(Heilmildaskrá fylgir seinni hluta.)
Margir binda vonir við, að kosning Donald Trump muni valda straumhvörfum á ýmsum sviðum í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Donald auglýsir t.d., að hann sé eins konar friðardúfa, því hann hafi ekki att Bandaríkjunum út í stríð. Það mætti til sanns vegar færa, en þó beitti hann bandaríska hernum til morðárása á fulltrúa Írana og Íraka og hefur hvergi hvikað í hernámi Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak.
Hann hefur jafnframt verið staðfastur stuðningsmaður hernaðaruppbyggingar í Ísrael og lagt sig fram um að steypa stjórn Venesúela af stóli. Donald gekk meira að segja svo langt að skipa þar nýjan forseta alveg eins og Vesturlönd reyna enn á ný, meðan þau liggja á gulli þjóðarinnar.
Donald er flokkaflakkari, en samkvæmt hinum snjalla blaðamanni, Thierry Meyssan, er Donald Jackson-sinni, þ.e. nemandi fyrrum forseta, Andrew Jackson (1767-1845). Andrew var svarinn andstæðingur alþjóðaauðvaldsins og barðist einarðlega gegn tilburðum þess til að stofna seðlabanka í Bandaríkjunum. Hann vann orrustur, en Bandaríkjamenn töpuðu stríðinu. Seðlabanki alþjóðaauðvaldsins var stofnaður á öðrum áratugi tuttugustu aldar.
En Andrew hafði fleiri hliðar. Honum var mjög umhugað um að stugga Indíánum burt frá fornum lendum þeirra og smala saman á verndarsvæði. Hann var ákafur talsmaður sjálfgefinna forlaga (manifest destiny) hvítra Bandaríkjamanna, svo sérstakir væru þeir undir augliti Guðs.
Andrew sagði það forlög, [a]ð breiða úr okkur yfir alla álfuna. Guðleg forsjón (providence) býður oss þetta land til til frjálsrar þróunar í þágu þeirra milljóna íbúa, sem fjölga sér á ári hverju.
Í anda Andrew varð síðar til trúboð Bandaríkjamanna, þ.e. að boða hið fullkoma stjórnunarfyrirkomulag (the perfect form of government).
Kynþáttafordómar Andew lifðu einnig áfram í bandarískri stjórnsýslu. Theodore Roosevelt (1958-1919), fyrsti heimsveldisforseti Bandaríkjanna, sagði t.d.:
Það væri mér mjög að skapi, ef koma mætti algerlega í veg fyrir, að óheppilega (wrong) fólkið tímgaðist. Þegar að því kemur, að hið illa eðli þessa fólks blasir við augum, ætti það að vera gerlegt. Ófrjósemisaðgerð ætti að framkvæma á afbrotamönnum og vanvitum (feeble-minded) bannað að eignast afkomendur.
Þetta viðhorf lifir enn góðu lífi í bandarískum stjórnmálum og atvinnulífi, sbr. viðhorf til Palestínumanna, eitrunartilburði lyfjaiðnaðarins og Bill Gates, svo og fólksfækkunarfyrirætlanir alheimsstjórnarsinna í Davos.
Gyðingurinn og sagnfræðingurinn, Norman Finkelstein, horfir með skelfingu til þeirra tíma, sem í hönd fara. Donald mun valda hörmungum, hryllingur er í augsýn, segir hann.
Það er ástæða til að ætla, að það fólk, sem Donald tilnefndir til embætta í stjórninni, muni hafa veruleg áhrif á stefnuna. Allir virðast þeir herskáir stuðningsmenn jafn herskárrar Ísraelsstjórnar og sumir hafa í hótunum við Alþjóða glæpadómstólinn (International Criminal Court - ICC) vegna handtökuskipunar á hendur Bensa-barnamorðingja.
En engin ákæra hefur verið gefin út sökum þátttöku Bandaríkjamanna í þjóðarmorðinu á Palestínumönnum. Bandaríkjamenn hóta jafnvel árás nú rétt eins og þeir gerðu, þegar dómstóllinn orðaði réttarhöld vegna stríðsglæpa þeirra í Afganistan.
Hér eru mikilvægustu hirðmennirnir kynntir til sögu:
Útnefning Robert Kennedy til embættis heilbrigðisráðherra hefur vakið andspyrnu lyfjarisanna, enda er Robert einarður andstæðingur bóluefnanna við Covid-19 og fleiri slíkra, sem valda tjóni á heilsu fólks. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig honum gengur baráttan við ofurefli þeirrar mafíu. Robert er einarður stuðningsmaður Ísraelsstjórnar.
En Robert mun vafalítið fá liðstyrk frá sómalækninum, Jay Bhattacharya, sem var einn upphafsmanna Barrington yfirlýsingarinnar, þ.e. baráttu fagmanna gegn skaðlegum bóluefnum við Covid-19.
Tulsi Gabbard kynni að vera litli, ljóti andarunginn í hirðinni. Tulsi er flóttamaður frá Lýðræðissinnum (Demókrötum) eins og Donald reyndar sjálfur. Hún reyndi á sínum tíma að fá Nató til samninga við Rússa um sýklavopnaverksmiðjur Bandaríkjanna í Úkraínu.Tulsi er talsmaður friðar í landinu, varaði við kjarnorkustríði og hefur tjáð sig um ábyrgð Nató á stríðsinu og samtímis andmælt andrússneskri þráhyggju landa sinna.
Tulsi hefur einnig bent á, að Bandaríkjamenn fjármagni og beiti hryðjuverkahópum eins og ISIS í Sýrlandi. Hún er þó eindreginn stuðningsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar.
Það er líka Sebastian Gorka, sem tilnefndur er til Þjóðaröryggisráðsins. Hann segir m.a.: Ég skal afhjúpa eitt atriði, sem forsetinn [Donald Trump] hefur haft á orði. Hann mun segja við hinn morðóða, fyrrverandi offursta í leyniþjónustunni; þú skalt setjast að samningaborði nú þegar ellegar mun hjálpin, sem Úkraína hefur fengið, líta út sem hnetur væri. Þann ætlar hann [Donald] að þvinga herra þessa til samninga, sem stöðvi blóðsúthellingar.
Pam Bondi er tilnefnd í embætti dómsmálaráðherra. Hún verður yfirmaður Alríkislögreglunnar (FBI). Sú góða kona er lítt hrifin af málfrelsi alla vega falli henni ekki inntak þess í geð. Hún hefur í löngu máli gert grein fyrir örlögum námsmanna, sem styðja Hamas. Þá skal reka umsvifalaust fyrir Gyðingahatur. Hún segir m.a.:
Gyðingahatur (anti-semitism) fer eins og eldur í sinu um landið um þessar mundir. Það nístir að hjartarótum að verða vitni að aðsúgi gegn öllum Gyðingavinum okkar í landinu.
Mike Waltz er tilnefndur þjóðaröryggisráðgjafi. Hann hótar ICC öllu illu og kallar hann andgyðinglegan. Félagi hans, Tom Cotton, hefur beinlínis lagt til að senda herinn á vettvang, samkvæmt Hag innrásarlögunum (Hague Invasion Act). Lögin heimila slíka hernaðaraðgerð til að bjarga bandarískum ríkisborgurum eða vinum þeirra undan fári dómstólsins.
Bandaríkjaþing hefur einnig með yfirgnæfandi meirihluta samþykkt lög, sem heimila þvinganir (sanctions) gegn dómstólnum og þeim þjóðum, sem standa að honum. Við skulum rústa efnahagi ykkar, sagði Lindsey Graham. Efnahagsþvinganir eru Bandaríkjamenn frægir fyrir að endemum. Svo eru þeir líka duglegir að tapa stríðum, líka stríðinu í Úkraínu, sem Mike hefur mikið dálæti á. Hann varð snemma stuðningsmaður þess að senda langdrægar eldflaugar inn í Rússland.
Jeanette Nesheiwat hefur fengið útnefningu sem Landlæknir Bandaríkjanna (surgeon general). Jeanette lofsöng bóluefnin við Covid-19 og hélt varla vatni yfir bólusetningaherferð Donald (Warp Speed). Donald heldur því fram, að herferðin hafi bjargað tuttugu milljónum mannslífa. Upp á síðkastið hefur hún þó dregið stuðning sinn til baka.
https://caitlinjohnstone.com.au/2024/11/19/another-psychopath-for-us-secretary-of-state/
Nýjustu færslur
- Nató herðir heljartökin í Vestur-Asíu og Levantíu
- Hirð Donald Trump; Vitfirringar eða vitringar. Guðleg köllun ...
- Hirð Donald Trump; Vitfirringar eða vitringar. Guðleg köllun ...
- Fokkum feðraveldinu og fjárfestum í kynjakennurum. Kvennaárið...
- Það mælti mín móðir; vertu ekki hræddur við valdskonur. Uppre...
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021