Sumir kannast eflaust við eigin lygi, þ.e. hugarburð í því skyni að forðast óþægilegan sannleika, staðreynd. Hugvillan verður smám saman snar þáttur í hugarrónni, vitundinni, viðhorfunum, manngerðinni og hátterninu. Þegar svo er komið verjumst við með kjafti og klóm, þegar hugvillunni er ógnað.
Yfirvöldum er vitaskuld ljóst, að árangursríkasta leiðin til drottnunar sé hugstjórnun alþýðu, hin ósýnilega stjórnun. Edward Bernays (1891-1995), oft nefndur upphafsmaður áróðurs og almannatengsla (human relations), hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði:
Árangursrík fölsun (manipulation) huga almúgans er ósýnileg stjórnun. Í henni felst hið raunverulega máttarvald í samfélagi okkar.
Glöggir og valdsjúkir stjórnmálamenn nýttu sér hugfölsunar eða hugvitundartæknina. Skömmu eftir, að alheimsauðvaldið hafði náð að grafa um sig í Bandaríkjunum 1913 með stofnun seðlabanka (Federal Reserve), hófst það handa um að hrinda af stað nýrri stórstyrjöld, heimsstyrjöld. Þannig auðgast það mest.
Fyrsta skrefið var að kynda undir eða skapa uppreisnir og upplausn. Gyðingaauðvaldið fjármagnaði flotauppbyggingu Japana og atti þeim og Rússlandi saman. Til að veikja zarinn enn frekar fjármagnaði það rússnesku byltinguna 1917. Samtímis hófst undirbúningur að stofnun Gyðinganýlendu í Palestínu (Balfour yfirlýsingin, Rothschild).
Það var á sama ári og Woodrow Wilson (1856-1924), handbendi áðurgreindra afla, stofnaði í samvinnu við Edward Hina opinberu upplýsinganefnd Bandaríkjanna (United States Committee on Public Information), enda var stórviðburður í aðsigi, fyrri heimstyrjöldin.
Þessi nefnd varð eins konar fyrirmynd áróðursdeilda í stjórnsýslu hinna ýmsu ríkja eins og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands og Þýskalands, rétt eins og leyniþjónusta Breta varð fyrirmynd þeirrar þýsku, sem stofnun Leyniþjónustu Bandaríkjanna grundvallaðist á.
Nú er beinlínis talað um upplýsingahernað, sem er mikilvægur þáttur í vitundariðnaði samtímans. Alþjóðaauðvaldið í samvinnu við yfirvöld á eða stjórnar beint og óbeint nær allri miðlun frétta.
RÚV er t.d. í slagtogi við nokkrar fréttaveitur þess, sem nú kalla sig Traustvekjandi fréttamiðlunina (Trusted News Initiative). Fagurgalinn og öfugmælin eru stundum skemmtileg. Einnig hefur sprottið upp ógrynni sannleiksskrifstofa (fact checkers) bæði innan og utan þessara fjölmiðla.
Síðan Woodrow og Edward sátu á rökstólum um gildi áróðurs hefur mannkyn sætt sig við ótal styrjaldir, nær allar háðar til að aðstoða alþjóðaauðvaldið við að mata krókinn og seilast til valda.
Stríð í þágu þjóðaröryggis, ættjarðarástar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda, þróunar og réttlætis, er í senn yfirskinið og sá skilningur, er býr í hugskoti okkar heilaþvegnu. Þegar mikið liggur við er það stríð í þágu kvenna og barna, sem hæst ber. Nú er það hins vegar trúin á eitruðu karlmennskuna, sem ljær þeim vængi.
Þessi viðhorfs- og hegðunarmótun er stundum eilítið spaugileg, t.d. þegar Edward tókst í samráði við kvikmyndaiðnaðinn og fjölmiðla, hvort tveggja í eigu auðjöfranna, að sannfæra konur um, að reykingar ykju kynþokka þeirra og frelsi. Hin frjálsa, nýja kona, nyti lífsins með vindling milli fingra sér, bein skírskotun til miðfótar karlanna. Það heitir valdefling kvenna.
Samrunaheimsveldi Bandaríkjanna og Ísraels með tilstyrki Breta og annarra Natóríkja undirbýr sig nú fyrir stórstyrjöld eða heimsstyrjöld í Vestur-Asíu og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Drápsiðnaðarmennirnir eru iðnir við kolann. Fólk hefur þegar verið drepið í hrönnum í Palestínu, Líbanon, Jemen og Sómalíu. Réttlætingaráróðurinn þýtur um eyru.
Harmleikurinn, stríðssjónarspilið í Írak, endurtekur sig. Þar var hálfri milljón barna fórnað á altari lyginnar. Viðunandi fórnarkostnaður, sagði ófreskjan Madeline Albright/Marie Jana Korbelová (1937-2022), utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hinir ábyrgu, fjöldamorðingjarnir, Tony Blair og George Bush, ganga lausir. Þeir samseku einnig.
Flestir, bæði almennir borgarar og stjórnmálamenn, skella skollaeyrum við og telja sér trú um, að þeir séu í varnar- og friðarbandalagi gegn kommúnistum og Múhammeðstrúarmönnum.
Þessu skollaeyrnafyrirbæri lýsir hinn valinkunni blaðamaður, John Pilger (1939-2023), í hjálagðri heimildarmynd. Hún gæti orðið jólamyndin í ár. Samtímis mætti minnast friðarhöfðingjans frá Nazaret.
https://www.youtube.com/watch?v=5mDuxFnn2RY
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021