Angelique Coetzee er suður-afrískur læknir til þrjátíu og þriggja ára og formaður læknasamtakanna í heimahögunum. Það var hún, sem fyrst gerði viðvart við Ómikron tilbrigði veirunnar vinsælu, sem ræktuð var í Georgíu og Whuhan. En þá hafði afbrigðið þegar verið greint í Hollandi.
Það kom strax í ljós, að einkenni voru væg. Aðallega var um að ræða ungia karlmenn, sem smituðust, bæði óbólusettir og bólusettir. (Þeir, sem eina sprautu hafa fengið í Suður-Afríku, eru skilgreindir óbólusettir.)
Í heimalandi Angelique þótti þetta svo sem ekkert tiltökumál. Það er alkunna, að veirur stökkbreytist. En svo þótti ekki í Evrópu. Það bætti varla úr skák, að hún kallaði bægslaganginn storm í vatnsglasi. Hún sætti óviðurkvæmilegum þrýstingi og tilburðum til útskúfunar fyrir bragðið.
Í Evrópu ætlaði sem sé allt af göflunum að ganga, m.a var flug til Suður-Afríku bannað. Reglur voru hertar um tilgangslausa grímunotkun, lengri sóttkvíar og jafnvel sektir. Því stjórnuðu stjórnmálamenn. En mörgum þeirra verður iðulega fótaskortur í skynseminni og vísindunum eins og allir vita.
En öðru máli ætti að gegna um vísindamenn og fagmenntaða embættismenn. En því var ekki að heilsa. Angelique segir: Ég fékk blátt bann við því frá vísindamönnum og evrópskum stjórnmálamönnum að nefna einu orði, að viðbrögð við þessu nýja tilbrigði væru afar væg.
M.a. hafði formælandi heilbrigðisyfirvalda í Hollandi, Jaap van Dissel, samband, og tjáði Angelique, að það væri eiginlega of snemmt að fullyrða um viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefði hún ekki hugmynd um önnur afbrigði, sem kynnu að skjóta upp kollinum. Og þá mátti einu gilda, hvort hún hefði fylgt gildandi reglum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eður ei.
https://steigan.no/2021/12/legen-som-fant-omicron-dere-overreagerer/
https://steigan.no/2022/02/legen-som-oppdaget-omikron-fikk-ordre-om-a-holde-kjeft-om-a-kalle-den-alvorlig/
https://nypost.com/2021/11/30/omicron-detected-in-europe-before-s-africa-reporting-officials/
https://www.europereloaded.com/doctor-who-discovered-omicron-i-was-ordered-to-label-this-variant-serious/
https://www.dailymail.co.uk/debate/article-10256373/Dr-ANGELIQUE-COETZEE-discovered-Omicron-says-reacting-threat.html
Bloggfærslur 12. febrúar 2022
Nýjustu færslur
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
- Uppreisn í Ísrael og friðarhöfðinginn í Hvíta húsinu
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021