Frjálslyndi tengja væntanlega flestir við frelsun undan oki og áþján, frelsi undan valdboði, frelsi til að tjá hug sinn, frelsi til athafna og frelsi til að velja sér leið í lífinu. Þetta er kjarni sjálfsvaldsins. Skynsamir menn bentu á, að raunverulegt frelsi væri iðkað af ábyrgð og raunsæi og með tilliti til meðreiðarfólks. Mannúð, réttlæti og sanngirni voru leiðarljós.
Í stjórnmálum endurspeglast slíkt sjálfsvald í stefnu flokka, er aðhyllast lýðræði, þjóðveldi og -menningu, siðvendni, samninga og vinsamleg samskipti þjóða.
En fé- og valdagræðgi hefur gjörspillt frjálslyndinu, svo mjög, að frelsi hefur umsnúist í helsi. Drottnunargjarnir auðjöfrar og hugmyndafræðilegir málaliðar þeirra náðu undirtökunum í samfélaginu og á alþjóðavettvangi, leystu úr læðingi hugmyndafræðimúgsefjun. Þá dreymir um ómennskt alheimsauðræði. Frjálslyndi varð að valdi hins (fjár)sterka, viðskiptafrelsi varð að viðskiptaofbeldi auðhringa.
Ofbeldismennirnir afbaka tungumálið og blekkja fólk með fagurgala, öfugmælatungutaki, sem áróðursfræðingarnir kenndu þeim. Þeir stjórna fjölmiðlun og menntun. Þeir hleypa upp samfélögunum, gera árás á fjölskyldu, siði, menningu, menntir og vísindi. Staðreyndir missa gildi sitt og frásögnin eða sagan verður sannleikurinn. Veruleikinn er sniðinn að hugmyndafræðinni.
Handhafar sannleikans verða sögumennirnir. Sagan verður almannavitund, almannarómur. Sannleiksleit og gagnrýni er þögguð niður með ofbeldi; útskúfun, fangelsun, innlögn á sjúkrahús, atvinnumissi, fjármissi, einelti og ásökunum um samsæri eða falsfréttir. Við erum í frjálslyndiskreppu.
Alþýða manna hefur trúað því, að karlar séu kúgarar kvenna; að Rússar séu vondir; að Ísraelsmenn séu Guðs útvalda þjóð; að börn velji sér kyn að geðþótta; að sýklavopn séu bóluefni; að koltvísýringur í lofti sé leiðin til Helvítis; að regluvædd heimskipan (rule based order) Bandaríkjanna séu alþjóðalög; að stríð sé leiðin til friðar; að vinstri flokkar berjist fyrir almúgann; að stríð sé friður; að stríð séu varnir -og svo framvegis.
Bandaríski heimspekingurinn, Richard Rorty (1931-2007), spáði því fyrir um aldarfjórðungi síðan, að fólk sæi í gegnum blekkinguna fyrr eða síðar, þegar færi að harðna á dalnum, gæta ringulreiðar, upplausnar og örvinglunar. Þá leitar fólk nefnilega að frelsara, sterkum leiðtoga. (Það eru reyndar eldgömul, fræðileg sannindi.)
Kosning Donald Trump og hliðstæðir atburðir á meginlandi Evrópu og Vestur-Asíu, gætu verið fyrirboði þess, að sá tími sé kominn. En hvað með Íslendinga?
Þrátt fyrir að Íslendingar hafi góðu heilli losað sig við VG og Þingræningjana (hvor tveggja ætti að verða deild í Samtökunum 78), virðast Íslendingar þó ótrauðir stefna í helsisátt. Í síðustu kosningum kusu þeir Regnbogasysturnar, Kristrúnu og Þorgerði Katrínu, og aukin heldur aðalregabogamálara Reykjavíkurborgar.
Til að bæta gráu ofan á svart flutu Víðir og Alma landlæknir inn á framboðslista, bæði meðábyrg fyrir bólusetninghernaði íslenskra yfirvalda. Aðalvalkyrjan eða örlaganornin, Kristrún, ætlar að verðlauna Ölmu með embætti heilbrigðisráðherra.
Þetta er gott dæmi um þá napurlegu kaldhæðni, sem fólk má þola af hendi stjórnmála- og embættismanna í nafni frjálslyndis. En ólíkt hafast mennirnir að. Donald Trump velur Robert Kennedy í stöðu heilbrigðisráðherra og Jay Bhattacharya í stöðu, sambærilega landlæknis. Báðir snerust til varnar almenningi öndvert við Þríeykið og Landlækni.
Steve Turley hefur skrifað athyglisverða bók um þessa öfugþróun frjálslyndisins. Hinir góðkunnu fróðleiksmenn, Glenn Diesen og Alexander Mercouris, eiga áhugavert samtal við hann um ritið.
Alexander minnir okkur á orð hins mikla stjórnvitrings Þjóðverja, Otto von Bismarck (1815-1898). Hann sagði m.a. á þá leið, að leyndardómurinn á bak við velheppnaða stjórnkænsku sé góður samningur við Rússa.
Þetta heilræði var ekki til umfjöllunar á nýafstöðnum fundi utanríkisráðherra Nató. Þar var að finna rjóma fulltrúa frjálslyndra lýðræðisríkja veraldar. Frramkvæmdastjórinn, Mark Rutte, sem trúir eins og Jens Stoltenberg að friður vinnist við stríðsátök, sagði m.a.
Í skiptum fyrir hermenn og vopn veita Rússar Norður-Kóreu stuðning við flugkeyta- og kjarnorkuáætlanir. Þessi þróun gæti grafið undan stöðugleika Kóreuskagans og jafnvel ógnað Bandaríkjunum. Svo ólögmætt stríð Rússa gegn Úkraínu ógnar okkur öllum. En við verðum að gera meira en að halda Úkraínumönnum vopnfærum. Við verðum að veita nægan stuðning til að breyta farvegi þessa stríðs í eitt skipti fyrir öll.
Til umræðu komu tölvuárásir, sem Björn Malmquist (RÚV) segir vera beint framhald af innrás Rússa í Úkraínu. En Mark heldur áfram:
Svo að í dag hafa ráðherrarnir sammælst um markviss úrræði til mótvægis við árásir Rússa og framferði í tölvuheimum. Þar á meðal bætt upplýsingaskipti og fleiri heræfingar, betri varnir fyrir nauðsynlega innviði, betri netvarnir og harðskeyttari aðgerðir gegn leynilegum olíuflota Rússa. Við verðum í nánu samstarfi við ESB [um þessi mál]. (Þýðing RÚV.)
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, mesti stjórnvitringur Kristilega jafnaðarmannaflokksins (Sjálfstæðisflokksins) og Íslendinga í utanríkismálum, gefur speki Ottós líka langt nef. En engu að síður hrjóta stöðugt gullkorn af hennar vörum (meðan hún er ekki að kyssa leiðtoga Úkraínu). Í kvöldfréttum fjölmiðils allra landsmanna sagði hún t.d. (4. des. 2024) um Úkraínustríðið, stödd á fyrrgreindum fundi:
En það sem er vaxandi umræða hér er auðvitað það, sem á að vera öllum ljóst, að þetta eru ekki staðbundin átök og stríð á einum stað heldur ertu komin með mannskap frá Norður-Kóreu til að taka þátt og þú ert komin með mjög vaxandi taktíska, strategíska hegðun Rússa í mörgum Bandalagsríkjum.
Við höfum hingað til kallað það fjölþáttaógnir, það má kalla það fjandsamlegar aðgerðir, þær eru margþættar, þær eru mynstur, og það er vaxandi. Hvað þýðir þetta, þegar þú tekur þetta allt saman. Hvar erum við þá raunverulega stödd, og hversu miklu máli skiptir þá, að Úkraínumenn vinni stríðið og Rússar tapi?
Í ljósi veruleika og staðreynda er varla hjá því komist að hugsa, að hér sé vitstola fólk á ferð, heillum horfið, gott dæmi um frásagnarvaldið, því íslenskir fjölmiðlar gera sér ekki far um gagnrýni.
Athugasemdir við fréttaflutning RÚV, frásögn stjórnvalda eða gagnrýni, er í anda helsilyndis kölluð samsæriskenningar, falsfréttir eða hatur á Úkraínumönnum. Málfrelsi er það kallað á öfugmælaíslensku hinna frjálslyndu.
https://theyjolfs.blog.is/blog/theyjolfs/entry/2308714/?fbclid=IwY2xjawG-q-9leHRuA2FlbQIxMQABHTW5h44-rVAA_t1ocvoDy2ZbWgqib3L8bgEYsKMquy3eW3QGHsDB5HrlWQ_aem_al1gTcg1BEf8BKEcLMRY4g https://krossgotur.is/rettlaetinu-er-fullnaegt-jay-bhattacharya-verdur-forstjori-nih/?fbclid=IwY2xjawG-r2FleHRuA2FlbQIxMQABHVO4uLPBBbgLeOJa3clVtDKpwJuGdtQBcK88QpdIvbGy2T08fuHGXCivyg_aem_hl-ydN1ufs8wXyBruTnJ3w https://steigan.no/2024/11/thomas-fazi-european-crisis-and-left-wing-downfall/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/channel/UCCsiAKRKcgzA_372WbXNBaw/videos https://glenndiesen.substack.com/p/the-case-for-trump-and-restraining?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=152562118&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.amazon.com/Fight-Trump-Movement-Changing-World/dp/B0DH6YSYCC Viðbót: https://corbettreport.substack.com/p/repersoning-whitney-webb?utm_source=podcast-email&publication_id=725827&post_id=152559633&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021