Settur forsætisráðherra Victoria-ríkis í Ástralíu, James Merlino, upplýsti nýlega (mars 2021) um viðauka við námsefni undir heitinu, Virðing í samböndum (Respectful Relationships) í aðalnámsskrá ríkisskólanna. Það hefur í brennidepli kynjatengsl, kynlíf og öryggi. Í viðaukanum felst að kenna börnunum um samþykki í kynlífi.
Á fjárlögum ríkisins skal verja 37.5 milljónum dala til frekari útfærslu námsefnisins, þjálfunar kennara og annarra útgjalda í þessu sambandi. Í æfingabók með námsefninu stendur m.a.: Biðjið nemendur að nefna dæmi um kynbundið (gender-based) ofbeldi. Fáið dæmi um hvern þátt; líkamlegt ofbeldi, orðbundið og kynferðislegt. Verið minnug þess, að allir geti verið fórnarlömb kynbundins ofbeldis, en að tilteknir hópar, þar með taldar stúlkur og konur, kynskiptingar [og] samkynhneigðir, séu berskjaldaðri [en aðrir].
Dæmi um kynbundið ofbeldi: Líkamlegt: Karl, sem gengur í skrokk á lífsförunauti sínum, fyrir þær sakir að hafa matinn ekki tilbúinn, þegar honum hentar. Orðbundið: Ungir karlar, sem kalla ókvæðisorð til kynbróður, sem þeim virðist kvenlegur í hátt. Sálrænt: Piltur, sem ógnar kærustunni með mannorðsníði, lúti hún ekki vilja hans. Kynferðislegt: Karlmaður, sem þvingar konu til kynathafna, sem henni eru ekki að skapi. Að sögn forsætisráðherrans hafa verið færðar sönnur á, að þetta námsefni gefi góða raun, enda þótt hann hafi engar áreiðanlegar athuganir að styðjast við. Konunglegt ráð um fjölskylduofbeldi (Royal Commission into Family Violence) mælir með því og nefndur ráðherra telur, að námsskráin ætti að gilda fyrir alla Ástralíu.
Í anda þessa námefnis eða skólaverkefnis var haldin nauðgunarvakning í Brauer barnaskólanum (7 til 12 ára - college) í suð-vesturhluta ríkisins. Í upphafi vakningarinnar var spiluð ræða nemanda frá drengjaskóla í Brisbane, Mason Black. Í kjölfar ræðunnar var drengjunum gert að biðjast afsökunar vegna eigin misgjörða og karlkynsins í garð kvenna. Einum þeirra sagðist svo frá, að þeim hefði verið gert að snúa sér að næstu stúlku og biðjast afsökunar.
Skólastýran, Jane Boyle, sagði m.a.: Skólar hafa ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna við að auka öryggi og virðingu í garð allra nemenda. Umræðan í skólum um virðingu gagnvart stúlkum og konum er lykilþáttur þessarar viðleitni.
Samkvæmt skólastýrunni: Það var hluti umræðunnar að biðja drengi að rísa á fætur og biðja þannig táknrænt um afsökun á hátterni kyns þeirra, sem hefur verið meiðandi eða móðgandi gagnvart stúlkum og konum. Tilburðir yfirvalda taka ekki síður til barnaverndar og félagsmála yfirleitt. Í skólum ríkisins er slík fræðsla felld inn í námsskrá undir heitinu, Gætum öryggis (Keeping Safe).
Christopher Vogel, kennari að mennt, skrifaði mastersritgerð um efnið. [M]astersritgerð hans sýnir fram á, að námsskráin í ríkisskólunum sé kerfisbundið samin til að kenna börnum, að karlar sé ofbeldismenn og konur saklaus fórnarlömb þeirra. Þetta er eitt dæmi um það kverkatak, sem kvenfrelsunarhugmyndafræðingar (feminist ideology) hafa á stofnum okkar, að skólum meðtöldum. (Bettina Arndt)
Christopher segir m.a., þar sem fjallað er um sex hundruð síðna vinnuhefti fyrir kennara: [Þ]ar eru tilgreind rúmlega áttatíu dæmi, er lúta að [hátterni] karla gagnvart konum. Þau taka til misnotkunar barna, nauðgunar á börnum, kynofbeldis, ofbeldis almennt, eineltis, í öllum fimm vinnuheftunum er getið um eitt tilvik kvenýgi gagnvart karli, nefnt [í framhjáhlaupi í kafla um] einelti drengja í garð annarra drengja
Hann segir enn fremur: Okkur hefur öllum verið tjáð, að kvenfrelsun (feminism) snúist um jafnrétti, en þegar ofbeldi í nánum samböndum er skoðað ofan í kjölinn, er enga umhyggju fyrir karlfórnarlömbum að finna. Því mætti færa rök að því, að inntak kvenfrelsunar sé að leggja konum lið. Þó er það svo, að heimilisofbeldi er algengast í samböndum samkynhneigðra kvenna.
Eins og tæpt er á hér að framan er ofangreind jafnréttishyggja einnig á dagskrá alríkisvaldsins í Ástralíu. Ein áróðursdeilda þess Okkar vakt (Our Watch), hefur útbúið kynningar- og kennsluefni fyrir kennara. Í einu þeirra þrumar karlmaður djúpri röddu undir angurværri tónlist: Þetta er sagan um það, hvernig ójafnrétti kynjanna stuðlar að morði á um það bil einni konu vikulega í Ástralíu. Og áfram heldur röddin: Jafnvel þótt báðir foreldrar hans vinni úti, er móðirin á bólakafi í heimilisstörfum um helgar, meðan pabbi hans horfir á íþróttir. Ef piltur kveinkar sér undan einelti í skóla, segir faðirinn hættu þessum stelpulátum og kýldu kauða. Í slíkum heimi er vanvirðing og andúð afsökuð - og ofbeldi gegn konum miklu líklegra [en annars væri].
Og sögumaður alríkisstjórnarinnar heldur áfram sögu sinni: Hún er háð honum um alla hluti. Því segir hún engum frá því, þegar hann byrjar að berja hana. Hún lætur þetta í þagnaragildi gagnvart fjölskyldu og vinum. Hún einangrast stöðugt. Hún á engan að, nema hann. Þar af leiðandi lætur hún sér ofbeldið lynda. Sagan endar einhvern veginn. Þessa sögu á hún sameiginlega með einni af fjórum konum í Ástralíu, sem reynt hafa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi frá nú- eða fyrrverandi lífsförunauti.
Hér er krækja á skynsamlega umræðu um málið: https://www.youtube.com/watch?v=bGWrvuHaT6c
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021