Uggvænleg áætlun í Ísrael. Abrahamsskjöldurinn

Ísraelsk stjórnvöld og sjötíu af hundraði Ísraela, sem vilja Palestínumenn feiga og rekna af landi sínu, ærðust af fögnuði, þegar forseti Bandaríkjanna, Síonistinn, Donald John Trump, kunngerði, að hér eftir ættu Bandaríkjamenn Gaza.

Og af því, að hann „elskaði“ Palestínumenn, ætlaði hann að flytja þá eitthvað – jafnvel til Grænlands – og reisa handa þeim notaleg híbýli. Það hefur nefnilega verið svo órólegt og viðsjárvert í Palestínu, bætti hann svo við.

Sjálfur ætlar Dónaldur Jón að smíða sér, tengdasyninum og golffélögunum, reisulega gististaði og leggja góða golfvelli. Victor Rothschild og félagar ætla hins vegar að vinna olíu og gas undan ströndum Gaza.

(Það má bæta því við til fróðleiks og skemmtunar, að heyrst hafa þær raddir í Íran, að hyggilegra væri að flytja Síonistana í Ísrael til Grænlands, þar sem Dónaldur Jón ætlar líka að nema land. Það má líka minna á Gyðingasýslu (oblast) í Rússlandi, sem Joseph Stalin (1878-1953) stofnaði handa þeim.)

Síonistarnir í Ísrael tóku Dónald Jón heldur betur á orðinu. Framtakssöm „Samtök um svæðisbundið öryggi“ (Coalition for Regional Security) hafa nú skilað honum skýrslu um framtíðarfyrirkomulagið; „Abraham skjöldinn“ (Abraham Shield).

Markmiðið er að vingast við (normalization) við Sádí-Araba og hófsama Araba aðra, sameinast gegn Íran, aðskilja Palestínumenn enn betur frá Ísraelsmönnum og fjarlægja Hamas. Tekið er fram, að ísraelskir hugsuðir sitji nú kófsveittir við nánari útfærslu.

Einn formælanda sagði: „Forysta Trump forseta er nauðsynleg, svo raungera megi þessa framtíðarsýn (vision) og færa sér í nyt þetta sögulega tækifæri.“

Samtökin halda því fram, að 72.5% Ísraela styðji frumkvæði Dónaldar Jóns til að endurheimta gísla, vingast við Sáda og skipa í sveit gegn Íran. (Yarden Bibas er þó varla í stuðningshópnum. Hann ásakar Varnarher sinn fyrir að sprengja eiginkonuna, Sherry, og synina tvo, Kfir og Ariel, til ólífis, meðan þau voru gíslar Hamas.)

Það vakir fyrir Samtökunum að nýta hina „ótrúlegu hernaðarsigra“ í stríðinu gegn Palestínukonum til að tryggja varnir og efnahagslegan vöxt. „Bómullarvegurinn“ (Cotton Road) er lykilatriði í þeirri viðleitni og til þess lagður að vinna gegn frumkvæði Kínverja, „Belti og vegi“ (Belt and Road Initiative).

Bómullarvegurinn á að tengja ríkin við Persaflóa, svæði Palestínu, Evrópu og Bandaríkin. Einn þátttakenda í Samtökunum, hefur þegar auglýst, að fyrirtæki hans, „Silfurleiðarfjármögnun“ (Silver Road Capital), sé þess albúið að fjárfesta á landsvæðum Palestínumanna um leið og hægist um.

Áætlunin felur auk þess í sér, að Hisbollaliðar (Hesbollah) verði gerðir óvígir, herinn í Líbanon verði styrktur, að komið verði á stöðugleika í Sýrlandi og öryggissvæði afmörkuð gegn Andspyrnuhreyfingunni (Iranian Axis). Þannig verði til „Abraham bandalag“ (Abraham Alliance) vinveittra ríkja.

Meðan þessir athafnamenn og stjórnspekingar sitja með sveittan skallann sólu í mót og útfæra yfirráðaáætlun Samrunaheimsveldisins (Ísraels og Bandaríkjamanna (Breta)), sitja menn ekki auðum höndum handan hafs.

Hergögn streyma til Ísraels. Athygli hafa vakið „mæður allra sprengja“ (mother of all bombs – MOAB), sem eru um eitt tonn að þyngd og hafa ægilegan eyðileggingarmátt eins og sannast á eyðileggingunni í Líbanon og á Gaza.

Nágrönnunum – jafnvel leppríkjum Ísraels og Bandaríkjanna – er ekki orðið um sel. Egyptar eru meira að segja farnir að vígbúast.

Ísraelski varnarherinn er laskaður, eftir átökin við Hams og Hisbolla. Leitt er að líkum, að á bilinu sjö til tíu þúsund ísraelskir hermenn hafi fallið og um tuttugu þúsund særst.

Engu að síður var herinn í færum um að rjúfa vopnahléið í Líbanon og á Gaza mörgum sinnum og drepa fjölda manns. Herinn styður enn við landtökumenn á Vesturbakkanum.

Það er heldur ekki friðvænlegt á stjórnarheimilinu. Bensi-barnamorðingi er ásakaður um mútuþægni og aðra spillingu, m.a. í slagtogi við útsendara frá Katar, að sögn leyniþjónustunnar, Shin Bet. Yfirmaður hennar var rekinn fyrir þá uppljóstrun.

Upplausnar virðist líka gæta innan lögreglunnar og glæpum fjölgar. Fréttaveitan „Conflict Forum“ kallar Ísrael „jaðareinræðisríki“ (Borderline Dictatorial State).

Því miður er lítil ástæða til bjartsýni um frið í Vestur-Asíu. Þrátt fyrir yfirlýsingar Dónalds Jóns um friðarvilja, lætur hann býsna ófriðlega stundum. Síonistahirðin, sem hann valdi sér til fulltingis, styður ákveðið nýlendustefnu Bandaríkjanna í Vestur-Asíu með Ísrael í broddi fylkingar. Síonistahluthafar hans í Bandaríkjunum vilja sjá Síonistasigra fyrir sinn snúð.

Dónaldur Jón hefur álpast út í eins konar sjálfheldu með óábyrgum yfirlýsingum og hótunum. Hann lét ekki verða að því að svipta Egypta og Jórdana aðstoð og hann sendi heldur ekki Gazabúa til heljar, þegar Hamas skilaði ekki öllum gíslum, heldur þeim sem þeim bar, samkvæmt samkomulaginu við forsetann. Geggjun mannsins er viðbrugðið.

Dónaldi Jóni hefur með orði sínu og æði tekist að örva Arabaþjóðirnar til dáða. Þær ætla að ráða ráðum sínum. Það hafa komið fram hugmyndir um að ríku olíuríkin aðstoði Jórdaníumenn og Egypta, láti Dónaldur Jón þrátt fyrir allt sverfa til stáls. Um er að ræða 3.2 milljarða (billion) dala árlega. Til samanburðar nema varasjóðir Persaflóaríkjanna um 700 milljörðum.

Sýni Dónaldur vígtennurnar í alvöru, verður fjandinn alla vega laus. Abraham samningurinn (Abraham Accords), sem Sádi-Arabar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain, Súdan og Marokkó undirrituðu, yrði þá í alvarlegu uppnámi.

Efnahagslega gæti líka komið krókur á móti bragði. Arabar gætu hætt að kaupa vopn frá Bandaríkjunum. Arabaríkin keyptu á tímabilinu 2018 til 2022 vopn fyrir 35 milljarða (billion) dala.

Þá yrði hergagnaiðnaðurinn hnugginn. Samtímis yrði það áþreifanlegur skellur fyrir stríðsmiðað efnahagslíf Bandaríkjanna. Í þeim skilningi þrífst bandarískt samfélag á stríði.

Þó er ekki útilokað, að viðræður Bandaríkjamanna og Rússa gætu skilað jákvæðum tillögum að friði, sérstaklega, ef Kínverjar tæku einnig þátt. Rússar hafa tekið afstöðu gegn þjóðarmorðinu á Gaza, en afstaða þeirra til Ísraels er torræð.

Rússar viðurkenndu Ísraelsríki á sínum tíma, þegar rússneskir Gyðingar streymdu þangað – að mestu vegna áróðurs, ágengni og ofbeldis Síonista í Austur-Evrópu. Afkomendur þeirra hafa fjölmargir rússneskan ríkisborgararétt.

Vinir Rússa í Aserbædsjan og Tyrklandi leyfa olíu að streyma til Ísraels. Í Sýrlandi hreyfðu Rússar ekki við árásarflugvélum Ísraela. En líklega má gera ráð fyrir, að Rússar styðji við bakið á Írönum, þegar Ísraelsmenn gera árás á þá með stuðningi Bandaríkjanna – fari allt á líklegasta veg, þ.e. framhaldsstríð gegn Írönum og Palestínumönnum.

Dónaldur Jón hefur lýst því yfir, að ekki verði staðið við þriðja áfanga samkomulagsins við Hamas, sem hann átti afdrifaríkan þátt í að stofna til.

„Leynisamkomulag“ um að hefja á ný stríð gegn Palestínumönnum var gert á stjórnarheimilinu. Nú vantar bara tilefnið. Það virðist í burðarliðnum. Palestínumenn eru ásakaðir um að hafa sprengt nokkra strætisvagna.

Að lokum má geta stórviðburðar í Beirut næstkomandi sunnudag; haldin verður minningarathöfn, helguð Hassan Nasrallah, leiðtoga Hisbolla, sem Ísraelsmenn myrtu í september í fyrra. Búast má við fjölmenni.

https://www.youtube.com/watch?v=-TvqmYTM-Gs&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://www.rnz.co.nz/news/world/542572/bombs-explode-on-three-buses-in-israel https://sonar21.com/an-israeli-false-flag-and-zelensky-cooks-the-polling-results/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.globalresearch.ca/arab-states-must-stop-trump-netanyahu/5880398 https://sonar21.com/an-israeli-false-flag-and-zelensky-cooks-the-polling-results/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.youtube.com/watch?v=ZETOpdB2GTw&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=3 https://www.youtube.com/watch?v=q38rB33rvjo&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=2 https://www.youtube.com/watch?v=e4_6ax8RYrw&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://mondoweiss.net/2025/02/israel-has-displaced-40000-palestinians-in-the-west-bank-unrwa-says/ https://steigan.no/2025/02/israelske-tjenestemenn-hamas-pastander-om-israels-vapenhvilebrudd-er-noyaktige/?utm_source=substack&utm_medium=email https://alexkrainer.substack.com/p/is-a-grand-bargain-between-us-and?utm_source=post-email-title&publication_id=1063805&post_id=157022320&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://michelchossudovsky.substack.com/p/donald-trump-transform-gaza-us-territory?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=156993503&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/how-britain-supported-zionism-and-prevented-palestinian-freedom/?utm_source=drip&utm_medium=email&utm_campaign=Your+Weekly+Roundup https://www.youtube.com/watch?v=Zp8AqAw_Ies https://www.youtube.com/watch?v=dNXLzpC3-Po&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://conflictsforum.substack.com/p/political-implosion-gathers-pace?utm_source=post-email-title&publication_id=3393451&post_id=157470868&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://abrahamshield.org/en/about https://abrahamshield.org/en/about https://jewishbusinessnews.com/2025/01/21/israeli-security-coalition-presents-abraham-shield-plan-to-trump-for-middle-east-stability/


« Síðasta færsla

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband