Þegar konur pynda drengi. Misþyrmingar í Miðausturlöndum

Rauðsokkurnar vildu m.a. telja okkur trú um, að móðureðlið endurspeglaði kveneðlið; umhyggju og ást. (Þá var móðureðlið talið vísbending um yfirburði kvenna.) Því væru konur friðsamar og ástríkar. Þeim dytti ekki í hug að misþyrma fólki.

Þetta fýsti kvenfrelsarann, Laura Sjoberg, að sýna fram á. En niðurstöður rannsókna hennar voru óvæntar og ógeðfelldar. Þær ullu kvenfrelsurum vonbrigðum.

Laura skrifaði ágæta bók um rannsóknir sínar; „Kvennauðgarar í stríði: Skyggnst handan staðalímynda og æsifregna (Women as Wartime Rapists. Beyond Sensation and Stereotyping). Í inngangi liggur við, að hún biðjist afsökunar á rannsóknarefninu, sem að sönnu er óvenjulegt fyrir kvenfrelsara.

Það gleymist iðulega að fjalla um þátt kvenna við nauðganir, t.d. í Rúanda, þar sem kvenherforingjar skipuðu hermönnum sínum að niðurlægja fjandkonurnar með þessum hætti. Svipaðar sögur er að segja frá Súdan og víðar, þar sem konur hvöttu karla sína til dáða.

Kunnastar eru trúlega Pauline Nyiramasuhuko (f. 1946) frá Rúanda og Bijana Plavsic (f. 1930) frá Bosníu. Sú fyrrnefnda skipaði m.a. karlhermönnum sínum (að eigin syni meðtöldum) að nauðga kynsystrunum og kveikja síðan í þeim.

Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að áðurnefndar konur neituðu báðar sök í réttinum og héldu því fram fullum fetum, að óhugsandi væri, að mæður og ömmur sýndu slíka mannvonsku.

Aðrar konur fóru mildilegar að. T.d. í Darfúr (Súdan) og Rúanda létu konur sér nægja að kyrja hvatningarsöngva til karla sinna, meðan þeir nauðguðu kynsystrunum.

Fræðimenn eru haldnir rannsóknarblindu. Hún endurspeglar almennt viðhorf til kvenna í samfélaginu. Caron Gentry og Laura Sjöberg draga lærdóm af rannsóknarblindunni. Þær telja að endurskoða þurfi skilgreiningu ofbeldis og þátttöku kvenna:

„Það er ekki vegna þess, að karlar og konur sýni frábrugðna ofbeldishegðun eða að ofbeldishvati kvenna sé öðruvísi. Heldur er skýringa að leita í nálgun fræðimanna ... til ofbeldis í þeim skilningi, að karlar séu alfarið eða því sem næst ábyrgir fyrir ofbeldi. Þar af leiðandi hefur [skilningurinn] tekið mið af karllegum félagsgildum.“

Karlmenn hafa reyndar sjaldan viljað trúa því, að konur gætu framið jafn viðbjóðslega glæpi og þeir sjálfir.

Hugsanlega talar kanadíski blaðamaðurinn og rithöfundurinn, Patricia Pearson, afdráttarlausast:

„Allar konur, hvort sem þær hafa meiri eða minni völd í fyrirtækjum, stjórnmálum og fjölskyldum, stunda hernað eða löggæslu – láta sitt ekki eftir liggja, hvað ofbeldi viðkemur.“

Patricia varar við þöggun kvennaofbeldis gagngert: „Það hefur margs konar afleiðingar að horfast ekki í augu við þátttöku kvenna í ofbeldi. Það hefur áhrif á hæfni okkar til að kynna okkur [konur] sem sjálfstæðar og ábyrgðarfullar mannverur. Það hefur áhrif á hæfni okkar til að segja sögur um sjálfar okkur og leika á alla strengi mannlegra tilfinninga og reynslu. Það óvirðir fórnarlömb okkar. ... En umfram allt er það líklega svo, að afneitun kvenýginnar grefur rækilega undan tilraunum okkar, menningarinnar, til að taka til róta ofbeldisins og uppræta það.“

Fleiri konur taka undir þennan boðskap. „[O]fbeldi kvenna gegn kynsystrum sínum er látið í þagnargildi, sökum afneitunar kynferðisofbeldis af hálfu kvenna.“ (Lori B. Girshick.)

„[Það er] misskilningur að halda, að konur sýni öðrum konum samstöðu vegna kynferðis. Þvíumlíkur misskilningur getur [þvert á móti] torveldað uppgötvun ofbeldis konu í garð konu.“

Konur, sem sýna fólsku, eru stundum kallaðar konurnar „óhugsandi.“ Um þær segir Laura:

„„[K]onan óhugsandi“ – ofbeldiskonan, sem í átökum og stríði beitir kynofbeldi – á sína tilveru. Og hún er ekki afbrigðileg. „Hana“ er að finna ... við átök víðs vegar í veröldinni á hinum og þessum tímaskeiðum og við alls konar aðstæður, tengdum menningu, tungumálum, trúarbrögðum, þjóðerni, stétt og tilbrigðum við kynferði í alþjóðamálum.“

Bretar hafa rannsakað „konuna óhugsandi“ í stríði sínu við Íraka, en þeir voru fyrstir á lista Bresk-bandaríska-ísraelska heimsveldisins, samkvæmt kollsteypuáætluninni frá 1996:, „ Hreina skurðinum: Nýrri leið til að tryggja öryggi ríkisins“ (Clean Break: A New Strategy for Securing the Realm – stundum er talað um „Clean Cut“).

Til að gera langa sögu stutta var staðfest, að kvenhermenn hefðu átt snaran þátt í pyndingum við kynmisþyrmingar á drengjum í Írak; m.a. voru þeir niðurlægðir í „kynlegum“ stellingum og nauðgað af uppgjafahermönnum konunum til skemmtunar.

Ég kynntist pyndingum af öllu tagi – hélt ég – þegar ég starfaði um hríð við meðferðarstofnun í Kaupmannahöfn, þar sem reynt var að draga úr skelfilegum afleiðingum pyndinga. Pyndingarnar voru svipaðar, hver svo sem átti í hlut, nauðganir og misþyrmingar á kynfærum þar með taldar.

Breytingar á tækni eru hvati að nýjum tilbrigðum við óþverrahátt. Það er ekki bara svo, að Ísraelsmenn útbúi rafsegultæki sem sprengjur, heldur er karlmönnum nauðgað með farsímum, sem til skemmtunar böðlunum eru látnir hringja inni í endaþarmi þeirra.

https://www.icc-cpi.int/sites/default/files/itemsDocuments/201209-otp-final-report-iraq-uk-eng.pdf?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=F5k5RakRe7g https://www.youtube.com/watch?v=NNlExTwsZn8 https://archive.org/details/acleanbreak http://www.mideastweb.org/Middle-East-Encyclopedia/clean_break.htm https://publications.parliament.uk/pa/jt200708/jtselect/jtrights/157/15710.htm?utm_source=substack&utm_medium=email#n220 https://beeley.substack.com/p/the-endless-cycle-of-genocidal-depravity?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=149243177&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.britannica.com/biography/Biljana-Plavsic https://www.bbc.com/news/world-africa-52938283


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband