Geðvillustjórnun, geðlyf og samsæriskenningar. Illskustjórnun. Heimildarmynd

Snillingurinn, James Corbett, hefur unnið enn eitt afrekið; samið heimildarmynd með sögulegu sniði um geðlækningar, njósir, hugstjórnun og «rangar» skoðanir. Þetta hefur fólk flest væntanlega orðið illþyrmilega vart við, meðan covid-19 geðveikin stóð sem hæst.

Þá varð til ný sjúkdómsgreining „covidaðgerðavantrú.“ Vantrú á frásögn yfirvalda í sambandi við harmleikinn 9/11 var líka sjúkdómsgreind. Sjúklingarnir voru lagðir inn á sjúkrahús og fengu vitanlega geðlyf.

Geðlyf eru reyndar orðin hluti af „hollustufæði“ almúgans, jafnvel ungra barna. Sjúkdómsgreiningum fjölgar nefnilega stöðugt. Það er ekki ósjaldan, að erfiðleikar í uppeldi barna sé t.d. skilgreindir sem sjúkdómur barns eins og uppivöðslusemi, ofvirkni og þrjóska.

Skilyrðislaus hlýðni og undirgefni við yfirvöld er æskileg. Að öðrum kosti beitir ríkisvaldið ofbeldi. Það reyndum við öll og Vítisenglar fyrir skömmu.

Það má til fróðleiks geta þess, að Benjamin Rush, geðlæknir og einn stofnfeðra Bandaríkjanna (1745-1813), var meðal þeirra fyrstu, sem gerði sjúkdóm úr stjórnmálalegum viðhorfum; „anarchia.“

Ríkisvaldið hefur ýmsar leiðir til að tryggja fylgispekt. Í myndinni er fjallað um nokkur tilbrigði við ofbeldið, m.a. lyfjanotkun til að deyfa eða breyta huga fólks og beita vísindum, t.d. sálvísindum, í þágu valdhafa.

James fjallar um þetta í sögulegum aðdraganda að ástandinu í dag. Hann leggur áherslu á hugtökin geðvillu og siðblindu (psychopathy, sociopathy) og „geðvillustjórn“ í framhaldi af því.

Í umfjöllun höfundar ber á góma merka bók um efnið eftir pólskan sálfræðing.

Í fyrri pistli um efnið, „Siðblindir stjórnmálamenn, sálsýkisræði og hjarðmorð“ stendur skrifað:

„Árið 1984 var gefin út á pólsku merkileg bók með titlinum, „Stjórnmálafræðileg illskufræði“ (Ponerologia Polityczna). Bókin var þýdd á ensku ári síðar. Enski titillinn er: „Political Ponerology: A Science on The Nature of Evil adjusted for Political Purposes.“ Aukin útgáfa forlagsins, Red Pill, heitir: „Political Ponerology: The Science of Evil, Psychiatry and the Origins of Totalitarianism.“

Höfundur er pólski sjúkrasálfræðingurinn (clinical psychologist), Andrzej Lobaczewski/Andrew M. Lobaczewski (1921-2007) og fleiri. Andrzej hafði þá einstöku lífsreynslu í farteskinu að hafa lifað og starfað undir tvenns konar gerræðisstjórnum; stjórn byltingarmanna (kommúnista) og þjóðernisjafnaðarmanna (nasista). …

Höfundur segir rannsóknir sínar og félaganna hafa snúist um „kjarnasálsýki“ (essential psychopathy). Samfélög, sem búa við forystu hinna sálblindu eða geðveiku kallar hann „brjálræði“ eða „sturlunarræði“ (pathocracy).

Andrzej heldur því fram m.a., að í sérhverju samfélagi stofni siðblindingjar og aðrir afbrigðungar (deviants) á þeirra valdi, félög til leynimakks og undirróðurs. Félög þessi eru bara að litlu leyti á vitorði almennings.

Hann bendir einnig á þátt tilfinningaalgleymisins (emotionalism) í lífi einstaklinga, hópa og þjóða. Þegar það keyrir úr hófi fram, samþætt dómgreindarleysi og blindu á staðreyndir, örvast sjálfhverfa og sefasýkislegt næmi. Fólk verður ofurviðkvæmt fyrir áreitni, sem veldur sífelldum erjum. Það verður öfugsnúið og ofurgagnrýnið. Slíkt ástand virkar eins og mykjuskán á mý, dregur að sér illa innrætt fólk, sem talar tungum, og kyndir undir hinum illu öflum í samfélaginu.“

Handritið er skrifað af þekkingu og glöggskyggni. James leitar víða fanga í sögu sálfræðilegra rannsókna, geðlækninga og stjórnmála.

Að leiðarlokum lýsir hann óbilandi trú á því, að „geðspillinguna,“ þ.e. „bólfarir“ lækna, heilbrigðisyfirvalda og lyfjaiðnaðar, megi uppræta, og hemja megi „geðvillingana“ í stjórnmálunum – en þar eru þeir hlutfallslega fleiri en í öðrum kimum samfélagsins – og leiða okkur götuna fram eftir veg; að friði, réttlæti, jöfnuði og sálþroska.

https://drmcfillin.substack.com/p/how-psychiatric-drugs-really-work?utm_source=post-email-title&publication_id=1656473&post_id=173182821&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/american-rage-propelled-big-pharma-prescription-meds/5899069 https://drmcfillin.substack.com/p/what-i-know-that-most-of-the-public?utm_source=post-email-title&publication_id=1656473&post_id=171192997&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://corbettreport.substack.com/p/new-documentary-dissent-into-madness?utm_source=podcast-email&publication_id=725827&post_id=173703877&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


« Síðasta færsla

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband