Þjóðabandalagið var stofnað í kjölfar fyrstu heimstyrjaldarinnar, stríðsins, sem koma átti í veg fyrir öll stríð. Til að gulltryggja friðinn var Þjóðabandalagið stofnað af sigurvegurum. Það var í raun tímabundið vopnahlé, fram að næstu heimstyrjöld.
Hvatinn að báðum styrjöldunum var græðgi öflugustu auðjöfranna beggja vegna Atlantsála. Tugum milljóna manna og gífurlegum verðmætum var fórnað í þessum styrjöldum svo endurbyggja mætti betur. Það er líka yfirlýst markmið þeirra í grundvallaratriðum sömu hagsmunaöfl sem nú hafa leyst þriðju heimstyrjöldina úr læðingi.
Hin nýja endurræsing er líklega flestum kunnug orðin; úthlutun kyns, valdefling kvenna, ríkisuppeldi barna, leyfi til að fjölga sér (mannrækt), orkuskipti, takmörkun lýðréttinda og frelsis, rafmynt, rafræn örmerkingarauðkenni, bólusetningar, og líf í stundarfjórðungsborgum, þar sem tölvuppfærð börn og fullorðnir dunda sér við kynlíf (kennt í leikskólum ríkisins) og tölvuleiki - og eta skordýr eða frumuræktað kjöt úr framleiðsluveri.
Grundvallarútfærslu þessa samfélags má lesa um í aldargömlum ritum alheimsstjórnarsinna eins og Herbert George Wells (1866-1946) og Huxley bræðra. Annar þeirra, Aldous Leonard (1894-1963), er eins og Herbert George - þekktur fyrir skáldsögurnar, sem vísuðu veginn.
Færri vita, að Herbert George var athafnasamur við stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem tóku óbeint við hlutverki Þjóðabandalagsins. Hann færði m.a. þessa hugsun um mannréttindi í búning:
Réttindum þessum og frelsi má aldrei beita þannig að í bága fari við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.
Julian Sorell Huxley (1887-1975) fékk enn þá veigameira hlutverk, sem framkvæmdastjóri Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hann skrifaði í ritinu; Hlutverk og heimspeki MVM-Sþ (UNESCO: its purpose and its philosophy), árið 1946:
Á líðandi stundu má líklegt teljast, að óbein áhrif siðmenningarinnar stuðli að hrakandi arfi (dysgenic) en ekki arfbótum (eugenics). Alla vega er líklegt, að ok (dead weight) arfgengs fávitaháttar, veiklulegra líkamsburða, andlegs ójafnvægis og sjúkdómsveiklunar, sem þegar má greina í mannskepnunni, muni reynast þung í skauti, eigi raunverulegur árangur að nást.
Julian telur sjálfur ólíklegt, að slík mannbótastefna verði samþykkt á hans dögum, en leggur áherslu á, að UNESCO haldi vöku sinni. Heimsins börnum gæti síðar meir hugnast þessi stefna, þannig að hið óhugsandi yrði þrátt fyrir allt hugsanlegt.
Stefnu Julian og heimspeki UNESCO gerðu Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum) og Sameinuðu þjóðirnar að grundvelli samvinnu sín á milli. Þar á bæ hefur í áratugi verið unnið að markvissri áætlanagerð. Margir kannast vafalaust við Sjálfbærnimarkmiðin, sem íslenska ríkisstjórnin hyggst ná.
Hver stofnun Sameinuðu þjóðanna á fætur annarri fellur að fótum Alheimsauðvaldsins. Nefna má t.d. Kvenfrelsunarstofnunina (UN Women), UNESCO og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina.
Nýjustu útfærsluna má sjá í Framtíðarsáttmálanum, (Pact for the Future). Hinn glöggi James Corbett kallar þetta þó Sáttmálann um dauða framtíðarinnar.
En fagurgalinn er blekkjandi. Hvað ætla íslensk yfirvöld sér? Hefur orðið umræða um þetta mikilvæga mál í fjölmiðlum?
Sameinuðu þjóðirnar I: Forsaga og Þjóðabandalagið https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2306234 Sameinuðu þjóðirnar II: Þjóðabandalagið og Ísland https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2306237/ Sameinuðu þjóðirnar. III: Aðdragandi og útþenslustefna Bandaríkjanna https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2306238 Sameinuðu þjóðirnar IV: Aðdragandi og kalda stríðið fyrra https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2306239 Sameinuðu þjóðirnar. V: Aðdragandi og millistríðsárin https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2306241 Sameinuðu þjóðirnar. VI: Fjármögnun styrjalda Rothschild. Heimsstríðin og ráðagerðin um alþjóðlega friðarstofnun https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2306242 https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/mannrettindayfirlysing-sth/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ https://brotkast.is/spjallid-med-frosta-logasyni/s02e38-markmid-sameinudu-thjodanna-ad-splundra-vestraenni-menningu/ https://expose-news.com/2024/03/24/gppp-is-a-scam-that-robs-the-poor-to-give-to-richest/ https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2290221/ https://frettin.is/2023/11/16/bannfaerdir-baendur-og-bualid-sjalfbaernimarkmid-sameinudu-thjodanna-og-rikisstjornar-islands/ https://voluntarytube.com/videos/watch/4c8be0f6-53bf-4599-8e77-647bf23ca844?utm_source=substack&utm_medium=email https://drjacobnordangard.substack.com/p/un-leaders-pact-for-the-future-a-9a1?utm_source=post-email-title&publication_id=1015075&post_id=138460114&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://drjacobnordangard.substack.com/p/the-latest-globalist-plans-revealed?utm_source=post-email-title&publication_id=1015075&post_id=137862495&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://utvarpsaga.is/sameinudu-thjodirnar-feta-i-spor-ognarstjorna-i-ritskodun-a-andmaelendum/?fbclid=IwAR24IZM_1Ent_2f4X9kKLWb5uCFdmuOs4A56Khd8X_1-PWdHtsicfCQ79y0 https://drjacobnordangard.substack.com/p/un-seeks-digital-world-brain-and?utm_campaign=email-post&r=ry8jq&utm_source=substack&utm_medium=email https://www.voltairenet.org/article220196.html https://expose-news.com/2023/12/05/effort-to-reduce-the-worlds-population-through-un/ https://expose-news.com/2024/02/10/organisations-that-make-up-the-un-world-government/ https://expose-news.com/2024/02/08/the-united-nations-is-stealing-your-future/ https://drjacobnordangard.substack.com/p/summoning-the-pact-for-the-future?utm_source=post-email-title&publication_id=1015075&post_id=137860657&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://brownstone.org/articles/three-new-pacts-to-be-approved-at-the-un-summit/ https://www.un.org/en/about-us/universal-declaration-of-human-rights https://corbettreport.com/nordangard-un/ https://drjacobnordangard.substack.com/p/the-adoption-of-the-pact-for-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1015075&post_id=148256254&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://drjacobnordangard.substack.com/p/the-ultimate-goal-of-the-pact-for?utm_source=post-email-title&publication_id=1015075&post_id=147193532&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://expose-news.com/2024/09/21/us-must-oppose-the-uns-pact-for-the-future/ https://merylnass.substack.com/p/the-disaster-that-is-the-pact-for https://corbettreport.substack.com/p/the-uns-death-pact-for-the-globalist?utm_source=podcast-email&publication_id=725827&post_id=149141574&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja