Í ungdæmi mínu var kenndur dans í Vogaskóla. Það þótti menningarlegt. Ég átti í stökustu erfiðleikum með Tja, tja, tja. Hægri, vinstri, tja, tja, tja, sagði kennarinn. En áttavitinn í huga mér hringsnerist og mér fipaðist fóturinn.
Aftur á móti þótti það ekki menningarlegt að kenna strákum handavinnu. Þegar ég andófsmaðurinn leitaði til Brynhildar handavinnukennara um málið, tjáði hún mér höstuglega, að strákar lærðu ekki að sauma. Þegar ég nokkrum árum síðar sótti um skólavist í Kvennaskólanum var mér undurblíðlega tjáð, að skólinn væri fyrir stelpur.
Eftir að nýju kynfrelsunarlögin tóku gildi, hefur sú hugsun gerst áleitin, hvort ég sé ekki fæddur í röngum líkama. Eiginlega sé ég Louise Henriette Josephine Vandencryce (skírð í höfuð á forföður mínum frönskum).
Ég skal ekki um það segja, hvort landar afa míns í Þinghúsinu í París hafi átt í sömu erfiðleikum með áttavitann og ég. En það skiptist einmitt í hægri og vinstri, meðan á Frönsku byltingunni stóð. Byltingarmenn sátu til vinstri augliti til auglitis við þingforseta, en konungsmenn til hægri.
Smám saman öðlaðist þessi grófi áttaviti nýtt gildi. Hægri menn voru sagðir íhaldssamir og vinstri menn róttækir, þ.e. þeir vildu breytingar eða jafnvel byltingar í anda þeirrar frönsku.
Orðin fara vel í munni og hafa þann stóra kost, að fólkinu, sem notar þau, er hlíft við að hugsa of mikið. Það hlýðir danskennaranum eins og ég reyndi að gera. Enn tala frambjóðendur til Alþingis um, að þeir séu til hægri og vinstri. En eins og nærri má geta, fer ég þá gjarnan í hring eins og stjórnmálin hafa raunar einnig gert.
Franska byltingin er trúlega fyrsta byltingin, sem alþjóðaauðvaldið, þá í burðarliðnum, atti fólki út í. Réttur þorra manna var fyrir borð borinn, fólk var fátækt og svangt. Krafist var réttlætis og brauðs fyrir karla, konur og börn. Sama var upp á teningnum, þegar iðnbylting auðjöfranna hafði leitt til myndunar verkalýðsstéttar í borgum.
Vígorð byltingarmanna hinnar nýju verkalýðsstéttar var: Öreigar allra landa sameinist. Þannig skyldi frelsa fólkið og gefa því lýðræði eins og vopnfærum, frjálsum körlum í Aþenu til forna. Hinir spaugsömu áróðursmenn nasista lögðu síðar sérstaka áherslu á gildi vinnunnar við frelsunina: Arbeit mact frei. Konur trúðu þessu eins og nýju neti.
Það vill svo til, að vígorðin og byltingarhugsunin var sótt til lögfræðingsins, Karls Marx (1818-1883), sem auðjöfurinn, Friedrich Engels (1820-1895), styrkti til skrifa um framtíðarlandið. Þar ríkti réttlæti, eindrægni og sæld. Þar með gengu gamlir draumar um allsnægtalandið í endurnýjum lífdaganna og alþjóðaauðvaldið eignaðist vegvísi um fyrirheitna landið, Alheimskringluna, undir þeirra stjórn. Frelsi og lýðræði voru vitaskuld boðorðin.
Friðrik var einnig liðtækur kenningasmiður, taldi t.d. konuna kúgaða og fjölskylduna kúgunartækið. Hugmyndir þessara fóstbræðra hafa orðið grundvöllurinn að hernámi heimsins og huga alþýðu. Auðjöfrarnir, sem þegar eiga 99% af auðævum veraldar, kalla hernámið fjórðu (eða jafnvel fimmtu) iðnbyltinguna.
Alheimsauðvaldið lærði fljótt og vel, nýtti sér alls konar hugmyndir og hreyfingar sjálfu sér til framdráttar. Þeim var beitt fyrir vagn alheimsyfirráðanna. Það byrjaði t.d. snemma að frelsa konur. Taldi þeim trú um, að reykingar væru hollar í upphafi síðustu aldar. Hin nýja kona var þar með fædd. Síðar lærði hún, að fóstureyðingar að eigin geðþótta (þ.e. án samráðs við föður), fram að fæðingu barns, væri helsta dygð hinnar frjálsu konu.
Bragð er að, þá barnið finnur. Blásið var í gamlar, hugmyndafræðilegar glæður um kúgun kvenna og fjölskyldu. Borið var fé á kvenfrelsunarhreyfingar. Þær börðust hugmyndinni trúar gegn körlum og fjölskyldu og þar með hefðbundnu uppeldi barna.
Hin nýja kona væri maður með mönnum, hefði fyðilinn milli fingra sér og fnæsti að barneigum og barnauppeldi. Þannig tókst auðjöfrunum að lækka launakostnað og skapa fleiri skattgreiðendur.
Konur (og karlar) urðu holl trúnni. Karlar, feður og drengir, eru meira eða minna utan garðs, fjölskyldan alvarlega löskuð. Mikla móðir er í öflugri sókn og mæður hafa mestar áhyggjur af því, að hið opinbera ali ekki nógsamlega upp börnin og fóðri, þ.e. þau, sem þrátt fyrir allt koma í heiminn, sleppa við eyðingu í móðurkviði. Frjálsar konur eiga helst ekki börn eins og gefur að skilja.
Svokölluð verkalýðshreyfing er samróin kvenfrelsunarhreyfingunni. Hún minnir oss stöðugt á, að enn þá séu konur ekki nógsamlega frelsaðar, því enn þá sitji karlar um um þær, tali óviðurkvæmilega og hatursfullt til þeirra, klappi þeim á afturendann, slái gullhamra eða og allra helst nauðgi þeim. Svo vilja karlar vitanlega ekki hleypa konum sínum upp á dekk eins og Vigdís forseti sagði.
Allt er þetta staðfest í fréttum RÚV, ríkismiðlinum ósnertanlega. Kvenfrelsunarforinginn úr Kristilega jafnaðarmannaflokknum (Sjálfstæðisflokknum), Hann Birna Kristjánsdóttir, segir þetta. Það segja líka kvenfrelsunarforingjar Viðreisnar, Þingræningja (Pírata), Samfylkingar, Jafnaðarmannaflokks (Sósíalistaflokks), Vinstri-grænna og Flokks (hunda)fólksins.
Mikilvægasta kosningamálið er í raun hvorki framfærsla, heilsa eða húsnæði, heldur hvað sé kona og hvort karl sé karl. Ég gæti sem best trúað því, að fóstbræðurnir gömlu, Kalli og Frikki, hafi af þessu góða skemmtun í Valhöll, þjóri bjór og skelli sér á lær: Sögðum við ekki.
Kynlausir eða kvenfrelsaðir öreigar allar landa eru nefnilega um það bil að sameinast. Byltingarforingjarnir eða stríðsforkólfarnir, hvort tveggja þeir, sem háðu kynja- og menningarstríðið inn á við og vopnastríð út á við, hafa þjónað sínum tilgangi meira eða minna. Bráðum stýra þeir hugum manna og kyni jafnvel gegnum örmerkingar og örflögur.
Hvað á ég að kjósa? Mér sýnist flokkarnir stefna sofandi að feigðarósi á vit öreigaparadísar alþjóðaauðvaldsins. Stundum rumska þó atgervismenn í Miðflokknum og Lýðræðisflokkurinn býður upp í Tja, tja, tja. En dansgólfið skal þó vera Nató. Það mætti þó fyrirgefa, bara ef flokkurinn leysir gátuna:
Hvað er kona, hvað prýðir hina frjálsa konu, íslensku Fjallkonuna. Ætli hún sé þrílimuð hið neðra og skeggjuð?
(Hér fylgir samtal við Paul Kingsnorth og fróðleg grein eftir hann. Innblástur í sama anda):
https://www.youtube.com/watch?v=faaTLrTKwOE https://paulkingsnorth.substack.com/p/donald-and-the-pincer
Nýjustu færslur
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. I: Alþjóðl...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021