Dónaldur pabbi Jón er mönnum ráðgáta. Hann er augljóslega sjálfumglaður, uppdráttarsjúkur og fákænn (veit þó að kynin eru tvö) flautaþyrill, illa lasinn af ungæðislegri sjálfsást. Tjáning hans ber skýran vott um vitsmunalega bresti. Þrátt fyrir þetta eða jafnvel í ljósi þess telja sumir hann stjórnvitring. Í þessum hópi eru fróðir menn og snjallir greinendur alþjóðamála eins og Alex Krainer og Gilbert Doctorow. Ætli þeir hafi rétt fyrir sér?
Dónaldur pabbi Jón er líka lýðskrumari, en það eru vissulega fleiri stjórnmálamenn. Hann vann hylli Bandaríkjamanna einkum vegna loforðs um að ljúka staðgengisstríði Nató í Úkraínu. Það værri einungis sólarhringsgjörningur. En margir sólarhringar hafa síðan liðið og ekkert bólar á friðinum. Forsetanum dygði að fyrirskipa bandarísku leyniþjónustunni að yfirgefa Úkraínu, bandarísku herstjórninni í Þýskalandi að hætta afskiptum og stöðva herflutninga.
En í ljósi heimsvaldastefnu Bandaríkjanna gerist það skiljanlega ekki. Og þá má einu gilda, hver í Sameiningarflokknum situr á forsetastóli. Nýjasta útfærslan á stefnu Paul Wolfowitz, Zbigniew Brzezinski (1928-2917) og Henry Kissinger (1923-2023), er kölluð herkænskuframvindan (strategic sequencing), þ.e. að skipta liði (division af labour), gera atlögu, veikja, gera vopnahlé, breyta um brennidepil og koma svo fílelfdir til baka.
Þessi stefna raungerist nú í Úkraínu. Dónaldur pabbi Jón vill leika Minsk-leikinn aftur, skapa Bandaríkjunum andrými, spara aurinn og efla bandarískan hergagnaiðnað með peningum evrópskra skattgreiðenda. Og hinir helfúsu leiðtogar Evrópu, flestir helteknir af Alheimsefnahagsráðinu, dansa með, því eftir höfðinu dansa limirnir.
Fremstir í fylkingunni fara Dvergarnir sjö; Emmanuel Macron, Keir Starmer, Giorgia Meloni, Friedrich Merz, Mark Rutte, Ursula von der Leyen og Finninn, Alexander Stubb. Sá síðastnefndi getur sér gott orð fyrir Rússahatur. Hann er herskár með afbrigðum og gefur stefnu stjórnvitringsins, Uhro Kekkonen (1900-1986) langt nef.
Friedrich Merz hefur útnefnt Vonda-Valda mesta stríðsglæpamann sögunnar og vitringurinn, Mark Rutte, segir forseta Rússlands ámóta valdamikinn og ríkisstjóra Texas. Því ætti lýðum að vera ljóst, að hér er mannval á ferðinni. Það leiðir þjóðirnar 26 til baráttu gegn Rússlandi, ýmist með vopnasendingum, hermönnum eða annars konar stuðningi við áframhaldandi hernaðarbrölt.
Meðal ríkjanna 26 er Ísland og frænkur vorar á Norðurlöndunum. Íslenska stríðsríkisstjórnin hefur nýverið hækkað þátttökugjaldið í stríðsleiknum. Það heita útgjöld til varnarmála. Trúlega er kafbátur Þorgerðar Katrínar innifalinn, svo og sérstakar barnaránsvarnir gegn Rússum.
Það ber ekki á öðru, en að gamall draumur alheimsstjórnarsinna um evrópskan her, þ.e. her Evrópusambandsins, sé í burðarliðnum og verði stefnt gegn Rússum. Þegar er dregin víglína frá suðri til norðurs. Bandaríkjamenn hafa fjölgað herstöðvum sínum á Norðurlöndunum, Þjóðverjar dregið saman skriðdrekalið í Lithaugalandi og Eistar gera Rússum skráveifur á Eystrasalti og í Finnska flóanum, sem og Nató í grennd við Múrmansk. Finnar taka líka þátt í þessum ögrunum.
Aukin heldur skipuleggja Bandaríkjamenn innrás í Kalingrad og halda áfram undirróðursstarfsemi sinni í Kákasus og Austur-Evrópu, t.d. í Moldóvu og Rúmeníu. Þar hefur varasamur forsetaframbjóðandi, Cälin Georgescu, andsnúinn Nató uppbyggingu í landinu, verið fjarlægður og niður í honum þaggað.
Þöggun andmæla gegn staðgengisstríði Nató í Úkraínu tekur á sig ýmsar myndir. Andmælendur eru ofsóttir af hugsanalögreglu og dómstólum, aðrir hugsanlega teknir af lífi. Sex liðsmenn Valkosts handa Þýskalandi (Alternative für Deutschland) létust skyndilega.
En hver veit, nema almenningur grípi í taumana og raski draumórastríðs- og helstefnu yfirvalda sinna. Í Tékklandi blómstar flokkur óánægðra kjósenda. Efnahagsástandið í stóru Evrópuríkjunum er bágborið, bæði vegna veiruhernaðar gegn eigin þegum og andstyggðarstríðinu í Úkraínu. Íbúar Úkraínu vildu ekki stríð. Þeir kusu Volaða-Valda til að tryggja frið. Aðrir Evrópubúar vilja heldur ekki stríð.
Það væri ekki úr vegi að rifja upp framvinduna í samskiptum Rússa og Nató síðustu áratugina, sbr. grein Larry Johson, fyrrverandi starfsmanns Leyniþjónustu Bandaríkjanna:
Tímabil 2000 til 2001: Rússar lýsa yfir vilja til samvinnu, jafnvel að ganga í Nató.; 2001 til 2002: Enn tala Rússar fyrir samvinnu og friðsamlegri sambúð; 2007 til 2008: Rússar verða gagnrýnir, líta á útþenslu Nató sem ögrun af bandalagsins hálfu; 2014: Rússar andmæla og spyrna við fótum. Svara áætlunum Nató um umsvif á Krím (Sevastopol) með því að beita sér fyrir innlimun Krímskagans í Rússland; 2021 til 2022: Rússar krefjast lögmætra takmarkana með tilliti til útþenslu Nató og ógna, draga upp rauðar línur í því sambandi; 2022 til 2025: Nató er skilgreint sem fjandi. Rússar gerast herskáir í tali. Staðgengisstríð við Nató brýst út.
Þá höfðu Minsk samningarnir verið vanvirtir og stríði Kænugarðsstjórnarinnar gegn rússnesku héröðunum fram haldið. Samtímis hafði Nató byggt upp einn öflugasta her Evrópu, samhæfðan herjum Nató-landa.
Íslendingum og öðrum Vesturlandabúum var talin trú um, að aðild að Nató væri nauðsynleg, þar eð Rússar (Ráðstjórnarríkin) ásældust Vesturheim. Það var hluti kaldastríðsáróðurs angló-saxisku ríkjanna, sem vildu láta hné fylgja kviði gagnvart Rússum við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Þau treystu sér þó ekki til að vinna á Rússum í heitu stríði, enda þótt Bandaríkjamenn hefðu undirbúið kjarnorkuvopnaárás á Ráðstjórnarríkin og Bretar lagt drög að innrás. Kalt stríð varð fyrir valinu. En markmiðið var og er hið sama; að rústa Rússlandi og hirða auðævi þess.
Hinum eiginlega tilgangi Nató var eðlilega haldið leyndum, þ.e. að tryggja Bandaríkjamönnum tögl og haldir í kjölfar annars áfanga heimstyrjaldarinnar með því að halda Rússum úti, Þjóðverjum niðri og hinum í taumi.
Fólk var heldur ekki frætt um neðanjarðarstarfsemi Nató, leyniherdeildarnar, sem bæði höfðu afskipti af lýðræðislegum kosningum og ólu á ótta, m.a. með hryðjuverkum, til að skapa frjósaman jarðveg kaldastríðsáróðursins, rétt eins og gert var í síðasta veirustríði.
Sumir fóru að bila í trúnni á varnarhlutverkið, þegar Nató gerði loftárásir á Júgóslavíu og síðar Líbíu. Þegar árásirnar á Júgóslavíu hófust var utanríkisráðherra Rússa, Yevgeny (Yewgeny) Primakov (1929-2015), í mars 1999 á leið til Washington til að ræða vonir og drauma Rússa um hið sameiginlega evrópska heimili og varnarsamstarf. Yevgeny sneri flugvélinni við í mótmælaskyni.
Þessi atburður markaði tímamót. Nýíhaldsmenn í Bandaríkjunum glæddu heimsveldisdrauma djúpríkisins (alheimstjórnarsinna) nýju lífi og skelltu skollaeyrum við friðsamlegri nálgun Rússa í öryggismálum.
Og sum sé: Dvergarnir sjö leiða nú djöfladansinn, meðan Dónaldur pabbi Jón snýr sér að drápum og niðurrifi í Miðausturlöndum og Austur-Asíu. Þannig skipta Nató-ríkin með sér verkefnum.
Úkraína nálgast hengiflugið. Rússar sækja fram á öllum vígstöðvum, en ítreka án afláts stríðsmarkmið sín; vernda Rússa í Úkraínu, eyða úkraínskum nasistum og draga máttinn úr úkraínska hernum. Það eru engin teikn um annað. Engu að síður er gömlu Rússagrýlunni haldið á lofti. Grýlutrúin nístir merg og bein, meira að segja hinna fluggáfuðu og fróðu.
(Helgað minningu þeirra þúsunda úkraínskra og rússneskra hermanna, sem fallið hafa vegna ofbeldis, græðgi og mannhaturs helsjúkra yfirvalda.)
p.s. Í þann mund, að þessi skrif eru send á öldur ljósvakans skýrir RÚV frá því með andköfum, að Rússar hefðu rofið lofthelgi Póllands. Vitnað var í nokkra af Dvergunum sjö og Donald Tusk, sem er ámóta stríðsbrjálaður og Dvergarnir. Rússar voru ekki inntir álits.
Það má teljast harla ólíklegt, að ögranir vaki fyrir Rússum. Hvers vegna ættu þeir að ögra grönnum sínum? En hins vegar hafa þeir drepið pólska hermenn í Kúrsk. En slys geta átt sér stað.
Óneitanlega minnir þetta atvik á atburðinn, þegar Volaði-Valdi í Úkraínu sendi flugskeyti inn í Pólland og kenndi Rússum um. Ætli Dvergarnir sjö reyni nú þegar að finna tilefni til árása á Rússland?
Pólverjar og Úkraínumenn geta ekki komið sér saman um tölur þeirra árásarflygilda, sem rufu lofthelgina. Heldur ekki, hversu mörg voru skotin niður. Pólski herinn leitar með lys og lygte að leifum þeirra. Eins og vænta mátti taldi Dónaldur Tusk flest flygildi eða 19, samkvæmt NYT.
https://www.bbc.com/news/articles/c147065pzdzo https://www.nytimes.com/2025/09/10/world/europe/poland-russia-drones-ukraine-attack.html?auth=login-google1tap&login=google1tap https://marksleboda.substack.com/p/trumps-new-war?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=173211256&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/scott-ritter-nato-and-eu-will-collapse?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=172807015&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=JHXU_aMRqX4 https://www.youtube.com/watch?v=06QPFDdeadw https://www.youtube.com/watch?v=GOD-g8YUWuI https://www.youtube.com/watch?v=pJgaZLcPK2Y https://michaeltsnyder.substack.com/p/are-they-setting-the-stage-for-nato?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=172829642&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.dailymail.co.uk/news/article-15054555/Europe-prepares-WW3-MONTHS-France-orders-hospitals-ready-war-year-Germany-warns-alert-Putin-use-forthcoming-military-drills-ATTACK-Europe.html https://cynthiachung.substack.com/p/breaking-history-ep-35-how-natos-7b1?utm_source=post-email-title&publication_id=309240&post_id=149517418&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://michelchossudovsky.substack.com/p/peace-planet-earth-cancel-membership-nato?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=161614352&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=wvynCKVfMWw https://www.youtube.com/watch?v=JzHKAIWCqkQ https://korybko.substack.com/p/ukraines-romanian-moldovan-flank?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=170758762&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://savageminds.substack.com/p/nato-b69?utm_source=post-email-title&publication_id=65949&post_id=169324388&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/daniele-ganser-natos-dirty-wars-the?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=166709072&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://savageminds.substack.com/p/the-people-want-peace-and-progress?utm_source=post-email-title&publication_id=65949&post_id=165848106&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/why-the-hell-was-nato-expanding-as-the-size-of-the-russian-military-shrank/?jetpack_skip_subscription_popup https://alexkrainer.substack.com/p/europe-is-drilling-for-world-war?utm_source=post-email-title&publication_id=1063805&post_id=162553198&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/the-end-of-nato?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=162512026&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/04/tyske-bild-hvis-ukraina-faller-er-nato-dodt/?utm_source=substack&utm_medium=email https://sonar21.com/the-road-to-war-in-ukraine-the-history-of-nato-and-us-military-exercises-with-ukraine-part-1/?jetpack_skip_subscription_popup https://sonar21.com/the-road-to-war-in-ukraine-the-history-of-nato-and-us-military-exercises-with-ukraine-part-3/ https://steigan.no/2025/09/trump-fiaskoen-3/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=trump-fiaskoen-3 https://www.youtube.com/watch?v=_YZc3l3rhoY https://www.youtube.com/watch?v=YUWr7SW_7CI https://www.youtube.com/watch?v=9-it4OcGsWohttps://www.youtube.com/watch?v=9-it4OcGsWo https://glenndiesen.substack.com/p/brian-berletic-nato-panics-as-ukraine?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=173172391&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/hey-george-w-bush-whats-so-damn-funny/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.aljazeera.com/news/2025/3/3/russia-ukraine-war-whats-a-coalition-of-the-willing-europes-new-plan?utm_source=chatgpt.com https://steigan.no/2025/09/de-villige-26-marsjerer-mot-krig-norge-ma-si-nei-for-det-er-for-sent/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=de-villige-26-marsjerer-mot-krig-norge-ma-si-nei-for-det-er-for-sent f
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021