Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021
Robert Stephen Briffault (1876-1948) var fransk-skoskur læknir, mannfræðingur og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda bóka, m.a. hið merkilega rit: Mæðurnar: Kvenveldiskenningin um félagslegan uppruna (The Mothers. The Matriarchal Theory of Social Origins), sem gefin var út árið 1927. Áður höfðu hugmyndir í þessa veru verið kynntar af svissneska fjölfræðingnum, Johann Jakob Bachofen (1815-1887), sem að vísu notaði hugtakið, móðurrétt (Mutterrecht.) Hugtökin endurspeglast i ritum heimspekingsins og byltingarsinnans, Friedrich Engels (1820-1895), félaga Karl Heinrich Marx (1818-1883), byltingarheimspekings, lög- og hagfræðings. Friedrich skrifaði m.a. um uppruna fjölskyldunnar, sem er eitt af eftirlætisverkum kvenfrelsara, sem dreymir um endurreisn gyðjuveldisins, sem þeir trúa að hafi í öndverðu verið til.
Lögmálið er einnig áhugavert af sjónarhóli þróunarsálfræði, sálerfðafræði, mannfræði og þvermenningarlegrar sálfræði og hinnar nýju undirgreinar kynfræðanna; kynmarkaðsfræði (gendernomics), sem fjallar um kynhegðun á kynmarkaði, þar sem stofnað er til kynna með kynlíf og sambönd í huga; ávinning, ábata og hagsmuni, tengdum æxlun. Meginlögmál Robert hljómar svo: Það er kvendýrið, ekki karldýrið, sem ræður öllum skilyrðum dýrafjölskyldunnar. Hún stofnar ekki til sambands við karldýrið, nema að því tilskildu, að hún [kvendýrið] hafi af því gagn. Afleidd kennisetning er þessi: Sérhvert samkomulag, sem felur í sér, að karlinn lofi hlunnindum á líðandi stundu gegn ádrætti um framtíðarsamband, er einskis vert, um leið og hann hefur efnt loforð sitt. Ádráttur um hlunnindi í framtíðinni hefur takmarkað gildi með tilliti til núverandi/framtíðar sambands. Áhrifin eru í öfugu hlutfalli við þann tíma, sem líður, þar til hlunnindin verða innt af hendi [það er, þolinmæði minnkar, eftir því sem frá líður], og í réttu hlutfalli við traust konunnar á karlinum.
Og Robert bætir við: Úr lífeðlislegu sjónarhorni séð er langvarandi sambúðarsamband afar óeðlilegt fyrirkomulag.
Svo lagði norður-ameríski blaðamaðurinn og menningarrýnirinn, Henry Louis Mencken (1880-1956), út af kenningu Robert: Eftir öllum sólarmerkjum að dæma voru villimannasamfélög fortíðar, rétt eins og á voru méli, algjör kvenveldi. Móðirin var leiðtogi fjölskyldunnar. Handhafi karlvalds, væri um það að ræða, var móðurbróðirinn. Hann var karlinn í fjölskyldunni, sem börn virtu og hlýddu. (Þetta eru hugmyndir, sem oftast eru kenndar við pólsk-breska mannfræðinginn, Bronislaw Kasper Malinowski (1884-1942), sem rannsakaði mannlíf í Eyjaálfu - og eru hvergi nærri algildar. Hugmyndirnar ræddu þeir sín á milli.) Það er fjölmargt í samskiptum kynjanna, sem ber vott um, að móðurveldið lifi enn þá góðu lífi í huga, hátterni og siðvenjum nútímans. Þannig virðist félagshugsun mannshugans eiga rætur að rekja til séreinkenna kvenna en ekki karla, segir Henry Louis. Eins og ýjað var að, hafa umræddar hugmyndir að sumu leyti gengið í endurnýjun lífdaganna hjá kvenfrelsurum, sem dreymir um gyðjuveldi.
Hugmyndirnar eru einnig athygliverðar í ljósi þróunar- og erfðasálfræði, þar sem m.a. er skoðað, hvernig hátterni kynjanna og hugsanagangur skilyrðist af þróunarfræðilegum lögmálum.
Eitt þessara lögmála segir, að konum sé tamt að velja sér hafi þær tök á öflugan erfðamaka (alpha male (alpha buck) eða valdakarl), sem bjóði vænlegar erfðir til samruna við hið dýrmæta egg sitt. Lífeðli sínu samkvæmt þarf hún að vanda valið, sérstaklega í ljósi þess, að framboð hennar á eggjum er afar takmarkað. Þetta er erfðafræðilegur þáttur valsins. Hinn þátturinn er að tryggja öryggi og framfærslu sjálfrar sín og afkvæmisins á meðgöngu og eftir fæðingu þess. Það er fjarri því sjálfgefið, að öflugur erfðamaki geti sinnt því hlutverki eða óski þess. Því gæti það verið góður kostur fyrir konuna að þiggja erfðir frá einum maka og öryggi og framfærslu hjá öðrum (beta male (beta fuck) eða umhyggjumaka). Þetta eru alþekktir valkostir mæðra í samfélagi líðandi stundar, sbr. rangar feðranir og ákefð ungra, íslenskra kvenna til samfara við íþrótta- og tónlistargoð á síðustu misserum. Æxlunarmarkaðsgildi (sexual market value) karla er því mjög mismunandi í augum kvenna.
Í ljósi annars lögmáls, þ.e. valdabaráttu karla, sem eðlinu samkvæmt felur í sér viðleitni til að veita erfðum sínum brautargengi við sífellda samkeppni um æxlunarvænstu konurnar, má ljóst vera, að tiltölulega fáum körlum verði auðið að fjölga kyni sínu, svo að bragur sé að. Hugsanlega fellur það einungis í skaut um fimmtugs karla. Einn þeirra var Genghis Kahn (1158? 1227), mongólska ofurhetjan. Hann lagði eins og kunnugt er, undir sig stóran hluta veraldarinnar, um það leyti, sem Snorri Sturluson (1179-1241) sat að skriftum í Reykholti, og borgarastyrjöld var í gerjun á Íslandi. Íslensk saga geymir einnig minningu slíkra karla, sem stundum voru uppnefndir barnakarlar. En þeir stóðust þó Ghengis Khan ekki snúning.
Ofangreind lögmál virðast í fullu gildi. T.d. segir viðskiptajöfurinn, kvenvinurinn og forstjórinn, Sheryl Kara Sandberg (f. 1969) í riti sínu, Konur, starf og vilji til forustu (Women, Work and the Will to Lead), sem kom út árið 2013: Mitt ráð til kvenna í leit að lífsförunauti er þetta: Áttu stefnumót (date) við þá alla; slæmu strákana, gleiðgosana, sambandsfælnu strákana og brjáluðu strákana. En þú skalt ekki giftast þeim. Kynþokki slæmu strákana gerir þá ekki að góðum eiginmönnum. Leitaðu að þeim, sem óskar jafningja, þegar þú finnur þörf fyrir stöðugleika [í sambandi]; einhverjum þeim, sem mikið þykir koma til gáfaðra [og] metnaðarfullra kvenna með skoðanir [sem í þokkabót] er sanngjarn og væntir þess að taka sinn þátt í heimilisstörfunum. Það væri enn þá betra, ef hann óskaði þess. Svoleiðis karlar eru til og hafið mín orð fyrir því, að ekkert er kynþokkafyllra. (Í mínu ungdæmi voru þetta mjúku karlarnir með svuntuna á belgnum, sem tipluðu um í eldhúsinu á mjúksólaskóm og bökuðu konum brauð, en ekki vandræði meðan elskurnar fóru á stjá til að útvega sér hressilegan drátt hjá alvöru körlum.)
Dæmi um nefnd lögmál er erfðakarlinn, sem lofar frillu sinni að yfirgefa eiginkonuna í fyllingu tímans, sem aldrei rennur upp. Því verður hún af uppdráttarhjónabandinu (hypergamy), sem hún hafði fengið ádrátt um og vonast til, þ.e. að hún giftist upp úr aðstæðum sínum. Þetta er oft rauði þráðurinn í kyndraumórabókmenntum kvenna (romance), sem njóta gríðarlegra vinsælda, yrkisefni í kvikmyndum (t.d. Love Story, The Scarlett Pimpernell, Gone with the wind og Pretty woman) og ævintýrum eins og Öskubusku.
Sú hegðun, sem Sheryl lýsir, dregur hins vegar úr markaðsgildi konunnar og svo hefur ævinlega verið. Körlum er yfirleitt ekkert um það gefið að ala upp annarra feðra afkvæmi. T.d. hugnast ekki öllum þeirra að taka að sér byrðar einstæðra mæðra, sem iðulega hafa sýnt og sannað, að þær séu ekki sambandstrausts verðar, þ.e. geta fundið upp á því að rjúfa hjónabandsskilmálana umsvifalaust og skýringalaust, látið eyða barni hans (þeirra) í móðurkviði að eigin geðþótta og hlaupist á brott með börn hans (þeirra) oft með aðstoð hins opinbera og stundum að undirlagi þess. Yfir honum vofa svo fjárkröfur í þokkabót. Markaðsvænsti kosturinn í stöðunni fyrir karla, er að gerast erfðakarl vera karl í krapinu og eflast að atgervi, áliti og völdum. (Nema hann gefist upp á þessum þætti karlmennskunnar.) Það þykir konum sem sé yfirleitt kynþokkafullt og aðlaðandi, þrátt fyrir hughreystingu Sheryl (og eigi ekki við um Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, kennara, forkonu og kynjafræðing).
Því má svo við bæta, að móðurveldi, tilbrigði við fyrrgreint hugtak, þrífast í vestrænum samfélögum nútímans, þar sem hið opinbera hefur tekið við hlutverki umhyggjuföðurins, að nokkru eða öllu leyti.
Nú hillir undir námsskrá í kynjafræði (gender studies) í skólum landsmanna. Alþingi hefur samþykkt, að svo skuli vera. Það er sama Alþingi, sem hefur fært þá hugmyndafræði í lög, að konur séu undirskipaðar körlum og að kyni sé úthlutað við fæðingu. Íslendingar búa því nú bæði við opinbera ríkistrú og ríkishugmyndafræði, sem er trúarbrögðum líkust.
Því ríður á að skoða nánar, hvaðan vindurinn blæs í þessum efnum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er áhrifamaður í KÍ, forkona Jafnréttisnefndar samtakanna, skýrasta ásjóna þeirra. Hún var frambjóðandi fyrir Kvennahreyfinguna, er mikilvægur álitsgjafi hjá RÚV og var nýlega skipuð í stóra nefnd af Lilju menntamálaráðherra, ásamt mörgum konum og tveim körlum, til að úthugsa kynjafræðikennslu í skólum. Nefndin starfar undir forsæti hálfþrítugrar konu, áhugamanns um efnið. Hanna Björg hefur einnig kennt kynjafræði í Borgarholtsskóla. Völd hennar eru augljóslega mikil.
Jafnréttisnefnd KÍ (sem væntanlega starfar undir stjórn samtakanna) hefur sent stjórnendum háskólanna erindi um kynjafræði- og jafnréttiskennslu í kennaranámi. Hér eru úrdrættir úr textanum:
Metoo-hreyfingin kom af stað ölduróti sem við megum ekki láta lognast útaf. Þá eru hinseginfræðsla og kynfræðsla órjúfanlegir hlutar kynja- og jafnréttisfræðslu. Meetoo hreyfingin hefur þegar valdið straumhvörfum og kynslóðir munu kalla eftir breytingum, það er kennaranna að bregðast við, miðla þekkingu og móta hugmyndir. Ef allir nemendur á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, fengju grunnkennslu í kynjafræði má ætla að kynbundin viðhorf í samfélaginu myndu breytast til lengri og skemmri tíma bæði einstaklingum og samfélaginu öllu til frelsis og farsældar.
Í yfirlýsingu kennslukvenna frá 2018, sem nefndin gerir grein fyrir, segir m.a.: Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta í skólum og öðrum menntastofnunum hafa þær þar ekki farið varhluta af þeirri mismunun sem viðgengst víða í skólasamfélaginu. Káf, ofbeldi, áreitni, yfirgangur, hunsun, meiðandi athugasemdir og smættun á vinnuframlagi kvenna - allt þetta og meira til er hluti af reynslu kvenna í menntageiranum. Konur hafa starfað við þessar aðstæður áratugum saman, margar hrista þetta af sér, aðrar eru snillingar í hnyttnum tilsvörum, sumar ná að snúa sig úr aðstæðunum, nokkrar tilkynna áreitnina en fjöldinn allur af konum segir ekkert. Sumar lýsa þeirri tilfinningu að vera orðnar samdauna vandamálinuâ, aðrar hafa hægt um sig af ótta við viðbrögð og afleiðingar fyrir þær sjálfar."
Um drengi og kyn í skólakerfinu telur hún affararsælast að beina spjótunum að feðraveldinu, hinum félagslegu breytum sem valda strákum, stúlkum og hinsegin nemendum vanda og vanlíðan, þar eð rótgrónum feðraveldishugmyndum um kyn sé ómeðvitað viðhaldið í skólakerfinu. Að gera það ekki er óverjandi, sagði hún í viðtali á Hringbraut.
Hönnu Björgu hefur verið tíðrætt um svokallaða nauðgunarmenningu. Hún telur hana vera allsráðandi í samfélaginu. Það sama gildir um klám, sem hún fortakslaust skilgreinir sem ofbeldi: Konur eru kerfisbundið svívirtar og beittar ofbeldi [í menningu, sem er] gegnsýrð af kvenfyrirlitningu.
Hér er fróðlegt viðtal við Hönnu Björgu https://www.visir.is/k/clp58303. Nokkur sýnishorn fylgja:
Nauðgunarmenning er menning sem býr til nauðgara. Við búum í samfélagi, þar sem karlmenn ráða á kostnað kvenna, þ.e.a.s. allt, sem að karlmenn sjálfir og allt sem tilheyrir karlmennsku er æðra birtingarmyndirnar eru svo launaójafnrétti, konur verða frekar fyrir ofbeldi, kynferðislegt öryggi karla er meira en kynferðislegt öryggi kvenna. Málið er það, að það fæðist enginn nauðgari. Ég er ósammála þeirri fullyrðingu, að allir karlmenn séu líklegir nauðgarar.
En málið er það, ef við búum í menningu, þar sem nauðgunarmenning ræður ríkjum, þ.e.a.s. að kynferðisleg gredda stráka er í rauninni fullkomlega viðurkennd, að hún sé aggressiv og opinská, svo tengist þetta inn i ofbeldismenningu líka, vegna þess að karlar eru hvattir til ákveðins ofbeldis með því að dómínera. Í forréttindum sínum þá eru karlar hvattir til ofbeldis að kúga konur.
Ég trúi á mótunarhyggju svokallaða, að samfélagið móti okkur umfram lífeðlisfræðilega þætti. Veruleikinn okkar, heimurinn, er skilgreindur út frá hvítu gagnkynhneigðu karlauga. Það eru tiltölulega fáir, sem beita ofbeldi, en samt lygilega margir. Hins vegar eru hinir gjarnan að styðja við það í menningunni og þannig verður menningin til. Menningin hefur áhrif á alla og líka á stelpurnar.
Konum er líka kennt, hvað þær eigi að virða gegnum þetta skilgreiningarauga karlsins, hvíta karlsins. Þeim er kennt, hvað þær eigi að virða og hvað þær eigi ekki að virða.
Körlum er kennt nauðgunarmenningin er ekki bara ofbeldið sjálft. Nauðgunarmenningin er t.d. líka brandarar, þegar hlegið er að í almannarýminu fullorðnir og börn , þar sem nauðgun er notuð sem grín, sem er svo óásættanlegt. Einstaklingar, sem halda upp svona húmor eru hífðir upp á stall og þeir eru dáðir og dýrkaðir. Það er fullt af körlum, sem eru femínistar og myndu aldrei taka þátt í að gera þetta. [Grín er] líka leið til að halda fólki niðri.
[Kvenkyns kynjafræðingar eru] svo fokking klárar að fatta að tengja þetta allt. Það eru femínistar, sem hafa ávarpað kynferðisofbeldi gegn börnum, þar sem drengir eru brotaþolar. Það eru femínistar, sem hafa ávarpað áhættuhegðun og skaðlega karlmennsku, sem er að skaða þá.
Femínismi gengur út á það að gera heiminn betri. Hann gengur út á kjarni femínisma samkynja réttlæti. Pólitík eru öll völd í samfélaginu. Allt sem ég geri, geri ég í pólitískum tilgangi. Ég er bullandi pólitísk í kennslustofunni.
Þessi tiltekna kona [Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra] er andkona, hún vinnur ekki með hagsmunum kvenna. Einn mesti andlegi leiðtogi er Gloria Steinem [norður-amerískur blaðamaður og rithöfundur, áberandi leiðtogi kvenfrelsara í BNA, f. 1934]. Hún sagði: Konur eru annað af tvennu: Þær eru femínistar eða þeir eru masókistar.
Kvennaveröldin er dissuð á hverjum degi. Karlar karlaugað, það fyrirlítur konur. Feðraveldið gengur út á kvenfyrirlitningu. það gerir minna úr konum heldur en körlum. Það að gera lítið úr konum eða kvenleika er kvenfyrirlitning.
Femínismi er miklu meira en pólitísk aðferðafræði. Femínismi gengur út að það að efla völd kvenna, formleg og óformleg. Gengur út að sjá, að veruleikinn verði skilgreindur úr augum kvenna og karla og allra hinna kynjanna, sem eru líka til. Ef konur myndu standa í lappirnar og vera femínistar, þá væri feðraveldið búið.
Konur, stelpur, finna til ótta, þegar þær eru einar og það er kvöld og þær eru á ókunnugum slóðum. Það er feðraveldið að leyfa ekki konum að tjá sig um það, sem skiptir þær máli. [Leggur út af sögu um konu, sem varla þorði að nálgast sorpgám af ótta við nærstadda karla]. Hugsaðu þér skortinn á lífsgæðum að fara þannig gegnum alla þína hunds- og kattartíð og vera endalaust hrædd við karla og þér er kennt þetta.
[Karlar óttast höfnun kvenna] vegna þess, að þeir álíta sig æðri og konur eiga ekki að hafna þeim, því þeir eru æðri. Þetta eru vandatengsl. Ég skil samhengi hlutanna . [konum er] kennt það í menningunni [að velja valdamikla karla].
Við erum öll ofurseld þessu kerfi, þessu feðraveldi. Það er málið. Eftir stendur, að við búum í samfélagi, þar sem menningin svífur út um allt, og við finnum hana ekki. Menningin er fyrir okkur eins og sjórinn er fyrir fiskana. Það er ekki fyrr en þú tekur fiskinn úr sjónum, að hann fattar sjóinn.
Við erum ekki jafningjar [karlar og konur], það er málið. Og þú mátt ekki koma fram við einhvern eins og jafningja, þegar hann er það ekki. Sem einstaklingar erum við jafningjar ykkar [karla], auðvitað, en við erum hópur líka.
Hanna Björg hefur gert grein fyrir skoðunum sínum víðar í fjölmiðlum: Það er gömul saga og ný að konur hafi verið skrifaðar út úr sögunni. Um það höfum við ótal dæmi, á öllum sviðum menningar okkar og samfélags í gervallri sögunni. Við hugsum gjarnan um það sem fortíðarmál, að það gerist ekki á tímum jafnréttis. Skárra ef svo væri. Aðferðirnar sem hafa verið og eru notaðar til þess arna eru oftast að hundsa, horfa framhjá, þagga niður í og smætta. (Stundin 5. maí 2020)
Um konubrjóst gilda aðrar reglur en um brjóst karla. Á sama tíma og konubrjóst mega ekki sjást opinberlega eru þau klámvædd og kynþokkavædd. Fegrunaraðgerðum er haldið að konum og þær oft skilgreindar út frá brjóstum sínum. Feðraveldinu er fátt heilagt þegar kemur að konum. Það er kominn tími til að þráhyggju feðraveldisins um konubrjóst linni, [f]eðraveldið fær ekki að dæma mig það dæmir sig sjálft. (Stundin 8. okt. 2019)
Feðra¬veld¬ið úti¬lok¬ar, und¬ir¬skip¬ar og kúg¬ar kon¬ur og veld¬ur þeim ótta og sárs¬auka. Karl¬ar verða sjálf¬ir að átta sig á skað¬semi karl¬mennsku og losa sig und¬an oki henn¬ar. Að það séu efasemdir til staðar á Alþingi, æðstu valdastofnun okkar, um að konur eigi að hafa forræði yfir eigin líkama er bein kúgun. Launamunur kynjanna er veruleiki sem hefur alltaf fylgt okkur þrátt fyrir aðgerðir og þá staðreynd að konur eru betur menntaðar og fá hærri einunnir þegar litið er heilt yfir skólakerfið. [K]onum er hengt fyrir smæstu yfirsjónir og kyni þeirra haldið gegn þeim. Kannski er það svívirðilegasta, klámið og klámvæðingin, þar kristallast kjarni ofbeldis og kvenfyrirlitningar gegn konum.
Þegar kynlífi og ofbeldi er blandað saman til kynörvunar fyrir gagnkynhneigða karla, er botninum náð í menningu sem við viljum kalla siðmenntaða. Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd af mýmörgum. Útilokun, undirskipun og í versta falli kúgun og ógnun er upplifun kvenna af feðraveldinu. Nú er samstaðan víðtækari, konur og önnur kyn snúa bökum saman og hópur karla tekur þátt í baráttunni. (Stundin 3. sept. 2019)
Opin umræða um klám er það sem kynjafræðikennarar og aðrir femínistar hafa verið að kalla eftir með því meðal annars að þrýsta á um að kynja- og jafnréttisfræðsla verði stórefld í skólakerfinu. (Stundin 6. apríl 2016 með Unni Gísladóttur)
Þó svo að kynferðisleg áreitni sé ekki algerlega bundin við hegðun karla gegn konum þá er slík áreitni sannarlega hluti af skaðlegri karlmennsku og langflestir gerendur eru karlar og þolendur konur. Í skólanum læra nemendur gildi, siðferði og viðhorf spurningin er hvers eru þessi gildi, siðferði og viðhorf? Eru nemendur innrætt að strákar/karlar geti lítilsvirt hitt kynið/önnur kyn? (Fréttablaðið 3. des. 2019)
Kvenrithöfundar hafa þurft að fela kyn sitt, því ekki hefur þótt mark¬aðsvænt að vera með píku í þeim geira. Lík¬ami kvenna hefur verið smætt¬aður í mark¬aðs¬vöru og kyn¬ferð¬is¬leg afnot. Allt eru þetta ein¬kenni kven¬fyr¬ir¬litn¬ing¬ar. Er hægt að tala um lýð¬ræði þegar staðan er svona? Hvað þá rétt¬læti? Við breytum ekki heim¬inum án aðkomu mennta¬kerf¬is¬ins. Jafn¬rétt¬i¬svæðum skóla¬kerf¬ið. (Kjarninn 25. maí 2018 feitletrun er mín.)
Bloggar | 2.3.2021 | 10:17 (breytt kl. 10:20) | Slóð | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi