Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingapresturinn, Moses Hess

Við upplausn hinnar fornu Kasaríu (Khazaria) á miðöldum dreifðust Gyðingar (að mestu Ashkenzi) um allt Rússneska keisaradæmið, Austur-og Miðevrópu.

Í kjölfar Frönsku byltingarinnar 1789, þ.e. borgaralegri uppreisn gegn kóngi og aðli, kviknuðu hugmyndir um annars konar samfélag. Hugmyndir byltingarmanna um frelsi, jafnrétti og bræðralag (liberté, égalité, fraternité) höfðu mikil áhrif á róttæka hugsuði nítjándu aldar og enduróma enn í dag.

Hinir nýríku, þ.e. iðnjöfrar og kaupahéðnar, gerðu t.d. alls konar samfélagstilraunir í anda jöfnuðar og jafnréttis. Slík samfélög höfðu einnig orðið til á grundvelli kristinnar trúar, sbr. samfélög Jesúíta. Þeir voru eins og Musterisriddararnir, regla stofnuð í tengslum við krossferðirnar, hermenn Guðs og Páfa.

Bankaveldið eins og við þekkjum það í dag, hafði náð fótfestu og starfaði samkvæmt kunnuglegum reglum; gefnar út ávísanir (peningar) á eiginleg verðmæti (gull og silfur) gegn þóknun (vöxtum).

Á þessu méli störfuðu leynireglur eins og Frímúrarareglan og „Ljósálfarnir“ (Illuminati), sem runnu að einhverju leyti saman. Stofnendur Ljósálfanna voru þeir (Johann) Adam Weishaupt (1748-1830) og ættfaðir Rauðskjöldunga, Meyer Amchel Rotschild. Í huga hans vaknaði áhuginn á stofnun Gyðinga- eða Ísraelsríkis (zionism, kenndur við Síonhæð í Jórsölum).

Það var á þessari öld, þ.e. nítjándu öldinni, einkum í kjölfar byltingarinnar í Frakklandi 1830, að gætti mikillar grósku í heimspeki, og samfélagsfræðingar stigu sín fyrstu skref. Svokallaðir Ung-Hegelsinnar voru áberandi. Þeir ræddu speki þýska heimspekingsins, Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831).

Kenningar draumhyggjujafnaðarmannanna (utopian socialism, psychological socialism), voru einnig skeggræddar og brotnar til mergjar.

Einn þeirra var franski heimspekingurinn, Francois Marie Charles Fourier (1772-1837). Hann kenndi, að eðlislægar tilfinningar mannskepnunnar myndu við réttar aðstæður beina henni á braut sáttar og samlyndis.

Annar var Claude-Henri de Saint-Simon (1760-1825), sem aðhylltist stjórn iðnjöfra og vísindamanna á samfélaginu. Kenningar hans endurspeglast í dag í áherslum Alheimsefnahagsráðsins á samstjórn auðjöfra og ríkisvalds (private-public governance(partnership), kvenfrelsun (enfranchisement) og öreigadóm.

Robert Owen (1771-1858) á einnig heima í þessum hópi, talsmaður mannúðarjafnaðarhyggju eða iðnjafnaðarhyggju (industrial socailism). Robert var myllueigandi og umbótamaður. Hann var þess fullviss, að eymdina í samfélaginu mætti uppræta, ef fávísin yrði upprætt. Robert var mikill áhugamaður um menntun og stofnaði við fyrirmyndarverksmiðju sína í Skotlandi vöggustofu og leikskóla.

Robert Owen var málsvari samvinnufélaga (cooperative) og beitti sér fyrir samyrkjusamfélögum eða samvinnuþorpum. Samvinnuþorpin (kibbutz) í landnámi Gyðinga í Palestínu voru stofnuð í þessum anda eins og samyrkjubúin í Ráðstjórnarríkjunum/Sovétríkjunum.

Í götu einni í París, „Rue de la Vieille-Égypte,“ bjuggu félagarnir Friedrich Engels (1820-1895), Moses Mordecai Levy (1818-1883) eða Karl Heinrich Marx og Moses (Moritz) Hess (1812 – 1875). Sá síðastnefndi var Gyðingur, Karl Marx fæddist inn í Gyðingafjölskyldu, en Friedrich Engels var kristinnar trúar. Þannig voru þessar skyttur holdgervingar menningar Evrópu á sínum tíma.

Vinirnir – eða það voru þeir, uns eiginkona Mósesar, Sibilla Pesch (1820-1903), sakaði Friðrik um nauðgun (herma sögur) – komust að þeirri niðurstöðu, að samfélagslegt réttlæti myndi ekki verða að veruleika, nema við byltingu.

Friðrik og Karl gáfu hugmyndir sínar út á bók, „Kommúnistaávarpinu,“ árið 1818. Mósesar er ekki getið sem meðhöfundar, en hann lagði drjúgan skerf af mörkum.

Heimspekingurinn, Arnold Ruge (1802-1880), kallaði Móses „byltingargyðingaprestinn“ (communist Rabbi Moses).

Leiðir félaganna skildu líka í fræðilegu tilliti. Mósesí þótti félagarnir leggja of mikla áherslu á framleiðsluhætti og beindi sjónum til trúar og siða. Vafalaust hefur hann lesið verk trúbróður síns, Leon Pinsker/Yeudah Leib Pinsker (1821-1891), sem í kjölfar Gyðingaofsókna í Odessa 1871, gerðist ákafur talsmaður Gyðingaríkis í Palestínu. Jarðneskar leifar hans voru fluttar frá Odessa til Jórsala 1934. Gata i Tel Aviv ber nafn Yeudah og fleiri örnefni tengjast nafni hans.

Trú taldi Karl hefta vitundarvakningu fólks og Gyðingdómur myndi hverfa, sagði hann, um leið og forsendur hans, þ.e. gróðaprang með fjármuni, yrðu upprættar. Kenningar Karls urðu fræðileg undirstaða marxisma (enda þótt hann neitaði því að vera Marxisti), samfélagsgagnrýni og blóðugra byltinga.

Kenningar Mósesar urðu aftur á móti fræðilegur grundvöllur að Síonisma, þ.e. þeirri sannfæringu, að Gyðingar þyrftu að eignast eigið ríki. Móses studdist auk þess við hinn torskiljanlega, hollensk-portúgalska Gyðingaheimspeking (Spánargyðingur – Sephardic Jew), Baruch Spinoza (1632-1677). Auk þess sótti hann innblástur til föður stjórnleysishyggjunnar (anarchism), Pierre-Joseph Proudhon (1809-1865).

Hugmyndin að Gyðinganýlendu var reyndar ekki ný af nálinni. Stopulir flutningar til Palestínu, bæði frá Bretlandi og meginlandi Evrópu, höfðu átt sér stað og á sjöunda áratugi nítjándu aldar skrifuðu Aron David Gordon (1856-1922), Ziv Hirsch Kalischer (1795-1874) og Elijah Guttmacker, um efnið í anda verkalýðshyggju.

Það vakti áhuga bæði sagnfræðingsins, Tzvi Hirsch/Heinrich (Graetz) Grätz (1817-1891), sem skrifaði „Sögu Gyðinga“ (Geschichte der Juden), og Mósesar, á gyðinglegri þjóðernishyggju.

Fræði Mósesar eru stundum kennd við draumórajafnaðarhyggju (utopian socialism).

Moses var grafinn, að eigin ósk, í kirkjugarði í Köln, en Ísraelsmenn grófu upp jarðneskar leifar hans og jarðsettu í Kenneret kirkjugarðinum suðvestur af Galíleuvatni í Ísrael.

Þar voru einnig endurjarðsettir leiðtogar svokallaðs Jafnaðarhyggju- eða verkalýðssíonisma (Socialist zionism) eins og Nachman Syrkin (1868-1924), Dov Ber Borochov (1881-1917) og Berl Katzneslon (1887-1944). Þorp í Ísrael ber nafn hans.

Samyrkjubúin (kibbutz) spruttu upp úr þessari hugmyndafræði, enda voru rússneskir og austur-evrópskir Gyðingamarxistar eða -byltingarmenn fjölmennir í bæði fyrstu og annarri bylgju landnema (aliyah).

„Kibbútsunum“ svipaði til samyrkjubúanna í Ráðstjórnarríkjunum/Sovétríkjunum. Þekktir yngri fulltrúar verkalýðssíonista eru forsetar Ísraelsríkis eins og David Ben-Gurion/David Grün (1886-1973) og Golda (Mabovitch) Meir (1898-1978).

Meginrit Mósesar er „Róm og Jórsalir: Síðasti þjóðernisvandinn“ (Rom und Jerusalem, die Letzte Nationalitätfrage), sem gefin var út í Leipzig 1962. Titill bókarinnar endurspeglar þjóðernisdraumórastefnu nítjándu aldar. Meginboðskapur Mósesar er vitaskuld sá, að þjóðerni Gyðinga sé óbrotgjarnt og frelsun þeirra geti orðið við stofnun Gyðingaríkis í Palestínu.

Þetta eru svipaðar hugmyndir og Frakkinn, Jean Ernest Laharanne (1840-1897), setti fram í hefti um efnið, sem gefið var út 1860: „Austurlönd í nýju ljósi: Heimsveldi Egypta og Araba: endurreisn þjóðernis Gyðinga“ (La Nouvelle Question d'Orient: Empires d'Egypte et d'Arabie: reconstitution de la nationalité juive). Svokallaður Gyðingvandi (Judenfrage) var kominn á dagskrá fyrir alvöru.

Það var sannfæring Mósesar, að ríkir Gyðingar myndu hlaupa undir bagga fátækra hugsjónamanna, greiða götu þeirra og fjármagna Gyðingaríkisævintýrið. Það gerðu þeir og gera enn.

Síonismi er þó oftar kenndur við Theodor Herzl (1860-1904), sem skrifaði bókina „Gyðingaríkið“ (Der Judenstaat). Boðskapurinn er í reynd sá sami og Móses mótaði. En vegna ákafs „trúboðs,“ skírskotunar og þrýstings á stjórnmálamenn álfunnar og Gyðingaauðvaldið, er stefna hans kennd við stjórnmálalegan Síonisma (political Zionism). Theodor vildi meira að segja kaupslá við Súltan Ottómanheimsveldisins með því að borga skuldir þess í skiptum fyrir Palestínu. Súltaninn hafnaði þeim viðskiptum.

Úr jarðvegi hinnar stjórnmálalegu heimalandshreyfingar spratt fasíski hluti hennar með læriföður Benjamin Netanyahu, Vladimir Ze‘ev Jabotinsky/ Vladimir Yevgenyevich (Yevnovich) Zhabotinsky[ (1880-1940), í broddi fylkingar.

Vladimir Jabotinsky sagði 1934 í franska tímaritinu, Gyðingi (Juif), á þá leið, að brýna nauðsyn bæri til að eyða Þjóðverjum, þar sem Gyðingum stafaði hætta af þeim.

Ári síðar lét hann út úr sér: „Það er í raun aðeins ein tegund valds, sem skiptir máli; stjórnmálaaflið. Við, Gyðingar, erum valdamesta þjóð veraldar, því við búum yfir þessu valdi og kunnum að nota það“ (Jewish Daily Bulletin).

Síonistahreyfingin uppskar sem hún sáði til. Breskir og bandaríkir Gyðingar, sem áttu mikið undir sér í heimi fjár- og stjórnmála, lofuðu þátttöku Bandaríkjamanna í fyrstu heimstyrjöldinni, sem leit út fyrir að þeir myndu tapa gegn erkióvininum, Þjóðverjum, ef Bretar (og Frakkar) lofuðu þeim Palestínu, að Ottómanveldinu sigruðu. Það gekk eftir, þegar utanríkismálaráðherra Breta, Arthur James Balfour (1848-1930) afhenti Lionel Walter Rothschild (1868-1937) „afsal“ að Palestínu, árið 1917.

Þannig gekk það til, að Bretar og Frakkar (sbr. Picot-Sykes samkomulagið), skiptu Vestur-Asíu á milli sín. Síðar gengu Bandaríkjamenn til liðs við þá eins og í Asíu. Ríkin, ásamt Ráðstjórnarríkjunum/Rússlandi og Þýskalandi, lögðu grundvöllinn að hernámi, landakaupum, stríðum og stofnun Ísraelsríkis í Palestínu. Ísraelsríki varð að eins konar herstöð Bandaríkjamanna.

Þar geisa enn stríð, barist er um auðævi heimshlutans. Leikarar í harmleiknum eru að mestu þeir sömu og áður er getið.

Áhugaverðar bækur:

Shlomo Avineri: Moses Hess, prophet of communism and Zionism

Isaiah Berlin: From Communism to Zionism: Moses Hess

Marvin Perry: An intellectual history of modern Europe.

https://www.history.com/articles/french-revolution https://www.encyclopedia.com/people/social-sciences-and-law/social-reformers/robert-owen https://21stcenturywire.com/2025/03/16/watch-how-israel-and-palestine-became-enemies/ https://www.britannica.com/biography/Henri-de-Saint-Simon https://en.wikipedia.org/wiki/Moses_Hess https://www.newworldencyclopedia.org/entry/Charles_Fourier https://www.marxists.org/subject/jewish/moses-hess.pdf https://www.encyclopedia.com/religion/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/laharanne-ernestdeg https://www.jewishvirtuallibrary.org/moses-hess#google_vignette https://www.myjewishlearning.com/article/a-d-gordon-the-religion-of-labor/ https://www.britannica.com/biography/Moses-Hess https://www.jewishencyclopedia.com/articles/7649-hess-moses-moritz


« Síðasta færsla

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband