Það eru mikil umbrot í stjórnmálum Evrópu. Ætli um sé að ræða uppreisn almennings gegn ríkjandi stjórnmálaaðli, sem tilbiður Drottin alheims í Davos?
Hirðmenn hans týna reyndar tölunni á alþjóðavettvangi líka. Valkyrjurnar, Justin Trudeau í Kanada, Jacinda Ardern á Nýja-Sjálandi og Katrín Jakobsdóttir á Íslandi, eru horfnar úr stjórnmálum á heimavelli. En öll munu fá venjunni samkvæmt feitar stöður á vegum Alþjóðaauðvaldsins. Jacinda og Katrín eru reyndar komnar á bás.
Það örlar á uppreisn í Austurríki, Frakklandi, Bretlandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Slóvakíu, Rúmeníu og víðar. Lýðræðið er að verða valdhöfum Þrándur í Götu.
Forseta Ungverjalands hefur verið útskúfað meira eða minna, reynt var að ráða forseta Slóvakíu, Robert Fico, af dögum, og nú hafa Úkraínumenn skrúfað fyrir mikilvæga gasleiðslu til Vestur-Evrópu. Eins og kunnugt er sprengdu máttarvöld þeirra líka gasleiðslu Rússa, Þjóðverja og fleiri Evrópuþjóða, í Eystrasalti.
Nú hótar Katar aukin heldur að skrúfa fyrir gas til Evrópusambandsins, leggi Sambandið ekki á hilluna áætlanir um refsitolla vegna mannréttindabrota, svo og náttúrverndartolla. Donald Trump hótar öllu illu, nema Evrópubúar kaupi meira af rándýru gasi frá Bandaríkjunum.
Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjamanna gagnvart Rússum stuðla að efnahagslegri hnignun beggja, en efnahagslegum vexti í Rússlandi. Nú er svo komið, að meira að segja Sádar flytja inn rússneska olíu. Verð á orkumarkaði stígur til himins.
Á meðan er efnahagur Þýskalands (og fleiri Evrópuríkja) í frjálsu falli. Og það er náttúrulega Vonda-Valda að kenna eins og kuldatíðin á Íslandi og brunarnir í Englaborginni.
Eins og menn kannski muna, voru forsetakosningarnar í Rúmeníu áttunda desember 2024 ógiltar. Calin Georgescu er andsnúinn stríðinu í Úkraínu, herstöðvauppbyggingu Nató í Rúmeníu og alræðisvaldi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, þar sem hann starfaði.
Calin hefur auk þess ljóstrað upp um ólifnað yfirstétta, embættismanna og auðjöfra á alþjóðvettvangi, m.a. svívirðilegt athæfi þeirra gegn börnum.
Valkostur fyrir Þýskaland (Alternative für Deutschland) í Þýskalandi er einnig óþægilegur ljár í þúfu Embættisdrottnunum í Evrópusambandinu, sem er eins konar kirkjudeild í Alheimsríkiskirkjunni með höfuðstöðvar í Davos.
Það sama á við um Nató og undirheimadeild þess, sem oft er kennd við Gladio. Hennar hlutverk er m.a. að stuðla að réttum kosningaúrslitum í Evrópu, jafnvel með mannránum (Aldo Moro) og hryðjuverkum, ef verkast vill.
En ráðabruggið fer ekki eins leynt og áður var. Viðskiptajöfurinn og Evrópusambandströllið, Thierry Breton, segir t.d. á þessa leið:
Við verðum að framfylgja lögum Evrópu, þegar reynt er að fara í kringum þau og hætta er á, að lögleysan leiði til vandræða. Við gerðum þetta í Rúmeníu og vitaskuld verður að gera það í Þýskalandi, beri nauðsyn til.
Stefnumál Valkostsins fara verulega fyrir brjóstið á Thierry. Fulltrúi flokksins, Alice Weidel, lét hafa eftir sér:
Þann 23. febrúar mun verða ákveðið, hvort þjóð vor nái að brjóta hlekki aukinnar verðbólgu, afiðnvæðingar, offjölgunar flóttamanna, skattaráns, aukins atvinnuleysis og yfirvofandi hættu á stríði. Það eru þó miklu fleiri sem sjá, að Þýskaland sé á heljarþröm.
Þýski embættis- og stjórnmálamaðurinn, Michael von der Schulenburg, segir stefnu Evrópusambandsins gagnvart Úkraínu vera múgvitfirringu. Svipuð viðhorf má sjá hjá fleiri vitibornum stjórnmálamönnum, embættismönnum og herfræðingum Þjóðverja. Leiðtogar þar eins og vitfirringarnir í Washington virðast lifa í heimi veruleikafirringar og óskhyggju.
Allt er þetta vissulega eitur í beinum auðjöfra- og bankaúrvalsins í Davos, City og London og Wall Street. Það eru þess ær og kýr að heyja stríð með ýmsum hætti til að auka völd sín og auðævi og leggja okkur í tæknilæðing, svo við látum betur að stjórn.
Stefna Íslendinga er athygliverð. Í kosningum losuðu þeir sig við Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri-græn, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk flokka á jafnaðarmennsku- og vók-rófinu. Fylgi VG rann til Samfylkingar, hinna til Viðreisnar í miklum mæli.
Stjórnin, sem Íslendingar losuðu sig við, endurholdgast því í Valkyrjustjórninni. Grýlusjórn gæti þó fremur verið réttnefni. Hún styður heilshugar undirlægjuhátt gagnvart Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Nató, knúsar og kyssir karlana í Kænugarði og vill endilega sækja um aðild að öðru deyjandi bandalagi, Evrópusambandinu. Hún er andsetin grænu geggjuninni og kynjavitfirringu, sem alþjóðaauðvaldið m.a. beitir til að rugla fólk í ríminu og firra það heilbrigðri skynsemi.
Hvenær ætli stígi fram á sjónarsviðið stórhuga stjórnmálamenn, sem hafa þroska, þekkingu og vilja, til að hrista af sér hlekki for- og samtíðar, lýsa aftur yfir hlutleysi og friðarvilja íslenskrar þjóðar - og móta sjálfstæða utanríkisstefnu?
Eins og kunnugt er leitar klárinn þangað, sem hann er kvaldastur. Íslendingar lifðu örfá ár í reisn og frelsi undan áþján, áður en þeir játuðust undir Bandaríkin (varnarsamningur) og Nató. Frelsið varð þeim um megn.
https://deutsche-wirtschafts-nachrichten.de/710921/dwn-interview-mit-harald-kujat-ukraine-unterstuetzung-ohne-friedensstrategie?src=undefined https://www.youtube.com/watch?v=4pdFI3iUlIY https://korybko.substack.com/p/germany-is-preparing-to-assume-partial?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=146302317&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/07/tyskland-vi-ma-forberede-oss-pa-en-landkrig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.welt.de/politik/deutschland/plus252253496/Nato-versus-Russland-Wir-muessen-uns-im-Schwerpunkt-auf-einen-Landkrieg-vorbereiten.html https://steigan.no/2024/03/avindustrialisering-uten-sidestykke-i-tyskland/?utm_source=substack&utm_medium=email https://unherd.com/2024/02/flailing-germany-is-the-future-of-europe/ https://steigan.no/2024/02/den-brutale-avindustrialiseringa-av-tyskland/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=5oKH90ObbY8 https://steigan.no/2024/12/begynnelsen-pa-slutten-for-det-tyske-miraklet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=T_oGKW07WBs&t=3s https://steigan.no/2025/01/krigsdagbok-del-152-1-til-3-januar-2025/https://steigan.no/2025/01/krigsdagbok-del-152-1-til-3-januar-2025/ https://www.br.de/nachrichten/deutschland-welt/die-ampel-in-der-krise-wie-koennte-es-weitergehen,UTGUZAN https://steigan.no/2024/09/fra-volkswagen-til-thyssenkrupp-gigantene-i-tysk-industri-vakler/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/09/tysklands-forsommelse-av-nasjonale-interesser/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/09/den-tyske-okonomien-kollapser-helt-apenlyst/?utm_source=substack&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/germany-and-the-eu-abandon-reason https://x.com/RMCInfo/status/1877247698241266060?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1877247698241266060%7Ctwgr%5Eddfbf57d522210028bf135cde1afbfa4d62ed168%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fsteigan.no%2F2025%2F01%2Fvi-annullerte-valget-i-romania-og-vi-kan-gjore-det-samme-i-tyskland%2F https://steigan.no/2025/01/vi-annullerte-valget-i-romania-og-vi-kan-gjore-det-samme-i-tyskland/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Myrkur gæti varað klukkustundum saman ef það gýs
- Einn fluttur með þyrlu eftir að lyftara var ekið á vegg
- Íbúar á Hlíðarenda ekki verið upplýstir
- Listi þess sem má fara betur í samfélaginu er langur
- Holur á götum valda tjóni
- Færa fluglitakóða upp á gult
- Minnir á kvikuinnskot
- Þetta er ansi öflug hrina
- Öflug skjálftahrina í Bárðarbungu
- Bætir í úrkomu á vestanverðu landinu