When Donald comes marching home again. Farvel NATO

Hrollvekjan – eða er það hrekkjavaka – heldur áfram fyrir “hauslausu” hænsnin í Evrópu. Pabbi ætlar – að því er virðist – að gera alvöru úr því að ganga af óskabarni Bandaríkjanna, Norður-Atlantshafsbandalaginu, dauðu.

Samningaviðræður Rússa og Bandaríkjamanna, að lofsverðu undirlagi Donald Trump, gengu vel. Skipaðir hafa verið starfshópar um lausn á helstu ágreiningsefnum.

Það ber ekki á öðru, en að Dónaldur Jón og hirð hans hafi fengið það raflost, sem Emmanuel segir stríðsóða leiðtoga Evrópu hafa fengið. Hirðin leggur nú stund á raunstjórnmál í Evrópu. En hvað gerist í Vestur-Asíu og í Austrinu, þar sem sólin rís?

Það ber ekki á öðru, en að nú hafi Bandaríkjamenn grafið fram fyrri tillögur Rússa um öryggi og varnir í Evrópu. Þeim var áður tekið með hroka og fyrirlitningu. Þetta á t.d. við um tillögu að öryggisfyrirkomulagi í Evrópu frá 2021, skömmu áður en hið skelfilega stríð í Úkraínu braust út.

Samtímis reynir hirðin að firra Dónald ábyrgð á uppbyggingu úkraínska hersins frá 2017, öflugasta staðgengilshers veraldar – trúlega – á sínum tíma. Herinn var útbúinn og þjálfaður samkvæmt Nató-stöðlum.

Hauslausu hænurnar í Evrópu geta með engu móti sætt sig við friðarumleitanir, sem í sjálfu sér eru miklu umfangsmeiri en nemur friði í Úkraínu. Þær safna því liði til frekari eyðileggingar og drápa í landi hinna þjáðu.

Unnendur Keisarans í Kænugarði komast varla hjá því lengur að sjá, að hann sé nakinn. Meira að segja kvenleiðtogar Íslands, ásamt Ursula, Kaia, Mette minkabana og grænu Annalena.

Áhersluatriði úr samningaviðræðunum spyrjast út. Sú frétt í Bild, þess efnis, að Bandaríkjamenn ætli sér – í samræmi við fyrrnefnd samningsdrög – að draga herlið sitt til baka úr úrþenslulöndum Nató, þ.e. þeim, sem gerðust aðiljar eftir 1990, hefur valdið hræðsluhrolli með stjórnmálamanna Evrópuríkja.

Nú er hætt við, að Keisarinn geti ekki á heilum sér tekið, því mörg þessara landa eru í nágrenni Úkraínu. Þau eru: Albanía, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Eistland, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía og Svíþjóð. Kósóvó kynni að fljóta með.

Nú veitir Keisaranum ekki af huggunarkjassi og kossum. Rólegur Keisari! Kristrún er á leiðinni. Flýttu þér, Kristrún! Keisarinn kynni að vera flúinn, þegar þig ber að Kænugarði, því stormsveitarforingi Dónaldar, Elon Musk, er líka á leiðinni. Og það er óneitanlega hætt við því, að ekki dugi lengur að tefla fram auðæfum í jörðu til að blíðka þá.

En nú er eins gott að fægja kindabyssurnar og setja Víkingasveitina í viðbragðsstöðu, landar góðir. Rússarnir eru nú loksins að koma, eftir sjötíu og fimm ára bið.

https://realnewsandhistory.com/anyt-02-19-25/ https://imetatronink.substack.com/p/some-sins-will-not-wash-away?utm_source=post-email-title&publication_id=1085164&post_id=157589805&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/an-israeli-false-flag-and-zelensky-cooks-the-polling-results/?jetpack_skip_subscription_popup https://rumble.com/v6mauvf-euusa-tensions-and-the-future-of-ukraine.html https://korybko.substack.com/p/the-us-governments-reportedly-shifting?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=157603887&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/det-irrelevante-europa-og-de-udugelige-politikerne/?utm_source=substack&utm_medium=email https://libertarianinstitute.org/news/putin-says-russia-ready-to-return-to-the-table-to-end-ukraine-war/ https://responsiblestatecraft.org/ukraine-minerals/?ct=t(RSS_EMAIL_CAMPAIGN)&mc_cid=6a4e3f2bd7&mc_eid=ae33554485 https://sonar21.com/ukraines-zelensky-forgets-the-first-rule-of-crisis-management-if-youre-in-a-hole-stop-digging/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.bbc.com/news/articles/c98143de75xo https://www.youtube.com/watch?v=Au_nQC7sXTM&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=2 https://steigan.no/2025/02/splittelsen-mellom-ukraina-og-usa-er-blitt-en-avgrunn/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.bild.de/politik/ausland-und-internationales/ukraine-krieg-europa-in-angst-geheimdienste-fuerchten-schon-us-abzug-67b479a5a918eb195a71efba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband