Heimildalisti fylgir síðari hluta)
Franska byltingin 1789 markaði þáttaskil í sögu Evrópu og heimsins alls. Vígorðin voru: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Franskt samfélag rambaði á barmi gjaldþrots vegna gljálífis konungs og aðals. Hernaðaraðstoð Frakka í frelsisstríði Bandaríkjamanna reyndist þeim einnig dýrkeypt.
Byltingarmenn vildu varpa af sér oki aðalsmanna og konunga. Í raun var það hin nýríka borgarastétt, kaupmenn, iðnjöfrar og bankamenn, sem beittu fyrir sig snauðri alþýðu til að skara eld að eigin köku.
Í samtímaljósi er stundum talað um fyrstu litaskrúðsbyltinguna (color revolution), þ.e. þegar auðmenn eða málaliðar þeirra í stjórnmálum beita fyrir sig ríkisstofnunum og svokölluðum frjálsum félagasamtökum (non-governmental organization) til kynda undir óánægju og hvetja til, að stjórnvöldum verði steypt af stóli. Nýleg dæmi um þetta eru í Venesúela, Georgíu, Serbíu og Úkraínu.
Alþjóðlegt auðvald, þ.e. nokkrar ofsaríkar fjölskyldur, höfðu þá þegar skipað sér saman og lagt á ráðin um alheimsyfirráð í grófum dráttum. Þær beittu m.a. fjármagni til að gera stjórnmálamenn sér handgengna. Herjum þjóðríkjanna beittu þeir síðan til að etja þjóðum heims út í stríð. Það var bæði afar ábatasamt og jók þeim völd. Nú er hins vegar komið að því að eyða þjóðríkjunum og skipta veröldinni niður í þægilegar stjórnunarálfur (fleirmiðjuheim, multipolar).
Í kjölfar Frönsku byltingarinnar urðu umtalsverðar hræringar í menningu og fræðum. Hugmyndir og hreyfingar nítjándu aldar hafa sett svip sinn á þróun heimsins allar götur síðan. Þá kviknuðu hugmyndir um jafnaðarstefnu (socialism), byltingarstefnu (communism), gerræðishyggju (fascism, nazism), þjóðernisstefnu og kvenfrelsun (feminism). Hér verður getið nokkurra mikilvægra kenningasmiða.
Stjórnvaldsleysi (anarchism)
Frakkinn, Pierre-Joseph Proudhon (1809-1865), blaðamaður og frjálslyndur jafnaðarmaður (libertarian socialist) taldi, að sú eymd, sem iðnvæðingin hafði í för með sér, og sú spilling og drottnun, sem fylgdi ríkisvaldinu, hyrfi í smáum samfélögum vinnandi fólks. Alþýða manna, sem vaknaði til vitundar um kúgun sína, mundi rísa upp og beita sér fyrir slíkum samfélögum. Sjálfur lifði hann alla ævi við takmörkuð efni.
Pierre-Joseph var sjálflærður, tileinkaði sér m.a. latínu, grísku og hebresku. Í fyrstu bók sinni, sem verulega athygli vakti, Hvað er eign (Quést-ce que la propriété), og útgefin var 1840, lýsti hann því yfir, að hann væri stjórnleysingi (ríkisstjórnarleysingi) og að eign væri þjófnaður. Hann átti þá við eignir, sem fengnar væru með arðráni á öðrum.
Pierre-Joseph gagnrýndi hugmyndir um, að framleiðslutæki vinnandi manna yrðu þjóðnýtt og sett undir stjórn öreiganna. Hann var hliðhollur þeirri hugsun, að verkamenn í iðnaði byndust samtökum um reksturinn og breyttu samfélagi þannig án blóðugrar byltingar. Hann sagði m.a.:
[Ríkis]stjórnun felur það í sér að búa við eftirlit, skoðun, njósnir, lagaboð, reglugerðir, skráningu, innrætingu, fyrirlestra, taumhald ... ritskoðun, eftirrekuskap, manna, sem ekki einungis skortir umboð, heldur hafa þeir hvorki til að bera kunnáttu né dyggð.
Hvað svo sem maður tekur sér fyrir hendur og í öllu því, sem milli manna fer, hverju sinni, býr sá hinn sami við, að steinn sé lagður í götu hans, að hans bíði handtaka, endurhæfing. Með skírskotun til almenningsheilla er hann skattlagður, álagður kvöð (herþjálfun) ... arðrændur ... kúgaður, sektaður, misbeittur valdi. Þetta gera stjórnvöld, þetta er óréttlæti og siðleysi.
Tveim öldum síðan er þessi greining
Pierre-Joseph í fullu gildi.
Pierre-Joseph dreymdi um samfélag, án landamæra og þjóðríkja, þar sem valdi væri dreift milli staðbundinna samfélaga, sem lifðu saman samkvæmt frjálsum samskiptasamningum í stað laga.
Honum var stefnt fyrir þessar skoðanir sínar á fimmta áratugi nítjándu aldar. En hann hélt uppteknum hætti og deildi á valdboðstilhneigingar (authoritarian) í frönsku byltingarsamfélagi, einnig í byltingunni 1848.
Pierre-Joseph var kosinn til stofnþings Annars lýðveldis Frakka 1848. Hann var fangelsaður fyrir gagnrýni á Charles-Louis-Napoléon Bonaparte eða Napóleón III (1808-1873), forseta lýðveldisins, áður en sá hinn sami lýsti sig einvald eða keisara. Pierre-Joseph flúði undan ofríki og ritskoðun til Belgíu.
Pierre-Joseph var kunnugur fleiri áhugamönnum um félagslegt réttlæti, t.d. Charles Fourier (1772-1837) og Karl Marx (1818-1883), sem hann átti í ritdeilum við, svo og kvenréttindafrömuðinn, Flora Tristan (1803-1844), sem síðar verður getið.
Frjálslyndis jafnaðarhyggja (libertarian socialism)
Pyotr Alexeyevich Kroptokin/Peter Kroptokin (1842-1921), var rússneskur fjölfræðingur; landfræðingur, hagfræðingur, dýrafræðingur og byltingarsinni. Hann leit hornauga valdboðsstjórn bolsévikka undir forystu Vladimir Illyich Ulyanov Lenin (1870-1924).
Þess í stað taldi Pyotr, að manninum farnaðist best í minni samfélögum án ríkisvalds. Kroptokin túlkaði þróunarkenningu Charles Robert Darwin (1809-1882) með þeim hætti, að þeim tegundum, sem háðu lífsbaráttuna í samvinnu, vegnaði alla jafnan best. Pyotr er talinn frjálslyndur jafnaðarmaður (utopian socialist, anarchist). Hann afsalaði sér aðalstign og var síðar gerður arflaus af föður sínum.
Sálmiðuð jafnaðarhyggja (psychological socialism) og samyrkjuhyggja
Frakkinn, Francois-Marie-Charles Fourier, taldi á sama hátt og Pierre-Joseph, að ríkjandi samfélagsgerð væri andsnúin þörfum mannsins. Þar ætti eymd hans rætur. Ný samfélög, phalanxies, eins konar samyrkjubú, þyrfti að skapa, sem væru mannvænni; stuðluðu af jöfnuði, leyfðu fullnægingu kynhvatarinnar og sköpuðu fjölbreytt og ánægjuleg störf. Samfélög þessi skipuðu um það bil 1600 einstaklingar.
Hver einstakur þegn uppskar eins og hann sáði til, var verðlaunaður samkvæmt því. Hjónabandið taldi hann spennitreyju á útrás eðlilegra hvata. Kynin væru jöfn að rétti. Konuna skyldi frelsa frá skyldum heimilisins, svo hún hefði tóm til að njóta lífsins.
Um miðja nítjándu öldina voru stofnuð tæp þrjátíu samyrkjubú í anda Fourier í Frakklandi og í Bandaríkjunum. En þau dóu út eftir nokkur ár.
Mannúðarjafnaðarhyggja eða iðnjafnaðarhyggja (industrial socailism)
Robert Owen (1771-1858), fæddur í Wales, taldi vísindi og iðnað geta skapað fólki hagsæld, en trúarbrögð hið gagnstæða. Sælir launþegar gæfu meira af sér en vansælir. Því væri skynsamlegt og mannúðlegt að búa vel að verkafólkinu í verksmiðjum iðnbyltingarinnar. Illur aðbúnaður ylli fátækt og andlegri eymd.
Robert stofnaði á þessum grundvelli til fyrirmyndarsamfélags við verksmiðju sína í Skotlandi; réði t.d. ekki börn undir tíu ára aldri, útvegaði mannsæmandi húsaskjól og menntun, stofnaði fyrstu vöggustofuna/leikskóla (infant school) í Stóra-Bretlandi 1816, beitti sér fyrir nýrri gerð samfélaga, þar sem ríkja ætti sátt og samlyndi en ekki samkeppni. Slíkt fyrirmyndarsamfélag stofnaði hann í Indíanaríki í BNA. En það lífði einungis skamma hríð. Fleiri voru stofnuð í heimalandi hans.
Robert lagði áherslu á samstöðu verkafólks og boðaði sameiningu gervalls verkalýðs Englands. Einnig beitti hann sér fyrir stofnun samvinnuþorpa handa hinum atvinnulausu, um tólf hundruð manns í hverju þorpi. Slík samfélög taldi hann raunar að mætti skapa á almennum grundvelli, þ.e. eins konar tæknivædd samyrkjusamfélög. Bæði samvinnuhreyfingin og jafnaðarmannahreyfingin sóttu innblástur til Roberts.
Verkalýðshyggja (syndicalism) og þjóðernisjafnaðarstefnan
Georges Eugéne Sorel (1847-1922), var franskur heimspekingur og verkfræðingur. Hann boðaði eignarhald verklýðsfélaga á atvinnutækjunum, aðdáandi gerræðishyggju eða fasisma Benito Mussolini (1883-1945). Verkalýðshyggja var eins konar atvinnujafnaðarstefna, herská stefna um eignarnám verklýðsfélaga á atvinnutækjunum. Það örlaði á henni í Frakklandi undir lok 19. aldar. (Franska orðið syndicat merkir verkalýðsfélag, búið til úr grísku: syn eða sam og dike eða réttlæti.)
Vantreystu fylgismenn hans stjórnmálalýðræði og þingræði til þess að koma fram hagmunamálum verkalýðsins og taldi hann verða að treysta fyrst og fremst á samtök sín, verkalýðsfélögin, sem baráttutæki. Syndikalisminn vildi því halda fast við byltingarstefnuna.
Fylgismenn þessarar stefnu höfðu og ekki trú á því, að hagsmunum verkalýðsins yrði borgið með því, að ríkisvaldið skipulegði og annaðist framleiðsluna í ríki félagshyggjunnar, og var það í samræmi við hið almenna vantraust þeirra á ríkisvaldinu, heldur vildu þeir láta verkalýðsfélögin annast þetta hlutverk.
Hvatning Sorels til ofbeldis og fjöldaátaka, sem höfðu gildi í sjálfu sér, hafði yfir sér eins konar trúarlegt yfirbragð. Sama má segja um fyrirlitningu hans á skynsemistrú og frjálsu lýðræði. Honum var ljóst að beita mætti goðsögnum, þekktum eða tilbúnum, sem verkfæri til valdbeitingar.
Hugsýn hans um hið hetjulundaða siðgæði, sem upp risi á rústum hins skitna borgaralega samfélags, rættust með fæðingu fasískra hreyfinga í kjölfar fyrri heimstyrjaldar. Honum entist líf til að lýsa aðdáun sinni á Benito Mussolini, skilningi hans á þörfum ítalska lýðsins og stjórnmálalegri snilld hans. (Ólafur R. Einarsson)
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021