegar skortir] réttlæti í réttarsalnum, svo refsa megi með réttu fyrir glæpi; [þegar skortir] karlmennsku þegnanna til verndar sakleysi og dygð – sé þörf aftöku til að vernda hið dýrmætasta í fari konu (possession) frá kynþyrstum mannófreskjum – þá segi ég; takið af lífi, þúsund sinnum í viku hverri, bjóði nauðsyn svo.“

Það er fátt nýtt undir sólinni. Um sjötíu árum síðar blésu áróðurmenn kvenfrelsaranna í glæðurnar, „valdelfdar“ af áróðursstríði þýskra þjóðernissinna. En nasistar, fasistar, hryðjuverkmenn og ótíndir morðingjar voru all nokkrir meðal þeirra. Ný nauðgunaráróðursbylgja hófst og stendur enn. Fræðamóðir þeirra, Elizabeth Cady Stanton (1815-1902), hafði sömuleiðis kynnt undir karldjöfulsbálinu hálfri öld áður. Hún sagði reyndar alla karla uppsprettu eðlislægrar illsku. Henni fórust svo orð:

„Karlinn er þrunginn tortímingu; harðneskjulegur [og] sjálfselskur. Hann unnir stríði, ofbeldi [og] sigurvinningi, miklast af sjálfum sér og leggur að fótum sér. Eins og í hinum veraldlega heimi sáir hann í siðferðið ósætti, glundroða, sjúkdómum og dauða.“ ... „Yfirburðir kynferðis okkar sem kvenna eru óendanlegir.“

Nauðgunarflóðbylgjuráróðurinn skall á háskólum Vesturlanda og samfélaginu öllu. Hugtakið er stöðugt þynnt út og kvenfrelsunarvísindum beitt markvisst til að ljá áróðrinum trúverðugleika. „Þriðju hverri konu er nauðgað,“ gellur úr kvenfrelsunargjallarhornunum. Það er vísindalega „sannað.“ Fjölmiðlar leika undir. En til allrar hamingju takmarkast eiginlegar nauðganir karla á konum við um 0.2 til 0.5 prósent kvenna eða svo – á Vesturlöndum. (Erfitt að meta með skýrari vissu, þar eð skilgreiningar, skráning og úrvinnsla er misjöfn.)

Nauðganir eru vitaskuld óhæfa. En nauðganir kvenna á konum með eða án verkfæra, vekja ekki athygli. Því síður, þegar konur hvetja karla sína að nauðga kynsystrum sínum eða dreymir um þá skrítnu „staðfestingu“ kvenleikans að vera nauðgað - eða leggja beinlínis upp til kynlífs með hópi karla af fúsum og frjálsum vilja, og kalla síðar nauðgun. Umfjöllun um falskar nauðgunarákærur ber varla á góma. Alla vegar forðast rannsóknarblaðamenn RÚV efnið eins og heitan eldinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband