(Þetta er fyrsti hluti af þrem. Heimildarlisti fylgir þeim þriðja.)
Íslendingar fengu nýja ríkisstjórn í jólagjöf. Besta jólagjöf, sem þjóðin hefur fengið, sagði Inga Sæland. Hún hefur líka kallað jólagjöfina stjórn hinna sterku stelpna og valkyrjurnar. Hinar valkyrjurnar eru vitaskuld Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hin nýja stjarna stjórnmálanna og bjargvættur Íslendinga, Kristrún Frostadóttir. Vonandi verður valkyrjustjórnin farsæl.
Valkyrjurnar segja: Sér¬stak¬lega verður hugað að ís¬lenskri tungu, menn¬ingu og nátt-úru til að varðveita og styrkja sjálfs¬mynd þjóðar. Mann¬rétt¬indi og virðing fyr¬ir fjöl-breyti¬leika verða leiðar¬stef ...
Með mark¬viss¬um lofts¬lagsaðgerðum svo að Ísland nái kol¬efn¬is¬hlut¬leysi fyr¬ir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í bar¬áttu gegn hnatt¬rænni hlýn¬un.
Með því að leggja áherslu á jafna stöðu og jöfn rétt¬indi allra, standa með jaðar¬sett¬um hóp¬um og upp¬ræta rót¬gróna for¬dóma í sam¬fé¬lag¬inu, m.a. með jafn¬rétt¬is- og hinseg-in¬fræðslu. Áfram verður unnið að því að leiðrétta kerf¬is¬bundið van¬mat á virði kvennastarfa. Rík¬is¬stjórn¬in ein¬set¬ur sér að vinna gegn sundr¬ung og tor¬tryggni og byggja und¬ir traust og sam¬heldni í ís¬lensku sam¬fé¬lagi.
Með ut¬an¬rík¬is¬stefnu sem bygg¬ir á mann¬rétt¬ind¬um, friði, virðingu ¬fyr¬ir alþjóðalög¬um og ná¬inni sam¬vinnu við Evr¬ópu¬sam¬bandið, önn¬ur nor¬ræn ríki og Atlants¬hafs¬banda-lagið.
Mann¬rétt¬indi og virðing fyr¬ir fjöl¬breyti¬leika verða leiðar¬stef og upp¬ræta [skal] rót-gróna for¬dóma í sam¬fé¬lag¬inu, m.a. með jafn¬rétt¬is- og hinseg¬in¬fræðslu, er dulmál fyrir kven- og kynfrelsun.
Það er óneitanlega skoplegt, að samtímis eigi að berjast fyrir íslenskri tungu, í ljósi þess, að Þorgerður Katrín berst fyrir afbökun hennar, þ.e. að gera hana ókynjaða í þeirri skrítnu trú, að kyn tunglumálsins endurspegli eðliskyn fólks. Kannski valkyrjustjórnin karlgeri ástina, fyrir næstu jól. Hún yrði þá ásturinn.
Það liggur beint við að álykta, að leiðarstefið verði sungið í menntastofnunum landsmanna. En nýr menntamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, brosir bara í kampinn og segir breytingar á skólastarfi muni koma í ljós. Þess má geta, að leiðarstefið var það sama hjá síðustu ríkisstjórn. Bjarni Ben, yngri, sagði m.a., að tekið væri mið af kvenfrelsun við allar ákvarðanir.
Með ut¬an¬rík¬is¬stefnu sem bygg¬ir á mann¬rétt¬ind¬um, friði, virðingu¬ fyr¬ir alþjóðalög¬um og ná¬inni sam¬vinnu við Evr¬ópu¬sam¬bandið, önn¬ur nor¬ræn ríki og Atlants¬hafs¬banda-lagið, merkir, að enn skuli styðja við manndráp í Úkraínu og víðar í veröldinni eins og í Miðausturlöndum, t.d. á Gaza og í Sýrlandi.
Aðalhugmyndafræðingur Viðreisnar, Þorsteinn Pálsson, lýsir einskærri hrifningu á Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur:
Ein sök er sú að hún reyndist farsæl í utanríkisráðuneytinu og tók ákvarðanir með næmum skilningi á þeim grundvallargildum, sem utanríkis- og öryggishagsmunir landsins byggja á.
Önnur sök er sú að hún hefur rétt fyrir sér með það að á næsta kjörtímabili mun þátttaka í alþjóðlegri efnahags- og varnarsamvinnu hafa afgerandi áhrif á hvort tveggja: Öryggi og lífsafkomu fólksins í landinu.
Nýr utanríkismálaráðherra, Þorgerður Katrín heldur varla vatni, þegar afrek og snilli Þórdísar Kolbrúnar ber á góma. Þorgerður hleður kynsystur sína lofi:
Þú ert alveg ótrúlega sterk fyrirmynd fyrir marga, einnig fyrir mig. Það er ekkert auðvelt að fara í þín spor. Þú ert búin að standa þig að mínu mati einstaklega vel sem utanríkisráðherra og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á mjög erfiðum tímum.
Þorgerður segir enn fremur: Ástæðan fyr¬ir því að ég fór í ut¬an¬rík¬is¬ráðuneytið á end-an¬um eru þess¬ir miklu umróts¬tím¬ar sem eru á alþjóðasviðinu og það að Ísland hafi áfram sterka rödd á því sviði. Við ætl¬um að marka skýra varn¬ar- og ör¬ygg¬is¬mála-stefnu. Sam¬setn¬ing rík¬is¬stjórn¬ar¬inn¬ar kem¬ur ekki leng¬ur í veg fyr¬ir það að við mót¬um hér skýra stefnu í varn¬ar- og ör¬ygg¬is¬mál¬um, við erum al¬veg ófeim¬in að tala um það, seg¬ir hún.
Í stóru mynd¬inni þá deil¬um við sömu sjón¬ar¬miðum. Það er mjög erfitt að koma á eft-ir Þór¬dísi Kol¬brúnu í ut¬an¬rík¬is¬ráðuneytið af því að hún hef¬ur staðið sig með prýði. Við eig¬um ör¬ugg¬lega eft¬ir að taka spjall sam¬an um hvernig við get¬um enn frek¬ar styrkt ásýnd Íslands á alþjóðavett¬vangi en ekki síður stöðu okk¬ar í þess¬um um¬brota¬heimi sem að er núna.
Í viðtali við Vísi segir Þorgerður Katrín, að um áherslubreytingar verði að ræða. Hún ætli tala fyrir vestrænum gildum, tala fyrir frelsinu, lýðræði, mannréttindum. Hvar sem við komum. Þar erum við sterk rödd. Það er kyndill, sem ég tek mjög alvarlega að halda á. það er verið að höggva nærri frelsinu og lýðræðinu í heiminum. Það liggur beinast við og er hvað sýnilegast, þegar kemur að Úkraínustríðinu Mér finnst bara vænt um hana Þórdísi hún er mikil fyrirmynd sterk fyrirmynd fyrir ungar sem eldri konur
Ástin er gagnkvæm. Þórdís Kolbrún þakkaði Þorgerði Katrínu fyrir að hafa verið einn helsti bandamaður hennar þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Það hefur skipt ótrúlega miklu máli fyrir samfélag sem þarf að fullorðnast hratt, samfélag meðal þjóða í álfu og umheimi sem er að breytast rosalega hratt. Þannig ég er mjög glöð að þú sért að taka á móti þessum málaflokkum, segir í frétt Morgunblaðsins. (Mér finnst líka heimurinn breytast rosalega hratt.)
Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún stunduðu kossa og kjass utanríkismálastefnu einkum, þegar ráðamenn Úkraínu áttu í hlut - með frelsiskyndilinn í hönd. Þorgerður Katrín hefur hins vegar að svo komu máli látið duga að hrósa Volodymyr fyrir að verja lýðræðið.
Nú er að sjá, hvort Þorgerður Katrín veifi kyndlinum í nafni alþjóðalaga eins og fyrirmyndin og slíti stjórnmálasambandi við innrásarríki á borð við Tyrki, Bandaríkjamenn, Ísrael og Úkraínu. Þórdís Kolbrún refsaði Rússum heldur hún.
Eins og allir vita er kærleikur kvenna undirstaða alls þess, sem gott er í veröldinni, ekki síst, þegar hann brúar bil stjórnar og stjórnarandstöðu. En því miður er það ærið oft svo, þegar ástarbrími og gagnkvæm fullnæging (jafnvel þótt lesbísk sé) byrgir pörum (eða þrennum) sýn á raunveruleikann, að brestur sambandið með sundrungu og stríði.
Valkyrjur í syngjandi saumaklúbbi hugsa lítt um pólitískan veruleika, eru of uppteknar að deila út nammi á litlu jólunum. Skjólstæðingar flokkanna þriggja fá gott í skóinn. Jafnvel er hugsað fyrir smælingjunum; , segir Páll Vilhjálmsson. (Ellilífeyrisþegar fá þó enn ekki óskertan lífeyri.)
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/12/22/Thorgerdur-Katrin-Gunnarsdottir-tekin-vid-lyklavoldum-i-utanrikisraduneytinu/
Flokkur: Bloggar | 27.12.2024 | 19:51 (breytt kl. 19:51) | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021