Bezakel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, lét ljós sitt skína (enn á ný) fyrir skemmstu: Hann undirbýr okkur:
Í fyllingu tímans, þegar aðgerðir hefjast á ný á Gaza munu þær vekja furðu, þar eða þær verða allt í senn; aflmiklar, nákvæmar og banvænar. Ég get með fullvissu sagt, að IDF [Ísraelski varnarherinn] sé á bólakafi við undirbúning undir stjórn væntanlegs starfsmannastjóra, Eyal Zamir, í samræmi við beinskeytta tilskipun með óbifanlegum stuðningi Trump forseta.
Nissim Vaturi, félagi í flokki Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, og varaforseti þingsins, Knesset, er einnig ómyrkur í máli:
Hver er saklaus á Gaza? Óbreyttir borgarar þustu út á götu og slátruðu fólki með köldu blóði. Það ber nauðsyn til að skilja að börn og konur og drepa fullorðna karlmenn á Gaza. Við sýnum yfirdrifna linkind. [E]nginn í heimi hér vill sjá óbreytta borgara á Gaza. Öllum virðist umhugað um að ota þeim að Ísrael. Þeim er fullkunnugt um, að þeir eru úrhrök og ekki fólk að telja. (Þetta gæti verið tekið úr munni íslenskra sálufélaga hans, Síonistanna.)
Þessi ofurmenni láta standa hendur standa fram úr ermum á Vesturbakkanum og hita upp fyrir næstu tortímingu á Gaza og væntanlega Líbanon.
Við munum umbreyta Jenin [flóttamannabúðunum] í nýtt Gaza, segir Nissim. Það er betra að sprengja byggingar og brenna, heldur en að stefna hermönnum í hættu. Nissim þessi leggur landa sína, sem mótmæla morðum og drápum, að jöfnu við óvini, deild í Hamas.
Á Vesturbakkanum er fólk flæmt frá heimilinum sínum með leyniskyttum, jarðýtum og skriðdrekum. Mynstrið er það sama, hvort heldur er á Gaza, Vesturbakkanum, í Líbanon eða á Sýrlandi.
Varnarherinn kippir sér ekki upp við að slátra ómennum, hvort heldur er í fangelsum, almannarými eða á vígvöllum.
Nú ríkir vopnahlé á Gaza eins og í Líbanon, enda þótt Ísraelsher brjóti það stöðugt. Það gengur illa að halda drápsfýsninni í skefjum. En til allrar hamingju hafa gíslar í haldi Hamas og í fangelsum Ísraelsmanna, verið látnir lausir.
Það kemur æ betur í ljós, að upphaf þessara hjaðningavíga má rekja til samsæris ísraelskra yfirvalda og Hamas. Vitnisburður skjáskottanna (spotter), sem látnar hafa verið lausar úr haldi Hamas, skiptir í þessu sambandi miklu máli.
Skjáskotturnar voru ungir, kvenkyns hermenn, sem höfðu þann starfa með höndum að vakta landamærin með hjálp fullkomnustu tækni á því sviði. Ein þeirra sagði eitt sinn, að trúlega kæmist ekki mús í gegn, án þess að verða uppgötvuð. Enda vöruðu þær eins og egypskir leyniþjónustumenn t.d. við því, sem í uppsiglingu var harmsögudaginn 7. október 2023.
Bensi-barnamorðingi veit upp á sig sökina og reynir stöðugt að koma í veg fyrir rannsókn á þessari ólíkindaárás Hamas og viðbrögðum Varnarhersins, sem voru svifasein og máttlaus. Það alvarlegasta er þó, að hermennirnir, sem um síðir komu á vettvang, fengu skipun um að drepa ísraelska gísla (Hannibal tilskipunin).
Hugsanlega tekst réttarkerfinu að koma á Bensa böndum fyrir vitorð í harmleiknum, svo svik og spillingu.
Það gerist vonandi, áður en Donald Trump og morðóð yfirvöld Ísraels láta til skarar skríða gegn Írönum. Sú árás er í undirbúningi eins og frekari ódæði á Gaza og í Líbanon. Það er heldur ekki bitið úr nálinni, hvað upprætingu Jemena og Hisbolla varðar.
Sýrland, sunnan Damaskus, er í raun ísraelsk landsvæði eins og landræma norðan líbönsku landamæranna. En Ísraelar láta ekki duga að sprengja fólk með símum, eldflaugum og úr flugvélum. Þeir minna stöðugt á tilvist sína og vekja ótta. Síðasta uppátækið var að láta þotur fljúga rétt yfir höfðum þátttakenda í fjölmennri útför Hassan Nasrallah, fyrrum leiðtoga Hisbolla, í Beirút.
Það er þó huggun harmi gegn, að til sé fólk eins og ísraelsk-breski Gyðingurinn, Daniel Levy. Hann talar um nauðsyn þess, að skapa öðruvísi samfélag og þar með afmá aðgreiningu Palestínumanna og Ísraela, sbr. ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum.
https://www.youtube.com/watch?v=6Q0KUQfm8oA (Daniel Levy) https://www.youtube.com/watch?v=8146WZewdpA&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=7 https://michaeltsnyder.substack.com/p/chaos-everywhere-chaos-in-dc-iranian?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=157931743&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://x.com/Osint613/status/1894026502205034673 https://www.timesofisrael.com/liveblog_entry/noa-argamani-tells-un-security-council-the-hostages-feel-abandoned-by-the-world-pleads-for-full-deal/ https://steigan.no/2025/02/nestleder-i-israelske-knesset-sier-at-alle-voksne-menn-i-gaza-bor-drepes/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.timesofisrael.com/liveblog_entry/noa-argamani-tells-un-security-council-the-hostages-feel-abandoned-by-the-world-pleads-for-full-deal/ https://steigan.no/2025/02/nestleder-i-israelske-knesset-sier-at-alle-voksne-menn-i-gaza-bor-drepes/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.newarab.com/news/israeli-likud-mk-calls-killing-subhuman-palestinian-men https://glenndiesen.substack.com/p/the-destruction-of-gaza-and-the-medias?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=157883716&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/what-really-happened-october-7-2023-part-i/5880518 https://www.globalresearch.ca/netanyahu-pretends-idf-spotters-forefront/5864134?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://michelchossudovsky.substack.com/p/pentagon-recognizes-israel-nuclear-power?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=157610530&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.brighteon.com/0284b87a-c5bb-4024-8fae-6b722fa94d52 https://www.newarab.com/news/israeli-likud-mk-calls-killing-subhuman-palestinian-men
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021