Sýndarfræði. Hugur, heimska og heildadauði. Hvar er hamingjan

Á fjörur mínar rak gagnlega heimildarmynd um hugann og heilann. Hún ber heitið, „Sýndarfræði. Listin að ljúga“ ( Pseudology. The Art of Lying).

Meginviðfangsefnið er mótun hugans, þ.e. hvernig heilinn vinnur úr hinum ýmsu áhrifum úr umhverfinu, einkum með áherslu á sjónvarpsgláp, auglýsingar og hugstjórnun.

Margt er enn á huldu um byggingu heilans og starf. En sumt vitum við þó, t.d. að sjónin, þ.e. sjónáreiti og -úrvinnsla, er snar þáttur í starfi heilans. Hann starfar á nokkrum vitundarstigum. Dulvitundin eða það sem hrærist í okkur undir niðri, er sérstaklega áhugavert. Dulvitundin hefur t.d. verið sérstakt viðfangsefni sálkönnuða eða -greinenda.

Þeir, sem umhugað er um að stjórna hugsun okkar og hegðun, færa sér þessa þekkingu í nyt. Þeim er í mun að forðast gagnrýna og vökula meðvitund, sem fólk vissulega hefur til að bera í mismunandi mæli. En slíkan hæfileika má rækta. Forheili manna er sérstaklega virkur við árvaka, gagnrýna hugsun, skipulagningu og markvissa hegðun.

Því liggur greiðasta leiðin þeirra, sem vilja móta ákveðna hegðun og hugsun, um dulvitundina, þ.e. sú list að lauma inn í hana táknum (myndum, orðum), sem tengjast dýpri viðbrögðum, sem oft eru ættuð aftan úr forneskju tegundarinnar. Sem dæmi má nefna frumtilfinningar á borð við ótta, flótta, ýgi, fórnfýsi, hóphlýðni og þörf fyrir leiðtoga.

Í hnotskurn má segja, að vitundariðnaðurinn forðist meðvitund fólks, en beini spjótum sínum að dulvitundinni með skírskotun til frumstæðari þátta í sálinni.

Sjónrænni miðlun er iðulega beitt í þessu sambandi. Sjónvarp og alls konar skjáir hafa valdið straumhvörfum í vitundariðnaðinum. Skjááreiti geta lamað hugsun og torveldað nám, skapað áreitnifíkn og við síbylju, endurtekningu, skapað jarðveg dáleiðslu, þ.e. beina braut til dulvitundarinnar.

Margvíslegar rannsóknir benda til þess, að námsgeta barna skerðist í hlutfalli við síbyljuáhorf á sjónvarp, mest hjá yngstu börnunum. Snjallsímar hafa valdið nýjum straumhvörfum í þessu sambandi.

Sama má um veraldarvefinn segja. Þekkingarleitinni er oft og tíðum beint þangað. Því er það á valdi þeirra, sem forrituninni stjórna, hvað við lærum. Neytendur eru að töluverðu leyti á valdi forritara, auglýsenda og svokallaðra áhrifavalda. Upplausn fjölskyldunnar stuðlar að auknum áhrifamætti þeirra á börn og unglinga. Stundum læsast um ungviðið hópviðjar vefsins, hugur þeirra verður hertekinn.

Öryggi, ástúð, örvun og leiðsögn beggja foreldra, er heilsu og þroska barna nauðsynleg, undirstaða hamingju þeirra. Þetta vita allir – eða hvað? Það vita sömuleiðis allir, að pottur er brotinn í þessum efnum. Skýrslur og tilkynningar þessa efnis berast nær daglega, svo sífelldar umkvartanir vegna skorts á heilbrigðisþjónustu við börn.

Það ber ekki á öðru en að geðheilbrigði og þroska hraki almennt. Ýgi, óþokkaskapur, kvíði og fíkn er áberandi. Drengir standa sig afburðailla í námi og virðast vera að gefa ábyrga og gefandi samfélagsþátttöku upp á bátinn. Síðustu tvo áratugina eða svo hefur fjöldi þeirra barna, sem búa við kynama eða kynbrenglun, þ.e. segjast ekki vita í hvort kynið þeim kippir, margfaldast.

Gætu þessi ósköp stafað af áhrifunum í umhverfi þeirra? Síðustu áratugi hefur átt sér stað sú óheillavænlega þróun, að tveggja-foreldra-fjölskyldur flosna upp. Fjöldi barna missir af föðuratlæti og -leiðsögn. Föðurfaðmurinn er fjarri.

Samtímis þessu hljómar sú sefjandi síbylja í eyrum barna (og fullorðinna), að karlar (og drengir) séu illir kúgarar.

Þetta er t.d. þrástef í RÚV, sem er sérstaklega umhugað um að koma boðskapnum á framfæri. Þetta er líka ráðandi viðhorf á Alþingi Íslendinga. Sumir Alþingismanna berjast beinlínis fyrir boðskapnum. Til allar hamingju hafa þeir illgjörnustu dottið út af Alþingi.

Heimur barna verður stöðugt kvenlegri með áherslu á þau gildi, sem konum þykja góð, samkvæmt fyrrgreindri hugmyndafræði. Karlar eru eitraðir nauðgarar. Góður strákur skal tillíkjast góðri stelpu – vissulega án tillits til þess, að kynin eru mismunandi af guði gerð, þrátt fyrir bábiljur kvenfrelsaranna.

Í leikskóla og grunnskóla er börnum jafnvel kennt, að þau séu hvorugkyns. Strákar eru heldur þreytandi og fyrirferðarmiklir. Þeim er t.d. kennt að pissa sitjandi. Gagnrýnin rökhugsun hefur enn ekki ratað inn í opinbera námsskrá skólakerfisins.

Kröfur um úrbætur eru háværar. Taka verður höndum saman, segja forystukonur, sem um barnamál sjá í samfélaginu. Það merkir venjulega að halda áfram á sömu braut, en sjúkdómsgera fleiri börn og í auknum mæli, þ.e. setja á þau sjúkdómsgreiningu og svo gefa þeim lyf.

Þetta er því miður algengt viðhorf þeirra, sem að börnum koma í öllum kerfum. Íslendingar eru t.d. heimsmeistarar í strákafæð, mæld í lyfjaskömmtum við „hegðunarvanda,“ sem oft og tíðum umbreytist í sjúkdómsgreininguna, ADHD (athyglisbrest og ofvirkni).

Það er svo sem ekki kyn, að fjöldi barna – einkum drengir – kveðji skólakerfið sem illa þroskaðir og illa menntaðir sjúklingar – eða hvað? Þar skara drengir fram úr. Í mínu ungdæmi sögðu karlarnir, að oft yrði góður reiðhestur úr böldnum fola.

Ég hefði svo gjarnan viljað heyra svör þeirra við spurningunni, hvernig ungur drengur, samkvæmt almannarómi eitraður kynofbeldismaður, dapur, illa þroskaður og ólæs, geti orðið að ábyrgum, umhyggjusömum og framsæknum karlmanni og föður.

Fullorðnir eiga heldur ekki sjö daganna sæla. Öll lyfin, sem þeir taka, skapa ekki eiginlega hamingju. Ei heldur bæta þau heilsu í raun, enda þótt þau geti slævt einkenni um tíma. Sum þeirra virka eins og síbyljusjónvarp og skjáfíkn, hefta athygli og „hlífa“ þannig huganum eins og endurtekningaráróðurinn í fjölmiðlum.

En þetta gæti verið góður undirbúningur fyrir það, sem koma skal, fjarstýrð töluvmenni á forðalyfjum.

https://www.youtube.com/watch?v=O2FDvmzjXu8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband