Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022
Á árunum 2013 til 2014 var lýðræðislega kjörnum forseta Úkraínu, Viktor Fedorovych Yanukovych (f. 1950), steypt af stóli, þegar nýnasistar og aðrir öfgahópar gerðu atlögu að þinghúsinu í Kænugarði. Þingmenn tóku til fótanna og Viktor flúði í þyrlu til Rússlands.
Undir verkstjórn Barrack Hussein Obama (f. 1961), forseta Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA), og varaforseta hans, Joseph Robinette Biden (f. 1942), var byltingin undirbúin og skipulögð í samráði við nýnasískar hreyfingar heimamanna í Úkraínu. Vettvangsstjórar voru sendiherra BNA , Geoffrey Ross Pyatt (f. 1963) og varautanríkisráðherra, Victoria Jane Nuland (1961).
Skötuhjúin lögðu m.a. á ráðin um, hver yrði heppilegasti arftaki Viktor, sbr. samtöl þeirra í síma. Victoria mælti með Oleksandr Turchynov (f. 1964). Hann hneppti því hnossið sem nýr bráðabirgðaforseti Úkraínu. Hann tók umsvifalaust upp samingaviðræður við Evrópusambandið. Stjórnin hófst einnig handa við að reisa minnismerki um illvirki úkraínskra nasista.
Jack Foust Matlock (f. 1929), fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, segir um stjórnarbyltingu Barrack og Biden í Úkraínu: Innrás (intrusion) Bandaríkjanna á innanríkisvettvang þess [Úkraínu] var djúprist [og fólst í] virkun stuðningi við byltinguna árið 2014 og valdaráni kjörinnar stjórnar Úkraínu.
Evrópusambandið kom einnig beint og óbeint að málum. Fyrir liggur upptaka af samtali utanríkisráðherra Eistlands, Urmas Paet (f. 1974), og utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, bresku greifynjunni, Cathy Margaret Ashton (f. 1956), þar sem þau ræða m.a. um þá staðreynd, að leyniskytturnar úr hreyfingu nasista hefðu myrt bæði lögreglumenn og mótmælendur.
Yfirgangur Evrópusambandsins og ágeng utanríkisstefna þess kom þráðbeint í ljós tveim árum fyrir stjórnarbyltinguna sjálfa (2013), þegar Úkraínumönnum var boðinn viðskiptasamningur, sem skilyrtur var takmörkun á viðskiptum við Rússa.
Sameinuðuþjóðirnar voru einnig með í ráðum, þ.e. Jeff Feltman (f. 1959), varaaðalritari stjórnmálasviðs (United Nations Under-Secretary-General for Political Affairs) með vitorði Aðalritara SÞ, Ban Ki-moon (f. 1944).
Fyrrnefnd Victoria hefur einnig ljóstrað því upp, að BNA hafi dælt fimm milljörðum (billion) dala í undirbúning stjórnarbyltingarinnar, þar með talin hergögn og þjálfun úkraínskra hermanna nýnasistar voru þar áberandi í BNA og á heimavelli. Bandaríkjamenn hafa þjálfað úkraínska hermenn m.a. í samvinnu við Kanadamenn og Breta. Stuðningur kom víðar að. Stjórnarbyltingin á sér aðdraganda.
Eftir hrun Ráðstjórnarríkjanna síðla árs 1991 umbreyttust þau í villta austrið. Óprúttnir aurapungar (afsakið kynbundið orðaval) sköruðu eld að eigin köku og fóru ránshendi um eigur almennings. Það varð til stétt auðvalda (oligarch). Í Rússlandi auðveldaði Boris Nikolayevich Yeltsin (1931-2007) þessa sjálftöku. Bandaríska ríkisstjórnin fjármagnaði og stjórnaði kosningabaráttu hans. Einkaráðgjafi Boris var William Jefferson (Bill) Clinton (f. 1946), forseti Bandaríkjanna.
Svipað var upp á teningnum í Úkraínu. Vestrænir viðskiptasnillingar streymdu að eins og gammar að hræi, græddu á tá og fingri. Auðvaldar, innlendir og útlendir, fitnuðu eins og púkar á fjósbita, meðan alþýðu manna blæddi. Spilling var og er útbreidd sem og glæpir. Enn þá er Úkraína meðal alspilltustu og glæpavæddustu ríkja heims.
Arftaki Boris í Rússlandi var lítt þekktur leyniþjónustumaður, Vladimir Vladimirovich Putin (f. 1952). Honum sveið niðurlæging Rússlands eins og fyrirmynd hans, Pyotr Alekséyevich eða Pétri mikla (1672-1725) á sínum tíma. Samtímis því að auðgast sjálfur tamdi hann (hina) auðvaldana. Hann náði einnig heljartökum á kirkju og her. Hér er því enginn aukvisi á ferð eins og einnig sýndi sig í hjaðningastríðinu í Sýrlandi. Á þeim vettvangi þvingaði hann Barrack Obama til samninga, sýndi bæði herkænsku og samningsgáfu.
Í samræmi við utanríkisstefnu BNA var Nato sífellt þanið út til austurs og herstöðvum fjölgað, þrátt fyrir mótmæli Rússa. Þeir töldu skiljanlega öryggi sínu ógnað. Þegar Ráðstjórnarríkin voru í andaslitrunum fékk þáverandi aðalritari Ráðstjórnarríkjanna, Michail Gorbachev (f. 1931) vilyrði Bandaríkjamanna fyrir því, að Nato yrði ekki þanið út í austurveg - gegn samþykki sínu um samruna Austur- og Vestur-Þýskalands.
Á Öryggismálaráðstefnunni í München árið 2007, gerði Vladimir lýðum ljóst, að Rússland tæki því ekki með þegjandi þögninni, að Georgia og Úkraína gengju í Nato. Rússland myndi grípa til aðgerða. Vesturlönd skelltu skollaeyrum við óskum og aðvörunum gerska leiðtogans og lýstu því yfir ári síðar, að nefnd ríki fengju inngöngu í bandalagið, sbr. Búkarestyfirlýsingu Nató (Bucharest Summit Declaration) frá 3. apríl 2008.
Nokkrir raunsæir og viti bornir bandarískir stjórnmála- og embættismenn vöruðu við þessu glapræði. Einn þeirra var sjálfur George Frost Kennan (1904-2005), einn meginhugmyndafræðinga Bandaríkjamanna um utanríkis- og öryggismál. Hann sagði m.a.:
Að mínum dómi felur þetta í sér upphaf nýs kuldastríðs. Ég hygg, að Rússar muni smám saman bregðast öndverðir við og að það mun hafa áhrif á stefnumörkun þeirra. Þetta eru hryggileg mistök. Þessi gjörningur er ástæðulaus með öllu. Það stafaði ekki ógn að nokkrum manni. Þessi útþensla hefði valdið því, að stofnfeður þessa ríkis [BNA] hefðu snúið sér við í gröf sinni.
Henry Alfred Kissinger (f. 1923), annar þungaviktarmaður við mótun utanríkismálastefnu Bandaríkjanna, lítur svo á silfrið: Vesturlandamenn verða að gera sér grein fyrir því, að Úkraína hefur aldrei verið útland í augum Rússa. Saga þeirra hófst í Kænugarðs-Rússlandi fyrir öldum síðun. (Rússneska ríkið, Garðaríki, var stofnað af sænskum víkingum á níundu öldinni. Orðið, Rússar, er nafnið á norrænum mönnum af landsvæðum, sem nú eru sænsk.)
Hinn merki bandaríski alþjóðastjórnmálafræðingur, John Jospeh Mearsheimer (f. 1947) skrifar á svipuðum nótum: Úkraínu er boðið í gleðigöngu til glötunar (primrose path). Lokaáfangastaðurinn er tortíming Úkraínu. Það, sem fyrir okkur vakir, er að gera Úkraínumenn harðsnúna gagnvart Rússum. Við hvetjum Úkraínumenn til að gera sér í hugarlund, að þeir muni að lokum verða hluti Vesturlanda, þar eð við myndum í fyllingu tímans bera sigurorð af Putin og knýja hann til að láta að vilja okkar, tíminn ynni með okkur. Og vitaskuld taka Úkraínumenn þátt í leiknum. (En síðustu fréttir herma, að hinn óreyndi forseti þeirra, Volodymyr Zelenskyy (f. 1978)) sé farinn að átta sig á klækjabrögðunum.)
Fyrrnefndur, Jack F. Matlock, sendiherra Bandaríkjamanna í Moskvu á árunum 1987 til 1991, varaði einnig við. Ákvörðun um útþenslu Nató til austurs kynni, þegar fram líða stundir, að verða álitið mesta herkænskuklúður, síðan kalda stríðinu lauk. Jack bendir einnig á, að Bandaríkjamenn hafi farið að draga lappirnar í sambandi við Samninginn um takmörkun skotflaugakerfa (Treaty on the Limitation of Anti-Ballistic Missile Systems), sem Ráðstjórnarríkin og Bandaríkin sömdu um árið 1972, flestum til mikils léttis.
Jack bætir við: Eftir 9/11 var var Putin fyrstur útlendra leiðtoga til að hringja til Bush forseta til að votta samúð sína og lofa stuðningi. Hann var maður orða sinna og lagði lið við árás [Bandaríkjamanna] á Taliban stjórnina í Afganistan. Það var morgunljóst þá, að Putin hafði hug á samstarfi um öryggismál við Bandaríkin, þar sem hryðjuverkamenn hins heilaga stríðs (Jihadist terrorists) hefðu bæði Bandaríkin og Rússland sem skotmörk. Engu að síður héldu bandarísk stjórnvöld (Washington) áfram uppteknum hætti og sneru baki við Rússum (og bandamönnum þeirra) með því að gera innrás í Írak, ofbeldisgjörningur, sem ekki einungis var í andstöðu við Rússa, heldur líka Þjóðverja og Frakka.
Hann segir jafnframt: Bush forseti [Bandaríkjanna, þ.e. George Herbert Walker (1924-2018)] gaf Gorbachev tryggingu fyrir því á Maltafundinum í desember árið 1989 - að því tilskildu, að ríki Austur-Evrópu yrðu frjáls að því að ákvarða framtíð sína með lýðræðislegum hætti - myndu Bandaríki Norður-Ameríku láta hjá líða að notfæra sér þá framvindu.
James Addison Baker (1930), þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði árið 1990: Það er ekki einungis mikilvægt fyrir Ráðstjórnarríkin, heldur einnig önnur ríki Evrópu, að fyrir liggi trygging þess efnis, að verði viðvera Bandaríkjamana í Þýskalandi innan ramma Nató óbreytt, mun hernaðarleg lögsaga Nató ekki færast einn þumlung til austurs.
Nató gekk á bak orða sinna sjö árum síðar, þegar stofnað var til einhvers konar bandalags Úkraínu og Nató (Charter on a Distinctive Partnership) með ádrætti um fulla aðild að Bandalaginu. Þetta var í megingreinum áréttað 2002 og 2008.
Hinn bandaríski andans jöfur, Noam Chomsky, sagði: Sú hugmynd, að Úkraínu gengi í vestrænt hernaðarbandalag yrði óásættanlegt sérhverjum rússneskum leiðtoga.
Eins og við mátti búast varð Georgía fyrri ásteytingarsteinninn. Eins og í Úkraínu (og miklu víðar í veröldinni) hafði Bandaríska leyniþjónustan (Central Intelligence Agency CIA) hafið undirbúning að stjórnarbyltingu. Hún var kölluð Rósabyltingin. (Ein nokkurra blómabyltinga eða litabyltinga CIA.) Í ljósi þess, sem undan var gengið, kom það varla á óvart, að Rússar brygðust við. Innrás þeirra átti sér stað árið 2008.
Undirróður, áróður og afskipti Bandaríkjastjórnar í Austur-Evrópu og Mið-Asíu hafa tekið mið af skýrslu RAND Stofnunarinnar (RAND Corporation), Reynt á þolrif Rússa. Samkeppni í hagstæðri stöðu (Extending Russia. Competing from Advantageous Ground), sem var útgefin árið 2019.
Þar er m.a. að finna eftirtalin hollráð handa Joseph Biden. 1)Veita banvæna aðstoð til Úkraínu; 2)Auka aðstoð við uppreisnarmenn í Sýrlandi; 3)Beita sér fyrir stjórnarbyltingu í Hvíta-Rússlandi; 4)Notfæra sér spennu á Suður-Kákasus svæðinu; 5)Minnka rússnesk áhrif í Mið-Asíu; 6)Vinna gegn veru Rússa í Moldóvu.
Skýrsluhöfundar benda á tvær leiðir til að reyna sérstaklega á þolrif Rússa í Kákasus. Önnur felst í því að þrýsta á um nánara samband Nató við Georgíu og Aserbædsjan. Hin felst í því að þvinga Armeníu til að snúa baki við Rússum. Armenía hafði þá þegar gerst þátttakandi í Friðarsamtökum Nató og sent hermenn til Afganistan undir stjórn Nató. Einnig hafði Armenía gert hosur sínar grænar fyrir Evrópusambandinu.
RAND mælir einnig með efnahagslegum aðgerðum eins og að koma í veg fyrir útflutning á olíu frá Rússlandi, beita sér fyrir samdrætti í gasútflutningi og koma í veg fyrir fleiri olíu- og gaslagnir. Sömuleiðis er bent á, að til viðbótar ætti að leggja áherslu á upplýsingagjöf (áróður) til viðbótar hermennsku.
Víkur þá sögu til Úkraínu, Krímskagans. Í þingkosningum árið 2004 tókust á Viktor Yanukovych, studdur af Rússum, og nafni hans, Yushchenko (f. 1954). Sá fyrrnefndi vann kosningarnar, en fylgismenn hans sögðu svik í tafli og efndu til mótmæla, sem urðu að Glóaldingulu byltingunni (Orange Revolution). Við endurkosningu vann Yanukocych með rétt rúmum helmingi atkvæða. Þetta var kveikjan að aðskilnaðarstefnunni í Austur -Úkraínu.
Deilurnar um kosningarnar árið 2004 jöðruðu við borgarstyrjöld. Í kjölfar þeirra höfðu stjórnmál í Úkraínu greinilega tekið glóandingulan lit þeirra afla, sem aðhylltust náin tengsl við Nató og Evrópusambandið.
Þrír þjóðernisöfgaflokkar voru áberandi, Frelsisflokkurinn (Svoboda), samfylking gasynjunnar og auðvaldsins, Yuliya Tymoshenko (f. 1960), sem virk var í Glóaldingulu byltingunni, og flokkur Viktor Yushchenko, Okkar Úkraína. Samvinna hinna tveggja síðastnefndu endaði með ósköpum og erjum innan og utan þings og ríkisstjórnar. Hún var dæmd til fangelsisvistar fyrir spillingu, en var látin laus árið 2014 og tók þátt í óeirðum í Kænugarði. Samningur Evrópusambandins um viðskipti var skilyrtur því, að Yuliya yrði látin laus.
Fjórði forseti Úkranínu, Viktor Yanukovych, sá er Bandaríkjamenn og öfgaöfl innan Úkraínu steyptu af stóli árið 2014, samdi árið 2010 við Rússa um framlengingu leigusamnings á flotstöðinni við Svartahaf. Árið 2010 samþykkti löggjafarþingið, að Úkraína yrði hlutlaust ríki. Þrátt fyrir þessi lög héldu Bandaríkin, Nató og Evrópusambandið áfram þrýstingi á stjórnvöld í Úkraínu.
Árið 2009 voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar, sem sýndi töluverða andstöðu Úkraínumanna gegn inngöngu í Nató. Þingið í sjálfsstjórnarlýðveldinu á Krímskaga, samþykkti í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu að kveðja Úkraínu og sækja um aðild að rússneska ríkjasambandinu.
Íbúum Donbas (Luthansk og Donetsk) hugðaðist illa byltingarbrölt og valdarán í Kænugarði og lýstu árið 2014 - með fulltingi Rússa - yfir sjálfstæði héraðana. Það kom til átaka við árásarher Úkraínu. Nýnasistar voru þar í fremstu víglínu eins og á Krímskaga.
Í borginni Odessa á Krímskaga, brenndu nasistar inni tugi óvopnaðra manna þann 2. maí 2014. Þeir, sem reyndu að forðast logana, voru drepnir umvörpum. Engum hlíft, ekki einu sinni vanfærum konum. Rannsókn Evrópuráðsins leiddi í ljós, að úkraínska lögreglan hefði verið meðsek. Forseti Úkraínu, Petro Oleksiyovych Porochenko (f. 1964) fagnaði ódæðinu sem sigri yfir aðskilnaðarsinnum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Artem Filipenko tók í sama streng, 48 drepnir og 200 særðir var ásættanlegt tjón.
Hernaðarbröltið í Donbas hefur kostað um fjórtán þúsund mannslíf. Þrátt fyrir Minsk friðarsamkomulag aðskilnaðarsinna og Úkraínustjórnar frá árinu 2014 með þátttöku Þjóðverja, Rússa og Frakka, hefur vígöldinni aldrei linnt algerlega. En í samkomulaginu var m.a. ákvæði um að skoða stöðu Luthansk og Donetsk með aukið sjálfstæði fyrir augum. Það hefur Úkraínustjórn neitað að gera.
Síðan sameining þýsku ríkjanna átti sér stað, hafa fjórtán ný ríki bæst í Nató. Putin hefur þráfaldlega bent á svikin loforð Nató og Bandaríkjanna með tilliti til þenslu Nató til austurs.
Þegar Rússar báru upp áhyggjur sínar við breska forsætisráðherrann, John Major (f. 1943), árið 1991, var svar hans: ekkert í þá veru mun nokkurn tíma eiga sér stað. Rússar voru enn órólegir. Árið 1993 skrifaði Boris Yeltsin til vinar síns, Bill Clinton um málið. Rússum var svo umhugað um öryggi í Evrópu eða heimili okkar allra eins og Michail Gorbachev orðaði það, að leitað var hófanna um inngöngu í Nató. Það var ekki tekið til greina.
Nú um miðjan mars 2022 linnir ekki hörmungunum í Úkraínu, þrátt fyrir að Volodymyr Zelensky virðist hafa séð í gegnum blekkingarvefinn. Nató og Bandaríkjamenn gera ráð fyrir sigri rússneska hersins og skæruhernaði Úkraínumanna með ekta CIA handbragði, sbr. grein Douglas London í Foreign Affairs 25. febrúar, The Coming Ukranian Insurgency, og viðtöl við Hillary Clinton, sem hafði yfirumsjón með sams konar gjörningi CIA í Sýrlandi. Lýðræðistrúboðsdeild CIA (NED National Endowment for Democracy) hefur þegar lagt gjörva hönd á undirbúning, m.a. fjármagnað sextíu og fimm verkefni innan landamæra Úkraínu eins og þjálfun aðgerðasinna og blaðamanna.
Stofnun ungversk-bandaríska auðjöfursins, George Soros (György Schwartz, f. 1930), heldur áfram að leggja lið eins og hann hefur gert síðustu þrjátíu árin, m.a. með stuðningi við litabyltingarnar. Úkraínskur afleggjari af Opinsamfélagastofnun (Open Society Foundation) hans, Alþjóðlegi endurreisnarsjóðurinn (International Renaissance Foundation), hefur frá 1994 árlega veitt tólf milljónum dala til ýmissa verkefna í Úkraínu. Soros hefur nú stofnað nýjan Úkraínusjóð og heitir því, að halda áfram afskiptum af lýðræðinu frá skattaparadísinni, Cayman Islands.
Það er mikil grimmd í hinu gamla Garðaríki, fátt um góðar vonir. Sorglegt!
https://www.theguardian.com/world/2022/jan/12/russias-belief-in-nato-betrayal-and-why-it-matters-today
https://steigan.no/2022/02/pa-den-gale-siden/
https://www.irf.ua/files/eng/AnnualRep_eng_FINAL_17_06.pdfhttps://www.opensocietyfoundations.org/newsroom/open-society-launches-fund-for-a-free-and-democratic-ukraine
https://www.nato.int/cps/en/natolive/official_texts_8443.htm
https://steigan.no/2014/02/soros-cia-og-fargerevolusjonene/
http://content.time.com/time/subscriber/article/0,33009,984833,00.html https://consortiumnews.com/2014/03/02/what-neocons-want-from-ukraine-crisis/
https://steigan.no/2014/09/euromaidan-aktivister-forsvarer-drapene-i-odessa/
https://www.aftonbladet.se/kultur/a/J1LEyb/mordarna-hyllas-for-massakern
https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=090000168048851b
https://nyheter.swebbtv.se/ukraina-har-varit-usas-leksak-sa-byggdes-konflikten-upp/
https://www.wsws.org/en/articles/2014/06/10/fasc-j10.html
https://forward.com/news/462916/nazi-collaborator-monuments-in-ukraine/ https://news.antiwar.com/2022/01/14/the-cia-has-been-training-ukrainian-paramilitaries-to-kill-russians/
https://www.youtube.com/watch?v=L2XNN0Yt6D8
https://hitchensblog.mailonsunday.co.uk/2018/02/now-it-starts-to-come-out-kievs-2014-revolution-was-achieved-by-heavily-armed-thugs-many-of-them-neo.html
http://ronpaulinstitute.org/archives/featured-articles/2014/february/09/victoria-nulands-ukraine-gate-deceptions.aspx https://www.sott.net/article/273602-US-Assistant-Secretary-of-State-Victoria-Nuland-says-Washington-has-spent-5-billion-trying-to-subvert-Ukraine
https://www.foreignaffairs.com/articles/ukraine/2022-02-25/coming-ukrainian-insurgency?utm_medium=social&utm_source=twitter_posts&utm_campaign=tw_daily_soc https://www.washingtonpost.com/opinions/henry-kissinger-to-settle-the-ukraine-crisis-start-at-the-end/2014/03/05/46dad868-a496-11e3-8466-d34c451760b9_story.html
https://www.theguardian.com/world/2022/jan/12/russias-belief-in-nato-betrayal-and-why-it-matters-today
https://consortiumnews.com/2022/02/24/what-putin-says-are-the-causes-aims-of-russias-military-action/
https://www.bloomberg.com/news/articles/2022-02-24/full-transcript-vladimir-putin-s-televised-address-to-russia-on-ukraine-feb-24 https://www.thelastamericanvagabond.com/ukraine-new-al-qaeda/
https://twitter.com/MSNBC/status/1498490752065757184
https://www.bbc.com/news/world-europe-26312008
https://www.britannica.com/biography/Yulia-Tymoshenko
https://fpif.org/why_progressives_must_embrace_the_ukrainian_pro-democracy_movement/
https://www.theguardian.com/world/2015/feb/12/ukraine-crisis-minsk-ceasefire-agreement-details
https://news.gab.com/2022/03/07/ukraine-george-soros-aggression-against-christian-russia/
https://www.bbc.com/news/world-europe-26079957
https://www.opendemocracy.net/en/odr/ukraine-far-right-in-parliament-for-first-time/ https://www.bbc.com/news/10229626
https://www.pewresearch.org/global/2009/11/02/end-of-communism-cheered-but-now-with-more-reservations/
https://www.pewresearch.org/global/2010/03/29/ukraine-says-no-to-nato/ https://www.youtube.com/watch?v=hQ58Yv6kP44
https://off-guardian.org/2022/02/24/timeline-euromaidan-the-original-ukraine-crisis/ https://www.britannica.com/event/Anti-Ballistic-Missile-Treaty
https://twitter.com/RnaudBertrand/status/1498491187648348161
https://www.youtube.com/watch?v=uE9jULgC42o
https://blogs.timesofisrael.com/friedman-kennan-and-putin/
https://www.youtube.com/watch?v=fWkfpGCAAuw
https://www.salon.com/2021/01/19/who-is-victoria-nuland-a-really-bad-idea-as-a-key-player-in-bidens-foreign-policy-team/
https://www.britannica.com/place/Ukraine/The-election-of-Volodymyr-Zelensky-and-continued-Russian-aggression
https://www.nytimes.com/2022/02/21/opinion/putin-ukraine-nato.html
https://forsvaretsforum.no/historie-kronikk-nato/er-ny-storkrig-uunngaelig/238135
https://www.oavis.no/europa-flyktninger-kolbotn/robert-mood-om-fare-for-ny-storkrig-veldig-lite-sannsynlig/644655
https://www.oavis.no/europa-flyktninger-kolbotn/robert-mood-om-fare-for-ny-storkrig-veldig-lite-sannsynlig/644655
https://steigan.no/2022/03/vi-kan-fa-slutt-pa-krigen-i-ukraina-i-morgen-hvis-vi-vil-og-det-til-alles-fordel/
https://steigan.no/2022/03/usa-folger-den-planen-rand-corp-la-opp-for-a-strekke-russland/
https://www.rand.org/content/dam/rand/pubs/research_reports/RR3000/RR3063/RAND_RR3063.pdf
https://markcrispinmiller.substack.com/p/heres-some-of-what-you-may-not-know-8d0?token=eyJ1c2VyX2lkIjo0Njk0NzAxNCwicG9zdF9pZCI6NDk5MDY3MzEsIl8iOiJvVEw4TCIsImlhdCI6MTY0NjczMzc1NywiZXhwIjoxNjQ2NzM3MzU3LCJpc3MiOiJwdWItMzgzMDg1Iiwic3ViIjoicG9zdC1yZWFjdGlvbiJ9.0obF_i-JI4YlLuJ3wWl59plLySxlh95kIscAVkYKZiE&s=r
https://stormcloudsgathering.com/posts/the-ukraine-crisis-what-youre-not-being-told/
https://www.commondreams.org/views/2022/02/15/nato-and-origins-ukraine-crisis
https://www.theguardian.com/world/2021/nov/04/ex-nato-head-says-putin-wanted-to-join-alliance-early-on-in-his-rule
Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum manni, að en einn frelsunardagur kvenna er nýliðinn. Si svona í ljósi stríðsumræðunnar á líðandi stundu átti ég von á því, að forsætisráðherra flytti þrumandi ræðu hjá Nató (allavega á Alþingi) um ójafnrétti kynjanna í Úkraínustríðinu; kynferðislegt ofbeldi, kynbundið ofbeldi, kyndónaskap, kynframhleypni, kyngreddu og þar fram eftir götunum. Karlfólin í Úkraínu senda konur og börn úr landi og berjast svo við rússneska kynbræður sína. En Katrín þagði aldrei þessu vant.
En hinn uppáhaldskvenfrelsarinn minn, leiðtogi Kvenfrelsunardeildar Sameinuðu þjóðanna (UN Women), brást ekki, frekar en fyrri daginn. Hún var beðin um að láta ljós sitt skína í RÚV eins og eðlilegt má teljast. En hér er klippa úr viðtali við hana í Fréttablaðinu (sem mér sýnist samhljóma erindi hennar í RÚV):
Framkvæmdastýra UN Women, Stella Samúelsdóttir, segir að hún hafi þungar áhyggjur af stöðu kvenna innan Úkraínu og þeirra sem eru farnar á flótta. Það sé hætta á því að kynbundið ofbeldi aukist og þau hafa þegar fengið fréttir af því að rússneskir hermenn hafi beitt úkraínskar konur kynferðislegu ofbeldi.
Við höfum þungar áhyggjur af ástandi, sérstaklega kvenna og stúlkna, því allar okkar greiningar og rannsóknir sýna að þegar um er að ræða einhvers neyð, sama hvort það eru náttúruhamfarir eða stríð, þá eykst kynbundið ofbeldi. Við vitum það að líkami kvenna er vígvöllur, segir Stella í samtali við Fréttablaðið.
Konurnar hafa skilið við karlmennina sem eru eftir í Úkraínu til að berjast, vopnaðir, en þær eru einar á ferð, óvopnaðar og geta ekki varið sig. Oft eru þær með börn á ferð og þetta er hættuleg staða að vera í, segir Stella.
Það væri reyndar í frásögur færandi, hefði Stella og hinir kvenfrelsararnir ekki þungar áhyggjur af stöðu kvenna. Þá myndu þeir missa vinnuna. Áróður og áhyggjur er þeirra sýslan í boði skattgreiðenda. Stella slær um sig með tölum, sem við fáum þó ekki að sjá, kjaftasögum og kvenfrelsunarvísindum. Stundum er þetta óneitanlega hálfspaugilegur málflutningur.
Ástmenn og feður eru nauðgara verstir eins og alkunna er. Því mætti ætla, að nauðgunarvarnir felist í því, að konur og börn flýi frá þeim, sbr. starfsemi Kvennaathvarfa. En það er samkvæmt Stellu skammgóður vermir, því aðrir nauðgarar eru í leit að vígvelli og bíða kvenfórnarlamba á flótta og í athvörfum. Neðanmáls er krækja á myndskeið, þar sem einn nauðgaranna kveðjur dótturina til að iðka eitraða karlmennsku sína á stærri vettvangi. Hann er reyndar beittur lýðræðislegu ofbeldi til þess arna, herkvaddur.
Sínum augum lítur hver á silfrið. Í grein í Daily Mail segir Amanda Platell: Í Úkraínu sýna karlmenn sínar bestu hliðar; karlmannlegir, stoltir og þrungnir föðurlandsást; en líka þrungnir tilfinningum til þeirra, sem eru þeim nánastir og ástkærastir; elskulegir og yfirgefnir, [en] afskiptir. Í nafni jafnréttis hafa konur hérna í Bretlandi um áratuga skeið leitast við að kvengera karla, útrýma stríðsmanninum [í þeim] og krafist kvenleika af þeirra hálfu. En við höfum verið svo, svo áttavilltar.
En rétt skal vera rétt. Konur verja móðurlandið líka. Samkvæmt Bettina Arndt, er talið að rúmlega þrjátíu þúsund konur hafi skráð sig til herþjónustu af um sautján milljónum úkraínska kvenna. Það hafa meira að segja sést myndir af ungmeyjum og ömmum með vélbyssur frá Vesturlöndum í höndunum. Og fleiri eru á leiðinni frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi og víðar. Tja! Ber er hver á bakinu, nema sér bróður eigi.
En þrengingar kvenna eru að sönnu skelfilegar. Hillary Clinton hugsar eins og Stella. Hún orðaði þetta svo: Konur eru ævinlega helstu fórnarlömb stríða, því þær glata eiginkörlum sínum, feðrum og sonum í átökum. Þess vegna standa þær oft aleinar í veröldinni og alfarið með ábyrgð á uppeldi barnanna. Því miður eiga kynskiptakonur einnig undir högg að sækja í Úkraínu, séu þær skráðar karlar í þjóðskrá. Þá eru þessar elskur nefnilega kallaðar í herinn. Það hlýtur líka að valda Stellu þungum áhyggjum.
Það er nú reyndar opinber kvenfrelsunarstefna að fækka körlum og ala þá upp sem konur, sbr. myndband Ava neðanmáls. Ava dregur þar skilmerkilega saman helstu liði í kvenfrelsunarstríðinu gegn körlum, nokkurn veginn á þessa leið með íslenskri staðfæringu:
Meðal framsæknustu ljósmæðra (það fer ekki sögum af ljósfeðrum) er burður karlafkvæmis tilkynntur móður með orðunum: Því miður hefur þú eignast dreng. Sumar verðandi mæður sjá reyndar til þess, að karlfóstur séu fjarlægð úr kviði sínum.
Á Íslandi er lagaheimild fyrir geðþóttafóstureyðingum fram að fertugustu viku meðgöngu. Hafi forsætisráðherra og samherjar hennar erindi sem erfiði, verður heimilt að eyða fóstri fram undir fæðingu innan skamms. Svo hefur hún mælt á Alþingi Íslendinga.
Víða á bæjum eru drengir aldir upp sem stúlkur. Þeim er kennt, að mamma (og stundum pabbi) geti valið kyn þeirra og að eiginlega sé allt hvorugkyns. Strákar eru látnir klæðast stelpufötum. (Enn virðist almennt gerður greinarmunur á stelpu- og strákafötum.) Þegar í skóla kvennanna er komið mætir þeim sama viðhorf.
Ava fjallar um kynsystur sína, hina spænsku Aurelia Vera, sem þekkt er fyrir hugmyndir sínar um beinar og óbeinar geldingar drengja sem og bókstaflega fækkun þeirra.
Framsæknar ljósmæður og hjúkrunarkonur leggja nú að óheppnum mæðrum, að gefa drenghnokkunum ekki brjóst heldur fóðra þá á sojamjólk. Hún býður upp á kvenkynvaka eða örvar framleiðslu þeirra. Sömuleiðis er það nú orðið algengt, að drengjum sé kennt að láta þvagi sitjandi, því það sé svo hollt og hreinlegt. En karlvænar mæður leyfa þeim þó að pissa standandi, að því tilskildu, að þeir fari þeir með þurrku um fyðilinn, að aðgerð lokinni. Minna má það nú ekki vera.
Í ljósi opinbers kvenfrelsunarhernaðar gegn körlum ættu herkonur þeirra eða hermanneskjur að fagna því, að þeim sé fargað í Úkraínu væru þær sjálfar sér samkvæmar.
Vonandi fer að hilla undir sigur í stríði þeirra. Kvenfrelsunarstríðið er orðið langdregnasta stríð veraldar. Konur lýstu yfir stríði á hendur körlum í frönsku byltingunni.
https://apnews.com/article/russia-ukraine-kyiv-migration-europe-european-union-8a9ca73d25616e1fc59d8c913e056100 https://bettinaarndt.substack.com/p/ukraines-courageous-women-and-disposable?s=r https://www.theguardian.com/world/2022/feb/20/donbas-ukraine-evacuees-face-uncertain-future-in-russia https://www.opindia.com/2022/03/russia-ukraine-conflict-media-lionises-child-soldiers-carrying-assault-weapons/ https://www.youtube.com/watch?v=y3dS0UwvZqw https://www.youtube.com/watch?v=f3Yz73xxDLU https://www.youtube.com/watch?v=kS7RWy5NxnQ https://www.frettabladid.is/frettir/hafa-thungar-ahyggjur-af-stodu-kvenna-likami-kvenna-er-vigvollur/ https://www.latimes.com/world-nation/story/2022-03-03/lgbt-ukrainians-are-terrified-of-a-life-under-russia-where-homophobia
Bloggar | 10.3.2022 | 10:20 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook
Það er undursamlegt að sjá samúðina í garð bágstaddra kvenna og barna í Úkraínu. Þau hafa ekkert til saka unnið. Íslenskir látúnsbarkar halda tónleika á tónleika ofan til að lýsa samúð sinni. íslenskir þingmenn bólgna bókstaflega af mannúð og einhenda sér með ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur í refsiaðgerðir gegn meinlega karlinum í Moskvu. Ríkisstjórnir Vesturlanda lýsa efnahagstríði gegn honum (og okkur, sauðsvörtum almúganum) og senda Úkraínumönnum vopn, sem fæstir þeirra kunna að fara með. Skynsamir hermenn skilja þau eftir og stinga af frá herbúðunum.
Efnahagsstríð eru engin nýlunda. Bandaríkjamenn eru sérfræðingar í slíkum stríðsrekstri eins og öðrum. Þeir miðla Evrópuþjóðum af reynslu sinni. Hinn nýi og hugdjarfi utanríkisráðherra vor byrstir sig og strengir þess heit, að nú skuli Rússar sjá, hvar Davíð keypti ölið. Á írska þinginu er þó einn þingmaður, Richard Boyd Barrett, sem ofbýður hræsnin.
Sum okkar, sem fylgst hafa með alþjóðamálum í áratugi, spyrja sig; Hvar voru látúnsbarkarnir og herskáu stjórnmálamennirnir, þegar börn í Serbíu voru sprengd í loft upp af Nató eða þegar Vesturveldin murkuðu lífið úr hálfri milljón barna í Írak eða á síðustu misserum í Sýrlandi og Jemen, svo dæmi séu tekin. Spyr sá, sem ekki veit. Nú eru börnin myrt, en minningu þeirra má heiðra.
Hvernig er manntjón metið á vogarskál stríðshaukanna? Spyr nú aftur sá, sem ekki veit. En stríðsgikkurinn, kvenfrelsarinn og járnfrúin Malelaine Jana Korbel Albright (f. 1937), fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kann þessa stærðfræði eða svona hérumbil.
Líf hálfrar milljónar barna þótti ásættanlegt verð fyrir að steypa öðrum vondun karli, Saddam Hussein, af stóli, í nafni mannúðar og frelsis. Enda var öryggi Íslands og annarra Vesturlanda í bráðri hættu samkvæmt upplýsingum leyniþjónustu Bandaríkjamanna og Breta alveg eins og nú.
Það er svo notalegt að vera í varnarbandalagi með vinum sínum (sumir hverra hernámu Frón og hlutuðust til um borgarastyrjöld og trúskipi).
Það er þó huggun harmi gegn í öllum hörmungunum, að fallir Úkraínuhermenn virðast rísa upp frá dauðum.
https://www.bitchute.com/video/fVxGiHParDAC/ https://www.bitchute.com/video/HOvgYFRXtTYB/ https://www.bitchute.com/video/U0nkq5jfIork/ https://www.bitchute.com/video/9Y4aeFTI0Otx/
Í nóvember árið 1963 var ég í sorg og sárum. Fyrr á árinu hafði ég misst afa minn, sem ég elskaði og dáði. Afi var ástúðlegur, friðsamlegur, orðheldið valmenni og mannsættir. Hann féll í valinn aðeins fimmtíu og átta ára gamall. Mér var sagt frá andláti hans í eldhúsinu heima.
Í sama eldhúsi þann tuttugusta og annan nóvember heyrði ég svo um morðið á John Fitzgerald Kenndy (f. 1917), forseta Bandaríkja Norður-Ameríku. Hann lifði skemur en afi. Ég var tólf vetra. Það fór aftur um mig óhugur og einhverra hluta vegna hríslaðist á nýjan leik um mig sorg. Það fór hrollur milli skinns og hörunds, rétt eins og núna, þegar ég hugsa til hryllingsins í Úkraínu og skemmdarverka fávísra og harðvítugra stjórnmálamanna. Þeir eru afar ólíkir afa mínum og John.
Fimm mánuðum áður en John var myrtur, hélt hann merkilega ræðu, friðarræðuna, við Ameríska háskólann í Washington. Hann minntist orða nafna síns, enska skáldsins og stofnanda háskólans, John Edward Masefield (1878-1967), um þá mannbætandi viðleitni, sem iðkuð væri í háskólum, að vinna bug á fáviskunni, leita sannleikans og ljúka upp augum þeirra, sem á hann væru blindir. (Því miður eru háskólar nú oft og tíðum á mála hjá hagsmunaöflun og framleiða falska þekkingu.) Forsetinn sagði:
Því er það, að ég hef valið þennan stað og stund til að ræða málefni, sem alltof oft er rætt af fávisku og sannleikanum firrt. Og þetta er mikilvægasta málefni á allri jarðarkringlunni. Hvers konar frið á ég við og hvers konar friði sækjumst við eftir? Hvorki Ameríska friðnum (Pax Americana), sem grundvallast á amerísku vopnaskaki, né gröfinni eða þrælslundinni (security of the slave). Ég tala um ósvikinn frið. Þess konar frið, sem stuðlar að vexti þjóða og von um að skapa börnunum betra líf, en ekki einvörðungu frið í heimahögum Norður-Ameríkumanna, heldur frið sem allir karlar og konur megi búa við, nú á voru méli og um alla framtíð.
Aðalritari byltingarflokks Ráðstjórnarríkjanna, Nikita Khruschchev (1894-1971), grét, þegar hann vottaði Bandaríkjamönnum samúð sína. Þetta er sami maður, sem í kjölfar innanflokksátaka skóp þá Úkraínu, sem lýsti yfir sjálfstæði frá Ráðstjórnarríkjunum þann 24. ágúst 1991. Saman sýndu þeir skynsemi og afstýrðu kjarnorkustyrjöld. Það var svo um tveim áratugum síðar, að Mikhail Gorbachev (f. 1931) tók upp þráð Nikita.
Því miður hefur draumur John um heimsfrið ekki ræst. Stríðshaukar og samsteypa vopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hefur haft undirtökin í utanríkisstefnu Bandaríkjanna æ síðan. Deila og drottna eru kjörorð í utanríkismálastefnu þeirra (og sérhvers stórveldis meira eða minna). Arnarhreiðrið er Leyniþjónustan (Central Intelligence Agency - CIA), sem hleypt hafur upp samfélögum og ríkisstjórnum víða um heim. (Hún hefur nú verið aukin opinni áróðursdeild.)
Kollsteypa lýðræðiskjörinnar ríkisstjórnar í Úkraínu árið 2015 er eitt afreka Leyniþjónustunnar undir verkstjórn forsetanna, Barrack Obama (f. 1961), sem hlaut friðarverðlaun Nóbels, og núverandi forseta, Joseph Biden (f. 1942), þáverandi varaforseta.
Neðanmáls er krækja á fróðlegt viðtal við einn snillinga nútíma kvikmynda- og heimildamyndagerðar, William Oliver Stone (f. 1946), þar sem hann rekur þessa þróun í grófum dráttum. Handa þeim, sem hafa hug á því að taka upplýsta afstöðu til hinna hörmulegu atburða í Úkraínu, mæli ég einnig með heimildarmyndum hans um samskipti Úkraínumanna og Rússa, aðdraganda að hinu skelfilega stríði, sem er háð þar um slóðir.
https://www.lewrockwell.com/2022/03/ginny-garner/oliver-stones-fascinating-interview-with-abby-martin/ https://www.imdb.com/title/tt5724358/ https://www.imdb.com/title/tt10498588/ https://www.youtube.com/watch?v=0fkKnfk4k40
Það er fátt sem sýnist í Úkraínu. Greinarhöfundur eins og blaðamaðurinn, George Webb, gægist á bak við tjöldin.
Hér er sagt undan og ofan af aðdraganda stjórnarbyltingar Bandaríkja Norður-Ameríku í Úkraínu 2014. Byltingin var samvinnuverkefni utanríkisráðuneytisins og leyniþjónustunnar og úkraínskra auðjöfra eða auðvalda (oligarch). Barrack Obama var þá forseti Bandaríkjanna (2009 til 2017) og Joseph Biden varaforseti. Aðalstrengjabrúða þeirra er Volodymyr. Aðalleikendur af hálfu bandarískra stjórnvalda voru sendiherrann, Geoffrey Ross Pyatt og Victoria Nuland.
Eins og menn vafalaust muna var Volodymyr gamanleikari á sjónvarpsstöð, sem fjármögnuð var af meintum, eftirlýstum stjórþjófi, fylkisstjóra og bankastjóra, Ihor Kolomoyskyi. Auðvaldurinn sá hefur verið verulega liðtækur við að sölsa undir sig eigur úkraínsku þjóðarinnar og hefur með svikum og prettum komist yfir illa fengið fé annarra auðvalda í Austur-Evrópu. Ihor hvítþvær illa fengið fé sitt t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Ihor gerir vel við vini sína eins og Volodymyr. Það ber m.a. glæsihús hans á Florida vitni um. Vini sínum, Jósef Biden, hefur hann heldur ekki gleymt. Fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, Victor Yuschenchko, er vildarmaður hans. Það er líka annar fyrrverandi forsætisráðherra, Yulia Tymoschenko.
Þræðirnir til núverandi forseta Bandaríkjanna liggja einnig um soninn, Hunter, sem þáði sæti í stjórn Burisma, stórfyrirtækis í Úkraínu á sviði gass og olíu, þegar byltingin var yfirstaðin. Þegar saksóknari Úkraínu tók upp á því að skoða spillinguna í tengslum við fyrirtækið, beitti Joseph sér fyrir því, að hann væri rekinn. Hann var þá aftur orðinn varaforseti Bandaríkjanna.
Ihor gerir ekki einungis vel við bandamenn sína í stjórnmálunum. Hann hefur einnig veitt rausnarlegum framlögum til bardagasveita nasista í landinu, eins og Azov sveitinni.
Í greinum og viðtölum er minnst á líftilraunastofur (biolab) þær, sem komið hefur verið upp víða í Úkraínu í eigu úkraínskra og bandarískra aðilja, eftir því sem næst verður komist. Rússar hafa haft horn í síðu þeirra og haft grun um, að þar væru framleidd eiturefnavopn. Staðsetning þessara tilraunastofa á víð og dreif kynni að skýra loftárásir Rússa að hluta.
Volodymyr Úkraínuforseti hefur náin tengsl við Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum). Norski stjórnmálamaðurinn, Börge Brende, hefur setið við stjórnvölinn þar frá 2017. Börge hefur látið tvímælalausan stuðning í ljós, fordæmir frá dýpstu hjartarótum yfirgang Rússa gagnvart Úkraínumönnum, árásir þeirra og ódæðisverk.
https://twitter.com/RealGeorgeWebb1/status/1499024982923530242?ref_src=twsrc%5Egoogle%7Ctwcamp%5Eserp%7Ctwgr%5Etweet https://dailyexpose.uk/2022/02/28/russia-ukraine-who-is-to-blame/ https://www.weforum.org/people/volodymyr-zelenskyy https://dailyexpose.uk/2022/02/24/is-there-is-more-to-the-ukraine-russia-conflict/ https://www.occrp.org/en/the-pandora-papers/pandora-papers-reveal-offshore-holdings-of-ukrainian-president-and-his-inner-circle https://twitter.com/RealSaavedra/status/1174910135421919232 https://www.foxnews.com/politics/hunter-bidens-controversies-explained https://twitter.com/RealGeorgeWebb1/status/1499413514703806466?ref_src=twsrc%5Egoogle%7Ctwcamp%5Eserp%7Ctwgr%5Etweet https://www.youtube.com/watch?v=aCor07xRsAQ https://dailyexpose.uk/2022/03/04/rise-of-zelensky-from-comedian-to-president/
Mikilvægt er að bólusetja börn þar sem þar sem þau geta veikst alvarlega af COVID-19 og bólusetning verndar vel gegn bæði smiti og alvarlegum sjúkdómi af völdum Delta og ann¬ara afbrigða eins og Alfa, Beta og Gamma. Ég treysti því að foreldrar vilji börnum sínum allt hið besta: Að þau fái samskonar vernd gegn alvarlegum afleiðingum COVID-19 og þeir hafa sjálfir þegið með bólusetnngu.
Svo skrifar Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild HÍ og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, í upphafi þessa árs. Og áfram heldur hún:
Bólusetningin veitir yfir 90% vernd gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, sjúkra-húsinnlögn og dauða, líka af völdum Delta afbrigðisins, sem er meira smitandi og veldur alvarlegri sjúkdómi í öllum aldurshópum en fyrri afbrigði. Bólusetning veitir líka 50-80% vernd gegn smiti af völdum Delta og smitaðir bólusettir einstaklingar smita aðra helmingi síður en smitaðir óbólusettir einstaklingar.
Í ljósi staðreynda, sem þá þegar lágu fyrir með tilliti til ágalla á rannsóknum, virkni og aukaverkunum, var þessi bólusetningarherhvöt torskiljanleg.Þróunin var að sönnu fyrirsjáanleg. Hér fylgja nokkur atriði:
Það er löngu komið í ljós, að bólusetning með hraðsuðubóluefnunum veitir ekki smitvörn og kemur heldur ekki í veg fyrir smit. Þau gætu hins vegar dregið úr alvarleika einkenna covid-19, en það hefur þó ekki verið sýnt fram á með vísindalegum hætti. Það er enn fremur morgunljóst, að þau stuðla ekki að myndun ónæmis, en valda þess í stað fjölda aukaverkana og dauða.
Pfizer hefur nú með dómsúrskurði í Bandaríkjum Norður-Ameríku verið þvingað til að láta af hendi frumgögn úr tilraunafúski sínu. Þau birtast nú hvert af öðru. (Sjá krækju neðanmáls.) Í einu þeirra má m.a. lesa á þessa leið:
Bóluefnið getur valdið breytingum á erfðaefnum með þeim afleiðingum, að hinn bólusetti lamast, afskræmist, tapar greind, heyrn og sjón. Þetta er reyndar nokkurn veginn í samhljómi við tilkynningar til heilbrigðisyfirvalda.
Við glímum nú við faraldur hinna bólusettu. Þeir þríbólusettu eiga um sárast að binda. Opinberar tölur frá Englandi benda reyndar til, að neikvæð virkni sé 206% (þ.e. rúmlega tvöfalt hættara við smiti) hjá þessum hópi. Í Ástralíu eru hinir fullbólusettu fjórir af fimm, sem sýkjast; níu af tíu, sem leggjast inn á sjúkrahús; níu af tíu, sem leita á bráðadeild og fjórir af tíu, sem láta lífið.
Annars staðar í veröldinni er ástandið svipað. Í Bretlandi eru níu af tíu látnum fullbólusettir, þar af eru fjórir af fimm þríbólusettir. Í Kanada eru fullbólusettir sjö af tíu, sem andast sökum veirunnar (eða með veiruna í sér). Í Nýja-Sjálandi hafa síðustu vikurnar full bólusettir verið fjórir af fimm innlögðum á sjúkrahús. Í Brasilíu var tilkynnt um tæp 10.000 andlát fullbólusettra í ágúst á síðasta ári. Í viðtali við Kobi Haviv, lækningaforstjóra Herzog sjúkrahússins í Ísrael (sem nú hefur verið fjarlægt af netinu) að 95% alvarlega sjúkra séu fullbólusettir og að 85 til 90% innlagðra sjúklinga séu fullbólusettir. Í Danmörku eru fullbólusettir 89.7% þeirra, sem smitast af omikron tilbrigði veirunnar.
Þegar í maí á síðasta ári sýndu tölur frá evrópskra gagnagrunninum, EudraViliance, að nú létust fleiri af bólusetningum en veirunni. Þá höfðu 405.259 beðið tjón af bólusetningunum og 10.570 látið lífið. Pfizer/BioNTech bóluefnið er versti skaðvaldurinn, veldur um helmingi andlátanna.
Tölur frá Nýja-Sjálandi og Bretlandi gætu gefið vísbendingar um, að áunnið alnæmi (Acquired Immune Deficiency Syndrome AIDS) kynni að vera í fæðingu. Það er sönnu öllu alvarlegri þróun, hafi það við nánari rök að styðjast. Sömuleiðis hefur verið varað við því, sem kalla mætti Áunninn mótefnaáauka (Antibody Dependent Enhancement), sem í afar stuttu máli felur í sér, að mótefni, sem til verða í baráttu ónæmiskerfisins við veiruna, bera kennsl á sóttkveikjuna, en eru ófær um að koma í veg fyrir smit. Þess í stað greiðir mótefnið veirunni leið inn í frumurnar.
Víða hefur verið sýnt fram á óútskýrða og aukna dánartíðni, t.d. í Noregi og Þýskalandi, eftir að bólusetningar hófust. En af þeim margvíslegu aukaverkunum, sem tilkynntar hafa verið, t.d. fósturlát (hugsanleg aukning áhættu um 1517%), lystarstol, krabbi, ófrjósemi og húðútbrot, ber þó ýmis konar hjartahremmingar hæst, þegar þær eru skoðaðar. Þar eru karlar fram á miðjan aldur í aðalhlutverki.
Það telst til tíðinda, að Sjúkdómseftirlits- og heilsuverndarstofnun Bandaríkjanna (Centers of Disease Control and Prevention -CDC) skuli birta rannsóknaniðurstöður um 113sinnum aukna áhættu á hjartaáföllum meðal þeirra, sem bólusettir hafa verið með mRNA bóluefni. Önnur rannsókn frá sömu aðiljum, ásamt Matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration) sýndi 13.000 sinnum auka áhættu á hjartavöðvabólgu hjá börnum.
Það er ekki úr vegi að benda á í þessu sambandi, að viðbrögð stjórnvalda, þ.e. einangrun, sóttkvíar, fjöldatakmarkanir og grímuskylda m.a., hafi haft vond áhrif á þroska barna, enda þótt þau hafi ekki verið bólusett. Í breskri rannsókn var gerður samanburður á taugaþroska barna fæddum fyrir faraldur og þeirra, sem litu dagsins ljós, meðan á honum stóð. Niðustaðan er uggvænleg:
Við höfum komist að því, að börn, fædd, meðan á faraldrinum hefur staðið, búa við mælanlega skertan mál- og hreyfiþroska, svo og almenna vitþroskaskerðingu miðað við börn, sem fædd eru, áður en faraldurinn skall á.
Stjórnvöldum og fjölmiðlum virðist um megn að horfast í augu við raunveruleika aukaverkanna og leita alls kyns skringilegra skýringa eins og klofkælingar hjá konum og ástarsorgar. Einnig er fundin skemmtileg skýring á hjartahremmingum hjá íþróttamönnum; dómaraflautuhvumpni.
Stjórnvöld hafa sýnt dræman áhuga á því, að birta tölur úr aukaverkanagagnagrunni sínum. Talið er, að þær endurspegli að hámarki tíunda hluta raunverulegra aukaverkana, þar eð ekki er um virka leit að ræða. Starfsmönnum lyfjafyrirtækja, stjórn- og heilbrigðisyfirvalda, hefur þó sumum ofboðið þagnargildi aukaverkanna og fúsks og hafið upp raust sína. Ein þeirra er hjúkrunarfræðingurinn, Collette Martin. Við vitnaleiðslur Heilbrigðis- og velferðarnefndar (Louisiana Health and Welfare Committe) Louisiana ríkis, staðhæfði hún: Það deyja fleiri börn af völdum bóluefnis við covid en covidveirunni sjálfri.
Skosk yfirvöld, sem hafa leitast við að birta trúverðugur tölur, hafa nú dregið úr skýrslugjöf, eftir að hún leiddi æ skýrar í ljós skuggahliðar bólusetninganna. Nú virðast bresk stjórnvöld ætla að fara að dæmi þeirra og neita birtingu gagna um bólusetningardauða. En fyrri skýrsla Hagstofunnar (Office for National Statistics) frá í desember í fyrra um mánuði áður en Ingileif birti bólusetningarherhvöt sína sýndi, 5.100% auknar andlátslíkur barna, sem bólusett höfðu verið.
Talnaupplýsingar koma í auknum mæli frá tryggingafélögum. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa þau nú áhyggjur af afkomu sinni, því vinnufært (18 til 64 ára) fólk hrynur niður. Og jafnvel þótt sjúkrahúsum sé greitt sérstaklega fyrir tilkynningar um andlát af völdum veirunnar, skýrir fjöldi slíkra tilkynninga ekki andlátshrinuna.
Eitt tryggingafyrirtækjanna áætlar um 10% fjölgun andláta í faraldri, en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs var hann um 40%. Þetta eru gífurlegar, gífurlegar tölur, segir forstjóri félagsins. Í Indíana ríki fækkar þó tilkynningum um covid-andlát miðað við í fyrra, en hins vegar aukast andlát af öðrum orsökum. Talsmaður sjúkrahús í Indíana segir, að sjúkrahúsin verði fyrir flóðbylgju sjúklinga með margs konar sjúkdóma. Hann staðfestir einnig tölur tryggingafélagsins um dauðsföll.
Nú er að sjá, hvort alheimsfaraldursgluggi hugmyndafræðings Alheimsefnahagsráðsins, Klaus Schwab, sé enn opinn, nú þegar lyfjafyrirtækin falla í verði, stjórnvöld gerast blendin í trúnni á veiruna og láta af trúariðkunum sínum. Klaus segir: Heimsfaraldurinn opnar þrönga rifu á ljóra tækifæranna til að íhuga, endurhugsa og endurræsa veröld okkar. Ætli ríkisstjórn vor vakni á vordögum endurræst í fyr og flamme?
Orð Klaus eru svo sannarlega einnig umhugsunarverð með tilliti til þess, að í sjálfu sér var og er veiran ekki skeinuhættari en illvíg flesna. Vegna ófullkominna PCR prófa, beinlínis rangra talnagagna og ófullnægjandi aðferða við andlátsúrskurð, er snúið að reikna andlátstíðni nákvæmlega, en hún gæti, þegar öll kurl koma til grafar, verið um 0.14%. Það staðfestu fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar alveg óvart.
Í raun er það svo, að dánartíðni fólks að sjötugu er lægri vegna covid-19 en flensu, samkvæmt rannsóknum grísk-bandaríska farsóttarfræðingsins, John Ioannidis. Grein hans var birt í Tíðindum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (Bulletin of the World Health Organization).
Athyglisverður er líka áróður stjórnvalda og fjölmiðla. Í stríði þeirra gegn almenningi eru fleiri fallnir í valinn en í hinu viðbjóðslega stríði í Úkraínu, svo ekki sé talað um stríðin í Sýrlandi og Jemen. Þau virðast ekki trufla svefnfriðinn.
https://www.adrreports.eu/en/index.html https://headlineusa.com/oneamerica-insurance-ceo-deaths-increase-40-among-people-ages-18-64/ https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.08.10.21261846v1.full.pdf https://dailyexpose.uk/2022/02/16/scientific-evidence-proves-covid-vaccines-cause-aids/ https://www.dagbladet.no/meninger/har-vi-tatt-for-hardt-i/73478875 https://www.who.int/bulletin/online_first/BLT.20.265892.pdf https://off-guardian.org/2020/04/05/covid19-death-figures-a-substantial-over-estimate/ https://dailyexpose.uk/2022/02/17/pfizergate-world-wide-coverup-covid-vaccines-cause-vaids/ https://www.theguardian.com/world/2021/aug/12/children-born-during-pandemic-have-lower-iqs-us-study-finds https://dailyexpose.uk/2022/02/20/triple-jabbed-brits-weeks-away-from-having-aids/ https://steigan.no/2020/10/who-bekrefter-ved-et-uhell-at-covid-ikke-er-mer-farlig-enn-influensa/ https://off-guardian.org/2020/10/08/who-accidentally-confirms-covid-is-no-more-dangerous-than-flu/ https://apnews.com/article/virus-outbreak-united-nations-health-ap-top-news-international-news-54a3a5869c9ae4ee623497691e796083 https://thegreatdeception.is/whistle-blowers/we-have-more-children-that-died-from-the-covid-vaccine-than-covid-itself/ https://off-guardian.org/2020/06/27/covid19-pcr-tests-are-scientifically-meaningless/ https://www.standard.co.uk/news/uk/matt-hancock-review-coronavirus-deaths-miscounted-a4501466.html https://off-guardian.org/2020/03/22/coronavirus-bill-slashes-safeguards-in-death-registration/ https://files.ssi.dk/covid19/omikron/statusrapport/rapport-omikronvarianten-31122021-ct18 https://off-guardian.org/2020/07/17/uk-govt-finally-admits-covid-statistics-are-inaccurate/ https://www.bitchute.com/video/5Lvb9EdoC87S/ https://off-guardian.org/2020/06/25/cash4covid-how-hospitals-are-making-money-off-the-coronavirus/ https://www.thesun.co.uk/health/16862556/cold-weather-affect-body/ https://abcnews.go.com/Politics/broken-heart-cases-surge-covid-women/story?id=82543558 https://www.bitchute.com/video/b6l1NY2uPN04/ https://dailyexpose.uk/2022/03/01/russia-distraction-uk-gov-revealed-triple-vaccinated-account-9-in-10-covid-deaths/ https://noticias.uol.com.br/saude/ultimas-noticias/redacao/2021/08/09/coronavirus-covid-19-vacinacao-duas-doses-mortes-internacoes.htm#:~:text=22%20mil%20mortos%20ap%C3%B3s%201%C2%AA%20dose%5D https://steigan.no/2021/08/covid-19-vaksinene-gjor-viruset-farligere https://dailyexpose.uk/2022/02/23/covid-jabs-increase-risk-of-miscarriage-by-1517-percent/ https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.12.23.21268276v1.full.pdf https://www.nature.com/articles/s41591-021-01630-0.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32785649/ https://dailyexpose.uk/2022/02/24/doctors-testify-that-covid-19-vaccines-cause-cancer-and-vaids/ https://steigan.no/2021/08/vaksinene-gir-okt-risiko-for-hjertefeil-blant-unge-mennesker-sjol-hovedstromsmediene-ma-melde-om-dette/ https://dailyexpose.uk/2022/02/23/800k-kids-missed-school-adverse-reaction-covid-jab/https://dailyexpose.uk/2022/02/23/800k-kids-missed-school-adverse-reaction-covid-jab/ https://healthimpactnews.com/2021/10570-dead-405259-injuries-european-database-of-adverse-drug-reactions-for-covid-19-vaccines/ https://dailyexpose.uk/2022/02/23/cdc-study-covid-vaccine-myocardtis-risk-13200-percent/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32908214/ https://childrenshealthdefense.org/defender/covid-nw-hyper-inflammatory-syndrome-teens-vaccination/?utm_source=salsa&eType=EmailBlastContent&eId=053823d8-af5e-4aa2-8e8d-c322d8fca8f7 https://dailyexpose.uk/2022/02/08/uk-gov-data-suggests-fully-vaccinated-have-developed-vaids/ https://steigan.no/2022/03/noen-ubehagelige-sporsmal-om-overdodelighet-2/ https://dailyexpose.uk/2022/03/02/ons-cover-up-data-showing-vaccinated-children-52-times-likely-die/ https://childrenshealthdefense.org/defender/covid-nw-eating-disorders-teen-girls-doubled-cdc-study/?utm_source=salsa&eType=EmailBlastContent&eId=dc095ca4-1784-492c-b9a8-9afe845d5d4a https://dailyexpose.uk/2022/02/22/risk-of-stroke-due-to-covid-jab-increases-by-11361-percent/ https://steigan.no/2022/03/pfizers-egne-dokumenter-gir-et-rystende-bilde-1200-dodsfall-pa-90-dager-og-genetiske-skader/ https://dailyexpose.uk/2022/02/26/german-vaccine-injuries-10x-higher-than-reported/ https://dailyexpose.uk/2022/02/21/tripple-jabbed-covid-vaccine-effectiveness-negative-minus-206-percent/ https://www.israelnationalnews.com/news/321238 https://dailyexpose.uk/2022/02/15/canada-covid-deaths-70-percent-vaccinated/ https://phmpt.org/wp-content/uploads/2021/11/5.3.6-postmarketing-experience.pdf https://dailyexpose.uk/2022/02/24/new-zealand-4-in-5-covid-cases-hospitalisations-fully-vaccinated/ https://brownstone.org/articles/more-than-400-studies-on-the-failure-of-compulsory-covid-interventions/ https://dailyexpose.uk/2022/02/27/nz-moh-data-confirms-fully-vaccinated-developing-ade/ https://consentfactory.org/2022/01/18/the-last-days-of-the-covidian-cult/ https://dailyexpose.uk/2022/03/03/australia-9-in-10-icu-covid-deaths-fully-vaccinated/ https://kjarninn.is/skodun/bolusetjum-bornin-gegn-covid-19-thau-eiga-rett-a-thvi/ https://www.thedesertreview.com/opinion/columnists/lightning-strikes-twice-two-high-schools-sudden-deaths-on-the-same-day/article_d5375cdc-8dbb-11ec-ac07-73af1dfa9c96.html https://dailyexpose.uk/2022/02/25/fda-study-covid-vaccination-increases-kids-risk-myocarditis-13000-percent/ https://childrenshealthdefense.org/defender/vaers-cdc-8-year-old-boy-dies-pfizer-vaccine/?utm_source=salsa&eType=EmailBlastContent&eId=dc095ca4-1784-492c-b9a8-9afe845d5d4a
Stjórnvöld á Íslandi seilast æ lengra til valda yfir hugum barna og ungmenna með smáatriðalöggjöf um tilhögun skólastarfs og ákvörðunum um námsefni. Eins og foreldrar vafalaust hafa orðið varir við hefur landsins börnum m.a. verið kennt að vera á varðbergi gegn körlum og feðrum sérstaklega.
Aðsópsmiklar lögreglukonur hafa ekið skóla á milli og kennt þessa sérstöku námsgrein. Félagar úr áhugamannasamtökum um ofbeldishneigð karla hafa lagt lögreglunni lið. Kennarar úr þeirra röðum hafa t.d. kennt, að feður megi ekki skipta um bleyju á stúlkubörnum sínum, efir þriggja ára aldur, því þá sé viðbúið, að hvötin til kynofbeldis verði ekki hamin lengur. Þessi grein er angi kynjafræðinnar (gender studies), þ.e. fræðin um eitraða karlmennsku.
Fræðin um fljótandi kynskilning er einnig mikilvægur þáttur kynjafræðinnar. Katrín okkar allra hefur látið semja lærðar kvenfrelsunarálitsgerðir um nauðsyn þess að efnið yrði sett á námsskrá leik- og grunnskóla. Dóttursyni mínum var t.d. kennt um mannverur, sem væru strákar að utan, en stelpur að innanverðu.
Þessi kennsla er vitaskuld að foreldrum forspurðum. Reyndar er það svo, að ríkisvaldið ýtir foreldrum sífellt lengra yfir hliðarlínu. Stofnanir eins og lögregla, barnaverndaryfirvöld og skóli eiga að taka við uppeldishlutverkinu af foreldrum meira að segja einstæðum mæðrum, sem venjulega kunna uppeldi feðrum fremur, ef marka má löggæslu og dómstóla. Í framsæknum, barnvænum sveitarfélögum eins og Kópavogi, fá börn nú beina tengingu við barnaverndaryfirvöld.
Þróunin virðist svipuð á Vesturlöndum, m.a. með skírskotun til sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi og vernd barna og endurspeglun hans í löggjöfinni. Oft og tíðum eru þess háttar sáttmálar og löggjöf yfirvarp íhlutunar ríkisvaldsins.
Hliðstæð þróun sést á alþjóðavettvangi. Hún er sérstaklega áberandi í starfi ýmis konar mannvinastofnana (non-governmental organizations) og stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega Kvenfrelsunarstofnunar (UN Women) og Barnahjálparstofnunar (UNICHEF). Þar ber hátt áróðurinn fyrir verndun og menntun kvenna og stúlkna.
Bandaríki Norður-Ameríku vísa veginn eins og oft áður. Þar er unnið að því hörðum höndum að frelsa börn úr greipum foreldra sinna. Jósef nokkrum Biden, núverandi forsetia í landi hinna frjálsu, Hróa hetti Úkraínu, er frelsið hjartfólgið. Því vill hann, að börn á grunnskólaaldri fái sjálf að ráða því (að undirlagi sérfræðinga), hvaða lyf þau innbyrða og hvers kyns þau séu. Þeim verður einnig heimilt að taka ákvörðun um kynskipti upp á eigin spýtur.
Voldug samtök kennara í BNA (The American Federation of Teachers), þau næst stærstu, hafa um árabil kennt nemendum sínum kynjafræði kvenfrelsaranna. En nú óttast þau fréttaglundroðann í samfélaginu. Góð ráð eru dýr eins og endranær. En hamingjusamlega er ljós í myrkrinu.
Það er sannreyndarfyrirtæki lyfjaiðnaðarins (fact checker), Fréttarvaktin (NewsGuard), sem kemur upplýsingahrelldum kennurum til bjargar. (Þetta fyrirtæki er eitt af mörgum, sem hafa það verkefni að matreiða upplýsingar í tættan almúgann. Þau eru undartekningarlítið á vegum auðjöfra eða stjórnvalda, sem oft og tíðum eru handgengin þeim.)
Randi Weingarten, formaður kennarasamtakanna, sagði Fréttavaktina lýsandi vita skírleikans, sem lýsti upp myrkraveröld veraldarvefsins. Hún sagði enn fremur:
Óvilhallar fréttir, byggðar á ríkulegum heimildum, er aðalsmerki góðrar fréttamennsku. Hún veitir þegnunum innsýn í gangverk veraldarinnar. Því miður er þetta fjórða grundvallarvald [samfélagsins] í hættu vegna eitraðra hvirfilvinda [frétta]sorps. Fréttavaktin minnir oss á mikilvægi sjálfstæðra fjölmiðla, sem nemendur geta lagt traust sitt á, [þegar] þeir mynda sér eigin skoðanir og viðhorf, svo þeir megi taka þátt sem virkir þegnar í lýðræðissamfélagi.
Kennarar í þessum samtökum eru reyndar svo upplýstir og svo virkir þegnar í lýðræðissamfélaginu, að þeir hafa barist fyrir því með oddi og eggju, að nemendur þeirra yrðu bólusettir með erfðabóluefnum og gengju svo með grímu.
https://childrenshealthdefense.org/defender/big-pharma-newsguard-fact-checking-schools/?utm_source=salsa&eType=EmailBlastContent&eId=cf7e950c-f8c5-4b6f-a297-3df709818651
Kreppur í lífi heimsins barna rísa og hníga eins og öldur úthafsins. Flóðbylgjan, sem reis í hafinu millum Kúbu og Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA), hafði hér um bil valdið kjarnorkustyrjöld. Rússar eða Ráðstjórnarríkin höfðu komið sér upp kjarnorkuvopnum hjá vini sínum í trúnni á alræði öreiganna, Fidel Alejandro Castro Ruz (1926-2016), og hótuðu gereyðingarstríði.
Þetta var árið 1962, ári áður en John Fitzgerald Kennedy (f. 1917) var skotinn til bana. Nikita Sergeyevich Khrushechev (1894-1971) eða Krússi eins og hann var stundum nefndur á góðri íslensku, var hinn meginörlagavaldanna.
Það virtist þá ofur skiljanlegt, að Bandaríkjamenn kærðu sig ekki kjarnorkuvá skammt undan ströndum sínum. Í dag eru Rússar í svipaðri stöðu í valdataflinu, en þó sýnu alvarlegri. Þeir eru hálfumkringdir herstöðvum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Þessi herkænska Bandaríkjamanna er m.a. runnin undan rifjum pólsk-bandaríska stjórnmálafræðingsins, Zbigniew Kazimierz Brzenzinski (1928-2017).
Zibigniew hefur haft afgerandi áhrif á mótun og framkvæmd utanríkisstefnu Bandaríkjamanna. Hann var ráðgjafi John F. Kennedy, Lyndon Baines Johnson (1908-1973) og Jimmy Earl Carter (f. 1924), sem sæmdi ráðgjafa sinn Forsetafrelsisorðunni. Síðar var hann sæmdur orðu varnarmálaráðuneytisins.
Zbigniew var einnig sérstakur erindreki William Jefferson(Bill) Clinton (f. 1946) í Aserbædtjan (Azerbaijan), þjónaði óbeint undir Ronald Reagan (1911-2004) og sem óformlegur ráðgjafi George Herbert Walker Bush (1924-2018). Barack Obama (f. 1961) sótti innblástur til Zibihniew, kallaði hann einn af fremstu hugsuðum okkar.
Í öryggismálaáætlun (National Security Strategy 2015) hans frá 2015 stendur m.a.: Það kemur enginn í stað BNA sem leiðtogi, þegar hætta er á ferðum, þegar verja skal gildi í alheimi [eða] þegar stuðla skal að öryggi Ameríku. í mörgum tilvikum hefur okkur stafað öryggisógn af tilburðum alræðisríkja til að andæfa lýðræðisöflum þar með taldar kreppur vegna rússneskrar ýgi í Úkraínu og tilurð ríkis Múhameðstrúarmanna (ISIS) í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.
Zibigniew studdi á laun sjálfstæðishreyfingar í Ráðstjórnarríkjunum og Samstöðu (Solidarosc), andstöðu pólskra verkamanna í Gdansk í Póllandi. Hann var einnig einarður stuðningsmaður andstöðuafla Afgana gegn hernámi Rússa.
Þegar Ráðstjórnarríkin tóku að liðast í sundur um 1990, lagði Zibigniwe á ráðin um endurheimt sjálfstæðis Úkraínu til að koma í veg fyrir endurreisn rússneska, evróasíska heimsveldisins. Þetta var hluti af Evrópuáætlun hans. Sú áætlun fól m.a. í sér stækkun Nato. Baltnesku ríkin voru þar á meðal. Hluti af Evrópuáætluninni var sömuleiðis virk þátttaka Nato í stríðinu á Balkanskaga, sér í lagi lofthernaður gegn Serbíu í Kosovostríðinu 1998. Hann gerðist einnig talsmaður þess, að Nato legði til atlögu við Muammar Gaddafi (1942-2011) í Líbíu.
Stríðshugmyndafræði sinni gagnvart fyrrum Ráðstjórnarríkjum lýsti Zibignew m.a. í bókinni Mikilfenglega taflborðinu (The Grand Chessboard). Þar er m.a. lýst, hvernig víggirða skyldi Rússa með herstöðvum Bandaríkjamanna og Nato. Bandaríkjamenn hafa gert gagnskör að því, t.d. í Tyrklandi, Póllandi og Rúmeníu, og hafa enn þá ekki gefið upp á bátinn áætlun um að staðsetja miðlungsdrægar og langdrægar kjarnorkueldflaugar meðfram vestur- og jafnvel suður-vestur landamærum Rússlands.
Árið 2014, þegar deilan um Krímskagann náði hámarki sínu í stjórnartíð Barrack Obama, líkti Zibihnew Valdimar Putin við Benito Mussolini, einvald Ítala. En hann ráðlagði ríkisstjórn sinni og Nato að gefa Rússum tryggingu fyrir því, að Úkraínu yrði ekki veitt aðild að Nato. Í bókinni gefur hann bandarískum stjórnvöldum ráð um það, hvernig þau gætu viðhaldið yfirráðastöðu Bandaríkjanna enn þá eina kynslóð, en fremur þó lengur. En engu að síður verði Bandaríkin síðasta eiginlega heimsveldið eins og þau urðu hið fyrsta.
Zibihnew segir m.a.: Þetta ógnarstóra evróasíska taflborð setur leiknum skorður, svo skringilegt í laginu sem það er, teygir sig frá Lissabon til Vladivostok, Svo fremi, að í vaxandi mæli megi sölsa miðsvæðin undir sístækkandi, vestrænt áhrifasvæði (þar sem Bandaríkin eru yfirgnæfandi); svo fremi að suðursvæðin lúti ekki yfirráðum einstaks þátttakanda í leiknum, og svo fremi að í Austrinu sé nægilegt sundurlyndi, sem hindri, að Bandaríkjamenn verði að yfirgefa aflandsherstöðvar sínar, má segja, að Bandaríkin hafi yfirhöndina.
En fari aftur á móti svo, að miðsvæðin hafni Vesturlöndum, verði að einni, drjúglátri heild, sem annað tveggja nái stjórnartaumunum í Suðrinu eða stofni til bandalags við meiriháttar þátttakanda í Austrinu, mun áhrifasvæði Bandaríkjanna í Evróasíu skreppa saman, svo um munar.
Það tóku fleiri undir varnaðarorð Zbigniew. Núverandi forstjóri Bandarísku leyniþjónustunnar, William Joseph Burns (f. 1956), einn helsti sérfræðingur Bandaríkjamanna um málefni Rússland og Úkraínu, tók í sama streng. Árið 2008 skrifaði hann til Condoleezza Rice (f. 1954), þáverandi utanríkisráðherra í stjórn George Walker Bush (f. 1946):
Eftir rúmleg tveggja og hálfs árs viðræður við lykilmenn Rússa, allt frá durgum í myrkustu afkimum Kremlin til skörpustu, frjálslyndisgagnrýnenda Pútín, hef ég enn ekki rekist á nokkurn mann, sem ekki lítur á aðild Úkraínu að Nato sem beina ögrun við hagsmuni Rússlands. Verði Úkraínu gefinn ádráttur um aðild að Nato; skulu menn ekki ganga að því gruflandi, að Pútín mun berja frá sér af hörku.
Fleiri málsmetandi bandarískir stjórnmála- og embættismenn hafa tekið til máls. Einn þeirra er William Perry, sem var varnarmálaráðherra í stjórn Bill Clinton á árunum 1994 til 1997.
William segir: Á síðustu árum ber Pútín höfuðábyrgð á gangi mála. En um fyrri ár horfir öðruvísi við. Ég verð að segja, að Bandaríki Norður-Ameríku eiga stóran hluta skammarinnar. William bendir á, að það hafi verið vond stefna, þegar Nato fór að þenjast út til austurs og veitti aðild þjóðum á landamærum Rússlands. Við áttum þá góða samvinnu við Rússa og þeir voru meira að segja farnir að venjast þeirri hugmynd að Nato gæti allt eins verið vinur eins og andskoti. En engu að síður skapaði það ónot að vita af Nato í næsta húsagarði - og Rússar þrábáðu um, að við létum af þessari stefnu.
Leyniþjónustan (Central Intelligence Agency - CIA) er og hefur verið virkur þátttakandi í utanríkismálastefnu Bandaríkjanna, stundað undirróður, þjálfun og skipulagningu óeirða, uppreisna og byltinga í sjálfstæðum ríkjum. Robert Kennedy segir í bókinni, Hinn raunverulegi Anthony Fauci (The Real Anthony Fauci): Ær og kýr Leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa í sögulegu samhengi verið völd og eftirlit. Leyniþjónustan hefur verið viðriðin að minnsta kosti sjötíu og tvær velheppnaðar stjórnarbyltingar á árunum 1947 til 1989. Þær taka til um þriðjungs stjórnvalda í veröldinni. Í mörgum tilvikum var um að ræða vel starfhæfar lýðræðisstjórnir.
Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur beitt sér fyrir og fjármagnað - í anda Zbigniew - hinar svokölluðu litaóerðir eða -byltingar í Austur-Evrópu. Í Úkraínu árið 2004 var hún glóaldingul eða appelsínugul. Í kjölfar framhaldsbyltingarinnar á Sjálfstæðistorginu (Maidan) tíu árum síðar komst fjöldi nýnasista á þing, dyggilega studdir af bandarískum stjórnvöldum. Aukin heldur hafa þau þjálfað Úkraínumenn til hernaðar allar götur frá upphafi óeirðanna og þar með endurtekið leikinn frá 1949.
Það er margt skrítið í kýrhausi alþjóðastjórnmálanna eins og upphafsorð þessa pistils minna á. Rússar voru fordæmdir 2004 og 2014 fyrir leikfléttu, sem Bandaríkjamenn léku árið 1962. Þeir eru líka dæmdir fyrir að beita sömu brellu og Vesturveldin beittu á síðasta áratugi síðustu aldar, þ.e. að viðurkenna sjálfstæði þjóða eða þjóðabrota innan fullvalda ríkis. Hér er átt við Eystrasaltslöndin og Kosovo, þegar Júgóslavía liðaðist í sundur.
Í Júgóslavíu beitti Nato beinu hervaldi gegn Serbíu og klauf hana frá Kosovó. Síðar studdu Vesturveldin sjálfstæði þess. Þá gáfu Bandaríkjamenn og Íslendingar dauðan og djöfulinn í alþjóðalög. Aukin heldur eru Rússar réttilega fordæmdir fyrir hernað í sjálfstæðu ríki. En hví ekki Nató og BNA og allir hinir stríðshaukarnir??? Í minni sveit hét þetta hræsni og yfirdrepsskapur.
Vesturlönd hafa lýst yfir efnahagsstríði á hendur Rússum, samtímis því að efla Úkraínumenn að vopnum og fjármagni. En því miður gæti svo farið, að harðnaði enn á dalnum. Áhrifamiklir stríðshaukar eins og þingmaðurinn, Adam Daniel Kinzinger (f. 1978), hvetja Nato til að fara Júgóslavíuleiðina, þ.e. að koma á flugumferðarbanni yfir Úkraínu. Það mun vafalítið leiða til bardaga í lofti og sprengjuregns.
Zbigniew batt ákveðnar vonir við sundurlyndi Austursins, sem þátt í áframhaldandi yfirburðastöðu BNA í veröldinni. En honum virðist ekki ætla að verða að von sinni. Nú eru Valdimar Pútín og Xi Jinping (f. 1953) orðnir perluvinir og snúa bökum saman gegn yfirgangi BNA og Nató. Lijian Zhao, fulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, hefur sagt, að saga BNA sé þyrnum stráð, þau eigi langa sögu um sprengjuárásir, spellvirki og tilraunir til að steypa ríkisstjórnum um víða veröld.
Frá sendiráði Kínverja í Moskvu komu þessi orð: Vopnaskak átti sér stað í 248 tilvikum á 153 svæðum í veröldinni á árunum 1945 til 2001. Í 201 tilviki áttu BNA upptökin. Það er 81% tilvika. Það er ekki að heyra, að Vesturveldin eigi þarna hauk í horni.
Eins og gefur að skilja er samtímis þessum vopnaskakshörmungum háð stríð um vitund og hylli almúga og þingmanna. Nýtt rétttrúnarviðhorf liggur í loftinu. Visku- og þekkingarbrunnur vor, hinn íhuguli og djúpvitri utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir hugsun manna eigi að snúast um að velja rétt lið. Svo einfalt er það, svo einföld er íslensk utanríkismálastefna.
http://www.comw.org/pda/fulltext/9709brzezinski.html https://archive.md/x0EHb https://archive.md/KxJ2v https://archive.md/KxJ2v https://www.europereloaded.com/the-obama-regimes-plan-to-seize-the-russian-naval-base-in-crimea/ https://steigan.no/2022/02/den-okonomiske-krigen-trappes-voldsomt-opp-russiske-banker-kastes-ut-av-swift/ https://www.thegatewaypundit.com/2022/02/misinformation-coming-ukraine-front-kinzinger-gets-punked/ https://theduran.com/nato-military-build-up-in-slovakia-as-us-takes-over-airbase/ https://greenwald.substack.com/p/war-propaganda-about-ukraine-becoming?utm_source=substack&utm_campaign=post_embed&utm_medium=email https://off-guardian.org/2022/02/27/7-fake-news-stories-coming-out-of-ukraine/ https://news.yahoo.com/cia-trained-ukrainian-paramilitaries-may-take-central-role-if-russia-invades-185258008.html https://www.nytimes.com/2021/12/04/us/politics/russia-ukraine-biden.html https://niccolo.substack.com/p/fuck-it-russias-final-break-with?utm_source=url https://www.theguardian.com/world/2016/mar/09/russian-hostility-to-west-partly-caused-by-west https://www.cia.gov/readingroom/docs/AERODYNAMIC%20%20%20VOL.%201_0004.pdf https://archive.nytimes.com/www.nytimes.com/books/97/10/26/reviews/971026.26gwertzt.html https://www.jstor.org/stable/20029518?origin=crossref https://www.theguardian.com/us-news/2017/may/28/zbigniew-brzezinski-obituary https://en.wikipedia.org/wiki/Zbigniew_Brzezinski https://peterbeinart.substack.com/p/bidens-cia-director-doesnt-believe?utm_source=url https://www.vox.com/22900113/nato-ukraine-russia-crisis-clinton-expansionhttps://www.vox.com/22900113/nato-ukraine-russia-crisis-clinton-expansion https://www.latimes.com/opinion/story/2022-02-25/ukraine-cia-insurgents-russia-invasion
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021