Sameinuðu þjóðirnar. III: Aðdragandi og útþenslustefna Bandaríkjanna

Stórsókn bresk-bandaríska auðvaldsins helst í hendur við þróun stjórnmála Bandaríkjanna innan lands og utan. Iðnaðarauðvald Norðurríkjanna færðist í aukana. Hún endurspeglast í stefnu James Monroe (1758-1831), Bandaríkjaforseta, frá 1823, sem m.a. segir, að litið yrði á ásókn Evrópuríkja á vesturhveli jarðar sem fjandskap gegn Bandaríkjunum. Þessi stefna markaði átök við evrópsku nýlenduveldin í Ameríku, Rússland, Frakkland, Spán og Bretland sjálft. Það leiddi sem kunnugt er til borgarastríð árið 1861.

Hugur auðdrottna og stjórnvalda, stóð til landvinninga. Thomas Jefferson (1743-1826), keypti Louisaina af Frökkum (1803), og sagði Spánverjum stríð á hendur. Flórída var innlimað 1845.

En græðgi eftir landi og auðlindum var óseðjandi. Bandaríkin og auðkýfingar þeirra höfðu augastað á spænsku nýlendunum, sem nú voru orðnar Mexíkó. James Knox Polk (1795-1849) taldi það guðleg forlög Bandaríkjamanna að þenja út ríkið og boða lýðræði og auðvaldsskipulag (capitalism) um alla álfuna, þ.e. Norður-Ameríku. Stefna var kölluð, „Yfirlýst örlög“ (Manifest Destiny), mótuð árið 1845.

James Polk innlimaði Texas (sjálfstætt ríki 1936) og bar víurnar í Oregon, Kaliforníu , Utah, Nevada, Arizona og Nýju-Mexíkó. Mexíkó þráaðist við að selja. Bandaríkjamenn plægðu jarðveginn fyrir vopnaskak, samkvæmt Bandaríkjaforseta, Hiram Ulysses S. Grant (1822-1885). Í kjölfar þess sögðu Bandaríkin grönnum sínum stríð á hendur árið 1846. Stríðið stóð til 1848, þegar friðarsamningur (treaty) var gerður í Guadalupe Hidalgo.

Útþenslustefna Bandaríkjanna kemur greinilega fram í orðum utanríkisráðherra þeirra, William Henry Seward (1801-1872), árið 1848. „Það eru forlög þjóðar okkar að streyma sem óstöðvandi flóðbylgjur væru í átt að ísflákum (ice barriers) norðursins og eiga stefnumót við menningu Austurlandabúa á ströndum Kyrrahafsins.“ Enda fór það svo, að Andrew Johnson (1808-1875), Bandaríkjaforseti, Alaska af Rússum (1867).

Þegar þjóðir indíána höfðu verið gersigraðar af sameinuðum ríkjum Norður-Ameríku (að Kanada undanskildu) og fluttar úr heimahögum sínum, samkvæmt löggjöf (Indian Removal Act) Andrrew Jackson (1808-1875), voru lögð á ráðin um alþjóðlega útþenslustefnu, þ.e. heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Hún fékk byr undir báða vængi í heimsstyrjöldunum tveim og kristallaðist í stefnu Harry S. Truman (1884-1972).

Smiðshöggið á útþenslustefnu Bandaríkjanna í Vesturálfu var rekið með stríðinu við spænska heimsveldið. Það hófst árið 1898. Lok stríðsins mörkuðu dauða þess. Ránsfengur Bandaríkjamanna var ríkulegur. Bandaríkjamenn fóru að eins og í stríðinu við Mexíkó. Tylliástæða bandarískra afskipta var sú, að bandaríska herskipinu, USS Maine, var sökkt í höfninni í Havana á Kúbu. Þegar Bandaríkjamenn viðurkenndu sjálfstæði Kúbu, var Spánverjum nóg boðið og lýstu yfir stríði. Henni var svarað með stríðsyfirlýsingu af hendi William McKinley (1843-1901) Bandaríkjaforseta. (William McKinley er einn þeirra forseta Bandaríkjanna, sem fallið hafa fyrir hendi morðingja.)

Sigur á evrópsku nýlenduveldunum og frumbyggjunum, samfara landakaupum og landvinningum í Vesturálfu, auðgaði Bandaríkin svo um munaði. Því var gósentíð hjá bresk-bandaríkja iðn- og fjármagnsauðvaldinu í City of London og Wall Street. En græði þeirra var enn ekki södd. Fyrsta og önnur heimsstyrjöldina – eins og hin þriðja, sem er yfirvofandi – buðu ný auðgunartækifæri.

https://www.presidency.ucsb.edu/documents/letter-introducing-w-averell-harriman-stalin https://www.history.com/topics/19th-century/manifest-destiny https://www.history.com/topics/19th-century/mexican-american-war https://www.youtube.com/watch?v=26raYPP4n7Q https://www.history.com/this-day-in-history/u-s-takes-possession-of-alaska https://www.smithsonianmag.com/history/how-the-louisiana-purchase-changed-the-world-79715124/ https://www.britannica.com/biography/James-Monroe https://www.britannica.com/event/Monroe-Doctrine https://spartacus-educational.com/GERfunk.htm https://www.bis.org/ https://history.state.gov/milestones/1914-1920/paris-peace https://history.state.gov/milestones/1921-1936/dawes#:~:text=Under%20the%20Dawes%20Plan%2C%20Germany's,currency%2C%20the%20Reichsmark%2C%20adopted. https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/ https://alphahistory.com/coldwar/truman-doctrine/ https://www.history.com/news/world-war-i-russian-revolution https://propagandainfocus.com/wall-street-the-nazis-and-the-crimes-of-the-deep-state/ https://propagandainfocus.com/in-a-compromised-media-environment-western-intelligence-agencies-escalate-natos-proxy-war-in-ukraine-unchallenged/ https://thegrayzone.com/2022/04/01/war-us-weaponized-ukraine-russia/ https://thegrayzone.com/2022/11/03/british-spies-terror-army-ukraine/ https://jackmurphywrites.com/169/the-cias-sabotage-campaign-inside-russia/ https://www.mintpressnews.com/facebook-fact-checking-organizations-ukraine-funded-washington/281618/ https://responsiblestatecraft.org/2023/02/21/we-made-putin-our-hitler-zelensky-our-churchill-and-the-media-fell-in-line/ https://www.britannica.com/event/Truman-Doctrine https://kitklarenberg.substack.com/p/anatomy-of-a-coup-how-cia-front-laid?utm_source=profile&utm_medium=reader2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband