Ormagryfjan í Washington og afrek Donald Trump. Snjallhelsið

Donald Trump skýtur öðrum sviðsmeisturum og sjónhverfingamönnum skemmtanaiðnaðarins ref fyrir rass. Hann er einfaldlega framúrskarandi. En hver er maðurinn eiginlega? Hann heldur okkur stöðugt á tánum. „Hverju má búast við í dag,“ hugsa áreiðanlega margir í árið.

„Flestir þola andstreymi, en séu einstaklingi færð völd, kemur í ljós, hvern mann hann hefur að geyma,“ sagði Abraham Lincoln (1809-1965). Skynsamur maður. Þannig fólk hefur ekki sést á forsetastóli Bandaríkjanna, svo áratugum skiptir.

Skrifræðið í Bandaríkjunum stendur á öndinni. Skyldi eintrjáningurinn, Elon Musk, koma með tölvustrákasveitina sína til okkar í dag, hugsa þeir? (Væri ekki upplagt, að Kristrún Frostadóttir stigi í vænginn við Elon. Þau gætu stigið snotran tangó?)

Washington Post skýrir frá því, að DOGE-sveit Elon hafi sópað fjórtán alríkisstofnanir. Margir sveitarmanna hafa tengsl við fyrirtæki Elon, segir Pósturinn. Nýlega sópuðu þeir Fjármálaráðuneytið. Þar var margur maðkur í mysunni og aur að hafa fyrir ríkiskassann. Dennis Kucinich nefnir „Ríkisendurskoðun“ (Government Accountability Office) til sögu. Samkvæmt skýrslu stofnunarinnar hurfu 2.7 billjónir dala síðustu tuttugu árin út í veður og vind – 269 milljónir 2023.

Hinn kunni Scott Ritter bíður og vonar, að senn komi að Menntamálaráðuneytinu. Þar segir hann, er ormagryfjan engu lík, nema ef væri Alþjóðaþróunarskrifstofa Bandaríkjanna (U.S. Agency for International Development Office – USAID – Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna) og CIA.

Allar þrjár stofnanir eru ríki í ríkinu, CIA þó skænuhættust veröldinni, ábyrg fyrir alls konar viðbjóði. Scott ýjar meira að segja að því, að þar um borð séu hreinræktaðir glæpamenn – sem jafnvel mætti vista í pyndingafangelsinu á Quantanamo. Dónaldur ætlar sér að flytja þangað ólöglega innflytjendur.

Þörfin er rík fyrir grandskoðun á fjárreiðum í öllum þessum spillingarkerfum. Um milljarður (billion) spillingardala rennur í gegnum fjársýsluna í viku hverri. Á ársgrundvelli, samkvæmt Michael Snyder, er um yfirskilvitlega upphæð að ræða: 1.000.000.000 dali. Þeir endurskoðendur, sem kunna á reiknistokk, segja skuldir alríkisins nema um fjórfaldri þeirri upphæð, sem upp er gefin í opinberum reikningi. Upphæðin er enn þá yfirskilvitlegri eða 158 trilljónir (trillion) dala.

Það er ekki furða, þótt Elon-gengið hafi rekið í rogastans og sært starfsmenn til að bæta fjárreiðurnar m.a. með því að auðkenna þær betur, svo þær verði rekjanlegri.

Lokun fjárausturstofnana á borð við USAID munar trúlega litlu, þegar um slíkar upphæðir er að ræða. En Elon á eftir að koma víðar við, því ótæpilega er ausið. Tveim gamalgrónum áróðursstofnunum Bandaríkjanna í Evrópu, Radio Free Europe og Voice of America, verður t.d. lokað. Þær eru gamaldags, segir hann. En hann má líta sér nær, t.d. í herbúðir stuðningsmanna Dónalds og hans sjálfs.

Samkvæmt Greyzone hefur stofnun á þeirra vegum (International Republican Institute) greinilega átt í samkeppni við USAID á kynskiptingamarkaðnum. T.d. fjármagnaði hún danssýningar kynskiptinga í Bangaladesh sem lið í undirróðri gegn lýðræðislega kjörinni stjórn – sem féll.

Það líta ekki allir á Dónald sem frelsara. Emanuel Pastreich, segir m.a. á þessa leið: Það er þyngra en tárum taki að sjá svo margar týndar sálir óska hverri annarri til hamingju með viðurkenningu þingsins á Tulsi Gabbard og Robert Kennedy. [Tulsi hefur heitið stuðningi við löggjöf um hert eftirlit með þegnum landsins og Róbert við bólusetningaáætlanir „Landlæknis.“] Þau eru spilltir og deigir stjórnmálamenn, sem hafa þagað þunnu hljóði, meðan illgjörn gengi hafa yfirtekið Alríkisstjórnina og varpað ljóma á Dónald og Elon.

Hirðin í kringum Dónald hefur lagt til fordæmalausrar atlögu við stjórnkerfið með óskammfeilni, mútum og ofbeldi. Hún stefnir að því að bræða saman herstjórnina á norðurslóðum (United States Northern Command), Alríkilögregluna (FBI), Innflytjenda- og tollaeftirlitið (Immigration and Customs Enforcement) og leyniþjónustur (intelligence agencies) í eina ofurkúgunarstofnun.

Hún mun hvorki þjóna elliærum Dónaldi né sjálfhverfa valdsperrileggnum, Elon Musk, heldur myrkrastjórn milljarðamæringanna, sem í hyggju hafa að vopnvæða bandarísk yfirvöld til stafrænnar atlögu við eigin þegna og veröldina alla. [Hluti af vopnvæðingunni eru gervigreindarmenni og önnur tölvumenni. (Snjallhelsi með öðru orði.)]

Hugsunin er að brjóta niður allar stjórnarstofnanir, sem sinna þörfum borgaranna, og selja almannaeigur til hæstbjóðanda eða þess fjármagnseiganda, sem best er tengdur.

Það gefur auga leið, að í ljósi spillingar í FBI er stjórn Dónaldar ekki að stuðla að gagnsæi. Þess í stað notfærir hún sér rotnun hennar (og nefndra stofnana) til réttlætingar á því að gera sér allt stjórnkerfið að vopni.

Það eru engar vísbendingar um það, að Dónaldur hyggist hætta afskiptum bandarísku stjórnarinnar af þjóðum erlendis eða þá að láta af njósnum og kúgun eigin þegna.

Nisha og John W. Whitehead taka að sumu leyti í sama streng, gjalda varhug við því að vanvirða stjórnarskrá og stjórnarfarsreglur. Allur hamagangurinn og fjaðrafokið er til þess fallið að fela sköpunarverkið, alræðisstjórn (autocracy), þar sem einkalíf, lög og réttur, málfrelsi og jafnræði, munu háð því, hvort hlutaðeigandi sé verðugur slíkra hlunninda eða réttar.

Ætli Dónaldur að spara að gagni verður að brýna busana á CIA, hernum og uppihaldi heilla þjóða eins og Jórdana, Ísraelsmanna og Egypta og fl., ásamt vopnasendingum hingað og þangað. En þá missa hergagnaframleiðendur djúpríkisins vissulega spón úr aski sínum og styggjast. Því er það líklega sem ókleifur hamar.

Enda þótt fjárstreymi til opinbers rekstrar í Úkraínu hafi verið stöðvaður, streyma hergögn þangað enn, að kunnugustu manna yfirsýn. Þau eru ekki bara frá Bandaríkjunum heldur einnig Ísrael, Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Nató ber sér enn á brjóst. Kannski Íslendingar ætli sér þrátt fyrir allt að vinna bannsett stríðið.

Í fljótu bragðist virðist Dónaldur vera að draga að sér þreifiarma heimsveldisins eins og Rómarkeisarar gerðu á sínum tíma til að stöðva hrun Rómverska heimsveldisins. Stjórnendur Rómarveldis bjuggu líka við organdi spillingu og hernaðarófarir, kúguðu önnur ríki og misstu tök á fjárreiðunum. En Rómarveldi varð ekki bjargað. Nú er að sjá, hvort Dónaldi tekst að bjarga Bandaríska heimsveldinu.

En efnahagsaðgerðir á borð við alþjóðlegt viðskiptastríð og tollahækkun, sem hækka munu verðlag í landinu og jafnframt gengi dalsins, eru trauðla réttu stjórntækin. Með hliðsjón af stórkostlegri skuldasönnun eru skuldir Bandaríkjanna slæmur fjárfestingakostur. Og það er varla uppörvandi, að nú veðja vogunarsjóðir á kollsteypu bandarísks efnahagslífs.

Samfara endurreisnarviðleitninni fjölgar þeim, sem vísa á bug frelsun bandarískra stjórnvalda í nafni lýðræðis, frelsis og mannréttinda. Þeim fjölgar einnig, sem hrís hugur við vopnavaldi þeirra, menningar- og stjórnmálaáróðri, svo og efnahagsofbeldi.

Starfsmönnum Alþjóðglæpadómstólsins (Alþjóðasakamáladómstólsins) er nú refsað efnahagslega og með skerðingu ferðafrelsi þeirra. Herskáustu þingmenn á þingi Bandaríkjanna hafa meira að segja hótað vopnavaldi fyrir þær sakir að gefnar voru út handtökubeiðnir á tvo leiðtoga Ísraels, barnamorðingjana Benjamin Netanyahu og Yoav Gallant. Nú sætir Suður-Afríka viðskiptahótunum vegna málflutnings fyrir nefndum dómstóli.

Útgjöld til hernaðar eru ógnarhá, enda hafa Bandaríkamenn dreift herstöðvum um allan heim. Mestur hefur vöxturinn verið á Norðurlöndum. Fáar þjóðir eru stríðskærri og hollari hervaldi Bandaríkjanna. Herstöðvarnar munu nú vera upp undir 800 talsins. Sparnaður yrði gífurlegur, væri þeim lokað. En þegar kötturinn er fjarri dansa mýsnar á borðinu.

Ef hermannaskarinn, sem ver Bandaríkin og okkur hin fyrir kommúnistum, yrði kallaður heim, gæti Dónaldi orðið sá vandi á höndum að koma þeim í vinnu. Vinnu er varla að fá, nema þá kannski hjá Tollgæslunni. Hugsanlega bættust þeir í hóp 36 milljóna Bandaríkjamanna, sem lifa í fátækt.

https://denniskucinich.substack.com/p/from-oversight-to-overlooked-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1441588&post_id=156945013&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://michaeltsnyder.substack.com/p/12-facts-about-the-deindustrialization?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=156954147&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/us-imperialism-guantanamo-torture-migrant-detention?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=156902930&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=toJdZQvTaAU&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=FvpHy6U4IZw&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=5 https://steigan.no/2025/02/elon-musk-vil-stenge-radio-free-europe-og-voice-of-america/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/usaid-ingen-bistandsorganisasjon-men-et-apparat-for-regimeskifter-og-undergraving/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.dailymail.co.uk/news/article-14348965/Hedge-funds-massive-bet-stock-market-crash-raises-alarm.html https://michaeltsnyder.substack.com/p/11-signs-that-a-recession-in-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=156883539&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/trump-oligarchic-dysfunctional-disruptive-global-economy/5879132 https://www.globalresearch.ca/underestimating-americans-coming-plunge-dictator-donald/5879122 https://search.wikileaks.org/?query=National+Endowment+for+Democracy&exact_phrase=&any_of=&exclude_words=&document_date_start=&document_date_end=&released_date_start=&released_date_end=&include_external_sources=True&new_search=True&order_by=most_relevant#results https://steigan.no/2025/02/wikileaks-har-publisert-over-45-000-dokumenter-om-den-lyssky-aktiviteten-til-usaid/?utm_source=substack&utm_medium=email https://search.wikileaks.org/?query=National+Endowment+for+Democracy&exact_phrase=&any_of=&exclude_words=&document_date_start=&document_date_end=&released_date_start=&released_date_end=&include_external_sources=True&new_search=True&order_by=most_relevant#results https://steigan.no/2025/02/wikileaks-har-publisert-over-45-000-dokumenter-om-den-lyssky-aktiviteten-til-usaid/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/usaid-har-finansiert-mer-enn-6200-uavhengige-journalister-over-hele-verden/?utm_source=substack&utm_medium=email https://solarireport.substack.com/p/trump-administration-digital-control?utm_source=substack&utm_medium=email https://unlimitedhangout.com/2025/02/press/tom-bilyeus-impact-theory/ https://denniskucinich.substack.com/p/firing-america-the-federal-worker?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/president-trump-obsession-tariffs-economic-ruse-political-blackmail/5879249 https://www.youtube.com/watch?v=vydAb4RR1iI https://www.youtube.com/watch?v=UfoF-aHQlxk https://corbettreport.substack.com/p/usaid-is-a-deep-state-trojan-horse?utm_source=post-email-title&publication_id=725827&post_id=156723382&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://cynthiachung.substack.com/p/elon-musk-as-tesla-20-the-legacy?utm_source=post-email-title&publication_id=309240&post_id=156127210&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/the-empire-self-destructs?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=156697133&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/showmannens-storste-geopolitiske-innenfra-og-ut-losning/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=iZtXQNDJJm4&t=1717s https://michaeltsnyder.substack.com/p/the-greatest-heist-of-all-time-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=156820430&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.naturalnews.com/2025-02-05-true-us-national-debt-exceeds-158-trillion.html https://archive.md/V9e1o#selection-565.0-573.380


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband