Ríkasti maður heims, Elon Musk, er dyggur stuðningsmaður og hefur fjárfest ótæpilega í húsbónda sínum. Hann er fulltrúi nýríkra tækniræðisauðmanna (surveillance capitalism) í Bandaríkjunum, sem berjast (málamyndabaráttu) gegn þeim gömlu, sem eiga bankana, fjölmiðla og lyfjaiðnaðinn.
Elon mun verða í fyrirsvari fyrir eins konar Ráðdeildarráðuneyti. Hann ætlar sér að spara tvær billjónir (trillion) á fjárlögum. Þess má geta, að hann og Peter Thiel, önnur stjarna úr eftirlits- og tækniauðræðinu, hafa auðgast á samvinnu við Leyniþjónustuna og ráðuneytin.
Kristi Noem er tilnefnd til Þjóðaröryggisstofnunarinnar (Homeland Security). Hún mun enn sem fyrr beita sér af hörku gegn ólöglegum innflytjendum.
Marco Rubio er stríðshaukur af kúbönskum ættum. Honum ætlar Donald embætti utanríkismálaráðherra (secretary of state). Hann virðist styðja öll stríð Bandaríkjamanna í veröldinni, fyrr og síðar, hafði í hótunum við Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og talar fyrir fleiri stríðum, t.d. við Kínverja.
Þegar Marco var inntur eftir því, hvort hann styddi vopnahlé á Gaza, sagði hann: Þvert á móti. Ég hvet þá [Ísraela] til að tortíma öllum Hamasliðum, sem þeir komast yfir. Þeir eru háskaleg dýr. Hann velkist heldur ekki í vafa um, að Guð hafi gefið Ísraelsmönnum Palestínu. (Marco hljómar óneitanlega eins og hugmyndafræðingar Sjálfstæðisflokksins.)
Í ljósi þessa er skiljanlegt, að Marco vandi hvorki Hisbolla né Írönum kveðjurnar. Það ætti að vera markmið Bandaríkjamanna að kollvarpa stjórn þeirra, segir hann. Dráp Ísraela á leiðtogum Hisbolla og óbreyttum borgurum í Líbanon telur hann greiða við mannkyn.
Að þessu sögðu kemur varla á óvart, að þrýstihópar í þágu Ísraels hafi fjárfest ótæpilega í Marco eins og Donald. Það sama hefur hergagnaiðnaðurinn gert.
Stríðshauknum þykir ekki nóg að gert með vopnavaldi. Aukin heldur talar hann fjálglega um að beita hinu meginvopni Bandaríkjanna, einhliða viðskiptaþvingunum, sem reyndar eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum.
Marco er eins og fleirum í hirð Donald afskaplega illa við málfrelsi. Mótmæli gegn stríðum Ísraels við æðri menntastofnanir sagði hann væri gagngera upplausn laga og reglna. Hann styður dyggilega fyrirætlanir Donald um að vísa úr landi erlendum námsmönnum, sem um tveggja áratuga skeið hefur verið innrætt, að heiminum sé skipt í ofbeldismenn og fórnarlömb, og að ofbeldismennirnir í þessu tilviki, þeir sem kúgi fólk, séu Gyðingar í Ísrael.
Nýr sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum verður Elise Stafanik, sem áður var ráðgjafi George W. Bush. Hún er einkum þekkt fyrir að hafa skammað rektora við bandaríska háskóla fyrir linkind gagnvart mótmælendum. Einn af stærstu gyðinglegu hluthöfunum í Donald, Miriam Adelson, veitti henni sérstök peningaverðlaun fyrir bragðið.
Blaðamaðurinn, Dave DeCamp, hefur lýst Elise sem stríðsóðri mýrarófreskju úr herbúðum andstyggilegustu hugveitna nýíhaldsmanna í Washington. Elise hefur ekki vandað Sameinuðu þjóðunum kveðjurnar. Þar sé að finna andgyðinglega rotnun, fullyrðir hún.
Mike Huckabee er úr sama sauðahúsi. Hann verður sendiherra í Ísrael við mikinn fögnuð þarlendra. Mike og Bensi-barnamorðingi fallast í faðma í einskærri trú á þá náð Guðs að hafa gefið Gyðingum Ísrael. Mike rataði í sjötta sæti á lista Spillingarvaktarinnar (Judicial Watch) í Bandaríkjunum. Það þarf varla að taka fram, að þessi heiðursmaður studdi ákaflega innrásina í Írak, enda fyrst og fremst í þágu Ísraelsmanna.
Söguskilningur hans er óneitanlega skringilegur. Í grundvallaratriðum eru engir Palestínumenn til. Það eru til Arabar og Persar. Það er heldur ekkert hernám á Vesturbakkanum. Það er helst á honum að skilja, að Palestínumenn hafi verið fundnir upp til að reka Ísraela af landi sínu. Mike segir að finna megi land handa Palestínumönnum (sem ekki eru til) annars staðar á jarðarkringlunni. Nægt sé rýmið. (Ætli þessi sé innanbúðar í hugmyndafræðideild Sjálfstæðisflokksins?)
Stríðshaukurinn, Pete Hegseth, var tilnefndur til embættis varnarmálaráðherra. Hann hefur nú dregið sig í hlé sökum mótmæla. Pete er afar illa við konur og kynleysingja í hernum og stjórnaði pyndingahúsinu (torture house) í Guantánamo herstöðinni af mikilli röggsemi.
John Ratcliffe verður nýr forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Hann hefur m.a. unnið sér til frægðar að stýra með George W. Bush stríðinu gegn hryðjuverkum og vinna að nánari njósna- og eftirlitssamvinnu Bandaríkjamanna og Ísraela. Elon Musk og John munu vafalaust finna bylgjulengd.
Í desember 2020 sagði John: Ef ég mætti koma með eina ábendingu til bandarísku þjóðarinnar er hún sú, að Bandaríkjunum stafi mestri hættu af Kínverjum um þessar mundir. [Kínverjar eru] stærsta ógn við lýðræði og frelsi, eftir lok annarrar heimstyrjaldarinnar.
Síðast, en ekki síst, Susan Wiles. Hún mun verða starfsmannastjóri Hvíta hússins. Susan hefur þá sérstöðu að vera inni á gafli lyfjafyrirtækjanna og eins konar tengiliður milli Donald og lyfjaiðnaðarins (Big Pharma). Áður var Susan einn stjórnarmanna í hagsmunavörslufyrirtækinu, Mercury Public Affairs, sem var í þjónustu Pfizer, GAVI (bólusetningarsamtaka Bill Gates og nokkurra ríkisstjórna) og Gilead Sciences. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig samvinnu verður háttað milli Susan, Jay og Robert.
Yfirlýsingar Donald rugla fólk oft og tíðum í ríminu. Hann sagði t.d. 2016:
Ég segi við alheimssamfélagið; ég mun ævinlega setja hagsmuni Bandaríkjanna á oddinn, [en] ég mun koma fram við aðra af sanngirni allar þjóðir, allt fólk. Ég mun leita vináttu, ekki illinda, samstarfs, ekki átaka.
Sýrlendingar, Íranar, Írakar, Jemenar og íbúar Venesúela, gæfu Donald varla góða einkunn fyrir samstarf og sanngirni og friðsemd. Mexíkóbúar líta hann væntanlega hornauga fyrir innrásartal hans og varla klappa Afríkumenn honum lof í lófa fyrir þau ummæli, að þeir búi í rassgatslöndum (ass hole). Og ætli ríki í Mið og Suður-Ameríku þakki Donald fyrir allar viðskiptaþvinganirnar, sem hann beitti þau.
Þrátt fyrir, að Donald kynni að virða vilja bandarísku þjóðarinnar, þ.e. hætti hernaðarstuðningi við Úkraínumenn og friðmælist við Rússa, er engin ástæða til að ætla, að hann svíki Ísraelsmenn við stríðsiðju þeirra. Þar hefur hann fullan stuðning hirðar sinnar. Pete Hegseth vildi t.d. sprengja Teheran.
Jackson-sinninn, Donald Trump, tæki væntanlega undir orð Pete þess efnis, að Sionismi og Amerikanismi (Americanism) séu framverðir vestrænnar menningar og frelsis í heiminum. Því hafi það verið blessunarlegur gjörningur að hafna samningum um framleiðslu kjarnorku við Írana og flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jórsala. Pete sagði:
Þessi forseti [Donald Trump] er sannur vinur ísraelska ríkisins. Vináttan er hin eilífa, trausta taug, sem bindur saman trú, frelsi og tryggð við sögulegar, trúarlegar og menningarlegar hefðir, sem andstæðar eru veraldarhyggju (secularism), Múhammeðstrú og Andgyðingshyggju (anti-semitism).
Því má gera ráð fyrir, að styrjöld við Írana sé í undirbúningi. Þar gæti Donald slegið tvær flugur í einu höggi, þ.e. gjörsigrað Írana og komið Kínverjum á vonarvöl einnig, þar sem þeir eru algjörlega háðir olíu frá Íran.
Enn það er afdrifaríkur hængur á. Samkvæmt skýrslu RAND hugveitunnar, sem mótar utanríkis- og hermálastefnu Bandaríkjamanna, að verulegu leyti, ásamt Utanríkismálaráðinu (Council of Foreign Relations) er her heimsveldisins ekki í stakk búinn til slíkra hernaðaraðgerða frekar en her hinna hundtryggu bandamanna, Breta. Án hersins eru Bandaríkin úr sögunni sem heimsveldi. Pax Americana er sem sé á hverfanda hveli hernaðarlega og efnahagslega sömuleiðis.
Eins og allir vita, ætlar Donald að gera Bandaríkin máttug og mikil á nýjan leik (Make America Great Again MAGA). Stríð gegn Íran og Kína er þáttur í þeirri áætlun.
Annar þáttur í þeirri stórfenglegu áætlun er endurheimt Bandaríkjanna sem iðnaðarveldis. Þar verður líka við ramman reip að draga. Þeim mætti glutruðu Bandaríkjamenn niður smám saman. Nú eru það BRICS+ löndin, sem tekið hafa forystuna á þeim vettvangi með Kína, Indland og Rússland í forystu. Í skipasmíðum eru Kínverjar t.d. 230sinnum öflugri en Bandaríkjamenn og eiga stærsta flota í heimi.
Donald hefur endurvakið gömul ráð fyrri forseta á borð við Abraham Lincoln (1809-1865) og William McKinley (1843-1901) um verndartolla. En þá var öldin önnur. Beiti Donald því úrræði að einhverju marki er ljóst að bresta mun á alheimsviðskiptastríð, verðbólga innanlands mun aukast enn og hrikta mun enn frekar í undirstöðum dalsins sem alþjóðagjaldeyris.
Skuldir Bandaríkjamanna eru nú rúmlega 35 billjónir (trillion) Bandaríkjadala, sem samsvarar nokkurn veginn vergri þjóðaframleiðslu (GDP). Stór hluti af þeirri framleiðslu eru fjármálaumsvif. Útgjöld til hernaðarmála eru langt yfir einni billjón árlega, um það bil það sama og greitt er í vexti af skuldum.
Það blæs ekki byrlega fyrir bandaríska heims- og herveldinu. Til að bæta gráu ofan á svart ber ekki á öðru, en að vitfirringarnir í Washington ætli sér að heyja kjarnorkustyrjöld við Rússa.
https://krossgotur.is/tilnefning-roberts-kennedy-til-heilbrigdsradherra/?fbclid=IwY2xjawGr2M1leHRuA2FlbQIxMQABHUahpFT3QZlLogIOXN_9Uh7WR4pg-Dvtj-c2safl03NlJacNs4Hnv78Sfg_aem_s7_Zt1ox8mDK9gSBv_n2Kw https://www.kitklarenberg.com/p/collapsing-empire-rip-royal-navy?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=152064556&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/11/spionene-frykter-tulsi-gabbard-og-bigpharma-frykter-robert-f-kennedy-jr/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.theamericanconservative.com/poll-majority-of-americans-back-ending-military-aid-to-ukraine/ https://steigan.no/2024/11/patrick-henningsen-usa-har-vunnet-mye-pa-krigen-i-ukraina-intervju/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=EJQKIwe2BYo https://www.youtube.com/watch?v=po2_gHsmpKM https://www.commondreams.org/opinion/icc-arrest-warrant-netanyahu https://www.youtube.com/watch?v=R0lPWGlwPvk https://steigan.no/2024/11/trump-velger-john-ratcliffe-til-a-lede-cia/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=uNDnHL40lo4 https://expose-news.com/2024/11/13/bewildered-scientists-and-journalists/ https://www.youtube.com/watch?v=i7iGPm0vloA https://www.indianpunchline.com/russia-india-are-early-birds-as-pax-americana-is-ending/ https://www.youtube.com/watch?v=aHfNus7C9nk https://www.youtube.com/watch?v=87zQuzmtLYs https://steigan.no/2024/11/det-er-ingen-enkle-kriger-igjen-a-kjempe-men-ikke-ta-feil-av-lengselen-etter-en/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/11/kritikeren-og-stanford-eksperten-jay-bhattacharya-nominert-til-a-lede-trumps-helsepolitikk/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.rt.com/news/607508-changes-us-foreign-policy-trump/ https://derimot.no/russisk-vurdering-av-trump-seieren-endringene-blir-mindre-enn-det-mange-tror/ https://www.globalresearch.ca/trump-picks-neocon-warhawks-devoted-israel/5872821 https://www.globalresearch.ca/trump-war-peace-manlio-dinucci/5872340 https://www.globalresearch.ca/trump-war-deep-state-increasing-own-powers/5872966 https://www.voltairenet.org/article221504.html https://www.voltairenet.org/article221523.html https://www.globalresearch.ca/who-presidents-team-manlio-dinucci/5872963 https://www.aljazeera.com/news/2024/11/13/who-is-pete-hegseth-the-pro-israel-fox-news-host-picked-to-head-pentagon https://steigan.no/2016/12/tulsi-gabbard-d-hi-usa-finansierer-terroristgrupper-i-syria/ https://www.globalresearch.ca/long-range-missiles-targeting-russia/5873147 https://www.globalresearch.ca/harris-trump-debate-manlio-dinucci/5867948?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/eight-reasons-marco-rubio-disastrous-secretary-state/5873044 https://covertactionmagazine.com/2024/11/19/marco-rubio-an-abhorrent-choice-for-secretary-of-state/?mc_cid=0b59ca8213&mc_eid=5cd1ec03b1 https://www.igor-chudov.com/p/trump-picks-covid-vaccine-supporter?utm_source=post-email-title&publication_id=441185&post_id=152080281&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=wBz68F1vTlw https://www.youtube.com/watch?v=gVshqS0UvXE&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=5 https://steigan.no/2024/11/kinas-skipsbyggingskapasitet-230-ganger-storre-enn-usas/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/11/en-grunn-til-at-de-hater-henne-tulsi-gabbard-advarte-mot-ulovlige-biologiske-laboratorier-i-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=lZbELPHVeZI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=O6X7LusQ3mM https://caitlinjohnstone.com.au/2024/11/19/another-psychopath-for-us-secretary-of-state/
Nýjustu færslur
- Nató herðir heljartökin í Vestur-Asíu og Levantíu
- Hirð Donald Trump; Vitfirringar eða vitringar. Guðleg köllun ...
- Hirð Donald Trump; Vitfirringar eða vitringar. Guðleg köllun ...
- Fokkum feðraveldinu og fjárfestum í kynjakennurum. Kvennaárið...
- Það mælti mín móðir; vertu ekki hræddur við valdskonur. Uppre...
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021