Kvenfrelsunartónvísindi. Beehhoven og Bartók voru kynfól

Kvenfrelsunartónvísindi hafa rutt sér til rúms á Vesturlöndum. Þau fela í sér gagnrýni á aldagamla tónlistarhefð á grundvelli þeirrar hugmyndafræði, að karlar hafi kúgað konur frá upphafi vega – og að þeir beiti tónlistinni við þá ljótu iðju.

Norður-ameríski tónvísindamaðurinn, Kimberly Reitsma, sagði árið 2014 um kvenfrelsunartónvísindi (feminist musicology): „Tilgangur hinnar nýju nálgunar, sem gengur undir því losaralega nafni, „kvenfrelsunartónvísindi,“ er að uppgötva, greina, ræða og koma á framfæri því, sem að konum lýtur [í tónlist], ásamt „kvenkjarnanum“ í hinum aðskiljanlegu greinum tónlistar. … [Umrædd nálgun] kynnir kvenfrelsunarhugmyndafræði við rannsóknir á tónlist.“

Susan McClary (f. 1946) er brautryðjandi kvenfrelsunartónvísinda. Hún er menntuð í tónlistarfræðum við Harvard háskóla og hefur kennt við marga velmetna háskóla í BNA og Kanada. Susan hefur meira að segja verið prófessor við Háskólann í Osló.

Susan hefur samið grundvallarrit fræðanna, sem hún kallar „Kvenlegar lyktir: Tónlist, kynskilningur og kynferði“ ( Feminine Endings: Music, Gender, and Sexuality), sem kom út árið 1991. Þar kynnir höfundur m.a. ungverska meistarann, Béla Viktor János Bartók (1881-1945), og snillinginn þýska, Ludwig van Beethoven (1770-1827). Verk þeirra, segir hún, eru þrungin ofbeldi, kvenhatri og kynþáttahyggju. Óperutexta þess fyrrnefnda kallar hún kynfautalega (sexist).

Susan segir enn fremur: “Kventónlistarmenn hafa umvörpum verið lattir til þátttöku á tónlistarsviðinu og til að þroska gáfur sínar, á þeirri kynfólskulegu forsendu, að þær gætu með engu móti búið yfir skapandi gáfum. Verk kventónsmiða hafa ekki hlotið verðskuldaða viðurkenningu.”

“[U]ppbygging sígildrar tónlistar er órjúfanlega kynjuð og þess vegna er ekki unnt að líta svo á, að hún hafi til að bera algilda, hlutlæga og forskilvitlega verðleika, sem eigi rætur í fegurðargildi hennar. Það er háð samstillingu kyns tónsmiðs og áheyranda, hvers kyns skírskotun tónlistin kann að hafa.“

“[M]argar hljómkviða Beethoven lýsa verulegri angist með tilliti til kvenlegrar andrár (moment) og bregðast við henni með gífurlegu ofbeldi. … Níunda sinfónía Beehoven leysir úr læðingi hin hryllilegustu ofbeldisatriði í sögu tónlistarinnar. … Trúlega er Níunda sinfónían óviðjafnanlega sannfærandi tjáning í tónum, á þeim mótsagnakenndu hvötum, sem frá upphafi Upplýsingarinnar hafa stuðlað að skipan feðraveldismenningarinnar.“

Um níundu sinfóníu Beehoven segir hún annars staðar: „Ítrekun [grunnstefanna] í fyrsta kafla þeirrar Níundu býður upp á einhverjar skelfilegustu andrár í tónlist. Hin vandlega undirbúna röð hljómanna er sundurtætt, byggir upp spennu, sem að lokum fær útrás í hranalegu morðæði nauðgarans, sem er ófær um að leysa girnd sína.“

Í Óloknu sinfóníu hins kyntvíræða - að hennar sögn - austurríska tónskálds, Franz Peter Schubert (1797-1828), er á hinn bóginn að finna “hið þokkafulla, kvenlega” lag, sem við finnum samhljóm með, en er kveðið niður með hrottafengnum og sorglegum hætti.”

Susan er verulega illa við sónötuna, sem hún telur kynfólskulega, kvenfjandsamlega og þrungna heimvaldastefnu. „[T]óntegundin sjálf – [sem er] til þess fallin að skapa væntingar og sem í kjölfarið heldur aftur af fullnægjunni, þar til hápunkti er náð, var mikilvægasta leið tónlistarmanna á tímabilinu 1600 til 1900 til að vekja þrá og finna henni farveg.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband