Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

Njóttu lífsins og vertu alls kyns. Ríkishugmyndafræðin um kyn

Áhugverð fræðsla fyrir foreldra skólabarna um námsefni handa börnum þeirra – frá ríkisvaldinu: „Alls kyns um kynferðismál – Kynjafræðsla fyrir unglingastig.“ Höfundur er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, kvenfrelsari m.m. Á síðunni er fleira áhugavert að skoða. Þó sýnist mér vanta Kynungabók Katrínar Jakobsdóttur. Sú bók er eins og þessi, skrifuð af annáluðum kvenfrelsurum í þjónustu ríkisvaldsins.

Fátt kemur unglingum væntanlega á óvart í þessari fræðslumynd. Mér reyndar ekki heldur, nema villandi upplýsingar um millikyn (intersex) og kynskiptinga (transgender). En það er ástæða til að ætla, að hér sé lýst opinberri kynhugmyndafræði yfirvalda.

Úr fyrri pistli: „Kynungabók Katrínar. Kvenfrelsunarbiblía handa börnum.“

„Ritstjórar verksins eru: Berglind Rós Magnúsdóttir, uppeldisfræðingur; Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur; Jóna Pálsdóttir, menntunarfræðingur; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, og Kristín Jóndóttir, sagnfræðingur. Allar eru þær ástríðuþrungnir kvenfrelsarar, kennarar og fyrirmyndir hinna ungu og miðaldra meyja, sem um þessar mundir gera kvenfrelsunargarðinn frægan eins og t.d. félagsskapurinn, „Öfgar.“

Markmið:

„Veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu. Sýna fram á að jafnréttismál varða bæði kynin. Vekja ungt fólk til umhugsunar um áhrif kynferðis á líf þess. Fjalla um mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma. Vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín.“

„Smám saman hefur dregið úr því kynjamisrétti sem viðgengist hafði í aldanna rás. … Talið er að rekja megi núverandi kynjamisrétti til þeirra tíma er eingöngu karlar úr valdastétt höfðu tækifæri til að móta samfélagið en það gerðu þeir út frá hagsmunum sínum. Gildismat þeirra varð undirliggjandi í trúarbrögðum, lögum, reglum, hefðum og siðum, eða í samfélaginu öllu. …

„Hugmyndir um að kynin séu ólík að eðlisfari eru algengar. Þær geta verið varhugaverðar, … Segja má að margs konar orsakir liggi að baki kynjamisrétti en ljóst er að rótgrónar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika sem eru innbyggðar í samfélagsgerð okkar eru helsti þröskuldurinn. Þau sem berjast gegn þessum viðtekna hugmyndaheimi og vilja auka fjölbreytni og athafnarými fyrir hvort kyn skilgreina sig gjarnan sem femínista. … Femínisti er kona eða karl sem veit að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill gera eitthvað í því. …

(Úr formála Katrínar:)

Kynungabók byggir á femínískum hugmyndum og mótunarhyggju sem er andstæða eðlishyggju. Mótunarhyggja hafnar því að ólíkt eðli kynja sé ástæðan fyrir ólíkri hegðun, hlutverki og stöðu kynjanna. Hver einstaklingur fæðist með ólíka skapgerð en ekki er hægt að setja alla einstaklinga sem fæðast af sama kyni undir einn hatt hvað varðar eiginleika og skapgerð. Manneskjan mótast af þeim hugmyndum um karlmennsku og kvenleika sem eru við lýði hverju sinni. …““

„Mótunarhyggja“ merkir þá grillu kvenfrelsara, að kyn mótist að geðþótta hvers og eins. Þetta er ríkiskynhugmyndafræðin. Hugtakið, „kynleiðrétting,“ er sótt í sömu hugmyndafræði.

Nokkrir höfunda Kynungabókar hafa einnig skrifað „Kynjamyndir í skólastarfi.“

Úr fyrri pistli, „Kynjamyndir í skólastarfi 6:“

„Árið 2005 sameinuðust helstu kvenfrelsunarfræðingar æðri menntastofnana á Íslandi, þ.e. Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands, í því sameinaða átaki að skrifa bók um kvenfrelsun og menntun. Um er að ræða ritgerðasafn.

Ritstjórar segja: „Bókin Kynjamyndir í skólastarfi er ætluð nemendum og kennurum á ýmsum skólastigum en ætti að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á efninu.“ …„Það er von höfunda að bókin verði skólafólki og öðrum sem áhuga hafa á jafnréttismálum til gagns. Vonandi verður hún jafnframt lóð á vogarskálar jafnréttis í íslensku samfélagi.““

Þetta er dæmi um, hversu gegnsýrð stjórnsýslan er orðin af kvenhugmyndafræðinni. Katrín Jakobsdóttir gengur ötulast fram í þessu trúboði og otar sínum tota í stjórnsýslu og stjórnmálum, hvar sem hún kemur, jafnvel á Natófundum (og trúlega einnig á fundum í Alþjóðaefnahagsráðinu, þar sem frelsun barna og kvenna er endurtekið á dagskrá).

Kjarni trúboðsins er þessi: Frá upphafi mannlífs hafa konur verið kúgaðar af eitruðum körlum, sem gera konum illt og svívirða þær í kynlífi. Kynlíf gagnkynhneigðra er í sjálfu sér kynkúgun. Kvenfrelsunarrannsóknir hafa þann tilgang að afhjúpa kúgun karla. Kvenfrelsunarbarátta felst í því að frelsa konur undan þessu oki, fækka körlum og/eða kvengera, gera þá valdalausa.

Nýjasta dæmið um þetta er frelsun kvennemenda í íslenskum framhaldsskólum. Barnamálaráðherra og skólastjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa þó beðist afsökunar á kúguninni.

(Áhugasamir geta fundið nefnda pistla á: arnarsverrisson.is.)

https://mms.is/namsefni/alls-kyns-um-kynferdismal-fraedslumynd-fyrir-unglingastig?fbclid=IwAR3SBp0JYQSv8T1tfUbwT7ZCDpVt8Cj5Lk8aSqzFaKMSxxFVo2OOALoIypE


Kynskipti. Eru drengir rándýr en stúlkur þolendur?

Ég fjallaði á sínum tíma um kynskiptarannsóknir bandaríska blaðamannsins, Abigail Shrier, sem skrifaði bókina: „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible Damage: The Transgender Craze Seducing Our Daughters). Þessi umfjöllun leiddi til kæru frá þrýstihópi kynskiptinga. Höfundur hélt fyrirlestur um bók sína hjá PragerU, en átti áður viðtal við Candace Owens við sama „háskóla.“

Sumum er líklega minnisstætt fjaðrafokið í kringum kanadíska sálfræðinginn, Jordan Peterson, sem tók undir sjónarmið Abigail þess efnis, að um væri að ræða eins konar faraldur, sem stjórnvöld litu með velþóknun á og ýttu jafnvel undir, bæði í skólakerfi og heilbrigðiskerfi.

Janice Fiamengo gerir að umtalsefni kvenfrelsunar- eða kvenmiðunarsjónarhorn ofangreindra. En eins og kunnugt er hafa kvenfrelsarar fátt uppörvandi að segja um karla, enda séu þeir eitraðir, og ættu að gleyma – sérstaklega séu þeir bleikskinnar – forréttindum sínum, vera þess minnugir, að framtíð þeirra sé kvenlæg, játa syndir sínar í þar til gerðum skriftaklefa, horfast í augu ofbeldiseðli sitt og þar fram eftir götunum.

Þessi boðskapur dynur á drengjum frá kvenfrelsunarríkisstjórn Íslands og kvenfrelsunarstofnunum á vegum hins opinbera, sem rekur sístækkandi karlmiðaðan ofbeldisiðnað – og ofbeldisstjórnsýslu auðvitað. Fjölmiðlar og menntakerfi eru einnig iðin við kolann í þessu efni.

Útskúfun, áróður og kærur eru megintól þessa iðnaðar, sbr. pistil Gunnars Júlíus Helgasonar, þar sem hann lýsir ofsóknum gegn knattspyrnumanni af hendi „ÍSÍ, KSÍ og ráðneyti íþróttamála.“

Framan af voru karlmenn í miklum meirihluta þeirra, sem völdu kynskipti. Nú kann að verða breyting þar á, en enn þá halda piltar gríðarlegu forskoti á kynsystur sínar með tilliti til tíðni sjálfsmorða.

Janice farast svo orð: Kvenfrelsarar hafa árum saman kennt sífellt yngri stúlkum og konum um samskipunarvaldið (intersectional – þ.e. allir, sem kúgaðir megi teljast, skipi sér saman í baráttu gegn sameiginlegum óvini, karlkyninu). Enginn er móttækilegri en stúlkur á gelgjuskeiði fyrir boðskapnum um kynskilning eða líklegri til að láta til skarar skríða í þeim efnum. Þannig hefur það alltaf verið og kynskipti eru, ef til vill nýjasta – og hugsanlega skeinuhættasta – birtingarmynd siðferðilegs fórnarlambshlutverks. Kvenfrelsarar verða að taka verulega ábyrgð á afleiðingum eigin áróðurs.

Janice spyr, hvort drengir hafi ekki líka orðið fyrir áhrifum af þrálátum áróðri gegn körlum. Hún svarar: „Það kynni að vera, að sjálfsmorð, fremur en kynskipti, hafi verið ráðandi svar við árásum á karlmennsku (masculinity) þeirra.“

https://www.dailymail.co.uk/news/article-9625609/Lockheed-Martin-defense-execs-Zoom-course-unlearn-white-male-privilege.html https://www.yesallmen.org.uk/ http://www.suzannawalters.com/blog/why-cant-we-hate-men/ https://www.dictionary.com/e/slang/male-tears/ https://www.globalfundforwomen.org/movements/me-too/ https://banbossy.com/ https://goodmenproject.com/gender-sexuality/violence-against-women-is-a-mens-issue/ https://www.yahoo.com/lifestyle/the-history-of-take-our-daughters-to-work-day-130654900.html?guccounter=1&guce_referrer=aHR0cHM6Ly9maWFtZW5nb2ZpbGUuc3Vic3RhY2suY29tLw&guce_referrer_sig=AQAAABJwLTz_AYOmUJ-W0vftG1t5KyYSG75ZojrHAOUCPNM72iOWOUyIkG0RXFY0ze6RrYk3vYwbb1_w46hjm1_CUGUzPtMcS3o7AsoguVJArHPns4PbLJbW0xtQvZsoezBHDRWWfPEGNqgFDvaVe1j9agYLr-CqIPEaHXmYbHrexGI5 https://nationalpost.com/news/canada/university-of-reginas-masculinity-confession-booth-invites-male-students-to-come-and-share-your-sins http://www.thefutureisfemale.co/ https://www.prageru.com/video/why-girls-become-boys https://www.prageru.com/video/the-candace-owens-show-abigail-shrier https://www.theguardian.com/commentisfree/2006/nov/02/whyihatemen https://fiamengofile.substack.com/p/girls-who-transition-are-victims?utm_source=post-email-title&publication_id=846515&post_id=75874210&isFreemail=true&utm_medium=email


« Fyrri síða

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband