Vindhaninn gefur vísbendingu um, hvaðan á okkur stendur veðrið. Snúist hann í hringi eru úti veður vond. Vindhaninn í Washington, öðru nafni Donald John Trump, snýst yfirleitt á ofsahraða, það er rok og óveður í kringum hann. Kappinn heldur áfram að trumpa út og suður. Dónaldur Jón er ofurstjarna og hann dáist einlæglega að sjálfum sér. Nú er ég forseti, segir hann drjúgur með sig.
Stundum hægist þó um, svo varla bærist hár á höfði og sól skín á notalega sjávarströnd fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar sötrar Forsetinn ljúfan drukk með Benjamin Netanyahu sér við hlið og stormsveitarforingjann, Elon Musk, sem hvomar í sig flatböku í grenndinni. Arabísku dansmeyjarnar, sem dilla sér fyrir framan þá, eru augnayndi, og tónlistin hreinasta eyrnakonfekt: Donald Trump frelsar yður.
Þannig sér Dónaldur Jón fyrir sér lífið á Gaza. Gazabúar verða þá komnir í eyðimerkur Egyptalands eða upp á Grænlandsjökul. Lágkúruviðbjóður og átakanlegt dómgreindarleysi af hálfu Leiðtogans.
Í framhaldsmyndinni kynni hann að bæta við syni vinar síns, Bensa-barnamorðingja, sem um þessar mundir lifir lífi hins ísraelska útlaga á Florida á kostnað skattgreiðenda. Hann ku hafa slæmt hendi í pabba, en áreiðanlega heimildir liggja ekki fyrir.
Það lék um Dónald Jón sunnan þeyr, þegar honum datt í hug að tala við Vladimir Putin eða Vonda-Valda, sjálft rússneska skrímslið, sem ógnar frelsi, lýðræði og mannréttindum Vesturlandabúa. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kærleiksbarnið, Kaja Kallas, kallaði hann stríðsglæpamann. Því ætti ekki að yrða á hann. Sá fyrri, Joseph Borell, sagði Evrópu aldingarð. Aðeins óræktar- og ótuktarfólk byggi handan hans. Svo Dónaldur leggst lágt.
Nú funda Rússar og Bandaríkjamenn í Miklagarði (Istanbúl). Líklega einbeita samningamenn sér að því að tvinna saman slitin stjórnmálatengsl. En trúlega verða þeir hugsi yfir trumpum vindhanans í Washington.
Hann tekur um þessar mundir við hverjum Evrópuleiðtoganum á fætur öðrum og setur á sig snúð. En þó gefur hann undir fótinn hugmyndum um evrópsk herlið í Úkraínu, sem Rússar aftaka með öllu, og lætur vopnin streyma á vígvöllinn.
Samningamennirnir fylgjast eins og sum okkar hinna agndofa með litríkri sýningu Leiðtogans um sjaldgæfa málma. Dónaldur Jón hrökk upp við þá staðreynd, að Bandaríkjamenn dæla gríðarlegum fjárhæðum til Úkraínu og um leið til eigin hergagnaiðnaðar.
Því flaug Foringjanum í hug sú frumlega hugsun að láta blæðandi Úkraínumenn, fórnarlömbin í stríði Nató gegn Rússlandi, borga með málmum í jörðu. Þeim dugar greinilega ekki gjaldeyrisvarasjóður Rússa, sem þeir og Evrópumenn stálu.
Snjallræðið hafði golffélagi Dónaldar Jóns, Lindsey Graham, þó bent á fyrir alllöngu síðan. Og rúsínan í pylsuenda óvitans er ádráttur um vernd Úkraínu. Þegar Bandaríkjamenn hefja námuvinnslu mun nefnilega enginn (Rússar) þora að abbast upp á Úkraínu, segir hann.
Það er þó tvöfaldur hængur á þessum viðskiptum; hinn volaði Volodymyr seldi Bretum málmana fyrst, og auk þess er um sjötíu af hundraði þeirra að finna á rússnesku yfirráðasvæði í Donbass. Svona gerast kaupin á Eyrinni.
Ætli Rússum bregði í brún? Hvað segja Vondi-Valdi og skynsemdartröllið, Sergei Lavrov, við þessu? Rússar hafa lært síðustu þrjá áratugina eða svo, að Vesturveldin séu ekki samningshæf, vanvirða gerða samninga.
Það gerir heldur ekki framlenging þeirra í Ísrael. Ísraelsmenn eru um þessar mundir aðiljar að tveim vopnahléum og halda hvorugt. Þeir eru einnig óbeint aðiljar að þreifingum Bandaríkjamanna í húsi Írana. Þar mætir þeim fálæti, enda von, því þeir hafa sýnt svívirðilega hegðun; steypt ríkisstjórnum, stundað undirróður, framið morð og svo framvegis. Slíku fólki er ekki treystandi.
Þrátt fyrir friðarviljann undirbýr Samrunaheimsveldið (Bandaríkjamenn og Ísraelar) árás á Íran. Bandaríkjamönnum virðist fyrirmunað að skilja, að Rússar, sem þeir sitja að samningaborði með, hafa bæði hagsmuna að gæta og vináttu við Írana að virða.
Dónaldur Jón stefnir fyrrgreindum viðræðum í hættu og leggur gjörva hönd á stríðsplóginn í Miðausturlöndum, þar sem Arabar virðast treysta böndin. Egyptar og Jórdanar og jafnvel Líbanar ýfast. Íran er til í tuskið og Tyrki dreymir um nýtt Ottómanveldi.
Herir Egypta og Tyrkja eru, að sögn kunnugra, vel þjálfaðir og búnir bandarískum vopnum. Það er vopnaglamur og ófriður í lofti, friðurinn er sundurslitinn. Ísrael hefur lagt undir sig u.þ.b. 15% af Sýrlandi hinu nýja milli Gólanhæða og Damaskus og neitar að yfirgefa Líbanon. Þetta er gert með blessun Vindhanans í vestri.
En vindhaninn snýst, trumpar og blaðrar, og hellir olíu á eldinn. Alþjóðlegt viðskiptastríð verður trúlega í algleymingi innan skamms og stormsveitarforingi hans, Elon Musk, veður um opinbera stjórnsýslu vopnaður keðjusög eins og sálufélagi hans í Argentínu, Javier Milei. Stjórnsýslan er hreinsuð af óæskilegu fólki og nú er röðin komin að hernum.
Formaður sameinaðrar hernaðarnefndar (Joint Chief of Staff), sem Dónaldur Jón sjálfur skipaði í embætti á fyrri forsetatíð sinni, Charles Quinton Brown, er látinn fjúka, þrátt fyrir yfirburðahæfni, samkvæmt hermálasérfræðingnum, Dennis Fritz.
Við hlutverki hans tekur John Daniel Caine. Dónaldur Jón hefur lýst því yfir, að herforinginn sá elski hann og myndi fórna lífi sínu fyrir Foringjann.
Yfirmenn í flota og flugher eru einnig á útleið. Skynsamt fólk talar um valdatöku í Bandaríkjunum. Það merkir borgarastríð. Andspyrnuhreyfingunni, AltGov, sem skaut rótum á fyrra tímabili Dónaldar Jóns, virðist nú hafa vaxið ásmegin.
Ölmusuherinn, þ.e. fólk, sem lifir á matarbjörgum ríkisins, telur 100 milljónir manna. Dónaldur Jón og Róbert Kennedy eru staðráðnir í að bæta hag þeirra og heilsu. Róbert beitir sér t.d. fyrir meiri skynsemi við bólusetningar og skráningu aukaverkana - og þingið hefur nýverið aflétt sköttum af þjórfé, yfirvinnu og lífeyri frá hinu opinbera.
Engu að síður fjölgar lögbrotum og efnahagur þjóðarinnar er að hruni kominn. Samtímis halda áfram sjónhverfingar í sambandi við hernaðarútgjöldin. Allt útlit er fyrir, að þau muni aukast, en ekki minnka. Það munar um vopnvæðingu Ísraela og viðhald F35 flugsveita þeirra.
https://sonar21.com/trump-and-europe-fail-to-realize-that-russia-has-a-vote/?jetpack_skip_subscription_popup https://gilbertdoctorow.com/2025/02/27/the-trump-starmer-press-conference-today/ https://michaeltsnyder.substack.com/p/a-secretive-movement-known-as-altgov?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=158076224&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/uk-busy-trying-to-polish-a-turd/ https://steigan.no/2025/02/vi-blir-israelsk-krigssjef-lover-ubestemt-okkupasjon-av-libanon-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/global-implications-18-february-2025-us-russia-riyadh-meeting/5880542 https://steigan.no/2025/02/splittelsen-mellom-ukraina-og-usa-er-blitt-en-avgrunn/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.unz.com/pgiraldi/trumps-first-month-panders-to-israel/ https://www.globalresearch.ca/hold-applause-trump-peacemaker/5880563 https://korybko.substack.com/p/trump-is-unlikely-to-pull-all-us?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=157669670&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/kash-patel-er-ny-sjef-for-fbi-og-lover-store-forandringer/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=hKEiuGQFwsI https://www.youtube.com/watch?v=_gPw6InobEA&list=UUOxLhz6B_elvLflntSEfnzA&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=G_kMjyxdsBc&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=4 https://www.youtube.com/watch?v=s1eLg68ZpyM&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=G_kMjyxdsBc&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=4 https://michaeltsnyder.substack.com/p/17-signs-that-americas-long-economic?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=157922725&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/trump-reins-in-europe-and-israel-while-daniel-levy-shines-before-the-unsc/ https://korybko.substack.com/p/russia-and-the-us-diplomatic-choreography?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=157874519&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://rumble.com/v6ong23-crosstalk-bullhorns-kabuki-theater.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://gilbertdoctorow.com/2025/02/24/the-ever-changing-trump-latest-new-position-on-ukraine-security-guarantees-can-only-lead-to-failure-of-his-peace-initiative/ https://www.youtube.com/watch?v=-kPeZFCvuoc&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=5 https://www.youtube.com/watch?v=FQJfDx0Rbsg&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=2 https://www.youtube.com/watch?v=j0X8R2VEA8M&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=3 https://www.youtube.com/watch?v=8U6Ft6X2Rtc&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=9 https://steigan.no/2025/02/representantenes-hus-budsjettresolusjon-vil-oke-militaerutgiftene-med-100-milliarder-dollar/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=tcxSavCciZw&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=5 https://michaeltsnyder.substack.com/p/alert-the-economic-numbers-that-we?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=158064238&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://kucinichreport.substack.com/p/the-plunder-of-ukraine-a-story-of?utm_source=post-email-title&publication_id=1441588&post_id=158037662&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=iS1HQq-29cU&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=2 https://michaeltsnyder.substack.com/p/this-could-be-the-hook-in-the-jaw?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=157855713&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.yahoo.com/news/trump-posts-bizarre-ai-video-092545359.html https://www.snopes.com/fact-check/trump-gaza-ai-video/
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Banaslys í Vík í Mýrdal
- Kennarar hópur sem var tekinn út fyrir sviga
- Myndir: Bjarni kveður
- Rafbyssu beitt þegar maður réðst að lögreglu með hamra
- Myndir: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að hefjast
- Beint: Setningarræða Bjarna á landsfundi
- Ákærður fyrir pyntingar í 10 daga
- Án skírteinis og skráningar og fylgdu ekki fyrirmælum