Stríð og sorg í Sýrlandi. Nýtt þjóðarmorð

Mikill er máttur áróðurs- og vitundarsmiða Vesturveldanna. Þeir liggja í stöðugu stríði við almenning, upplýsingastríði. Veiru- og bólusetningastríðið hljóta allir að hafa orðið varir við.

Það hlýtur líka að vera fólki minnistætt, þegar Nató/Vesturveldin fjölmiðlasnyrtu öfgaóþjóðalýð undir forystu afhausara úr ISIS/Al Nusra/Alkæda (al-Qaida) til innrásar í Sýrland. Afhausarinn, Abu Mohammad al-Julani (Jolani), kallar sig nú Ahed al-Sharaa.

Fjölmiðlar Vesturlanda höfðu eytt miklu púðri í að telja okkur trú um, að þessi andstyggðarher væri sprottinn úr almennri trúarmenningu Múhammeðstrúarmanna. Og til að bæta gráu ofan á svart er óþjóðalýðurinn, Hay át al-Tharir al-Sham (HTS), nú sagður vera öryggissveit.

Í innrásinni tókst loksins að kollvarpa stjórn eins mikilvægasta menningarsöguríksins veraldar, Sýrlands. Innrásina kallar fjölmiðlar Vesturlanda byltingu. Það hafði verið reynt markvisst frá stjórnartíð Barrack Obama og kvenfrelsarans, Hillary Clinton, sbr. Áætlun Timber Sycamore, í samstarfi við Ísrael, Sádí-Arabíu, Bretland, Tyrkland og nokkur Persaflóaríki.

Þessi áætlun var gerð í kjölfar velheppnaðrar undirróðursherferðar, sem kölluð var „Arabíska vorið.“ Bandaríska leyniþjónustan (CIA) og sú breska (MI6) skipulögðu hvort tveggja í aðalatriðum.

Í upplýsingahernaðinum í sambandi við Sýrland, sem RÚV vissulega tók þátt í – og tekur enn – var Afhausarinn kynntur sem dygðugur mannúðarsinni. En eins og efni stóðu til frá upphafi, hafa hreinsanir hans nú náð því stigi að skilgreina mætti sem þjóðarmorð. Afhausarinn var metinn til 10 milljóna dala fyrir hryðjuverk, þ.e. áður en hann var gerður að dygðaljósi.

Forheimskunnarmiðlar Vesturlanda skella skuldinni á fórnarlömbin; kristið fólk og Múhammeðstrúarmenn af ýmsum afbrigðum. Drápin standa yfir um allt land, en þó mest við ströndina, Tartus og Latakia.

Ísraelsmenn kynna sig sem sérstakan verndara kristinna Drúsa (Druze), sem eiga bólfestu í Ísrael, Jórdan og Sýrlandi. Og duttu mér þá allar dauðar lýs úr höfði.

Það er erfitt að henda reiður á fjölda myrtra kvenna, karla og barna, en trúlega nálgast fjöldi þeirra um tíu þúsund, jafnvel þótt mannúðarsamtök, kostuð af Vesturlöndum, segi þau einungis nokkur hundruð.

Börn eru hneppt í þrældóm og líffæranám er stundað rétt eins og í Úkraínu. Rússnesk herstöð virðist einasta skjól fólks á flótta undan morðóðum frelsurum Sýrlands. Þeim er nú veitt viðspyrna.

Það er harla hljótt um fjöldamorðin í vestrænum fjölmiðlum og varla heyrist múður í vestrænum stjórnmálamönnum. Þó vill svo undarlega til, að Marco Rubio hefur mótmælt fyrir munn Bandaríkjamanna. (Sá herra kemur aftur jákvætt á óvart.)

Það er annað hljóð í strokki Evrópusambandsins. Utanríkismálastjóri þess, eistneska undrabarnið, Kaja Kallas, sem svissneski leyniþjónustumaðurinn, Jacques Baud, segir hafa „fuglsheila,“ skammar fórnarlömbin – eins og Afhausarinn einnig gerir – fyrir uppreist.

Þjóðarmorðið kynni þó að blása nýju lífi í hinn eiginlega sýrlenska her, sem lagði niður vopn við „frelsunina.“ Svo virðist sem Ghaiath Suleiman Dalla, foringi úr her Sýrlands, taki þar forystu. Hann er af þjóð Alavíta (Alawite), sem telur fjórar til fimm milljónir.

Það er of snemmt að segja, hvort misvísandi ummæli frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu boði breytingar á stefnu Vesturveldanna í Miðausturlöndum, en óskandi væri það.

Ísraelar (og Bandaríkjamenna) starfa ótrauðir samkvæmt fyrri yfirgangs- og útþenslustefnu. Ísraelar leggja stöðugt undir sig meira land í Sýrlandi. Svo virðist sem þeir stefni á að tengja Ísrael við hernámssvæði Bandaríkjanna og Kúrda í norðaustri, þar sem helstu auðlindir Sýrlendinga er að finna.

Sameiginlegar æfingar flughers Breta, Ísraels- og Bandaríkjamanna, standa einnig yfir, meðan bæði Íranar og Kínverjar vígbúast af kappi.

Ísraelar, sem hafa m.a. unnið sér til „ágætis“ að hafa aldrei virt friðarsamninga og gefið ályktunum Sameinuðu þjóðanna langt nef, munu vafalaust halda áfram þjóðarmorði sínu á Gaza, áður en langt um líður.

https://michaeltsnyder.substack.com/p/china-is-preparing-for-war-and-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=158805160&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/civilians-massacred-in-syria-and?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=158767075&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/03/folkemord-med-norske-penger/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2025/03/sivile-massakrert-i-syria-og-eu-skylder-pa-ofrene/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.middleeasteye.net/users/seyed-mohammad-marandi https://www.youtube.com/watch?v=8h-GqlBXHJM&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=3 https://expose-news.com/2025/03/10/syria-the-persecution-of-non-muslims/ https://www.thomasfazi.com/p/from-gaza-to-syria-israels-permanent?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=158831599&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.state.gov/the-escalation-of-fighting-and-civilian-deaths-in-syria/ https://www.alestiklal.net/en/article/ghiath-dalla-a-syrian-brigadier-general-backed-by-iran-leads-the-violent-campaign-against-daraa https://responsiblestatecraft.org/sdf-kurds-deal-syria/?ct=t(RSS_EMAIL_CAMPAIGN)&mc_cid=89be29cdb5&mc_eid=ae33554485 https://substack.com/inbox/post/156990959?utm_source=post-email-title&publication_id=4027686&post_id=156990959&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/03/norsk-stottede-terrorister-begar-massakrer-mot-kristne-i-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://expose-news.com/2025/03/08/syrias-new-islamist-regime/ https://www.globalresearch.ca/syria-grand-mufti-forced-exile/5880341 https://www.globalresearch.ca/this-is-a-two-part-post-from-hafez-al-assad-the-eldest-son-of-dr-bashar-al-assad/5879647 https://steigan.no/2025/02/de-dreper-syria-foran-en-stilltiende-verden/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/den-skitne-krigen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/an-al-qaeda-genocide-in-syria-and?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=158800181&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://greekcitytimes.com/2025/03/08/syria-turkey-backed-jihadists/


« Síðasta færsla

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband