Fýkur í Nató-skjólin í Rúmeníu? Calin Georgescu

Nýlega skrifaði Calin Georgescu: “Það er sótt að mér af fullum þunga. Þeir ógna lífi mínu, vegna þess, að ég er efstur á blaði í kosningunum.”

Kosningar til embættis forseta Rúmeníu standa nú yfir. Maðurinn, sem heldur því fram, að Sameinuðu þjóðunum sé stjórnað af moldríkum barnaníðingum, vann fyrstu umferð forsetakosninganna í Rúmeníu.

Calin berst fyrir sjálfstæði friðsamlegrar Rúmeníu og leggur áherslu á að efla innlenda atvinnuvegi – ekki síst matvælaframleiðslu. Calin tekur afstöðu gegn hernaðarbrölti Nató í Rúmeníu, sérstaklega flugskeytavarnarkerfi þess í Deveselu og uppbyggingu Nató herstöðvar fyrir flugheri bandalagsins. Hann andæfir sömuleiðis stuðningi við hernaðinn í Úkraínu og þjálfunarbúðum fyrir úkraínska flugmenn, sem fljúga vilja F-16.

Frakkar hafa líka staðsett skriðdrekasveitir og landher í Rúmeníu. Í ljósi varnarsamnings við Frakka ætti gatan að vera greið til Transnistríu, landræmu á landamærum Úkraínu og Moldóvu. Hún er undir verndarvæng Rússa. Þaðan er skammt yfir til Úkraínu.

Calin er því skiljanlega orðinn skelfir, bæði Nató, sem Rúmenía gekk til liðs við 2004, og Evrópusambandsins, sem þjóðin gerðist aðili að 2007. Það bætir heldur ekki úr skák, að hann fnæsir að eymdarhyggjunni (vókinu - wokeism).

Calin er „kerfiskarl,“ sem sinnt hefur embættum bæði á innlendum og erlendum vettvangi, einkum á sviði umhverfismála. Hann hefur meira að segja starfað fyrir Rómarklúbbinn, sem samdi fagnaðarerindið um „Helvítishlýnunina,“ sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er tíðrætt um, jafnvel oftar en Græna-Gulla, hugmyndafræðingi Kristilegra jafnaðarmanna (Sjálfstæðisflokksins).

Calin, sem er rétttrúnaðarkristinn (Orthodox Christian) er legið á hálsi fyrir Rússahollustu og þjóðardýrkun, m.a. vegna lofsamlegra ummæla um Ion Antonescu (1882-1946) og Corneliu Zelea (Zelenski] Codreanu (1899-1938); saga Rúmena lifir í minningu þeirra, sagði hann.

Þjóðernishyggja Calin endurspeglast í kosningavígorðum hans: „Endurvekjum virðingu rúmensku þjóðarinnar.“

Það verður spennandi að sjá, hvort þjóðin velji Calin til forseta. Forsetinn er æðsti yfirmaður hersins og getur því haft áhrif á undirbúning Nató fyrir stríð gegn Rússum, sem um þessar mundir á sér stað á öllum „landamærum“ Nató frá suðri til norðurs.

Það er afar trúlegt, að Calin verði jafn óvinsæll í Nató og í Evrópusambandinu og granni hans í Ungverjalandi, Viktor Orban, svo og slóvakiski samherjinn, Robert Fico, í Slóvakíu. Calin óttast greinilega um líf sitt eins og Robert.

https://stopworldcontrol.com/unitednations/ https://www.bbc.com/news/articles/c9dlw5pq967o https://www.bbc.com/news/world-europe-17776265 https://www.bbc.com/news/articles/cqlrw4np55zo https://steigan.no/2024/11/hvorfor-flipper-eu-nato-etablissementet-ut-over-det-nylige-valget-i-romania/?utm_source=substack&utm_medium=email https://x.com/EndWokeness/status/1861096579135844674 https://www.digi24.ro/stiri/actualitate/politica/cine-este-calin-georgescu-propunerea-aur-pentru-functia-de-premier-1417286 https://korybko.substack.com/p/the-outcome-of-romanias-presidential?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=152184233&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/romanias-draft-law-on-dispatching?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=143257227&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


« Síðasta færsla

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband