Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Peter Boghossian flæmdur úr starfi. Eymd æðri menntunar

Peter Gregory Boghossian (f. 1966) er norður-amerískur heimspekingur, lektor við Portland State háskólann, þar sem hann kenndi í áratug. Árið 2017 stofnað hann, ásamt Helen Pluckrose, sagnfræðingi, og James A. Lindsay, stærðfræðingi, þríeyki til höfuðs vondri fræðimennsku.

Þeim var eins og mér farið að ofbjóða vísindaleg lágkúra í samfélags- og hugvísindum sérstaklega. Þau segja: ”Eitthvað hefur farið úrskeiðis í háskólunum – sérstaklega á vissum sviðum hugvísinda. Fræðimennska, þar sem umfjöllun um félagsleg harmkvæli (social grievances) er mikilvægari en leit að sannleikanum, hefur grafið um sig. Hún er jafnvel allsráðandi á þessum vettvangi og hlutaðeigandi fræðimenn veitast að nemendum, stjórnendum og öðrum deildum, til að draga eigin veraldarsýn yfir höfuð þeim. Þessi heimssýn er hvorki vísindaleg né vönduð.”

Þríeykið settist niður og skrifaði um tvo tugi ”fræðigreina” á sviði menningar og vitundar (t.d. kynjafræða) og einnig svonefndrar ”rýnikenningar” (critical theory). Sú kenning fékk byr undir báða vængi um tveim áratugum eftir lok síðustu heimsstyrjaldar eða um það leyti, sem stúdentaóeirðirnar stóðu sem hæst. Dæmi:

Peter og James skrifuðu greinina, „Hugtakið reður sem félagssmíði.“ (The Conceptual Penis as a Social Construct). Höfundar segja m.a.: „Hvað karlmennsku snertir er fyðillinn ruglingsleg smíði. Við færum rök fyrir því, að reðurhugtakið megi betur skilja í ljósi kynlifunar (performativity) sem afar sveigjanlega félagssmíði (social construct), fremur en líffæri.“ Greinin birtist í Cogent Social Sciences.

Ásamt Helen Pluckrose skrifuðu þeir félagar greinina „Viðbrögð manna við nauðgunarmenningu og hinseginlifnaði í hundagörðum í borginni, Portland, Oregon (Human Reactions to Rape Culture and Queer Performativity at Urban Dog Parks in Portland, Oregon) í kvenfrelsunartímaritið, „ Gender, Place and Culture. A Journal of Feminist Geography.“ Í greininni halda höfundar því fram m.a., að kynlíf hunda varpi ljósi á nauðgunarmenningu þá meðal manna, sem karlmenn hafa stofnað til, og sé eitt helsta greiningarverkfæri í fræðimennsku kvenfrelsaranna.

Þriðja greinin, „Okkar barátta er mín barátta“ (Our Struggle is My Struggle) birtist í kvenfrelsunartímaritinu, „Affilia: Journal of Women and Social Work – Affilia. Greinin er samsuða úr bókinni „Baráttu minni,“ (Mein Kampf) eftir Adolf Hitler og stæling á orðavaðli kvenfrelsaranna um félagslegt réttlæti og kúgun kvenna. Greinin gengur nú undir nafninu, „Kvenfrelsunar Mein Kampf.“

Umsagnir um greinarnar voru almennt jákvæðar; „gefandi og spennandi framlag til skoðunar ... á skörun endaþarmshneigðar og karlmennsku,“ „frábært og [orð] í tíma töluð,“ og „mikilvæg samræða félagsráðgjafa og kvenfrelsunarfræðimanna.“ Að sögn höfunda lögðu ritrýnendur oft og tíðum til enn þá fáránlegri texta, en þeir höfðu sjálfir samið.

Birting greinanna varð til þess, að háskólinn ýtti úr vör rannsókn á rannsóknum Peters. Hann ku hafa brotið siðareglur um rannsóknir. Nú er svo komið, að honum þótti ekki vært í starfi lengur og sagði því lausu 11. sept 2021. Bréfið er hjálagt. Hér er stiklað á stóru og þýddar nokkrar glefsur:

„Það hvarflaði aldreii að mér – ei heldur nú – að tilgangur kennslu minnar væri sá að beina nemendum í farveg tiltekinnar niðurstöðu. Ég leitaðist fremur við að skapa aðstæður rökhugsunar; að hjálpa þeim til skerpa hugsun sína og gera þá þannig í stakk búna til að plægja akurinn, [sá og] uppskera eigin niðurstöður. Því gerðist ég kennari og þess vegna á kennsla hug minn allan.

Smám saman hefur háskólinn lagt stein í götu rökbundinnar þekkingarleitar (intellectual exploration). Vígi frjálsar hugsunar hefur hann umbreytt í félagsréttlætisverksmiðju. Einasti efniviður [framleiðslunnar] er kynþáttur, kynferði (gender) og fórnarlambsþjáning (victimhood). Afurðirnar eru harmkvæli og klofningur. Nemendum við Portland háskólann er ekki kennt að hugsa, heldur hljóta þeir þjálfun í að tileinka sér siðferðilega fullvissu hugmyndafræðinga. … Þannig var lagður grundvöllur að móðgunarmenningu, sem veldur því, að nemendur kinoka sér við að tala hreinskilningslega og heiðarlega.

Snemma á ferli mínum við háskólann varð ég var við teikn ófrjálslyndis (illiberalism) … Ég varð þess áskynja, að nemendur skelltu skollaeyrum við andstæðum skoðunum. Spurningar af hálfu deildarinnar, sem brutu í bága við rétttrúnaðinn (approved narratives) voru látnar sem vindur um eyru þyti. Þeir fengu skömm í hattinn, sem dirfðust að inna eftir rökum (evidence), sem réttlættu nýja stefnu stofnunarinnar. Og prófessorar voru ákærðir fyrir ofstæki, þegar þekkt rit hvítra, evrópskra heimspekinga, rötuðu inn á námsefnislista.

Í upphafi námsársins 2016-17 kærði mig fyrrverandi nemandi og háskólinn hóf „níundu greinar“ rannsókn. [Kveður á um bann við mismunun. Eftirgrennslari háskólans innti nemendur eftir því] … „hvort þeim væri kunnugt um, að ég berði konu mína og börn. Þessar skelfilegu ásakanir urðu fljótlega að sögusögnum.“

Rannsóknarréttur eða sýndardómstóll, „Allsherjar fjölbreytni og meðveru“ (Global Diversity and Inclusion) háskólans gaf Peter ekki kost á að verja sig. Ei heldur voru honum kynntar ásakanir. Kennarinn var fundinn sýkn saka, en þó var mælt með leiðbeinandi endurhæfingu (coaching).

Fljótlega, eftir að hinar vísindalegu háðsgreinar komu fyrir sjónir fólks, fóru að birtast hakakrossmyndir á salerni skólans með nafni Peter árituðu. Stundum var krossinn hengdur á skrifstofudyrnar og stundum saurpoki.

Peter var einnig kærður fyrir óheiðarleg, vísindalega vinnubrögð, þar sem hann hafði komið fram við ritstjóra þeirra tímarita, sem tóku háðsgreinar hans og þremenninganna góðar og gildar, sem „mannleg viðföng“ (human subjects). Peter var fundinn sekur um að gera rannsóknir á mannlegum viðföngum án leyfis.

Og áfram var Peter hrelldur; dreift var skrípamyndum af honum, hrækt á hann, starfsbræður og -systur hvöttu nemendur til að sniðganga kennslu hans. Fyrirlestrum Peter með heimsspekingnum, Christina Hoff Sommers og þróunarlíffræðingunum, Bret Weinstein og Heather Heying, var hleypt upp. Brunaboði var ræstur, þegar hann átti samtal við menningarrýninn, Carl Benjamin, hátalarar teknir úr sambandi, meðan á pallborðsumræðum við fyrrverandi verkfræðing hjá Google, James Damore, stóð. „Háskólinn lét þetta gott heita, hreyfði hvorki legg né lið. Enginn fékk ákúru, engum var refsað.“

„Þetta snýst ekki um mig. Þetta lýtur að þeirri gerð stofnana, sem við óskum okkur og þeirra gilda, sem við kjósum. Sérhver frelsishugmynd hefur ævinlega [og] undantekningalaust, verið fordæmd í upphafi. Okkur er sem einstaklingum oft fyrirmunað að reka minni til þessarar lexíu, en það einmitt hlutverk stofnanna að minna á grundvallarrétt okkar til að draga í efa. Menntastofnanir ættu sömuleiðis að minna okkur á, að sá réttur sé jafnframt skylda.“

Eitthvað þessu líkt á sér stað um allan hinn vestræna heim – einnig, þegar raungreinar eru annars vegar. Samtímis fækkar karlmönnum, sem stunda æðri menntun. Þeir eru um fjórðungur til þriðjungs allra nemenda við æðri mennastofnanir og nærfellt horfnir úr samfélags-, heilbrigðis- og hugvísindum.

Það er dynur fyrir dyrum – eða hvað?

https://www.cfact.org/2021/09/11/academic-intolerance-professors-full-resignation-letter/?fbclid=IwAR3QvQ4x0yxk08EvXfba77vGScMJW-gecC37tM_gcQ-Cn7BCXfyvP-dRKGE


Kjarnorkuvopnaváin, heimsfriðurinn og Norður-Kórea

Ég tottaði enn þá snuð og dúsu, þegar stríðið á Kóreuskaganum geisaði á árunum 1950 til 1953. Það var hryggilegur hildarleikur í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari, þar sem heimsveldin tókust á með þátttöku Sameinuðu þjóðanna. Um tvær milljónir manna voru drepnar, áður en eins konar sættir tókust, enda þótt aldrei hafi verið samið um eiginlega frið.

Skaganum var skipt í tvennt. Hvort tveggja ríkjanna kennir sig við lýðveldi. Norður-Kóreumenn hafa síðan lifað og hrærst í skjóli gömlu Ráðstjórnarríkjanna (Sovét – nú Rússland) og alþýðuveldisins Kína. Rússar, sem höfðu þegið þekkingu á kjarnafræðum og -vopnum frá þýskum vísindamönnum (rétt eins Bandaríkjamenn), veittu Norður-Kóreumönnum hlutdeild í henni, skömmu eftir lok stríðsins. Bandaríkjamenn höfðu þá varpað kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki með skelfilegum afleiðingum.

Þegar mér fór að vaxa grön og áhugi kviknaði á alþjóðamálum, vakti þessi þróun mála athygli mína. Því gerðist ég áskrifandi að nokkrum málgögnum stjórnarinnar í Peking/Beijing og Pyongyang.

Ég fylgdist í þaula með skrifum um „stóra stökkið fram á veg“ og „menningarbyltinguna“ í Kína og mörg fleiri afrek landsföðurins, Mao Zedong (1893-1976). Eins og allir hinir, sem lásu verk Friedrich Engels (1820-1895) og Karl Heinrich Marx (1818-1883), sagðist hann hafa fundið hinu réttu túlkun hugsunar þeirra. Það varð kínverskur rétttrúnaður. Halldór Kiljan Laxness (1902-1998) hafði einu sinni á orði, að svo virtist sem enginn gæti lesið þýskar bækur, nema Kínverjar.

Handan suðurlandamæra Kína ríkti annar andans jöfur og landsfaðir, Kim Il-Sung (1912-1994). Í frásögnum þarlendra var hann sveipaður ofurhetjudýrðarljóma. Stundum varð mér á að kíma, þegar ég las um ævintýri þess ofurmennis. Hollur er heimafenginn baggi. Sonur hans, Kim Jong-il (1941-2011) var einnig ævintýralegt stórmenni.

Sonur hins síðarnefnda, sem nú er tekinn við, Kim Jong-un (f. 1984), skýtur föður sínum og afa jafnvel ref fyrir rass, enda dáður og dýrkaðar af þjóð sinni, sem hann heldur ánauðugri innan landamæra ríkisins. Kim leggur rækt við alþjóðlega ímynd sína, m.a. með þessari glæsilegu mynd (sjá neðanmáls) af sjálfum sér á hvítum stóðhesti eins og Napóleon forðum daga og Pútín sjálfur, en hann var ber að ofan. (Það gæti skipt sköpum.)

Í hjálagðri grein er að finna dágott og áhugavert yfirlit yfir glímu þeirra, feðga og langfeðga, í kóreanska keisaradæminu við alþjóðasamfélagið, einkum það, sem lýtur að þróun kjarnavopna. Það er grátbroslegt til þess að hugsa, hvernig Bandaríkjamenn hafa verið dregnir á asnaeyrunum.

Eins og margar þjóðir aðrar lögðu Norður-Kóreumenn ofuráherslu á það að eignast kjarnorkuvopn til að tryggja öryggi sitt í viðsjárverðum heimi. Stórveldunum hefur verið mjög í mun að takmarka dreifingu þeirra af augljósum ástæðum.

Opinberlega eru einungis fimm ríki, sem búa yfir þessum ógnvænlegum vopnum; Kína, Frakkland, Sameinaða konungsdæmið (Bretar), Rússar og Bandaríkjamenn. En það leikur varla vafi á því, að Ísraelar, Íranar, Indverjar, Pakistanar og Norður-Kóreumenn eigi slík vopn eða búi yfir þekkingu og tækni til að framleiða þau.

Því miður hefur mannkynið enn þá ekki borið gæfu til að eyða öllum gereyðingarvopnum í veröldinni. Hagsmunagæsla og valdatafl kemur í veg fyrir það. En alþjóðalögreglan, Bandaríkjamenn, fara stundum á kreik í því skyni.

George W. Bush (f. 1946) (eða ræðuritari hans, David Frum, og aðstoðarmaður hans, Michael Gerson) skilgreindi Norður-Kóreu meðal öxulvelda illskunnar, ásamt Írak og Íran. Afganistan flaut með sem felustaður Osama bin Laden (1957-2011), illvirkjans frá Sádí-Arabíu. Líklega hefur kjarnorkuvopnamáttur Norður-Kóreumanna og verndarhjúpur Kína, valdið því, að Bush eins og forverar hans, áræddu ekki að gera innrás í landið. En það urðu hins vegar örlög Afgana og Íraka. Enn sem fyrr hljómaði undirleikurinn frá SÞ.

Ætli sneypuinnrás Bandaríkjamanna og NATO í Afganistan hafi loksins sannfært leiðtoga heims um, að friður verði seint tryggður með ofbeldi – heldur ekki í Kóreu.

En svo er engan veginn víst, að þeir sem braggast á vopnasölu, kæri sig um frið. Vopnaiðnaður og stríðsrekstur sér mörgum farborða í iðnríkjunum „fyrsta heimsins.“

https://www.foreignaffairs.com/articles/north-korea/2021-08-24/north-koreas-nuclear-family?utm_medium=newsletters&utm_source=twofa&utm_campaign=Winning%20Ugly&utm_content=20210903&utm_term=FA%20This%20Week%20-%20112017


Jákvæð karlmennska er í burðarliðnum

Fyrir skemmstu var hleypt af stokkunum átaki um „jákvæða karlmennsku.“ Í broddi fylkingar fer vinstri-grænn kynjafræðingur frá Háskóla Íslands, Þorsteinn V. Einarsson. Jafnréttissjóður veitti honum, m.a. með fulltingi Jafnréttisstofu, á annan tug milljóna til að fræða landsins börn um karlmennsku – sér í lagi skaðvænlega eða eitraða karlmennsku.

Andhverfa hennar er sem sé „jákvæð karlmennska.“ Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, hefur reyndar í viðtali við RÚV kallað hana „nýja karlmennsku,“ þ.e. karlmennsku, sem einkennist af því, að karlmenn „sýni tilfinningar“.

Átakið er ekki síður áhugavert vegna samsetningar bakhjarla og þátttakenda; Háskóli Íslands, kynjafræðideild, Stígamót, Kvennaáróðursdeild Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UN Women) og Píetasamtökin, sem eru áhugamannasamtök um vernd gegn sjálfsvígum.

Bleik var brugðið. Mér var ókunnugt um, að um væri að ræða kvenfrelsunarsamtök. Því er ekki ljóstrað upp á heimasíðu þeirra. Mér hrýs hreinlega hugur við tilhugsun um það viðmót, sem karlmönnum í sjálfsvíghugleiðingum hlýtur að vera sýnt á þeim bæ. Það er svipað því viðmóti, sem mætir þeim í ofbeldisgeiranum eða -iðnaðinum, þar sem kvenfrelsarar ráða ríkjum.

Hér tekur sem sé ríkisstofnun æðri menntunar, HÍ, höndum saman við alþjóðleg og þjóðleg áróðurssamtök á skattjötunni. Píetasamtökin eru þó undantekning.

Hjálagt er hlaðvarp með viðtölum áðurnefnds Þorsteins við fulltrúa þessara samtaka. Þorsteinn sjálfur er opinberun, viðtölin fróðleg bæði í ljósi efnis þeirra og málflytjanda.

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, fræðileg kvenfrelsunarmóðir fjölda kvenfrelsara á Íslandi, segir: Hugtakið, „jákvæð karlmennska“ á sér tvær fræðilegar stoðir. Fyrra sjónarhornið er jákvæð sálfræði. Í því skilningsljósi er skoðað, hvað karlmönnum sé fyrir bestu, svo þeim og öllum öðrum muni líða betur. Seinna sjónarhornið er gagnrýnin karlafræði, femíniskar kenningar. „Þá er horft meira á valdatengsl kynjanna í stærra samhengi, svona meira samfélagslegra sjónarhorn …“

Þorsteinn spyr lærimeistara sinn, hvort það megi skilja sem samtal við „toxic masculinity“, eitraða eða skaðlega karlmennsku. Þorgerður játir því og segir: „Karlafræðingarnir okkar, t.d. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor á menntavísindasvið við Háskóla Íslands, talaði um skaðlega karlmennsku, og hann útskýrði það þannig, að það væri aðallega tvennt, sem hann horfði á. Og það var annars vegar ofbeldi, beint og óbeint ofbeldi í hinum margvíslegustu birtingarmyndum, … mjög margar birtingarmyndir.

Hitt snýr svona að vinnumarkaði, annars vegar kynjaskipting vinnumarkaðarins og fyrirvinnuhlutverk karla.“ Þeir sem sinntu því, væru að „stuðla að samfélagi aðgreiningar, væru að stuðla að því, að karlar tækju ekki virkan þátt í heimilislífi og t.d. barnauppeldi. Það hefur auðvitað neikvæð áhrif á börnin, það hefur slæm áhrif á þá sjálfa, þeir missa bara af mjög miklu, og það ýtir undir þessa hefðbundnu sýn á vinnumarkaðinn, bæði að konur séu þar í aukahlutverki og kynjaskiptingu starfa.“

Svo er fjallað um tvíhyggjuna [kynin tvö, karl- og kvenkyn], sem liggur til grundvallar allri skoðun á karlmennsku og því sem nemendur í kynjafræði eru uppteknir af; „ofbeldi gegn konum og auka vinnuálagi á konur.“ Þorgerður lýsir að lokum hrifningu sinni af hugtakinu „jákvæðri karlmennsku,“ því það auki líkurnar á því að fá karlmenn til að taka þátt í breytingu karlmennskunnar, svo hún megi verða jákvæð.

Kristín Ólafsdóttir, talsmaður Píetasamtakanna, spyr Þorsteinn: Hvað viljið þið að gerist með þátttöku í þessu verkefni, þ.e. um jákvæða karlmennsku?: „Við viljum jafnrétti, við stöndum algerlega með því. Við gerum það bara sem fólk og við styðjum allt sem færir okkur sem samfélag nær því og svona samkennd og samúð. Við erum öll í grunninn eins. Þannig að við vonum heitt og innilega, að þetta skili sér í því að menn, karlmenn, eða fólk, sem skilgreinir sig karlkyn, skilji, að það má gráta, það má gera það sem það vill tilfinningalega séð. Það eru ekki til konutilfinningar og karlatilfinningar og H-tilfinningar (?). Þetta er allt sama tilfinningin.“

Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi: „Við erum náttúrulega sú stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem vinnur … að valdeflingu kvenna um allan heim og okkar starf lýtur aðallega að vitundarvakningu og fjáröflun hérna á Íslandi.

En við störfum í þágu UN Women á heimsvísu. Og þar er okkar verkefni náttúrulega að valdefla konur og stúlkur. Og það sem við höfum séð í okkar vinnu er, hvernig svona skaðlegar karlmennskur eru að þvælast fyrir okkur þar. Og þessi valdatengsl og baráttan eilífa við kynjakerfið og tvíhyggjuna, þar sem það eru einhvern veginn þessi viðteknu gildi, að karlmaðurinn sé viðmiðið og stúlkan, konan, sé frávikið. Og það er svona grunnurinn í okkar starfi, auðvitað. … Við erum að berjast … gegn þessu.“

Marta hælir Þorsteini á hvert reipi fyrir það lofsverða framtak hans að upplýsa um margar karlmennskur. Og svo kemur umfjöllun um tvíhyggjuna, þ.e. um karlkyn og kvenkyn, sem samfélagskerfi: „Við þurfum að gera svolítið samning við sjálf okkur óháð því, hvers kyns við erum sem einstaklingar. Vegna þess, að þessi tvíhyggja náttúrulega útilokar konur og alla aðra jaðarhópa.“

Og hér segir Þorsteinn: „Algjörlega, einmitt.“ Og spyr, hvað Marta vilji að komi út úr þessu sameiginlega átaki. Hún er afskaplega hrifin af því, að það sé nú talað um eitthvað jákvætt, en ekki alltaf eitthvað eitrað og skaðlegt, enda þótt „ það sé alveg fakta, en það er alveg rosalega mikilvægt að hafa uppbyggilegan tón í þessu, sem okkur langar til að breyta.

Og þetta snýst um hugarfarsbreytingu. … Jákvæð karlmennska … frelsar okkur öll undan höftum tvíhyggjunnar og þessu kynjakerfi, myndi ég segja. Vegna þess, að jákvæð karlmennska er ekkert annað en femínismi og viðurkenna hann.

Og viðurkenna fjölbreytileika, hafna þessum viðteknu valdatengslum, sem fylgja þessu blessaða feðraveldi, sem við erum dálítið undirokin af öll. Þetta eru ekki bara við konur og stúlkur eða önnur kyn en karlmenn, sem er undirokið því, þú veist.

Þetta er að hafa hræðileg áhrif á okkur öll. … [Skoða áhrif] „þessarar stöðluðu karlmennsku, svokölluðu skaðlegu karlmennsku, hvernig þetta er að hafa áhrif í skólakerfinu og stráka. Þetta er að auka sjálfsvígstíðni stráka og karla, fyrir utan það, að [við] konur, fáum heldur aldrei jöfn tækifæri. Við þurfum að taka á okkur alla þessa ógreiddu heimilis- og umönnunarstörf.“ … „Covid hefur sýnt okkur það, að þessi aukabyrði fellur harðar á konur. Það er náttúrulega kynbundið ofbeldi og „me-too“ svipti algjörlega hulunni af því, sem við vissum mörg hver …

Og það er það sem jákvæð karlmennska snýst um, að frelsa okkur frá þessu feðraveldi.“

Hjálmar Sigmarsson frá Stígamótum veður á súðum lengi vel um, hvað Stígamót eru að gera. Svo dregur til tíðinda, þegar Hjálmar tjáir áhorfendum, að ekki sé unnt að tala um kynafbrot, nema að tala um gerendur, og að það sé „menning okkar karla, þannig að við þurfum að tala um kynjakerfið, þannig að við þurfum að tala um karlmennskur. Við getum ekki talað um kynferðisofbeldi …. án þess að tala um karlmennsku. … [Jákvæð karlmennska], sem felur í sér stuðning og skilaboð til allra brotaþola. … Til þess að geta tekist á við nauðgunarmenningu, á við kynferðisofbeldi og allt kynbundið ofbeldi og bara allt kynjamisrétti, þá þurfum við einmitt að skoða ræturnar.“ (Hjálmar þennan, sem er kynjafræðingur, tók kvenfrelsunarráðherra Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, með sér til Nýju Jórvíkur á jafnréttisþing, þ.e. rakarastofuþingið (Barbershop Conference) árið 2015.)

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/karlmennskan/thattur-12-jakvaed-karlmennska/


Kvennaalþingi og eyðing karla Hvað skal kjósa

Frelsun kvenna er á stefnuskrá allra (eða hér um bil), íslenskra stjórnmálaflokka. Eins og allir ættu að vita, er draumur þeirra að afeitra karlmenn, að kvengera þá eða útrýma jafnvel alveg. Þeir berjast fyrir gyðju- eða grýluveldi, þar sem konur – sérstakrar tegundar – fara með völd.

Þegar hefur tekist að afeitra fjölda karlmanna, sem leggjast á árar í þessu hugmyndafræðafleyi. Einn þeirra er hlaupagikkurinn, Arnar Pétursson. Annar er Þorsteinn Einarsson, sem stjórnvöld gerðu út af örkinni til að kenna landsins börnum um afeitraða karlmennsku. Þá karlmennsku kallar hann jákvæða. Sá fyrrnefndi lét hafa eftir sér, að nú ættu karlar að hverfa úr stjórnmálum og konur að taka við. Þessi hugmynd hefur verið viðruð bæði af Sjálfstæðisflokknum og Vinstri-grænum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (f. 1949), Sjálfstæðisflokki, uppeldisfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ, spurði þingheim fyrir síðustu kosningar, „hvort það væri möguleiki í kosningum árið 2017 að lögbinda … [að þá sætu] eingöngu konur á þingi í tvö ár, frá 2017 til 2019. Þá yrði kosið til kvennaþings til tveggja ára og konur fái tækifæri til að sýna fram á, hvort það sé í raun satt, því sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf, að sjálfsögðu, og þeir, sem að kosningu koma, velt því fyrir sér, hvort það væri jafnvel bara skynsamlegra að hafa kvennaþing.“

Lýðræðislegar öfgahreyfingar eins og nasistar og fasistar hafa farið svipaða leið – og reyna það enn – að ná völdum í löggjafarsamkundu þjóðanna. Samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, VG, hefur kynnt svipaðar hugmyndir á þingi.

Lilja Rafney Magnúsdóttir (f. 1957), VG (áður í Alþýðubandalagi), fyrrverandi oddviti Suðureyrarhrepps, sagði í þingræðu sumarið 2015: „Við héldum hérna veglega upp á aldarafmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengi og er það ekki bara rétt, að við setjum … [konur] til þess að reyna að taka stjórn hérna á þinginu og koma einhverju verklagi á þingstörf … Mér sýnist, að þeir karlmenn, sem eru hér í forsvari … séu með eilífan væl og leggja ekkert til málanna og eigi að afhenda konum þá í sínum flokki og öðrum flokkum það verkefni að ljúka hér þingstörum.“ (Þingheimur sá ekki ástæða til að fagna kosningarétti flestra karlmanna, sem fékk þann rétt við sömu löggjöf.)

Íslenskar nútímakonur eru harðar í horn að taka, þegar kvenfrelsun ber á góma og berjast þarf gegn hinu illa „feðraveldi.“ Karlar eru sekir – eða það skiptir ekki máli eins og ónefndur kvenfrelsari orðaði það nú um daginn:

”Mér er bara andskotans sama, sek, saklaus eða sek. Finnst það ekki vera málið til framtíðar. Málið er brjálæðislegt hugarfar til ungra kvenna. Og stelpur, hættið að taka þátt í þessum tilraunun til að undiroka ykkur. Ef strákarnir geta ekki plummað sig öðruvísi en að misþyrma hinu kyninu, þá bara verðum við konur, að hætta að geta af okkur karlkyns afkvæmi. Tæknin er fyrir hendi.“

Þessi hugumstóri, íslenski kvenfrelsunarhugmyndafræðingur, finnur skoðunum sínum hljómgrunn meðal útlendra þjáningasystra, t.d. þessum:

„Ég bið fólk að hugleiða ... sviðsmynd, þar sem við [konur] myrðum ákveðinn fjölda karlmanna í viku hverri. Hversu mörgum þyrftum við að koma fyrir, þar til feðraveldið sest niður handan borðsins og segir: „Gott og vel, látum gott heita. Hvað er í okkar valdi til að stansa aflífunina?“ ...

„Hversu marga karla þurfum við að drepa svo þeir hætti að nauðga okkur“ (Mona Eltahawy, f. 1967)

„Hlutfall karla verður að sker niður í og halda í u.þ.b. tíunda hluta mannkyns.“(Sally Miller Gearhart, f. 1931)

„Það er engin þörf fyrir herkvaðningu. Við þurfum geldingarhappdrætti fyrir hvíta karla. Mánaðarleg drögum við út afmælisdag, sundurgreinum þá óþörfu og bregðum skærunum á nokkra poka [punga], helst við fjölmenna, opinbera samkomu.“ (Sarah Jeong, f. 1988, í ritstjórn Nýju Jórvíkur Tímans (New York Times)

„Mér svellur móður við þá tilhugsun, að geta ákært sérhvern þann karlmann, sem ég hata eða er í nöp við, fyrir að hafa þuklað á mér fyrir þrjátíu og fimm árum síðan, og rústað lífi hans, án sannanna. Ég þakka þér, kvenfrelsun! ... Ef þú hefur syni þína á brjósti ertu [í raun] að þjálfa þá sem nauðgara, þegar þeir komast til vits og ára. Þú ert í raun réttri að kenna þeim, að þeir geti þuklað á konu, þegar þeim sýnist. Sértu andsnúin nauðgunum, skaltu hætta að gefa drengjum brjóst.“ (Shaykha Alia)

Suzanna Danuta Walters, prófessor í félagsfræði og framkvæmdastýra og við Kven- og kynfræðadeild deild Northeastern University í Bandaríkjum Norður-Ameríku, ávarpar karla: „[S]tandi hugur ykkar til þess að losna undan hatri okkar [kvenna] sökum misgjörða ykkar um aldir [skulið þið heita því] að kjósa einvörðungu konur. Bjóðið ykkur ekki fram til embætta. Hafið ekki umsjón með nokkrum hlutum. Leggið frá ykkur valdasprotann. ... Og hafið það hugfast, að við munum ekki lengur þerra krókódílatár ykkar. Hatur okkar er réttlátt. Þið hafið gert á hlut okkar.“

Eins og dæmin sanna, sækjast margar konur í (hér um bil) öllum stjórnmálaflokkum, eftir svipaðri reynslu og vígstöðu og kvenleikarinn, Sharon Stone (f. 1958), lýsir: „Vald mitt til að meiða karlmenn eykst með aukinni frægð og valdeflingu.“ Það er kvenfrelsunardygð.

Hvað er ráðlegt að kjósa?


Alþjóðlegi sjálfsvígsvarnadagurinn Harmleikurinn á Húsavík

Tíundi september er Alþjóðlegur sjálfsvígsvarnadagur (world suicide prevention day). Um er að ræða skelfilegan lýðheilsuvanda. Á ári hverju falla tugir Íslendinga fyrir eigin hendi. Það eru örþrifaráð. Engin hegðun önnur brýtur jafn skýrt í bága við grundvallarlögmál lífsins, þ.e. að lifa, bjarga sér og fjölga. Ungir karlar eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem velja þessa sorglegu útleið.

Sjálfsvígstíðni drengja og karla er skelfileg. Á aldrinum10-15 ára fremja tvöfalt fleiri strákar sjálfsvíg, heldur en stelpur; á aldrinum 15-19 ára eru þeir fjórum sinnum fleiri; á aldrinum 20-24 eru þeir fimm til sex sinnum fleiri. Sjálfsvígum karla fjölgar meira, en hjá konum. Samkynhneigðir piltar svipta sig þrefalt oftar lífi, miðað við stúlkur í sömu stöðu.

Þegar piltar og karlar missa sjónar á tilgangi lífsins eða geta með engu móti fundið lífi sínu tilgang; þegar þeir eru smánaðir; þegar þeir tapa baráttunni í skóla og lífi; velja alltof margir þeirra að svipta sig lífi. Bölsýni og depurð ræður för. Oft og tíðum er einsemdin kvöl. Annað böl er hópsmit. Ákvörðun um sjálfsvíg er stundum tekin vegna áhrifa frá öðrum, sem hafa valið slíkt óyndisúrræði. Það kemst í tísku eins og t.d. kynskipti barna og unglinga einnig eru í dag.

Útskúfunarsjálfsvíg karla, tengd ákúrum og kærum um kynofbeldi, eru tímanna tákn. Dæmi: Í New York Times var Liam Scarlett sagður hið nýja undrabarn meðal listdanshöfunda. Danski óperusöngvarinn, Jens-Christian Wandt, lýsti óvenjulegum listhæfileikum Liam. Hann steig fyrst á svið í Royal Ballet í Lundúnum sem dansari. Feril hans sem danshöfundur hófst um miðjan þrítugsaldur.

Listdanssýningar Liam hafa verið settar upp víða, m.a. í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Queensland í Ástralíu. Liam var yngsti danshöfundur listadanssýninga við Royal Ballet í Lundúnum. Fyrir tveim árum sviðsetti hinn ungi listamaður sýninguna „Spar Dame“ í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Fyrrgreindur söngvari taldi hana einhverja bestu kvöldsýningu í fullri lengd, sem sett hafði verið á svið í Kaupmannahöfn um langa hríð. „Hann var ofurstjarna,“ sagði Jens-Christian. Hið konunglega leikhús kallaði Liam skærasta nýstirni í heim listdansins. Gagnrýnendur voru í skýjunum.

Við æfingar á „Spar Dame“ varð dynur fyrir dyrum. Kvartað var undan ósæmilegri hegðun Liam. Gróusögur sögðu hann hafa sýnt kynferðislega áreitni í Lundúnum gagnvart nemendum. Í Queensland var sýningum hans aflýst eins og annars staðar, enda þótt innanhússrannsókn leiddi í ljós, að enginn fótur væri fyrir áskökunum.“ Liam svipti sig lífi.

Áþekkir harmleikir gerast einnig á Íslandi. Dziugas Petrauskas var rúmlega hálfþrítugur knattspyrnumaður frá Litháen, sem leitaði frægðar og frama í útlöndum. Íslandi!! Hann fékk vinnu í kísilverksmiðjunni við Húsavík. Mannlíf og DV skýrðu frá sjálfsvígi hans fyrir rúmum mánuði síðan.

Í DV stendur: „Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður. Liðið var síðan endurreist úr brunarústunum í fyrra og er Petrauskas minnst með hlýju á Facebook-síðu félagsins þar sem hrundið er af stað söfnun fyrir eftirlifandi systur hans.“

Hringbraut segir: „„Hann var svo hlý manneskja. Það eru orð sem lýsa honum best,“ hefur litháíski fréttamiðillinn Delfi eftir Arnas Borodinas, fyrrverandi liðsfélaga Dziugas Petrauskas.“

Mannlíf segir: Hann „.. svipti sig lífi … [V]ar ástæðan sú að hann hafði verið ásakaður um kynferðisbrot. … Heimildir Mannlífs herma að hann hafi verið borinn sökum um þetta brot og það hafi verið tilkynnt til lögreglu. Petrauskas var í framhaldinu yfirheyrður af lögreglu. Eftir það greip hann til þess örþrifaráðs að fyrirfara sér.“

Íbúar Húsavíkur sýndu minningu þessa ólánssama, útlenda gests okkar virðingu með kyrrðar- og minningarstund í Húsavíkurkirkju þann níunda ágúst. Það bera að lofa.

Eins og sérhverju mannbarni vafalaust er kunnugt, ungu og öldu, hafa kærur kvenna um kynofbeldi af hálfu karla gengið eins og eldur í sinu um samfélagið síðustu árin. Þær eru margvíslegar, t.a.m. að ganga inn í sjónmál konu, líta hana hýru auga eða girndar, kyssa hana á vanga, klappa henni á öxl, hrósa henni fyrir fegurð, stíga í vænginn við hana með ljúfyrðum og fagurgala, klappa henni á afturendann, lauma hendi á hné eða lær (þegar svo ber undir), gera of lítið af því að hrósa henni eða hampa, hafa við hana samræði í ölvunarástandi eða sofandi - eða jafnvel nauðga. Margt er enn ótalið. (Í nafni jafnréttis er svipuð hegðun konu gagnvart karli vitaskuld ekki átalin.)

Ungi knattspyrnumaðurinn látni kynni að hafa framið eitthvert þessara afbrota. Það vita bara fáir. Kæruna væri lærdómsríkt að sjá. Hún er vafalaust fróðleg eins og kæra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur öðrum knattspyrnumanni, Kolbeini Sigþórssyni. Vonandi fer hann ekki að dæmi Dziugas og Liam.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gefur karlmönnum eftirfarandi ráð: „Ef þú, góði strákur, hefur nauðgað konu, þröngvað þér inn á yfirráðasvæði hennar, troðið tungunni upp í hana, króað hana af, gert hana hrædda, látið hana finna að sjálfsvígshugsanir þínar séu á hennar ábyrgð, suðað um að fá að fara inn í hana þangað til hún örmagnast, tekið hana næstum áfengisdauða með þér heim og klætt hana úr buxunum af því að þú verðir að fá að sýna henni hvað þú ert góður í að fullnægja konum með tungunni, almennt beitt konu eða konur einhverskonar þvingunum, gaslýsingum [andlegu ofbeldi] og ofbeldi, og ert að íhuga að „stíga fram“ og segja hjartnæma sögu af því hvað þú ert góður strákur og ætlar að axla á þessu ábyrgð með því að auðmýkja þig í fjölmiðlum eða hætta tímabundið eða seinna í vinnunni, þá bið ég þig að hugsa þig tvisvar um.“

Álit og ráðgjöf Hildar kynni líka að koma Píeta samtökunum að gagni. Þau starfa að vernd gegn sjálfsvígum, að írskri fyrirmynd. Þó hef ég miklu meiri trú á gagnsemi bókar, eftir Wilhelm Norðfjörð, sálfræðing; „Þjóð gegn sjálfsvígum: Sjálfsvígfræði.“

https://www.forlagid.is/vara/tjod-gegn-sjalfsvigum/


Fjórflokkurinn eilífi - sællar minningar

Kosningar verða haldnar innan skamms. Því gæti verið viturlegt að skoða sögu stjórnmálaflokkanna til að glöggva sig á stjórnmálum samtímans. Sum umfjöllunarefnanna virðast „eilíf.“ Það liggur rauður þráður um söguna. Nú ganga „dauðir“ flokkar meira að segja í endurnýjun lífdaganna. Lítum um öxl:

Íhaldsflokkurinn var stofnaður 1924. Fyrsti formaður hans, Jón Þorláksson (1877-1935), segir: „Ef ég ætti að nefna eina leiðandi hugsun ... þá hef ég fundið hana í þeim einföldustu og einna göfugustu trúarbrögðum, sem ég veit til, að upp hafi verið meðal mannanna ... sem kennd eru við Zóroaster eða Zarathustra hinn persneska. ... Allt það, sem miðar að því að auka gleðina og sæluna og velgengnina í heiminum, styrkir ríki hins góða, og eru það þess vegna góðverk, en allt það, sem miðar að því að auka örbirgð, sorgir og syndir, eflir vald þess vonda. ... Hér er nóg ... af fátæklingum til að veita atvinnu, björg og blessun. Sá, sem vinnur [að þessu] ... vinnur ljóssins drottni þægt verk; en hver, sem hindrar slíkt [...] þjónar þeim vonda.“ …

„... að hagsmunum sérhverrar stéttar er þá best borgið í bráð og lengd, ef hvert mál er útkljáð með heill alþjóðar eingöngu fyrir augum. … Í þeim flokki [Íhaldsflokknum] taka allar stéttir landsins höndum saman til að vinna að heill alþjóðar, vel vitandi, að með því móti er og best borgið hagsmunum hverrar stéttarinnar sér í lagi.“ (Úr ævisögu hans eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.)

 

Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður tveim árum seinna, þ.e. 1926. Stofnendur hans voru óánægðir þingmenn gamla Sjálfstæðisflokksins, þ.e. forvera þess, sem við þekkjum, og barðist fyrir sambandsslitum Dana og Íslendinga.

Geir Hallgrímsson (1915-1990) segir um flokkinn: „.Frjálslyndi flokkurinn hafði tekið eflingu almannatrygginga upp í stefnuskrá sína. En það sem fyrst og fremst skildi Frjálslynda flokkinn frá öðrum flokkum var sú mikla áherzla, sem flokkurinn lagði á sjálfstæði þjóðarinnar, þjóðernis- og þjóðrækniskennd og jafnvel varúð gagnvart öðrum þjóðum.“

Okkar tíma Sjálfstæðisflokkur komst á koppinn árið 1929, þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman. Við það tilefni sagði Jón Þorláksson: „Flokkurinn [hinn nýi Sjálfstæðisflokkur] vill vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. En í þessu felst einmitt, að flokkurinn vill virða og efla sjálfstæði einstaklinganna innan þjóðfélagsins, bæði manna, stofnana og félaga. Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfilegra takmarka sér og sínum til hagsbóta byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbætur á lífskjörum þjóðarinnar.“

Ásgeir Hannes Eiríksson (1947-2015), segir um samrunann: “Íhaldsflokkurinn kom bersýnilega með fylgið í Sjálfstæðisflokkinn en Frjálslyndi flokkurinn hefur samkvæmt þessu lagt til stefnuskrána. Enda hefur íhaldsarmi Sjallans jafnan liðið illa undir þessu frjálslyndi eins og húsdraug undir góðu orði.” („Ein með öllu“.)

Á tímabilinu 1916 til 1942 mótaðist fjórflokkurinn svokallaði, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag (forverar þess, Kommúnista- og Sósíalistaflokkur - Samfylkingin er arftaki þess og Alþýðuflokks) og Framsóknarflokkur. Sjálfstæðismálið var mál málanna, stjórnmálin voru sjálfstæðisstjórnmál. En þegar það var í höfn með sambandslagasamningnum 1918 fóru menn að beina sjónum að stéttum.

Næstu áratugi og fram undir síðustu aldamót má jafnvel tala um stéttastjórnmál og að sumu leyti kynjastjórnmál. Stjórnarskrárbreytingin árið 1915 skipti verulegu máli fyrir slíka þróun. Nú gátu allir fullveðja einstaklingar kosið, þ.e. kosningaréttur var orðinn almennur og upp var tekið landskjör í stað konungskjörs. Nú var það sem sé þjóðin sem kaus fulltrúa í efri deild Alþingis, en ekki konungur. Aukinheldur voru kynntar margs konar nýjar hugmyndir af erlendum toga um stjórnmál, stefnur og flokka.

“Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir árið 1916, Sjálfstæðisflokkurinn 1929, Kommúnistaflokkurinn árið 1930 og Sósíalistaflokkurinn árið 1938. Í kosningunum 1942 hlutu flokkarnir fjórir kjörfylgi sem breyttist lítið næstu þrjá áratugina. Sjálfstæðisflokkurinn var stærstur (37-42% atkvæða), Framsóknarflokkurinn næststærstur (22-28% ), Sósíalistaflokkurinn þriðji (15-19%) og Alþýðuflokkurinn rak yfirleitt lestina (13-18%). Aðrir flokkar hlutu lítið fylgi og það gerðist aðeins einu sinni á tímabilinu 1942-1971 að einhver annar stjórnmálaflokkur ynni þingsæti. Það var árið 1953 en þá fékk Þjóðvarnarflokkurinn tvö þingsæti.“ (Svanur Kristjánsson)

Einar Baldvin Olgeirsson (1902-1993), sagði um Sósíalistaflokkinn, að hann væri: „...sósíalistiskur lýðræðisflokkur... [sem vildi koma á] frjálsu, stéttlausu samfélagi allra vinnandi manna í landinu, hvort sem þeir vinna erfiðisvinnu eða andleg störf; þjóðfélagi, sem stjórnað sé af þeim sjálfum og þar til kjörnum fulltrúum þeirra með fullkomnu lýðræði í stjórnmálum og atvinnumálum. …

Það hefur verið og er stefna Sósíalistaflokksins jafnhliða kaupgjaldsbaráttunni að berjast fyrir hvers konar alþýðutryggingum, styttingu vinnutíma og orlofi, öryggi á vinnustöðum og tryggingu ungra sem gamalla gegn vinnuþrælkun, og róttækri löggjöf í húsnæðismálum. …

„Á tímum nýsköpunarstjórnarinnar, 1944-47, sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tóku þátt í, með meirihluta Sjálfstæðisflokksins, voru alþýðutryggingar stórbættar og gerbreyttar frá því sem verið hafði. … Sett var þá róttækasta húsnæðismálalöggjöf, sem sett hefur verið um aðstoð við íbúðabyggingar, ...

Það þarf að fullkomna sjúkratryggingar, svo öll læknisþjónusta verði ókeypis, og þjóðnýta lyfsölu, því slíkt á ekki að vera gróðavegur. Það þarf að tryggja öllum vinnandi mönnum og konum orlof ... koma á félagslegri húsnæðismálalöggjöf ...tryggja 8 tíma vinnudag ... tryggja eftirlaun handa öllum .. fullkomna yfirleitt alþýðutryggingar... „Annað höfuðverkefni Sósíalistaflokksins …er sjálfstæðisbaráttan.“

Um Framsóknarflokkinn segir Eysteinn Jónsson (1906-1993): „Framsóknarstefnan er sprottin af rammíslenzkri rót, og þau tengsl verða ekki rofin. En Framsóknarflokkurinn hefur reynt að sameina það bezta, sem við þekkjum hjá öðrum þjóðum, íslenzkum staðháttum, …

Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á Íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameignleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildið er metið meira en auðgildið, og vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.

Framsóknarflokkurinn er upphaflega stofnaður til stuðnings og fulltingis sjálfsbjargarviðleitni almennings, og samtökum fólksins sér til styrkar í baráttunni fyrir frelsi og betra og fegurra lífi. Flokkurinn er því flokkur félagshyggju, samtaka og samvinnu ... Flokkurinn hefur hvorki byggt stefnu sína á kapítalisma né kommúnisma, né heldur sósíalisma...“

Alþýðuflokknum var rituð stefnuskrá árið 1915. Hún er talin samin af Ólafi Friðrikssyni (1886-1964) og Jónasi Jónssyni (1885-1968) frá Hriflu (sem síðar varð foringi Framsóknarmanna). Lögð er áhersla á jöfnuð og baráttuna fyrir því, „„að sú skifting á landslýðnum í ríka og öreiga, sem er í flestum mentalöndum, verði á Íslandi.“

Flokkurinn stefndi, segir Emil Jónsson (1902-1986), að „ríki jafnaðarstefnunnar,“ en það er: „1)Þjóðfélag, sem setur frelsi einstaklingsins í öndvegi og verndar hann fyrir hvers konar kúgun og ofríki, gerir alla þegna jafna fyrir lögum og tryggir félagslegt réttlæti. 2) Þjóðfélag, sem hefur skipulega heildarstjórn á efnahagskerfinu til þess að tryggja almenna velmegun, næga atvinnu, réttláta tekjuskiptingu og sanngjarna niðurjöfnun skatta, örvar framtak einstaklinga, félaga og opinberra aðilja, en lætur eign og stjórn atvinnutækja lúta hagsmunum þjóðarheildarinnar. 3) Þjóðfélag, sem veitir öllum þegnum sínum öryggi frá vöggu til grafar, verndar lítilmagnann, tryggir afkomu sjúkra, örkumla og gamalla.4) Þjóðfélag, sem veitir öllum jafnan rétt til hvers konar menntunar á tillits til búsetu eða efnahags, örvar menningarstarf og eflir listir og vísindi. 5) Þjóðfélag, sem er aðili að alþjóðlegu samstarfi þjóða til varðveizlu friðar og frelsis.“

Ótalinn er Flokkur þjóðernissinna, nasistar, sem þó aldrei bauð fram til Alþingis. Í Heimdall skrifar árið 1933 Þorsteinn Bernharðsson: (1915-2007?) „Nú vill svo til, að flestir sem ennþá fylla flokk Þjóðernissinna eru gamlir sjálfstæðismenn. Það eru áhugasamir ungir menn, sem hefir fundist of mikil deyfð í flokki sínum, til þess að þeir gætu starfað þar, og heldur kosið að stofna nýjan flokk á svipuðum grundvelli.“

Hugmyndafræðilegar uppsprettur þjóðernissinna voru verk Jóns Aðils Jónssonar (1869-1920), sagnfræðings, rit Guðmundar Finnbogasonar (1873-1944), sálfræðings, og rit dansk/þýska leiðtoga danskra nasista, sem var þýskmenntaður læknir, Frits Clausen (1893-1947) að nafni. Flokkurinn leið undir lok og félagar hans hurfu trúlega flestir á vit Sjálfstæðisflokksins.

„Fjórflokkurinn [þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag (og forverar þess – Sósíalistaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn] ríkti um langt skeið á síðustu öld: [þeirri tuttugustu] „Fjögurra flokka kerfið, sem mótast hafði á umbrotatímabilinu 1942 og festist í sessi í kosningunum 1946 og 49, hélst í allföstum skorðum fram undir 1970“ (Helgi Skúli Kjartansson: Ísland á 20 öld.)

Lýsing Lúðvíks Jósefssonar (1914-1994) á stöðu stjórnmála á hernámsárunum, er áhugaverð: „[V]oru íslenzk stjórnmál í sérkennilegri millistöðu. Gömlu og stóru stjórnmálaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, höfðu lent í hatrömmum deildum og gátu ekki komið sér saman un neitt. Alþýðuflokkurinn var veikur flokkur eftir margvísleg mistök og óeiningu. Sósíalistaflokkurinn var nýr á Alþingi, orðinn býsna stór og naut augljóslega mikils fylgis í hinni sterku verkalýðshreyfingu. Í landinu ríkti hernám og mikil upplausn á mörgum sviðum. Alþingi reyndist ófært um að mynda þingræðislega ríkisstjórn og því var skipuð sérstök utanþingsstjórn.“

Sjálfstæðisflokkurinn átti í basli: “Áttundi og níundi áratugur [síðustu aldar] hefur verið erfiður Sjálfstæðisflokknum í samanburði við dýrðardagana, þegar Ólafur Thors (1934-1961) og Bjarni Benediktsson (1961-1970) veittu flokknum sterka forystu.” (Ólafur Th. Harðarson og Gunnar H. Kristinsson – þýðing undirritaðs.)

Ellert B. Schram var einn þeirra, sem gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn: “Ellert segir … um gömlu flokkana: “Þeir ríghalda í gamla, pólitíska löggjöf, sem þeir hafa tekið í arf mann fram af manni, svo langt sem elstu menn muna. Þannig passa þeir upp á gamla og úrelta byggðastefnu og kosningalöggjöf. Halda upp gömlu og rándýru kerfi með niðurgreiðslum, bæði í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum. Halda í hitt og halda í þetta. Passa upp á kerfið og um leið á sjálfa sig.”” (Ásgeir Hannes Eiríksson.)

Þegar í lok sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks var að renna skeið sitt á enda, hafði Sjálfstæðisflokkurinn átt aðild að stjórnum í 33 ár síðustu hálfu öldina. En svo fór ásýndin að breytast, þótt kjarninn væri sá sami:

„Í kosningum árið 1987 verða straumhvörf. Samtök frjálslyndra og vinstri manna var stofnað 1969 og fékk 8,9% atkvæða í kosningunum 1971. Samtök um kvennalista hlutu eftirfarandi fylgi: 1983 5,5% og 1987 10,1%; Bandalag jafnaðarmanna naut árið 1983 7,3% fylgis og Borgaraflokkur árið 1987 10,9%. Þannig var fylgi fjórflokkanna í sögulegu lágmarki 1987. Þeir náðu aðeins ¾ atkvæða í kosningum. … Í kosningunum árið 1987 var fjórflokknum verulega ógnað m.a. með nýjum framboðum, t.d. borgaraflokki Alberts Sigurðar Guðmundssonar (1923-1994). Virtist sem fylgi hans væri fremur en áður sótt til efri laga eða yfirstétta (upper class) samfélagsins.“ (Ólafur Th. Harðarson og Gunnar H. Kristinsson)

Enn klofna flokkar og sameinast, ekki síður vegna persónulegs ágreinings en málefnalegs, sbr. Borgaraflokkinn, Frjálslynda flokkinn, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og Vinstri-græn. Síðustu dæmin eru Viðreisn og Miðflokkurinn. Sósíalistaflokkurinn rís nú upp frá dauðum. Flokkur fólksins boðar svipaða stefnu. Gamli Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið endurnýjuðu ástir sínar í Samfylkingunni.

Kvennaframboðið, sprottið úr jarðvegi Alþýðubandlags að mestu, gaf upp öndina, en kvenfrelsun lifir góðu lífi í öllum flokkum, meira að segja Sjóræningjaflokknum (Pírötum), sem beita sér m.a. fyrir bleikum sköttum og fóstureyðingum. Þeir segjast nú ætla að venda sínu kvæði í kross í samræmi við kosningaloforðin: „Ekkert kjaftæði“ og greiða okkur laun fyrir að vera til.

Í raun er varla eðlismunur á stefnu flokkana, einungis tilbrigði við sömu stefin. Andi fjórflokksins lifir enn í verkum hans og „holdgervðist“ í síðustu ríkisstjórn. Herópið, „öreigar allra landa sameinist,“ heyrist ekki lengur. „Kvenfrelsarar allra flokka sameinist,“ á betur við eins og starf Alþingis ber vitni um.

Við búum sem sé í jafnaðarmennskusamfélagi, sem fjórflokkurinn lagði grunninn að með ofurforsjá og -afskiptum hins opinbera, löggjafa og stjórnsýslu, ásamt óhjákvæmilegum fylgifiskunum, ofurskattlagningu og -gjaldheimtu.

En nú siglum við hraðbyri í átt að kvenræðissamfélagi, Grýluveldinu. Það skiptir í sjálfu sér engu máli, hvort skipsstýran heitir Bjarni eða Katrín eða Sigurður Ingi. Hvað skal kjósa?

Sighvatur Kristinn Björgvinsson (f. 1942) leiðbeinir okkur í þessari grein. Hann velkist ekki í vafa:

https://kjarninn.is/skodun/atkvaedi-greitt-vg-atkvaedi-greitt-sjalfstaedisflokknum/


Kynliljur Lilju - Kynheilbrigði og ofbeldisvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Af þvingaðri gagnkynhneigð og gagnkynhneigðarhyggju

Út er komin «Skýrsla um Kynheilbrigði og ofbeldisvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Greinargerð og tillögur starfshóps.» Hópurinn, sem skipaður var af Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, kemur úr nokkrum áttum: Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Stígamótum, Embætti Landlæknis, Menntamálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Kynís (Kvenkynfræðingafélagi Íslands -) og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Leiðtogi hópsins var Sólborg Guðbrandsdóttir, laganemi, skipaður af Lilju sjálfri. Lilja skipaði einnig Unni Þöll Benediktsdóttur, meistaranema (í sálfræði) í hópinn og tvær konur aðrar; Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing, og Sóley Sesselju Bender, hjúkrunarfræðing og doktor í kynheilbrigði.

Það vakti nokkra athygli, að í hópinn voru skipaðar ellefu konur og tveir karlmenn. Það fór þó verr en á horfðist. Annar þeirra heltist úr lestinni, Ingólfur Atli Ingason, fulltrúi Samfés. Hinn pilturinn, S. Maggi Snorrason, er nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Það vekur furðu, að Stígamót skuli skipa fulltrúa, en það verður ef til vill skiljanlegra í ljósi þess, að hér er spyrt saman kynheilbrigði og ofbeldi. Það skýrir væntanlega einnig skipun KÍ í hópinn, en þar fer engin önnur en Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur frá HÍ og jafnréttiskennari m.m.. Þar er einnig að finna Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur frá þeim undarlega skóla, Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Sú síðarnefnda stýrir einnig rannsóknarréttinum, sem leiða skal Knattspyrnusamband Íslands út úr myrki ofbeldishegðunar karla.

Það fer varla milli mála, að skipun nefndarmanna bendir sterklega til kvenfrelsunarfræðilegrar slagsíðu og ber vott um afar sérkennilega jafnréttishugsun. Þegar Lilja var innt eftir hlutfalli kynjanna við skipunina, svaraði hún því til, að hún hefði barasta ekki fundið fleiri viljuga karlmenn, en nefnda tvo framhaldsskólanema. Æ, æ!

Í inngangi stendur: „Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðastliðnum árum um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi. … Í þessari skýrslu er fjallað um hugmyndafræði kynheilbrigðis og alhliða kynfræðslu, lagalega skyldu og samþykktir en jafnframt um aðalnámsskrá grunn – og framhaldsskóla.“

Tíndar eru til skilgreiningar frá alþjóðastofnunum, t.d. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, um alhliða kynfræðslu. Í þýðingu hópsins hljómar hún svo: „Alhliða kynfræðsla er ferli sem byggist á námsefni um kennslu og nám sem fjallar um þekkingarlega, tilfinningalega, líkamlega og félagslega þætti kynverundar.“ Hér er varla blöðum að fletta um hugmyndafræðina. „Kynverund“ er orðskrípi, sem er kvenfrelsunarfræðileg þýðing á enska orðinu „sexuality“ sem merkir kynferði og kynlíf á íslensku.

Samkvæmt túlkun hópsins á skilgreiningum SÞ, skal miða námsefni „við fjölþætt efnisval um kynverund mannsins,“ og hún skal byggja á „umfjöllun um mannréttindi og þess að vera án mismununar (hvað það svo sem merkir).“

Í kennslunni skal leggja áherslu á „jafnrétti kynjanna og áhrif þess á kynverund einstaklingsins“ og „réttlátt samfélag sem felur í sér gagnrýna hugsun og valdeflingu en jafnframt að skapa jákvæð viðhorf til kynheibrigðis.“ „Valdefling“ merkir venjulega að blása konum kvenfrelsun í brjóst.

Yfirlýsing Heimssamtaka um kynheilbrigði (WAS - World Association for Sexual Health – heimssamtök kynfræðinga) frá 2014 er svo túlkuð: „nær rétturinn m.a. til þess að lifa heilbrigðu kynlífi og geta átt ánægjulegt kynlíf þar sem kynferðislegs öryggis er gætt, að geta átt sitt einkalíf, notið jafnréttis og verið án mismununar, laus undan hvers kyns ofbeldi og þvingunum og að geta ákvarðað eigin barneignir.“

Síðastnefnda atriðið á trúlega bara við rétt kvenna. Hvað með rétt karla? Og hvað með rétt þeirra, sem eru háðir því að beita ofbeldi í kynlífi sínu til að fá fullnægingu með fúsum elskhugum?

Bent er á nýlegar eigindlegar (qualitative) rannsóknir (venjulega viðtöl við nokkra viðmælendur) hópfélaga og baráttusystra við Rannsóknarstofnun í kynjafræðum við HÍ - og fræðamóður þeirra, Þorgerði Einarsdóttur við HÍ) - á ungum, íslenskum karlmönnum, sem kváðust vilja fá fræðslu um annað og meira en líkamann og kynsjúkdóma. Fræðimennirnir hafa áhyggjur af klámáhorfi piltanna.

Einn kaflanna í skýrslunni ber titilinn; „kynjajafnréttisfræðsla og ofbeldisvarnir.“ Þar er m.a. vikið að félagsmótun sem ýtir undir staðlaðar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir, sem aftur „ýtir undir valdaójafnvægi, gagnkynhneigðarhyggju og eykur líkur á kynbundnu ofbeldi. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sinna kynfræðslu hafi þekkingu á hinum kynjaða veruleika. Búi yfir ákveðnu jafnréttisnæmi og hafi færni til að flétta jafnrétti ætíð saman við kynfræðsluna.“

Haft er eftir skólastjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að „enn í dag gilda strangari kröfur um kynhegðun stelpna en stráka þar sem þær eru kallaðar druslur fyrir sömu hegðun og þeir eru kallaðir folar eða kóngar.“ Áfram er haldið: „Hinar stöðluðu kröfur kynhlutverkanna geta haft skaðleg áhrif á ungt fólk af öllum kynjum því þær ýta undir að stelpur séu óvirkar og leitist frekar við að uppfylla þarfir annarra en sínar eigin og að strákar séu kynferðislegir gerendur sem eiga að líta á kynlíf sem leik og keppni. Ekki má gleyma því að þau sem skilgreina sig hinsegin eru gjarnan jarðarsett í hefðbundinni kynfræðslu sem ekki gerir ráð fyrir ríkri jafnréttisfræðslu samhliða.“

Hópurinn er nú kominn hressilega á kvenfrelsunarflug: „Líkt og MeToo bylgjan leiddi í ljós er kynferðisleg áreitni og annað kynferðisofbeldi landlægt á öllum sviðum mannlífsins. [Þetta segir einnig ríkisstjórnin.] Klámvæðing, nauðgunarmenning og gerendameðvirkni eru í dag orðin hluti af samfélaginu og félagsmótum barna og ungmenna. … Óhugsandi er að nokkur kynfræðsla verði án þess að setja í samhengi við þennan veruleika barna og undmenna. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta (2019) eru 70% þolenda undir 18 ára aldri þegar kynferðisbrot á sér staða í fyrsta sinn.“

Í skýrslunni er vísað til mýgrúts laga og alþjóðasamninga, sem segja, að fullorðnir eigi að bera góðir við börn, sýna þeim virðingu og kenna þeim um „kynverund.“ Samkvæmt túlkun hópsins á samningu Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (2011), skal námsskrá sniðin að skilningi nemenda (kemur varla nokkrum á óvart), „svo sem um jafnrétti kynjanna, kynhlutverk sem víkja frá staðalímynd um kyngervingu, gagnkvæma virðingu, friðsamlega lausn deilumála í samskiptum manna á milli, kynbundið ofeldi gegn konum og friðhelgi einstaklinga [ætli hér sé ekki átt við konur?].“ Það ber að kynna börnum og ungmennum lög og alþjóðasamninga. Meyjum verður þá kennt, að þær séu fórnarlömb, og sveinum, að þeir séu ofbeldismenn og beri ábyrgð á fórnarlambseymd kvenna.

Vísað er til aðgerðaáætlunar þeirrar fyrir árin 2019-2022, sem Katrín forsætisráðherra, telur svo oft til afreka sinna, þ.e. um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess: „Kennslan skyldi endurskipulögð í ljósi MeToo, þar með talin kennsla til nemenda, kennara og annarra sem vinna með börnum.“

Í þingályktunartillögu og áætlun fyrir árin 2021 til 2025 „var samþykkt að námsefni, sem stuðli að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, skyldi tryggt öllum nemendum á öllum skólastigum, þar sem tekið væri tillit til mismunandi aðstæðna og ólíkra þarfa nemenda, svo sem fatlaðra barna, hinsegin barna …“ Og svo skal skipa „forvarnarteymi“ til að „tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, …“

Í ljósi framangreinds skyldi engan undra tillögu hópsins: „Kynfræðslan verði gerð að skyldufagi fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum og hefjist við upphaf grunnskólagöngu.“ Og svo skal gæta þess, að rétt kynfræðsla fari fram.

Til viðbótar lögum og alþjóðasamningum og áliti erlendra fagfélags vísa höfundar til verka sjálfra sín og útlendra jásystra í fræðunum.

Sóley S. Bender skrifar í greininni: „Virðing: Lykilþáttur í kynheilbrigði ungs fólks“: „Í íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. … Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum rannsóknum sem byggðust á viðtölum við unga menn. Einnig var byggt á MeToo-frásögnum af kynferðisofbeldi gagnvart unglingsstúlkum. … Niðurstöður sýna að sjálfsvirðing er ungum karlmönnum mikilvæg í jafningjahópum en einnig við kaup og notkun smokka. Þeim finnst mikilvægt að virða samþykki hins aðilans og telja virðingu vera einn af lykilþáttum góðs kynlífs. Vanvirðing ungra manna birtist í umræðu um ráðandi karlmennsku en einnig þegar samþykki fyrir samförum er hunsað. Lýsingar á nauðgun unglingsstúlkna sýna fram á mikla vanvirðingu gagnvart rétti þeirra til kynheilbrigðis.“

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Þórður Kristinsson og Þorgerður J. Einarsdóttir, segja í grein sinni: „Kynlífsmenning framhaldsskólanema frá sjónarhorni ungra karla:“ „Tekin voru einstaklings- og rýnihópaviðtöl við 11 stráka á aldrinum 18 til 21 árs úr tíu framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. … Þannig eiga strákar og ungir karlar gjarnan að vera virkir kynferðislegir gerendur og mikil reynsla á kynlífssviðinu þykir eftirsóknarverð. Stelpur á hinn bóginn eiga að halda sig innan ákveðins ramma og takmarka fjölda bólfélaga, annars eiga þær á hættu að fá á sig druslustimpil.“

Lóa Guðrún Gísladóttur Ragný Þóra Guðjohnsen og Sóley S. Bender, skrifa bókarkaflann: „Stelpan er einhvern veginn hlutur, hún á að … gegna okkur. Sýn ungra karlmanna á kynheilbrigði og Me-Too byltinguna“ (Í Fléttum útgefnum af RIKK – Rannsóknarstofnun í kvennafræðum, HÍ.):

„#MeToo-byltingin varpaði ljósi á ýmsa þætti sem snúa að framkomu karla í garð kvenna. Greinin fjallar um niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á viðhorfum ungra karlmanna til kynheilbrigðis og skilaboða #MeToo-byltingarinnar. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við sex karlmenn á aldrinum 18–21 árs sem valdir voru með tilgangsúrtaki. … Þá kom fram að þeir telja skilaboð #MeToo-byltingarinnar mikilvæg fyrir samfélagið. Á sama tíma viðurkenna þeir að byltingin og skilaboð hennar séu töluð niður í strákahópum og að þeir hafi sjálfir tekið þátt í að ræða um stelpur á niðrandi hátt innan vinahópsins. Þeir töldu slíkt tal eiga rætur í hugmyndum ungra karlmanna um kynhegðun og kynheilbrigði, sem gjarnan kæmi úr klámefni þar sem stelpur væru kynferðisleg viðföng. …

„Fræðilegur bakgrunnur: Hugmyndafræðilegt líkan um kynheilbrigði: Tolman og félagar settu fram hugmyndafræðilegt líkan um kynheilbrigði stelpna sem byggist á ýmsum rannsóknum, bæði eigindlegum og megindlegum. Við þróun líkansins lögðu höfundar til grundvallar femínísk fræði með sérstöku tilliti til þvingaðrar gagnkynhneigðar. Lögðu þeir áherslu á kyngervi (e. gender) sem mikilvægan þátt félagslegs réttlætis en einnig félagslega mótunarkenningu (e. social construction theory) og sambandskenninguna (e. relational theory).“ Þvinguð gagnkynhneigð er afar áhugavert hugtak.

Rannsókn Guðbjargar Hildar Kolbeins er megindleg, þ.e. rafræn spurningalistakönnun: „Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar, sem hér er kynnt, er að endurtaka rannsókn sem gerð var árið 2006 á klámnotkun og kynlífshegðun íslenskra framhaldsskólanemenda; sérstaklega með tilliti til þeirra tæknibreytinga sem orðið hafa síðasta áratuginn sem aukið hafa aðgang að klámi og auðveldað dreifingu á kynferðislegu efni. Á vormánuðum 2016 var því lögð fyrir rafræn könnun meðal nemenda, sem náð höfðu 18 ára aldri, í 28 skólum á framhaldsskólastigi á öllu landinu, og tóku á annað þúsund nemendur þátt í henni. Niðurstöður sýndu að 92% svarenda töldu sig hafa séð klám, og að 17% þátttakenda skoðuðu klám af fúsum og frjálsum vilja næstum því á hverjum degi, og jafnvel oft á dag. Klám, sem að mestu leyti er skoðað á vefsíðum, er aðallega notað til sjálfsfróunar í einrúmi heima hjá sér, enda sögðu þátttakendur að klámið hefði fyrst og fremst kynferðislega örvandi áhrif á sig. Helst vildu þátttakendur sjá kynmök karls og konu, og munnmök. Rúmlega átta af hverjum tíu svarendum fannst klám gefa ranga mynd af kynlífi, en um þriðjungur hafði samt reynt eitthvað sem hann hafði séð í klámi og fundist það spennandi.“ (GHK getur ekki rannsóknaniðurstaðna, sem fráleitt benda til þess að klámáhorf stuðli að kynofbeldi í garð kvenna.)

Afar líklegt má telja, að námefni og kennsla verð sniðin að þessum tillögum í megindráttum. Hún bendir til sömu áttar og lög um „Kynrænt sjálfræði,“ sem þingheimur samþykkti (hér um bil með lófataki) fyrir skemmstu. Íslendingar feta enn í (ógæfu)spor Bandaríkjamanna og fleiri vestrænna þjóða. Barist skal gegn þvingaðri gagnkynhneigð. Framtíðarfleyinu er haldið á vit kynleysunnar, frekara óöryggis, angistar, þunglyndis og kynbrenglunar barna og ungmenna. Þekking, skynsemi, reynsla og vísindi, víkja fyrir kvenfrelsunarhugmyndafræðinni.

Norður-amerískur spaugari segir, að eftir um hálfa öld verði fólk almennt kynlaust á Vesturlöndum. Þá loksins verður kvenfrelsunar ekki þörf. Allir hafa frelsast. Af himni ofan (eða neðan úr helvíti, en þar telja kvenfrelsarar, að ég muni vistast) mun ég svipast um í kynleysulandinu, Grýlu- eða Gyðjuveldinu, og skoða, hvernig kynleysunum tekst að ganga í fótspor karla frá dögun mannkyns; að skapa nýja tækni og vísindi til ferðalaga, framleiðslu og framfærslu – og æðri hugsunar auðvitað. Hamingjan er undir því komin og hún skiptir öllu máli. Kvenfrelsun verður alla vega ekki í askana látin og engin hamingja hefur henni fylgt.

https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20kynfr%c3%a6%c3%b0slu%20010721.pdf


Ofbeldiskonur. Stúlknaheimið Bjarg. Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Fréttir af illri meðferð barna á stofnunum á vegum hins opinbera eða hjálparsamtaka, hafa dunið á okkur síðustu vikur og mánuði – einkum frá Kanada, þar sem börn voru látin sæta hryllilegri meðferð, sem leiddi sum þeirra til dauða. Vistmenn hafa stigið á stokk og lýst allra handa ofbeldi, þ.m.t. kynofbeldi. Íslendingar eiga slíka sögu rétt eins og nágrannaþjóðirnar. Hér er rifjuð upp hryllingssagan af stúlknaheimilinu, Bjargi.

Aðdraganda er lýst í fyrstu áfangaskýrslu nefndar samkvæmt lögum nr. /26/2007 - nefnd um vist- og meðferðarheimili. Í þessari fyrstu skýrslu er fjallað um Heyrnleysingjaskólann, Vistheimilið Kumbaravog og skólaheimilið Bjarg, sem var í rekstri frá árinu 1965 til 1967. Formaður nefndarinnar var Róbert Ragnar Spanó (f. 1972), núverandi forseti mannréttindadómstóls Evrópu.

„Í upphafi árs 2007 komu fram í fjölmiðlum frásagnir frá einstaklingum sem höfðu verið vistaðir sem börn á vistheimilum á vegum ríkis og sveitarfélaga og þá einkum frá einstaklingum sem höfðu verið vistaðir sem börn á vistheimilinu Breiðavík í Rauðasandshreppi sem rekið var af hálfu ríkisins frá árinu 1952 til ársins 1979. …

Frásagnir þeirra einstaklinga sem komu fram í fjölmiðlum einkenndust af því að þeir hefðu þurft að sæta illri meðferð og ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð, bæði af hálfu starfsmanna viðkomandi stofnana og af hálfu annarra vistmanna.“ …

Um aðdraganda segir m.a. í skýrslunni: „Skriður komst aftur á málefni unglingsstúlkna árið 1959 [sérstök lög voru sett um stúlkur, meðan á hernámi Breta stóð] þegar Hjálparnefnd stúlkna var sett á laggirnar. Í nefndinni sátu í upphafi Magnús Sigurðsson skólastjóri, Sigríður Sumarliðadóttir og Guðlaug Narfadóttir, sem var formaður nefndarinnar, en Auður Eir Vilhjálmsdóttir tók sæti Sigríðar haustið 1960. Hlutverk nefndarinnar var að leysa vandræði unglingsstúlkna með því að koma þeim fyrir á viðurkenndum meðferðarstofnunum erlendis og jafnframt að finna heppileg heimili hér á landi.

Á árunum 1959- 1968 hafði nefndin milligöngu um vistun 31 stúlku, þar af 19 í Danmörku, einnar í Noregi og 11 á einkaheimilum og húsmæðraskólum hér á landi. Hlutverk nefndarinnar breyttist og var ekki talið eins aðkallandi frá árinu 1965 er skólaheimilið Bjarg tók til starfa, en það var fyrsta heimilið sem var sett á fót hér á landi beinlínis til að vista stúlkur sem framið höfðu lögbrot eða voru á annan hátt á glapstigum, ef frá er talin tilraun sem gerð var með starfrækslu uppeldisheimilis fyrir stúlkur að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði á árunum 1942-1943 en sú starfsemi varaði stutt vegna mikils styrs sem stóð um starfsemi heimilisins.“

Og áfram halda skýrsluhöfundar: „Til viðtals við nefndina komu sjö konur sem vistaðar voru á skólaheimilinu Bjargi á starfstíma heimilisins. Frásagnir þeirra um upplifun af dvölinni voru mjög áþekkar og það vakti athygli nefndarinnar hversu samhljóða þær voru. Í frásögnum þeirra kom fram að þeim hafi liðið illa á meðan á dvölinni stóð sem m.a. hafi stafað af frelsisskerðingu sem var samfara vistinni, erfiðum samskiptum við starfsfólk og nefndarmenn í stjórnarnefnd heimilisins og illri meðferð eða ofbeldi sem þær greindu frá að hafa þurft að sæta.

Þar af greindu fimm frá því að hafa mátt þola kynferðislega áreitni af hálfu tiltekinna starfskvenna. Þá greindu þrjá konur frá því að hafa þurft að sæta einangrun á Upptökuheimilinu í Kópavogi og að sú dvöl hafi verið afar erfið. Allar konurnar greindu með neikvæðum hætti frá dvöl sinni á heimilinu og mátti greina töluverða reiði og biturleika er þær greindu nefndinni frá reynslu sinni. …

Hvað varðar kynferðislega áreitni sem fyrrverandi viststúlkur greindu frá að hafa þurft að sæta af hálfu tiltekinna starfskvenna, meirihluti þeirra sem komu til viðtals við nefndina og meirihluti þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi í upphafi árs 1968, telur nefndin að ekki verði fram hjá því litið að lýsingar á háttsemi starfskvenna eru nánast að öllu leyti sambærilegar. …

Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að sú framkvæmd í formi kerfisbundinnar ritskoðunar, sem fram fór á Bjargi, og fól í sér að samskipti viststúlkna við umheiminn voru að öllu leyti háð ákvörðunarvaldi og geðþótta starfskvenna, hafi í eðli sínu verið vanvirðandi og niðurlægjandi fyrir þær viststúlkur sem í hlut áttu.“

Þetta er reyndar ekki hárnákvæmt, að umræða hafi fyrst hafist árið 2007, því árið 1967 hafði dregið til tíðinda: Sigurður Þór Guðjónsson segir frá þessu á bloggsíðu sinni. Þar að finna tilvísanir til viðtala við tvær skólaheimilisstúlkur í vikublaðinu, Ostrunni. Viðtölin leiddu til yfirheyrslna hjá lögreglu. Lengra komst málið ekki. Aldrei hefur nokkur verið sóttur til saka.

Sigurður Þór segir: „Viðtalið er sögulega merkilegt vegna þess að það var eitthvert fyrsta tækifærið sem ungmenni, er segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi fullorðinna, hafa fengið til þess að segja sögu sína í fjölmiðlum. Stúlkurnar segja í viðtalinu um viðbrögð foreldra sinna um harðræðið á Bjargi:

"“Þeir trúðu okkur aldrei þegar við sögðum þeim hvernig væri þar..." Og aðspurðar hvort þær hefðu aldrei kvartað í barnaverndarnefnd svöruðu þær: "Það þýddi ekkert“". … Sakadómur taldi eftir vægast sagt hlutdræga rannsókn ekki ástæðu til sérstakra aðgerða gegn stjórnendum heimilisins þrátt fyrir framburð stúlknanna, sem voru yfirheyrðar strax til að þær bæru ekki saman bækur sínar, en starfsfólk heimilisins hins vegar eftir margar vikur. Eiginlega var litið á stúlkurnar sem "sökudólgana" í málinu með þessum vinnubrögðum en slíkt viðhorf var algengt til kvenna sem t.d. kærðu nauðgun á þessum árum og er jafnvel enn.

Vistheimilinu var hins vegar lokað og það segir þá sögu að menn töldu að þar væri ekki allt með felldu. Það var aðferð samfélagsins á þessum árum til að díla við svona mál. Á þeim tíma gat enginn hugsað sér að stofna til málaferla um meinta lesbíska kynferðislega misnotkun. Menn hefðu bara ekki meikað það. …

Það var aldrei í hámæli - en hér er rétt á það drepið í viðtalinu - að Bjarg hafði aðgang að einangrunarvistarklefa á Upptökuheimilinu í Kópavogi þar sem stúlkurnar voru látnar dúsa ef þær brutu alvarlega af sér. Þetta var ekkert á hjara veraldar eins og Breiðavík. Það var í Kópavogi.“

Viðtal við ensk-færeysku stúlkuna, Jetta Marjun Grey, og umfjöllun um málið, er að finna í Þjóðviljanum (20. okt. 1967):

Jettu Marjun segist svo frá, að hún hafi átt í ástarsambandi við strák, þegar hún var fjórtán ára. Fjölskyldan ”hófst þá handa um að koma telpunni á heimili fyrir vandræðaunglinga, en fyrst var henni komið á spítala, þar sem hún var fyrst sett í spennitreyju og lokuð ein inni í klefa í fimm daga en síðan höfð með dauðvona gömlum konum í stofu.» Síðan var hún send á vegum ættingja í Hjálpræðishernum til Íslands til dvalar á Bjargi.

Fjórtán dögum eftir innlögnina á Bjarg reyndi hún að segja forstöðukonunni frá þungun sinni: ““En hún vildi ekki trúa mér, hún lamdi mig, við lentum í slagsmálum og svo sagði hún að ég væri ekki frekar ófrísk en hún sjálf. Um kvöldið blæddi hjá mér í klukkutíma.““

Eftir fæðinguna neitaði Jetta Marjun tilmælum forstöðukonunnar um að gefa barnið: „„Svo var hringt í kvenlögregluna og þá lenti allt í slagsmálum. Ég rotaðist svolitla stund. Um kvöldið bað ég um að fá barnið, en var neitað og svo þorði ég ekki að sofna, en stóð alla nóttina á vakt frammi á gangi því ég var svo hrædd um að það yrði farið með það.““

Þrautalendingin var sú, að móðirin í Færeyjum lagði að henni að sonurinn yrði sendur til Færeyja. Hún lofaði að hugsa vel um barnið. En síðar komst Jetta Marjun að því, að syninum hefði verið komið fyrir á upptökuheimili. Loforð um Færeyjaferð voru svikin fimm sinnum. Einnig var henni neitað um læknishjálp.

„Starfskonur eru útlendar og hlýtur það að skapa viss vandræði. Kennararnir á Bjargi eru heldur ekki sérmenntaðir sem slíkir, - þeir eru «rétttrúaðir» nemendur í guðfræðideild Háskólans. Yfir öllu ríkir svo kvenlögreglan.“

Þjáningasystir hinnar ungu móður segir í viðtali við DV (2. Feb. 2007): „„Starfskonurnar á Bjargi ætluðu að hafa drenginn hjá sér, en það var útilokað því hann grét stanslaust, enda vildi hann fá mjólk hjá móður sinni. … “ég kom að Marion [Jetta Marjun] sárlasinni í þvottahúsinu að þvo fötin af barninu. Ég spurði hana hvers vegna hendurnar á henni væru fjólubláar. Þá höfðu starfskonurnar ekki leyft henni að nota heita vatnið svo hún var að þvo fötin upp úr ísköldu vatni. Ég sat inni á herbergi hjá mér þegar ég heyrði grátinn í barninu og Marion. Þá var ein starfskonan mætt og tók barnið af Marion með valdi.“”

Móðursystir Jettu Marjun, Matthildur Hafsteinsdóttir, sem tók þátt í því að undirlagi Gísla Gunnarssonar, sagnfræðings, að nema frænku sína á brott og koma í skjól hjá foreldrum Ragnars Stefánssonar, hefur skýrt frá reynslu sinni, m.a. skilningi sínum á hlutverki Auðar Eir Vilhjálmsdóttur (f. 1937), sóknarprests, m.a. þegar sonur Jettu Marjun var frá henni tekinn.

„„Það var ekki hægt að gera ljótari hlut en þann að taka nýfætt barn af móður. Það gerði kona sem er prestur og rekur sérstaka Kvennakirkju. Mig hryllir við þessu . Bjarg var ekki stúlknaheimili. Það var fangelsi fyrir saklaus börn.““

Hver er þáttur Auður Eir? Þegar blaðamaður DV, reyndi að inna hana eftir því, svaraði hún: „“Það er langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða veðrið. Þú verður að finna þitt hjarta og hvernig það slær.“”

Í ævisögu sinni, „Sólin kemur alltaf upp á ný“, segir hún aftur á móti: „„[M]ér sem fleirum þótti vanta hér skólaheimili fyrir stúlkur svo að þær fengju tíma til að átta sig á því sem hafði farið úrskeiðis í lífi þeirra, þar sem þær kæmust inn í reglulegt nám, tækju próf og héldu sína góðu leið í lífinu. Ég var lögreglukona þegar þetta var og þótti úrræðin sem þeim stúlkum buðust ekki mikil en að þau yrðu og gætu verð meiri. … Endalok heimilisins voru ekki flókin; þau réðust einfaldlega af upplognum sögum. Við höfðum verið rænd tiltrúnni; við hefðum aldrei getað haldið áfram og okkur hefði aldrei dottið það í hug.“”

Á heimasíðunni vantru.is segir, að hún hafi frá árinu 1962 verið „hermaður í Hjálpræðishernum og leiðtogi í æskulýðsstarfi hans. Frá árinu 1960 átti hún sæti í Hjálparnefnd stúlkna og um svipað leyti hóf hún störf hjá kvenlögreglunni. Sumarið 1967 var Auður skipuð skólafulltrúi á Bjargi. Starf hennar sem skólafulltrúa fólst í því að fá kennara til starfa og skipuleggja kennsluna en sem nefndarmaður í stjórn heimilisins hafði hún eftirlit með heimilinu sem slíku. Auðar kenndi kristinfræði og önnur fög á heimilinu.“

Auður Eir er merk kona eins og þessi lýsing úr guðfræðingatali Björns Magnússonar ber með sér: „Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 16. júní 1956. Cand. theol. frá HÍ. 31. janúar 1962. Námsferð um Noreg sumarið 1964. Sótti námskeið. Sótti námskeið Alkirkjuráðsins í Strassborg í september 1973 og var við guðfræðinám í guðfræðideild mótmælenda í háskólanum þar. Ýmiss konar nám í tengslum við sálgæslu. Sett sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði 24. september 1974 og gegndi prestsþjónustu þar til 1. október 1975. Skipuð sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli frá 15. desember og fékk lausn frá því embætti 31. desember 1998. Starfaði sem sérþjónustuprestur frá 1999 til starfsloka. Starfaði í lögreglunni í Reykjavík með háskólanámi og til ágústmánaðar 1972. Átti sæti í æskulýðsráði ríkisins, vann á gæsluheimilinu Bjargi og margt fleira, s.s. vann að stofnun kvennakirkjunnar.“

Auður Eir og kynsystur hennar berjast fyrir breytingum á kirkjunni. Hún segir í viðtali við Morgunblaðið árið 2004: „„Ég get nefnt þær breytingar sem við sem styðjum kvennaguðfræði viljum sjá. Í Kvennakirkjunni eru breytingar í helgihaldi og málfari, því við viljum að talað sé málfar beggja kynja, enda er um það rætt í jafnréttisáætlun kirkjunnar að konur séu ávarpaðar í kirkjunni jafnt sem menn. Sú hefur ekki orðið reyndin.“"

https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/Skyrslur/2009-09-afangaskyrsla1-konnun-barnaheimila.pdf


Leikhús fáránleikans

”Fréttastofa RÚV fyrir þig,” er hið nýja slagorð fjölmiðlis ”okkar allra.” Og hún er svo sannarlega fyrir mig. Fréttastofan minnir mig nánast daglega um fárið í veröldinni. Stundum gleður hún þó með myndskeiðum af sætum pöndum og svoleiðis.

Í nýsýndum kvöldfréttum átti ”fréttakona” stofunnar leið í Þjóðleikhúsið, sem í þriðja sinn reynir að setja á svið Rómeó og Júlíu William Shakespeare. Rómeó leitar frelsis frá sjálfum sér, karlmennsku sinni, og Júlía losar sig úr læðingi samfélagkúgunar. Í frétt RÚV virtust þau kynlaus eins og Alþingismenn segja okkur öll vera.

Í öðru verki Shakespeare veltir Hamlet vöngum yfir því, hvort eitthvað sé bogið við danska ríkið. Mér er ekki örgrannt um, að svo gæti verið um það íslenska líka. Nær daglega flytur RÚV mér fréttir af vondum körlum. Stundum sækir fréttastofan fréttirnar í fréttaveitur út í hinum stóra heimi, stundum býr hún þær til sjálf. Sú minnistæðasta fjallaði um gamlan, indverskan karl (barnaníðing), sem lagt hafði hönd á hné unglingsstúlku. Sömuleiðis er mér í fersku minni fréttin um konuna í Austur-Afríku, sem átti vinkonu, sem hafði samband við félagsráðgjafa, hverri hún trúði fyrir, að landamæravöður hefði viljað eiga við sig kynlíf. Annars slyppi hún ekki yfir landamærin. Kúgun kvenna tekur á sig ýmsar myndir eins og fréttastofan minnir okkur kyrfilega á.

Sérgrein fréttastofunnar er „me-too“ byltingar. Einni þeirra ýtti RÚV úr vör fyrir nokkrum dögum. Það er engu líkara en nú hafi RÚV látið hendur standa fram úr ermum og hrundið af stað hallarbyltingu. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, forustukona Stígamóta, og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona hjá Kennarasambandi Íslands, helstu viðmælendur RÚV, stjórna því nú í raun, hvaða leikmenn veljast í karlalandsliðið í knattspyrnu.

Það er því von, að aumingja landsliðsþjálfarinn sé ringlaður. Hann biður um skýrar línur frá einhverjum um, hvað hann megi og ekki. Trúlega fellur það raunverulega í skaut kvenfrelsunarrannsóknarréttinum, sem nú hefur verið skipaður undir forystu kvenfrelsara úr HÍ, starfandi hjá Reykjavíkurborg. Sú réð umsvifalaust fyrrgreindar þjáningasystur að réttinum.

Kvenréttindafélagið hefur verið út undan upp á síðkastið, en bætti nú um betur og hélt ráðstefnu um ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Þar lét ljós sitt skína enn einn ofbeldisfulltrúinn. Sá er á mála hjá íþróttafélögum í Reykjavík. (Væntanlega fjármagnaður af útsvarsgreiðendum.) Vitaskuld er um að ræða konu. Óvíða er kynjaskekkjan meiri en í jafnréttis- og ofbeldisiðnaðinum. Hún kallaði eins og heilbrigðiskerfið – og öll hin kerfin – á meira fé, enda hefur Drífa Snædal hjá ASÍ, látið þau boð út ganga, að „nóg sé til.“

Hér yrði um að ræða frekari vaxtarbrodd í ofbeldisiðnaðinum, sem fitnar eins og púki á fjósbita og ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur styrkir til að efla atvinnu í landinu. En samkeppnin grimm. Rauði krossinn hefur nú haslað sér völl á 112 og Barnheill, sem bara vill bjarga stúlkum á flótta, sækir fram völlinn. Þessi nýju fyrirtæki auglýsa grimmt í RÚV. Á meðan starfa á markaðnum fyrirtæki, sem allir þekkja eins og „Ofbeldishlíðarnar tvær“ fjöldi jafnréttis- og ofbeldisfulltrúa hjá sveitarfélögum, ráðuneytum, fyrirtækjum og stofnunum, að ógleymdu Kvennaathvarfi og Stígamótum. Síðastnefnda fyrirtækið gefur nú vondum körlum kost á að kaupa sér ofbeldisaflátsbréf á þrjár milljónir. (Ég fengi líklega ellilífeyrisþegaafslátt, enda í gamalmennafélaginu og FÍB.)

Það er engu líkara, en þjóðinni sé meira eða minna raunstjórnað af bágstöddum konum. Það er svo sem skiljanlegt, að forseti lýðveldisins skjóti þeirri hvatningu inn í viðtal um hræðilegt ofbeldi karla í íþróttum, að þeir skyldu ekki að vera „fávitar,“ jafnvel þótt það sé ekki „erfðasynd að vera karlmaður og hafa gaman að fótbolta.“

Bakraddirnar syngja stjórnmálamenn, sem biðja um aðdáun okkar, hollustu og stuðning, til að veita okkur forsjá. Vígorð þeirra og loforð er varla unnt að heimfæra á aðgreindan flokk. Nýjabrumið felst í því að senda ávísanir í anda „ferðagjafarinnar;“ hlutdeild í rekstrarafgangi ríkissjóðs eða bara sextíu þúsund eða svo handa börnum í þroskaleit. (Vonandi gæta þau sig á karldjöflunum.)

Gömlu vinnuklárarnir fá loðin loforð eins og venjulega, nema þá helst hjá Sjálfstæðisflokknum, sem nú kallar sig land tækifæranna. Hann ætlar um síðir ætlar að hrista af sér slenið og líka upp í ellilífeyrismálunum. Glúmur ætlar hins vegar barasta að rífa kjapt og hlífa engum.

Ég er örmagna orðinn, geng til náða senn (ef ég finn náttfötin) og læt mig dreyma um fyrirheitna Grýlu – eða gyðjuveldið. Ég vona, að Katrín mikla vitrist mér. Það fer ævinlega vel á með okkur í draumi. Góða nótt! (Skrifað að kvöldi 4. sept. 2021.)


Kvenfrelsunarhrollurinn í Stóra-Bretlandi. Ofríki og foreldrisfirring

Fyrir nokkrum árum síðan var samþykktur í Stóra-Bretlandi (SB) – eftir kröfu frá heimilisofbeldisiðnaðinum – lagabókstafur þess efnis, að ofríki (coercive control) í nánum samböndum skyldi refsivert. Það sama á sér stað í Ástralíu. Skilgreiningar hugtaksins eru færðar út að kunnuglegum hætti kvenfrelsara. Kvenfrelsararnir, sem reka heimilisofbeldisiðnaðinn, færa sig enn upp á skaptið. Fyrir þinginu liggur nýtt frumvarp um heimilisofbeldi (Domestic Abuse Act 2021). Þar eru börn komin í aðalhlutverk og víkja fyrir konum í fórnarlambshlutverkinu – en þó ekki alveg. En eins og flestum mun kunnugt eru konur og börn einatt spyrt saman í frelsisstríði kvenna gegn körlum.

Svo illa vill til, að flutningsmenn frumvarpsins virðast líta á foreldrisfirringu (parental alienation) sem ofríki. Þetta virkaði eins og bjúgverpill í viðleitni kvenfrelsara til að sveigja löggjöfina að hugmyndafræði sinni um kúgun og ofríki karla eða feðra. (Menn fá höfuðverk við högg bjúgverpils.) Þetta tiltæki frumvarpshöfunda olli miklu fjaðrafoki, því kvenfrelsurum er vel kunnugt um, að slíkt athæfi foreldris, þ.e. að beita börn allra handa ofbeldi til að skaða samband þeirra við hitt foreldlrið, er sérgrein mæðra.

Það stóð ekki á sígildum viðbrögðum; undirskrifalistum, fórnarlambsyfirlýsingum, mótmælagöngum, þrýstingi á þingmenn, „vísindarannsóknum“ og áróðurshernaði í fjölmiðlum. Margir eiga spón í þeim aski sem kvenfrelsunaráróður og ofbeldisiðnaðurinn er. Ein þeirra er Charlotte Proudman, mannréttindalögfræðingur, sem hefur lifibrauð sitt af að vernda konur og stúlkur. Hún skrifaði í The Guardian í júlí síðastliðnum, grein með titlinum: „Óorði komið á lagaklæki, sem stofna börnum í Sameinaða konungsdæminu í hættu“ (The discredited legal tactic putting abused UK children in danger).

Charlotte beinir spjótum sínum að hugtakinu um foreldrisfirringu eins og alsiða er í umfjöllun kvenfrelsara um málið. Hún segir m.a. „Hinn varhugaverði merkimiði, foreldrisfirring, ógnar öðru fremur trúverðugleika fórnarlamba heimilisofbeldis og raust barnanna. Hann ljáir rándýrunum gildi, völd og stjórn. Sérhver réttur, sem leggur blessun sína yfir óstuddar fullyrðingar um foreldrisfirringu, gæti allt eins verið að samþykkja misnotkun.“

Charlotte er eins og þeim fræðingum, sem telja ásakanir um foreldrisfirringu nær eingöngu fram settar af feðrum, sem misnota börn sín, mjög í mun að gera lítið úr verkum Richard Gardner (1931-2003) og jafnvel ófrægja hann, sbr.: „“Doktor Richard Gardner, norður-amerískur barnageðlæknir, mótaði hugtakið [foreldrisfirringu] og gaf út á eigin forlagi fjölda bóka um foreldrafirringareinkennið á níunda áratugi síðustu aldar. Hann bar vitni í rúmlega fjögur hundruð deilumálum um forsjá, þar sem hann dró í efa ákærur um heimilisofbeldi eða misnotkun barna, og mælti með því, að heimilisfesti barns yrði færð frá einu foreldri til annars. Hann trúði því, að níutíu af hundraði mæðra, sem ásökuðu föður um kynofbeldi, væru lygarar, sem heilaþvægju börn sín. [Aukin heldur hélt Richard því fram] að barnaníð „sé algengt og viðurkennt í raun meðal milljarða manna.“ (Efnislega er þetta rakinn þvættingur, sem ég hirði ekki um að elta ólar við.)

Meira af svo góðu: Megan Mitchell er ástralskur sálfræðingur, af svipuðu sauðahúsi og Charlotte. Við vitnaleiðslur Umboðsmanns barna í Ástralíu (Australian National Children‘s Commissioner) um skilyrði umgengni (conditions of access) lætur hún m.a. hafa eftir sér: „Að mínum dómi er um að ræða ansi klikkaða kenningu. Ég held, að henni hafi verið hafnað. Það eru engar vísbendingar um, að hún eigi við rök að styðjast. … Náunginn, sem sauð hana saman [trúði því] að ástundun blóðskammar [kynlífs með afkvæmi sínu] mætti lækna með því að gefa móðurinni titrara.“

Það gleymist oft og tíðum í umræðunni, að fyrirbærið sé ekki nýtt undir sólinni. Lögfræðingar hafa bollalagt um það við dómsuppkvaðningar frá því í byrjun nítjándu aldar og vangaveltur um foreldrisfirringu sjást í fræðilegi umræðu samfélags- og heilbrigðisvísinda aftur til seinna heimsstríðs. En hins vegar er sjálf nafngiftin á ábyrgð Richards. Fyrirbærið, þ.e. eitrun barnshugans gagnvart öðru foreldra sinna, hefur gengið undir ýmsum nöfnum, misbeinskeyttum, í umræðu síðustu, mörgu áratuga svo sem: barn sem fórnarlamb tengslaálags foreldra (child affected by parental relationship stress), trúnaðarbrestur (loyalty conflict), þríhyrningsfirring (triangulation), afbrigðileg þríhyrningsfirring (perverse triangle), klofningur (splitting), foreldrisógnarheilkenni (threatened parent syndrome), sjálfsástarmein (narcissistic injury), heilaþvottur (brainwashing) og meinfýsiforeldrisheilkenni (malicious parent syndrome).

Skoðanir Richards eru eitur í blóði kvenfrelsara, sem hanga eins og hundar á roði á þeirri trú, að mæður séu upp til hópa dygðadjásn, sem ekkert illt geti búið í, allra síst gegn börnum sínum. Þeir tala í þessu sambandi um móðurréttinn og móðureðlið. Því er það skiljanlegt, að þeir vilji hugtakið feigt, sérstaklega í réttarsölum. Það fór sum sé skelfingarhrollur um þá, þegar hugtakið ógnvænlega birtist í frumvarpi til laga um ofríkishegðun í garð barns. Charlotte gefur rannsóknum og fræðimennsku, þar sem umfjöllun er henni á móti skapi, einkunnina „vísindasorp“ (junk science). Þetta minnir óneitanlega á umfjöllun Sigrúnar Sifjar Jóelsdóttur, sálfræðings, hér heima, og sálufélaga hennar í félagsskapnum, „Lífi án ofbeldis.“

Charlotte vísar til vísindagreinar, máli sínu til stuðnings. Um er að ræða tölfræðilegt yfirlit lögfræðingsins, Julie Doughty og félaga frá 2018. Rannsóknin var unnin á vegum CAFCASS CYMRU, sem er stofnun á vegum velsku stjórnarinnar. Stofnunin sinnir málefnum barna og fjölskyldna í réttarkerfinu með hagsmuni barna í brennidepli.

Það er sum sé um að ræða rannsóknayfirlit: „Yfirlit rannsókna og framkvæmd dóma í sambandi við foreldrisfirringu“ (Review of research and case law on parental alientaiton.“ Rakin er (hin furðulega) þræta um það, hvort um sé að ræða „heilkenni“ (syndrome) eða ekki. „Parental alienation“ er víða notað í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA), en í SB er fyrirbærið fremur kallað svarinn fjandskapur (implacable hostility).

Í yfirliti sínu styðjast höfundar við kunna skilgreiningu á foreldrisfirringu: Þegar um er að ræða „ástæðulausa höfnun barns á foreldri, meðan það binst hinu í sameiginlegri, stækri andúð í garð þess firrta. Slíkt á sér stað, þegar gjörðir firringarforeldrisins (að yfirlögðu ráði eða án ásetnings) hleypa í uppnám tengslum við hitt foreldrið.“

Við rannsóknina var víða leitað fanga; í gagnabönkum, sem tóku til vísindalegra greina (frá árinu 2000), í fræðigreinum og stefnumarkandi álitsgerðum, skrifum á „gráu svæði;“ ábendingum um heimildir; ásamt handvirkri leit í vísindatímaritum og leit á veraldaravefnum. Þetta eru skringileg vinnubrögð, þar sem mörgu er agað saman. Það eru þegar til öflugir gagnagrunnar vísindalegra rannsókna á efninu bæði fyrir og eftir árið 2000. Þau tímamörk gætu átt skýringu í því, að kvenfrelsarar hafa tvo síðustu áratugina beint spjótum sínum af offorsi að umræddu hugtaki.

Höfundar benda á, að ekki sé um að ræða tæmandi skoðun á birtu efni, heldur viðleitni til að auðkenna og meta vísindalega vitneskju. Eins og venjan er, benda höfundar á, að verulega skorti á gildar vísindarannsóknir, að tiltölulega fáir höfundar láti ljósið skína á þessum vettvangi.

Í niðurstöðu höfunda er bent á, að deilt sé um hugtakið, enda þótt ofangreind skilgreining virðist almennt viðkennd og að mörgu sé að huga í því sambandi, því ástæður firringar séu margvíslegar. Og enn er bent á nauðsyn betri rannsókna. Höfundar segja: „Aftur á móti er hugtakið, foreldrisfirring, eins því var beitt af Gardner, að miklu leyti gjaldfellt eða slípað til, þegar til þess er vísað í fræðilegri umræðu í BNA.“ Höfundar telja sjaldgæf þau tilvik, þar sem foreldri mengar huga barns síns gagnvart hinu foreldrinu. Það telja þeir tilfinningalega misnotkun. Þeir segja enn fremur: „Yfirlit þetta leiðir í ljós, að vegna skorts á traustum gögnum, sé vitnisburður um foreldrisfirringu takmarkaður.“

Að þessu sögðu og á grundvelli annarra forsendna við rannsóknina, kemur óneitanlega á óvart, að höfundar skuli fullyrða, að foreldrisfirring sé sjaldgæf. Rannsókn þeirra gefur ekki tilefni til slíkra staðhæfinga. Skiljanlegri væri sú viðleitni, að leitast við að slá hlutfallsmáli á þau tilvik – á grundvelli skoðaðra rannsókna - þar sem foreldri eiginlega eitrar huga barns gagnvart hinu við skilnað, t.d. sem hlutfall allra skilnaðarmála eða hlutfall eiginlegrar foreldrafirringar í hlutfalli við ásakanir um slíkt.

En hin stóru orð greinarhöfundar í Guardian á þá leið, að hugtakið foreldrisfirring sé úr lausu lofti gripið, er ekki staðfest í umræddri vísindagrein. Þar eru í aðalatriðum rakin þau augljósu sannindi, að grandvarlega skuli meta í hverju tilviki, hvort foreldrisfirring eigi sér stað. Þar eru einnig bent á, að fagmenn greini á, og að frekari rannsókna sé þörf, en það er staðlað stef við nær allar vísindarannsóknir.

Charlotte lætur hjá líða að nefna aðrar heimildir og staðreyndir, t.d. þá, að vísindaleg umfjöllun um foreldrisfirringu vex stöðugt. Í Foreldrisfirringaragnagrunninum (Parental Alienation Database) eru nú vel á annað þúsund tilvísanna. Það kemur að vísu ekki á óvart, því staðreyndir eiga það til að þvælast fyrir hugmyndafræði kvenfrelsaranna. Annan gagngrunn er að finna á heimasíðu samtakanna, Eeny-Meny-Winey-Mo, sem berjast gegn foreldrisfirringu. Eftirfarandi orð norður-ameríska sálfræðingsins, Richard A. Warshak, eru einkunarorð félagsskaparins: „Í viðleitni okkar til að vernda börn gegn líkamlegri og kynferðislegri misnotkun, getum við ekki lokað augunum fyrir hinni duldu þjáningu barna, sem beitt eru þrýstingi til að taka afstöðu í þrætu foreldra sinna.“

Um staðhæfingu Charlotte þess efnis, að í BNA hafi hæstiréttur dæmt heilkennið ógilt, þar eð það eigi rætur í „mjúkvísindum“ (soft science), segir starfsbróðir hennar frá BNA, Robert Franklin: „Staðhæfingin er ekki einungis villuljós heldur fáránlegt sem slík. Könnun á dómsmálum og áfrýjunarmálum í BNA á árunum 1985 til 2018 leiðir í ljós rúm elleftu hundruð mál, þar sem sannindamerki um foreldrisfirringu voru lögð fram. Þar að auki voru þau talin hafa „efnislegt sönnunargildi, hafa við rök að styðjast, [vera] lögmæt og umræðugild,“ samkvæmt áliti dómstólsins. … Hver dómstóll á fætur öðrum hefur með skírskotun til staðla [um gildi vísindalegs vitnisburðar] eins og Frye eða Daubert, leyft [umfjöllun] um sönnunarmerki foreldrisfirringar.“

Það væri ekki úr vegi að ljúka þessum pistli með orðum Richard Gardner sjálfs: „Trúa mín er sú, að í langflestum tilvika, þegar fram eru settar ásakanir um kynmisnotkun barna, hafi þær við rök að styðjast. Það er við margvíslegar aðstæður, að ásakanir um kynofbeldi koma fram - eins og gegn barnapíum, prestum, skátaforingjum, kennurum, ókunnugum, og … í forsjárdeilum. Mismunandi sannleikslíkindi gilda fyrir sérhverjar aðstæður. Það er í forsjárdeilum, hygg ég, að yfirgnæfandi fjöldi ásakanna sé ekki á rökum reistur. Í vísindaritum má finna stuðning við þessa hyggju. Þetta er einn vettvangur margra og þó að falskar ákærur í forsjárdeilum séu algengar, nema þær einungis litlu broti, þegar þær eru skoðaðar undir einum hatti. Þegar öll kurl koma til grafar, er trúa mín [sem sé] sú, að langflestar ásakanir um kynmisnotkun á börnum séu sannar.“

https://www.theguardian.com/commentisfree/2021/jul/21/abused-uk-children-family-courts-parental-alienation


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband