Utanríkismálastefna Íslendinga og ofurlítið um öryggi, kyn, helvítishlýnun og lýðræði: Þriðji hluti

Enn er hnykkt á friðsemdar- og lýðræðiseðli Nató á heimasíðu þess:

„Atlantshafsbandalagið styður við lýðræðisleg gildi og gerir aðildarríkjunum kleift að ráðfæra sig og vinna sameiginlega að varnar- og öryggismálum til að takast á við úrlausnarefni, efla traust og koma í veg fyrir átök til langframa.

Atlantshafsbandalagið er skuldbundið til að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn deilumála. Ef ekki reynist unnt að leiða ágreining til lyktar með diplómatískum leiðum hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða til að koma á stjórn á hættutímum

„NATO ákvörðun“ er sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna, þar sem allar ákvarðanir þarf að samþykkja samhljóða.“

Samkvæmt þessu ætti að vera ljóst, að Íslendingar bera fulla ábyrgð á starfsemi Nató.

Illugi Jökulsson, segir um inngönguna: „Forystumenn þeirra þriggja flokka sem sátu þá í ríkisstjórn voru allir eindregnir stuðningsmenn aðildar Íslands að NATO en það voru Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Það var því enginn vafi á að aðildin yrði samþykkt með yfirburðum þegar hún kom til atkvæða við fyrri umræðu 29. mars og svo aðra umræðu daginn eftir.“

Hugsun forsætisráðherra, Ólafs Tryggvasonar Thors (1892-1964), er einkar áhugaverð:

„Atlantshafssáttmálinn liggur nú fyrir, hefur legið fyrir umheiminum um nokkurt skeið, og þá einnig fyrir okkur Íslendingum. Hann er sáttmáli um það, að frjálsar þjóðir efni til frjálsra samtaka til varðveislu friðarins í veröldinni. Hann er hollustueiður frelsisunnandi þjóða til friðar, jafnrjettis og sjálfsákvörðunarrjettar. …

Hann er sáttmáli um það, að aldrei skuli herstöðvar vera á Íslandi á friðartímum. Hann er sáttmáli um það, að Íslendingar láni baráttunni fyrir frelsinu, sömu afnot af landi sínu, ef til átaka kemur sem þeir gerðu í síðustu styrjöld. Hann er sáttmáli um það, að reyni nokkur nokkru sinni að teygja hramm sinn yfir fald fjallkonunnar, þá rísi 330 milljónir best menntu þjóða veraldarinnar upp til varnar frelsi hennar og fullveldi. Sáttmálinn er mesti og merkasti friðarsáttmáli, sem nokkru sinni hefur verið gerður í heiminum.“

Þegar Ólafur talar um að lána landið „í baráttu fyrir frelsinu,“ á hann vísast við varnarsamninginn fyrri við Bandaríkin frá 7. júlí 1941. Sá síðari var gerður tíu árum síðar fyrir tilstuðlan Nató. Þá var Bjarni Ben., eldri, utanríkisráðherra. Hernámsliðið breytti um ham og varð varnarlið, sem hvarf á brott 2006.

En nú er varnarlið komið aftur að vestan, því rússneski björninn er á leiðinni að austan. Það fer hrollur um mig við þá tilhugsun, að hann leggi hramminn „yfir fald fjallkonunnar.“ Það er skýrt brot á alþjóðlögum um samskipti kynjanna.

Inngangsorð téðs samnings eru eftirtektarverð: „Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu …

Ekkert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig, að það raski úrslitayfirráðum Íslands yfir íslenskum málefnum.“

Þetta er hér um bil skemmtilegur þvættingur. Ýgir nágrannar ráðast á Íslendinga og sýna þar með fram á, að þeir geti ekki varið sig. Því þurfi að gera varnarsamning við árásarþjóðirnar, svo öryggi Íslendinga og þeirra verði ekki stefnt í hættu.

Og svo er „tvísýnt um alþjóðamál“ rétt eins og nú, þegar Nató – verndari vor sérstaklega – fer með ófriði á hendur hverju ríkinu á fætur öðru.

Ólafi og Bjarna tókst að sannfæra eigin stjórnarliða, en það voru fráleitt allir, sem tóku beituna. Á Austurvelli kröfðust 8 til 10.000 manns þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Nató. Óeirðir brutust út eins og í „potta- og pönnubyltingunni“ síðar. Þór Whitehead, sagnfræðingur, hefur haldið því fram, að þarna hefðu farið „kommúnistar,“ sem ætluðu sér að steypa stjórninni af stóli. Hvítliðar Sjálfstæðisflokksins þustu á vettvang lögreglunni til fulltingis.

Í kjölfar þessara atburða var hert á opinberu og leynilegu eftirliti með „óvinum ríkisins,“ þ.e. rúmlega þrjátíu „kommúnistum.“ Guðni Th. Jóhannesson hefur einmitt skrifað um þetta bók með sama nafni. Í eftirmála bókar sinnar skrifar höfundur:

„Mergurinn málsins er sá að í kalda stríðnu á Íslandi var sæmilegt samhengi milli ógnar og varna, að því er varðar innra öryggi. Hér vofði byltingin aldrei yfir og því síður var hér lögregluríki. Hér var nokkurra manna öryggisþjónusta sem nær enginn vissi af en ekki fullkomin öryggislögregla og leyniþjónusta eins og víða erlendis … Hér var úrskurðað um hlerun í síma rúmlega 30 manns í samtals um þrjá mánuði í stað kerfisbundinna og langvarandi hlustunaraðgerða annars staðar á Norðurlöndum; og hleranirnar skiluðu nánast alltaf þeim árangri einum að yfirmenn lögreglu og dómsmála sáu að þeir höfðu ekkert að óttast.“

Eins og áður sagði, voru það bara Danir, Bretar og Bandaríkjamenn, sem höfðu „teygt hramminn yfir fald fjallkonunnar“ til að hrella hana og hneppa í fjötra. Ólafur víkur hvergi að efnahagslegu samstarfi eða ölmusu (Marshall aðstoðin) og þeim eiginlega tilgangi Nató að halda Rússum úti, Þjóðverjum niðri og hinum í taumi.

Það var m.a. gert með hryðjuverkasveitum - oftlega kenndum við Gladio – sem áttu að sjá til þess að; 1) viðhalda skelfingu íbúa vestrænna ríkja við Ráðstjórnarríkin (Rússa) og; 2) að koma í veg fyrir, að í aðildarlöndunum tækju völdin stjórnir, sem væru Bandaríkjunum ekki að skapi - jafnvel þótt lýðræðislega væru kjörnar.

Sagan hefur sýnt, svo ekki verður um villst, að Nató hefur fyrst og fremst þjónað heimsveldinu, Bandaríkjunum, sbr. útþenslu þess við upplausn Ráðstjórnarríkjanna og Varsjárbandalagsins; árásanna á Júgóslavíu, Írak og Líbíu; undirróður og litskrúðsbyltingar víða í Afríku, Austur-Evrópu og Vestur-Asíu. Þátttakan í valdaráninu í Úkraínu og Sýrlandi mun líklega reynast afdrifaríkast fyrir veröldina og færa út þriðju heimstyrjöldina.

Ólafur og Bjarni hefðu líklega sperrt eyrun hefðu þeir heyrt um kvenfrelsunareðli og kvenfrelsunarstríð Nató, sbr. Jens Stoltenberg og Angelina Jolie. Stríð Nató í Afganistan var t.d. stundum nefnt „Kvenfrelsunarstríðið.“ Íslendingar áttu þar „herdeild“ og „herforingjann,“ Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

En samfarir Nató og Evrópusambandsins, hefðu varla komið þeim á óvart. Nemandi þeirra, Þorsteinn Pálsson, skilur, hvað klukkan sló:

„Þegar Bandaríkin höfðu frumkvæði að varnarsamvinnu Evrópu og Ameríku á sínum tíma beittu þau sér samhliða fyrir innbyrðis efnahagssamstarfi Evrópuríkja. Æ síðan hafa þetta verið tvær hliðar á sama peningi.“

Því má við bæta, að „íslenska stríðsþjóðin,“ undir forystu fyrrverandi og núverandi utanríkismálaráðherra, ætlar þingmönnum að samþykkja svokallaða „Bókun 35,“ sem enn skerðir fullveldi þjóðarinnar gagnvart Nató og Evrópusambandinu.

Brynhildur Ingimarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, lýsir framvindunni í samförum þessara stofnanna ljómandi vel:

„Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NATO er ekki þátttakandi í viðkomandi aðgerð. Á grundvelli þessa fyrirkomulags og reynslu af samstarfi stofnananna tveggja á Balkanskaga var stefnt að því að efla og þróa samstarfið frekar.

Síðustu tíu ár hafa samskiptin þó staðið í stað og jafnvel dofnað. Tvær meginástæður eru fyrir því; aðild Kýpur að Evrópusambandinu árið 2004, sem á í deilum við NATO-ríkið Tyrkland, og þróun sameiginlegrar stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og vilji sambandsins til að aðhafast frekar á grundvelli hennar.

Eftir lok kalda stríðsins og þá einkum í kjölfar stríðsátakanna í fyrrum Júgóslavíu jókst áhuginn fyrir því að efla samstarf milli ESB- og NATO-ríkjanna í öryggis- og varnarmálum. Til að byrja með var ákveðið að endurvekja Vestur-Evrópusambandið og efla starfsemi þess sem samráðsvettvang í öryggismálum milli aðildarríkja ESB og NATO.

Á ráðherrafundi NATO-ríkjanna í Berlín árið 1996 var svo samþykkt að veita Vestur-Evrópusambandinu aðgang að hugbúnaði NATO við hættustjórnunaraðgerðir á vegum þess ef til þess kæmi. Þar með voru fyrstu skrefin að samvinnu milli Evrópusambandsins og NATO tekin.

Í kjölfar innri átaka ESB um innrásina í Írak árið 2003 var svo orðið ljóst að sambandið þyrfti að móta skýrari ramma utan um verkefni sín á sviði utanríkismála og var Evrópska öryggismálastefnan (e. European Security Strategy, ESS) samþykkt af leiðtogaráðinu sama ár.

Stefnan var lögð fram af þáverandi talsmanni ESB í utanríkis- og öryggismálum, Javier Solana, en hann hafði áður gegnt embætti framkvæmdastjóra NATO á árunum 1995-1999. Solana lagði mikið upp úr aukinni samvinnu milli ESB og NATO og segja má að helstu samstarfsverkefni stofnananna hafi átt sér stað á hans embættistíð.

Yfirlýsing Evrópusambandsins og NATO um evrópsku stefnuna í öryggis- og varnarmálum (e. European Union-NATO Declaration on the European Security and Defence Policy, ESDP) sem var undirrituð 16. desember 2002 og Berlín-Plús-fyrirkomulagið (e. Berlin Plus agreement) sem var samþykkt 17. mars 2003 áttu að tryggja skipulegt samstarf milli ESB og NATO.

Berlín-Plús-fyrirkomulagið dregur nafn sitt af áðurnefndum ráðherrafundi NATO-ríkjanna í Berlín þegar ákveðið var að veita Vestur-Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði NATO við vissar aðstæður. Með Berlín-Plús var Evrópusambandinu nú veittur þessi aðgangur og á grundvelli fyrirkomulagsins tók Evrópusambandið við hlutverki NATO í Makedóníu árið 2003 (sbr. Concordia-aðgerðin) og í Bosníu og Hersegóvínu undir lok árs 2004 (sbr. Althea-aðgerðin).

Sameiginleg æfing ESB- og NATO-teyma í hættustjórnunaraðgerðum var einnig haldin í lok árs 2003. Formlegt samstarf var komið á milli stofnananna. Aðild Kýpur að Evrópusambandinu árið 2004 mundi þó setja strik í reikninginn í samstarfinu.

Var lítil samvinna í reynd milli stofnananna, jafnvel á svæðum þar sem bæði ESB og NATO hafa teymi við störf; í Kósóvó (KFOR-aðgerð NATO og EULEX-aðgerð ESB), í Afganistan (ISAF-aðgerð NATO og EUPOL-aðgerð ESB) og við strendur Sómalíu (Ocean Shield-aðgerð NATO og ATALANTA-aðgerð ESB).

Um nánari útfærslu segir Vilborg Ása Guðjónsdóttir, skilmerkilega:

„Hernaðaraðgerðir á vegum ESB fara fram á vegum Varnarmálastofnunar Evrópu. Aðild að stofnuninni er valfrjáls en sem stendur eiga öll aðildarríki ESB aðild að henni nema Danmörk.

Herflokkarnir samanstanda af tæplega 7.500 hermönnum, þar af eru um 4.500 í borgaralegum verkefnum og tæplega 3.000 í hernaðarlegum verkefnum. Sjá yfirlitsmynd á heimasíðu utanríkisþjónustu ESB.

Þessu til viðbótar hefur Evrópusambandið sett á fót tvær hersveitir (e. battle groups), með 1.500 hermönnum hvor, frá ýmsum aðildarríkjum ESB, og er þeim ætlað að geta brugðist hratt við óvæntum aðstæðum í öryggismálum.

Þessar viðbragðssveitir eru aðgreindar frá herliði Atlantshafsbandalagsins en eru þó þróaðar á þann hátt að lið ESB og NATO geti bætt hvort annað upp og styrkt. Hersveitirnar hafa verið til taks frá upphafi árs 2007 en hafa ekki enn verið sendar á vettvang þegar þetta er skrifað í september 2011.“

Á skrifandi stundu, að áliðnu ári 2024, vígbúast Natóríkin, gömul og ný, þ.e. Svíar og Finnar, sem lengi höfðu nána samvinnu við Nató. Lönd fjarri Atlantshafinu eru nú aðiljar að Atlantshafssáttmálanum. Bandalagið liggur í hálfhring kringum Rússneska ríkjasambandið. Takist aðförin að Georgíu, gæti hún bæst í hópinn. En það virðist útséð um Úkraínu.

Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að aðförunum, sem auðvaldsöflin eða djúpríkið beita enn og aftur til að æsa til ófriðar í heiminum í hagnaðarskyni. Það hefur t.d. aldrei verið jafn augljóst, hvernig djúpríkið ráðskast með lýðræðið og yfirvöld. Hinn elliæri Joseph Biden er til að mynda aumkunarverð tuskubrúða í höndum djúpríkisins, sem báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna stjórnar í raun.

Áróðurinn er yfirgengilegur gagnvart öllum þeim, sem bjóða bandarísku/alþjóðlegu auðvaldi byrginn, sbr. Rússa og Sýrlendinga um þessar mundir. Leiðtogar þeirra eru gerðir að skrímslum. Kastað er rýrð á þjóðir þeirra og ríki. Bandaríkjamenn fylgja eign túlkunum á siðferði, reglu og lögum um alþjóðamál, þeim, sem henta yfirgangi þeirra hverju sinni. Það er kallað „regluvædd alþjóðasamskipti“ (rule-based international order).

„Kommúnistar“ fyrri tíðar eru nú orðnir samsæriskenningasmiðir og dreifarar falskra frétta, útskúfaðir, lagðir í einelti og jafnvel látnir sæta nauðungarinnlögn og eignaupptöku.

Hollývúdd, leyniþjónusturnar og fjölmiðlar, taka enn þátt af lífi og sál í því að sníða til andstæðinga, hræða úr okkur líftóruna og búa undir allsherjarstyrjöld einu sinni enn. Kjarnorkustríð þykir meira að segja „rómantískt.“

Leyniþjónustur og Nató-herirnir hrella fólk stöðugt. Áður fyrri voru vestrænir kafbátar látnir sigla inn í landhelgi Svía og sagðir rússneskir. Nú eru það olíuskip í Eystrasalti á mála hjá Rússum og Kínverjum, sem klippa í sundur strengi. Rússar eru sagðir sprengja eigin gasleiðslu og svo framvegis.

Íslensku utanríkismálaóvitarnir sjást ekki fyrir, jafn einfaldir og skyni skroppnir og þeir voru á tímum Ólafs Thors og Bjarna Ben., eldri. Þeir styðja beinlínis brot á alþjóðalögum eða láta hjá líða að mótmæla af alefli. Þetta á m.a. við um þjóðarmorðið á Gaza.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn bandaríski, John J. Maersheimer, segir: „Það er ekki að undra, að Vesturlandabúar, sem annað tveggja hafa stutt þjóðarmorð Ísraels eða þagað þunnu hljóði, reyni að réttlæta hegðun sína og finna svefnfrið á nóttunni. Sagan mun ekki fara um þá mjúkum höndum.“

Var einhvern tímann um að ræða „hollustueið frelsisunnandi þjóða til friðar, jafnrjettis og sjálfsákvörðunarrjettar?“

Blaðamaðurinn, Finnian Cunnigham, skal eiga lokaorðin, að þessu sinni:

„Lýðræðisskrípaleikurinn á Vesturlöndum leiðir sífellt betur í ljós, að svokallaðir leiðtogar og skylduræknir fjölmiðlar [þeirra], eru blygðunarlaust (brazenly) óábyrgir gagnvart alþýðu manna, samtímis því að ganga glæpsamlegra erinda úrvalsfólksins.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/21/tok_akvordunina_i_gaer/ https://www.visir.is/k/fd1dad7d-9619-4ace-a0e1-4aeebf17c420-1734875080187/vidtal-vid-thorgerdi-katrinu-eftir-lyklaskiptin https://frettin.is/2024/11/22/vidreisn-kyndir-undir-innanlandsofridi/ https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2309267/?fb=1&fbclid=IwY2xjawHVWttleHRuA2FlbQIxMQABHb82-a5lt_d2nWzMXPzo7hMIow-WyvV-7SK9OQYErwikiOagxXgEeBLN8Q_aem_AYP8yT1Qab9GygSUr1Vt_g https://www.dv.is/eyjan/2024/12/12/thorsteinn-palsson-skrifar-ymislegt-stort-mun-gerast/?fbclid=IwY2xjawHVXP9leHRuA2FlbQIxMQABHXhvPS1uKK03yqiNOsqhC1sgqpACK9sgz6FqbDliUOqgjjNqNlj0o_-DAQ_aem_-tPhM74P89gA72kVRgwEnA https://www.nutiminn.is/adsendar/gagnryni-til-minna-gagnrynenda/?fbclid=IwY2xjawHUvO5leHRuA2FlbQIxMQABHVu5OHOgLvk-4_wuhRzEw-USzBd4do71D3T1wHRxr9Ky9J0PFwxeMtdNog_aem_pYq5ye2UIUs9eN0UQd7wfg https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/21/stefnuyfirlysing_rikisstjornarinnar_i_heild_sinni/ https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65203# https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=66099 https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60628 https://www.stjornarradid.is/media/utanrikisraduneyti-media/media/varnarmal/atlantshafssattmalinn_nat.pdf https://www.nato.int/nato-welcome/index_is.html https://heimildin.is/grein/21398/ https://skemman.is/bitstream/1946/9029/1/c.2006.2.2.1.pdf https://www.visindavefur.is/svar.php?id=52321 https://glenndiesen.substack.com/p/the-case-for-dismantling-the-rules https://www.globalpolitics.se/den-vasterlandska-demokratins-elitistiska-tyranni-avslojas-och-faller-sonder/?jetpack_skip_subscription_popup https://archive.ph/YzUhl https://archive.ph/hhSUV https://simplicius76.substack.com/p/extraordinary-events-taking-place https://simplicius76.substack.com/p/msm-quietly-acquits-itself-with-hushed https://risingtidefoundation.substack.com/p/kirk-douglas-trumbo-and-jfk-when?utm_source=cross-post&publication_id=352763&post_id=152384516&utm_campaign=309240&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.rt.com/op-ed/424378-hollywood-russian-evil-propaganda/ https://www.globalpolitics.se/trumps-dollarhot-mot-brics-visar-att-usa-inte-har-lart-sig-nagonting/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/12/22/Thorgerdur-Katrin-Gunnarsdottir-tekin-vid-lyklavoldum-i-utanrikisraduneytinu/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband