Gerviveröld galgopanna í Washington, gervigreind og stjörnustríð

Stundum virðist Donald Trump og hirð hans lifa í einhvers konar gerviveröld sýndarmennsku. Fáfræði um veröldina og stöðu Bandaríkjanna getur orðið ærandi. Það á t.d. við um stríðin, sem Bandaríkin stunda.

Þjóðir fyrir botni Miðjarðarhafs – aðrar en Ísraelar – þráast við að hlýða tilskipunum Dónaldar. Egyptar og Jórdaníumenn mögla, þegar Dónaldur tumpar að þær skuli hýsa 1.9 milljónir Palestínumanna. (Það er ráðgáta, hvað varð af hinum 400 þúsundunum, sem bjuggu í Gaza, áður en Ísraelar, með stuðningi Nató og Bandaríkjanna, hófust handa við að sprengja byggðina í rústir og fækka fólki – einkum börnum og mæðrum þeirra.) Líbanar gerast líka svo djarfir að kjósa Hisbolla til stjórnarsetu í trássi við tilskipanir að vestan.

Það er fjarri því, að Ísraelar hafi borið klæði á vopnin. Þeir bæta við landnám sitt, treysta stöðuna í Sýrlandi og samhæfa – að því er virðist – landnám og hernaðaraðgerðir með Abu Mohammad Al-Jolani (Ahman al-Sharaa), sem er forystusauðurinn í afhausarastjórn Nató. Sérsveitir hennar biðu smánarlegum ósigur á dögunum gegn líbönskum ættbálki á landamærunum.

Þetta er trúlega forsmekkurinn að því, sem koma skal. Þegar litið er til þess, að einnig hafa brotist úr skærur milli Bandaríkja-Kúrda og Tyrkja, kynni svo að fara, að bandaríski heraflinn fengi í nógu að snúast. Og svo kulna ástir Ísraelsmanna og Tyrkja, að sögn.

„Leynisamkomulag“ (á hebresku) Barnamorðingjans við ofstækisfyllstu stjórnarliða, kveður á um að hefja aftur árásir á Gaza um leið og gíslum hefur verið skilað. Ísraelski herinn er í viðbragðsstöðu. Það þykir ekki ólíklegt að fundin verði átylla til réttlætingar á nýju morðsvalli eins og átti sér stað 7. október 2023, þegar Ísraelski varnarherinn fékk skipun um að draga úr landamæravörslu og drepa Ísraela í haldi Hamas (Hannibal tilskipunin). Ísraelsstjórn vissi eðli málsins samkvæmt um innrás Hamas og fleiri samtaka, löngur áður en hún átti sér stað.

Hamas hefur vaxið ásmegin og nýliðar flykkjast að. Sama má segja um Hisbolla í Líbanon og Húta í Jemen, sem hvergi hvika. Sameinaðir flugherir og flotar Bandaríkjamanna, Breta, Ísraela og fleiri, hafa ekki komið þeim á kné. Þeir fara að alþjóðlögum. Lögin bjóða, að þjóðir heims skuli steðja til hjálpar þjóð, sem reynt er að myrða. Og þessir „hryðjuverkamenn“ vita sjálfsagt um djúpsprengjurnar, sem Dónaldur hefur sent Ísraelum – væntanlega í Guðs nafni.

Á Vesturbakkanum halda Ísraelar ótrauðir áfram landnámi, studdir af palestínskum leppum sínum undir stjórn Mahmoud Abbas. Herlið hans er þjálfað af Bretum.

Jared Kushner, tengdasonur Dónaldar og ráðgjafi, er tilbúinn með „teikningar“ af nýju Rívíerunni og áætlanir um nýtingu gas- og olíuauðlinda Gazabúa eru vafalaust tilbúnar líka.

Eins og tæknijöfrarnir í hirð Dónaldar hafa bent á, eru gömlu hergögnin að verða úrelt. Þeir vísa veginn; stafræn tækni, gervigreind, himintunglaeftirlit og -vopn. Veður- og stjörnustríð er næsti áfangi. Æfingar og prófun þessarar tækni fer nú fram bæði á Gaza og í Úkraínu.

Stargate – alltumlykjandi gervigreindarguð í skýjunum með augu í hvers manns koppi – er í burðarliðnum. Bandarískir skattgreiðendur eiga að styrkja verkefnið. Samtímis er Bitcoin-svikamylla í deiglunni.

Viðleitni friðarforsetans til friðarsamninga ganga treglega. Rússum er enn þá boðið upp á skilmála, sem eru óaðgengilegir. Rússar kynntu skilmála sína fyrir löngu síðan. Samtímis leggur hirð Dónaldar sig fram um að móðga rússneska þjóð og hóta henni. En þreifingar eiga sér stað. Það er jákvætt í sjálfu sér.

Dónaldur og samningamenn hans virðast lifa í heim óskhyggjunnar. Þeir eru haldnir þeirri sannfæringu, að Rússum megi skáka með hliðsjón af tapi Úkraínu/Nató á vígvellinum og bágbornum efnahagi þeirra. Síðustu svigurmæli Dónaldar lúta að verðmætum málmum í jörðu. Honum þykir upplagt að Bandaríkjamenn fái þá í skiptum fyrir fjárfestingu sína í Úkraínu, ógnarlegar upphæðir í alls konar aðstoð. En biðröð lánadrottna er löng og bandarísk/alþjóðleg fyrirtæki hafa keypt hina frjósömu mold Úkraínumanna að miklu leyti.

Það hlýtur senn að renna upp fyrir hirðinni í Washington og Brussel, að stríðið sé tapað. Og í ljósi hrakfara í Kursk – með aðstoð Breta eins og oft áður – er ólíklegt, að slík ævintýri verði reynd aftur. En Nató heldur uppteknum hætti og gerir eldflaugaárásir langt inn í Rússland og eyðileggur gas- og olíuleiðslur.

Úkraínskir drengir vilja einfaldlega ekki æða út í opinn dauðann. Því stoðar lítt að senda hergögn og þjálfa piltana. Þeir eiga fótum sínum fjör að launa eins og sannaðist með nýju ofurherdeildina eða stórfylkið (brigade), sem Frakkar þjálfuðu og bjuggu út með nýjasta drápsnesti. Hún gufaði upp að verulegu leyti.

Drög að friðarsamningi, sem Nató kom í veg fyrir að yrði undirritaður í upphafi þessa skelfilega stríðs, eru nú úrelt.

Íranar ljá ekki máls á samningum. Þeir treysta ekki Bandaríkjunum, sem steypt hafa stjórn Írans, stunda látlausan undirróður í landinu, myrða erindreka og embættismenn og rífa samningsdrög í tætlur eins og stórleikarinn sjálfur gerði fyrir nokkrum árum.

Æðsti klerkur Írans er að sönnu í tengslum við Múhammeð spámann. Spámaðurinn ræður honum frá stríði. En bæði Benjamin Netanyahu og Donald Trump eru líka í sambandi við Guð eins og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna á árunum 2001-2009. Guðinn hans var - eins og Guð Benjamíns og Dónaldar - stríðsguð. George sagði:

„Ég er hvattur til dáða í ætlunarverki Guðs. Guð hvíslaði að mér: „George! Farðu í stríð við þessa hryðjuverkamenn í Afganistan. Og það gerði ég. Og svo sagði Guð við mig: George, farðu og upprættu kúgun í Írak. Og ég gerði það.“

Hvað ætli Guð hafi skipað kærleikstvennunni, Dónaldi og Benjamín, að gera? Einhver hvíslaði í eyra Joseph Biden að senda smokka fyrir 50 milljónir dala til Gazabúa. Ætli smokkur verði í askana látinn?

https://responsiblestatecraft.org/trump-ending-war-ukraine/ https://21stcenturywire.com/2025/01/09/russia-holds-all-cards-in-ukraine-patrick-henningsen-talks-to-daniel-davis/ https://www.youtube.com/watch?v=-Gr57wVkOfg https://glenndiesen.substack.com/p/peace-agreement-to-end-the-ukraine?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=155098845&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/washington-proxies-attack-turkstream/5877466 https://www.kitklarenberg.com/p/its-official-us-abandoning-ukraine?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=155439613&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=uceuuwmBrv0 https://www.youtube.com/watch?v=wx8APuZxMFc&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=4 https://steigan.no/2025/01/ukrainske-festningsbyer-faller-som-korthus-og-det-snakkes-om-fred-innen-100-dager/?utm_source=substack&utm_medium=email https://mfeldman.substack.com/p/the-ukraine-war-suddenly-falling https://www.kitklarenberg.com/p/krynky-very-british-military-cataclysm?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=156480164&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://21stcenturywire.com/2025/02/01/ukraine-is-it-too-late-for-trump-to-get-a-deal-with-moscow/ https://steigan.no/2025/01/hvordan-den-usa-stottede-oransjerevolusjonen-satte-ukraina-pa-veien-til-krig-med-russland/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2025/01/trump-zelensky-gikk-bort-fra-avtalen-bestemte-seg-for-a-kjempe/?utm_source=substack&utm_medium=email https://responsiblestatecraft.org/ukraine-155th-brigade/?ct=t(RSS_EMAIL_CAMPAIGN)&mc_cid=e3540d179e&mc_eid=ae33554485 https://steigan.no/2025/01/hamas-rekrutterte-15-000-nye-krigere-siden-den-israelske-invasjonen-av-gaza/?utm_source=substack&utm_medium=email https://michaeltsnyder.substack.com/p/why-we-need-doge-5-crazy-examples?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=156050193&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/the-western-way-of-genocide?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=156257685&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/primary-cause-october-7-donald-trump/5878709 https://steigan.no/2025/02/israelsk-militaer-konstruksjon-i-syria-skaper-frykt-for-langvarig-okkupasjon-av-sor-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/loslatte-palestinere-forteller-om-tortur-i-israelsk-fangenskap/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=Fhnd3-IWlSY https://www.youtube.com/watch?v=A8EPJuyptqQ https://www.kitklarenberg.com/p/britains-secret-palestinian-authority?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=156924835&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://covertactionmagazine.com/2025/01/24/an-exclusive-interview-with-hamas/?mc_cid=787531b0e4&mc_eid=5cd1ec03b1 https://www.middleeastmonitor.com/20250203-israeli-prisons-graves-for-the-living-euro-med-rights-group/ https://michelchossudovsky.substack.com/p/israel-fake-ceasefire-pause-genocide?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=156533864&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/why-does-donald-trump-want-to-transform-gaza-into-a-u-s-territory/5879488 https://electronicintifada.net/blogs/asa-winstanley/army-was-ordered-kill-israelis-7-october-defense-minister-confirms https://www.globalresearch.ca/trump-oligarchic-dysfunctional-disruptive-global-economy/5879132 https://gilbertdoctorow.com/2025/02/11/waiting-for-the-munich-security-conference-to-open-what-peace-plan-is-team-trump-bringing/ https://sonar21.com/putin-dumps-bucket-of-reality-cold-water-on-trump/?jetpack_skip_subscription_popup https://rumble.com/v6j8mqa-crosstalk-bullhorns-terms-of-negotiations.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/unbalanced-chemistry-trump-musk-maga-era/5879656 https://www.youtube.com/watch?v=ehFIpGcHA7s&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://21stcenturywire.com/2025/02/07/21wire-live-trumps-gaza-timeshare-usaid-with-patrick-henningsen-freddie-ponton/ https://beeley.substack.com/p/trumps-warp-speed-middle-east-foreign?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=156679512&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://solarireport.substack.com/p/trump-administration-digital-control?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/trumps-vision-for-palestine-no-palestinians-towards-greater-israel-in-warp-speed/5879636 https://www.indianpunchline.com/netanyahu-entraps-trump-in-a-quagmire/ https://www.youtube.com/watch?v=dtaIHr5S0ts https://conflictsforum.substack.com/p/who-trapped-whom-trump-or-netanyahu?utm_source=post-email-title&publication_id=3393451&post_id=156859229&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=emai https://steigan.no/2025/02/libanon-trosser-trump-hizbollah-og-allierte-blir-med-i-ny-regjering/?utm_source=substack&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/the-empire-self-destructs?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=156697133&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


« Síðasta færsla

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband