Sýrland. Leitin að ófreskjum að drepa. Jólunum aflýst í Damaskus

Einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna, John Quincy Adams (1767-1848), varaði við þeirri áráttu yfirvalda að leita að ófreskjum í veröldinni til að heyja stríð gegn. En því miður hafa fáir forseta Bandaríkjanna farið að því heilræði eins og allir þeir, sem beitt hafa sér í Miðausturlöndum (Levantíu) og stutt nýlendustefnu Vesturlandanna í heimshlutanum.

Hinn elliæri forseti Bandaríkjanna spyrðir saman Rússa, Írana og Hisbolla, og segist hafa dregið úr þeim vígtennurnar, samtímis því að hafa haldið verndarhendi yfir athafnafrelsi Ísraela (freedom of action).

Stofnun Ísraels og stækkun þess, þ.e. stofnun Stór-Ísraels, er þáttur þeirrar stefnu. Stjórnmál og stríð Bandaríkjamanna og Nató verður að skoða í því samhengi. Samkvæmt sameiginlegum áætlunum hefur verið gerð innnrás í hvert ríkið á fætur öðru eða ríkin gerð að leppríkjum. Þetta eru ríki, sem Vesturveldin (Þjóðabandalagið, einkum Bretar og Frakkar) bjuggu til í aðalatriðum.

Bandaríkjamönnum og Bretum tókst á sínum tíma að gera stjórnarbyltingu í Íran, en glutruðu niður yfirráðum í hendur gagnbyltingarmanna.

Bandaríkjamenn hafa fundið fjölmargar „ófreskjur“ til að berjast við. Lesendur kannast líklega best við Saddam Hussein (1937-2006) í Írak og Muammar Gaddafi (1942-2011) í Líbíu. Síðasta „ófreskjan“ er svo Bhasher al-Assad í Sýrlandi.

Forsetar Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels berja sér á brjóst og hælast af því afreki, sem trúarofstækismálaliðaher þeirra, Nató, Katar og Úkraínu, unnu með því að leggja undir sig þann hluta Sýrlands, sem ekki var þegar hernuminn af Bandaríkjunum, Tyrklandi og málaliðahernum. Honum hafði verið úthlutað landsvæði í Sýrlandi (Idlib). Bensi-barnamorðingi talar um „sögulega stund“ í sögu Ísraels.

Samkvæmt hinni opinberu rétttrúnaðarfrásögn er talað um borgarastríð, þ.e. uppreisn alþýðu gegn „ófreskjunni“ Basher al-Saddad. Svo hefur verið frá því að Vesturveldin gerðu aðför að Sýrlendingum 2011.

Vesturveldin réðu undirróðurs- og upplýsingahernaðarfyrirtæki (ARK og Tsamota) til að búa í haginn fyrir hernaðarátökin. Málaliðar voru einkum sóttir til Bræðralags Múhammeðstrúarmanna, öfgasamtaka, sem stofnuð voru í Egyptalandi á sínum tíma. Það er sama aðferð og beitt var í Afganistan, Írak, Téténíu og Líbíu.

Þetta stóð grimmlyndra ofstækismanna eða „frelsisstríðsmanna“ eins og fjölmiðlar kalla þá, hefur gengið undir ýmsum nöfnum eins og börnin kæru, ISIS, ISI, al-Nusra, Daesh og svo framvegis. Innan þessara hreyfinga má finna fjölda minni hópa og innbyrðis deilur eru regla fremur en undantekning. Málaliðaherinn heitir nú Hayal Tahrir al-Sham (HTS) og er kallaður „lýðræðisandspyrnan“ (democratic opposistion) í vestrænum fjölmiðlum.

Lygarnar um eiturvopnaárásir sýrlenskra yfirvalda gegn eigin þegnum eru runnar undan rifjum fyrrgreindra fyrirtækja. Um er að ræða tvö megintilvik, Guta og Duma. Í hinu fyrra voru það málaliðaherirnir, sem beittu vopnunum. Í síðara tilvikinu var um sviðsetningu að ræða, sem fór eins og eldur í sinu um fjölmiðla eins og RÚV. Það var hvatning Donald Trump til að gera loftárásir á Sýrland.

Bandaríkjamenn og Vesturlandabúar virðast eiga erfitt með að skilja, hvers vegna þeim sé ekki tekið með opnum örmum í heimi Múhammeðstrúarmanna. Þeir boða jú eins og kunnugt er lýðræði, frelsi, mannréttindi og góða siði. Á síðustu árum hafa kven- og kynréttindi bæst við. T.d. er hinni nýju hreyfingu morðóðra málaliða Vesturlanda lýst sem stuðningsmönnum vestrænnar eymdarhyggju (woke) eða „vókistum.“

Robert Kennedy, verðandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, og ákafur stuðningsmaður nýlenduáætlana Ísraels, hefur í ágætri grein (https://www.politico.com/magazine/story/2016/02/rfk-jr-why-arabs-dont-trust-america-213601/) frá 2016 reynt að mennta landa sína um árása-, undirróðurs- og ásælnisögu Bandaríkjanna í Vestur-Asíu og Levantíu.

Sýrland er sum sé fallið. Liðið er í aldanna skaut hið svokallaða „Arabíska vor,“ sem hófst með undirróðri og uppreisnum í Túnis 2010. Enn það verður aldrei aftur „Sumar á Sýrlandi.“

Bashar al-Assad er horfinn til Moskvu. Hann var endurkjörinn 2021, þótt hann tæki „tilneyddur“ við búi föður síns. Bashar vildi starfa sem augnlæknir. Það mun hann væntanlega gera í Moskvu.

Áður en Vesturlöndum þótti mál að frelsa Sýrlendinga sögðu Sameinuðu þjóðirnar þar margt til fyrirmyndar eins og raunar var í Líbíu einnig; fólk af báðum kynjum menntaðist, bjó við bærileg kjör og heilbrigðisþjónustu. Enda þótt andstæðingum væri engin linkind sýnd, fékk það að rækta sína trú óáreitt.

Óöld er á ný runnin upp fyrir tilstilli Nató og bandamanna; vókistar Abu Mohammed al-Golani (þ.e. frá Gólanhæðum, sem heitir raunar Ahmed al-Shara) ræna og rupla, selja eigur ríkisins á uppboði, myrða eins og áður fólk úr minnihlutahópum, fyrrverandi her- og embættismenn. Og enn kalla fjölmiðlar ósköpin borgarastyrjöld, uppreisn almennings.

Samtímis hafa Ísraelsmenn tekið til hendinni og sprengt í tætlur leifarnar af herútbúnaði Sýrlendinga, sökkva skipum þeirra og tortíma rannsóknastofnunum. Aðflutningsleiðir Hisbolla yfir Shia-beltið svonefnda gegnum Írak og Sýrland, hefur Ísraelski varnarherinn þegar eyðilagt.

Að óbreyttu mun Stór-Ísrael líta dagsins ljós á næstu árum. Hertaka Líbanon er næsta verkefni, síðar Írans og Jemens. Jórdan og Egyptaland eru þegar leppríki samrunaheimsveldis Breta, Bandaríkjamanna og Ísraela.

En það kynni þó að verða hængur á; stjórnmálamenn hinnar „Guðs útvöldu þjóðar“ orða nú bein yfirráð yfir allri Sádí-Arabíu. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir helmingi eða svo. Annar hængur er hernaðaryfirburðir Írana og stuðningur Rússa og Kínverja jafnvel. Og heldur er ekki útséð með uppreisn almennings.

En það er varla vafa undiropið, að „jarðskjálfti“ hafi enn á ný riðið yfir heimshlutann. Craig Murray gefur þá skýringu, að gerður hafi verið „Kaupmáli djöfulsins,“ þ.e. Tyrkland og Persaflóaríkin sætti sig við gereyðingu Palestínumanna og stofnun Stór-Ísraels, en á móti komi gereyðing Shía minnihlutans í Sýrlandi og Líbanon. Aukin heldur verði íslamskur rétttrúnaður (Salafism) viðurkenndur í austurhluta Arabaheimsins.

Bandaríkjamenn og leppar þeirra, Kúrdar, munu áfram hersitja norðaustur hluta Sýrlands og stela olíu landsmanna og hveitiökrum.

Reyndar eiga Sýrlendingar enn þá eina auðlind, sem gefur af sér pening; fosfat. En þeirri auðlind stjórnar Massad Boulos, hinn bandarísk-líbanski tengdafaðir Tiffany Trump Donaldsdóttur.

Donald og Massad, sem er ráðgjafi hans um Miðausturlönd, eru mestu mátar. Og rúsínan í pylsuendanum er sú, að Rússar sjá um að koma fosfatinu á markað gegnum flotahöfn sína í Taurus. Tengslin í Levantíu eru flókin og görótt.

Samkvæmt óháða blaðamanninum, Vanessa Beeley, sem náði að flýja af heimili sínu í Damaskus, áður en stærsta flóðbylgja ofbeldismanna náði að dyrum hennar, segir, að nú hafi jólin verið bönnuð í Sýrlandi.

Vera kynni, að síðustu jól verði nú haldin á Íslandi líka. Íslenska herþjóðin með stríðsráðherra Kristilega jafnaðarmannaflokksins, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í forystu, býr sig nú undir stríð við Rússa. Leynilegur undirbúningur hefur m.a. staðið yfir á Reykjanesi.

https://www.globalpolitics.se/syriens-fall-ar-en-existentiell-kris-for-hizbollah-framgang-for-israel-och-mer-elande-for-gaza/?jetpack_skip_subscription_popup https://marksleboda.substack.com/p/the-fall-of-syria?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=152980048&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=DwcPUnbsBeI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=12 https://beeley.substack.com/p/syria-podcast-leaving-syria-and-the?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=153061834&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/%E2%80%A8syria-left-alone-abandoning-world/5874837 https://www.paulcraigroberts.org/2024/12/11/syria-has-disappeared/ https://www.kitklarenberg.com/p/exposing-ciami6-justice-operations?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=153037408&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.aaronmate.net/p/in-syria-dirty-war-our-side-has-won?utm_source=post-email-title&publication_id=100118&post_id=153031373&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/video-the-destruction-of-countries-syria/5874906 https://steigan.no/2024/12/avledningsmanovrer-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/whats-really-behind-israels-shock?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=153057128&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/12/ekstremistgrupper-utforer-hevn-sekteriske-drap-i-hts-kontrollerte-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=FJcRDVkpp80&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=3 https://www.youtube.com/watch?v=ke9UvCezqIo&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=DwcPUnbsBeI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=12 https://www.youtube.com/watch?v=_Ln9yg75J9k&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=14 https://www.mintpressnews.com/conflict-syria-israel-war/231532/ https://www.mintpressnews.com/the-israeli-plan-to-capitalize-on-syrias-civil-war/226328/ https://www.youtube.com/watch?v=udFjokFBCCI&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=2 https://www.youtube.com/watch?v=ch1eaf4Kvq4&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://gulfnews.com/world/americas/who-is-lebanese-american-billionaire-businessman-massad-boulos-trumps-pick-for-mideast-adviser-1.104807890 https://www.timesofisrael.com/syrian-rebel-commander-urges-israel-to-support-uprising-strike-iran-backed-forces/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband