Það voru ekki bara Rómverjar, sem deildu og drottnuðu. Það hafa trúlega öll stórveldi gert og allir, sem sóst hafa eftir yfirráðum í veröldinni. Það á einnig við um þessar mundir.
Árangursríkast er að hræða, hrella og smána, skapa staðalmyndir óvina. Það getur t.d. átt við fólk af öðrum kynþáttum eða jafnvel þá, sem þráast við skaðræðisbóluefnum. Hræðslan gerir okkur auðsveip gagnvart yfirvaldinu og lokar fyrir rökrásina í heilabúinu.
Þessu hljóta allir að hafa gefið gaum í veirufaraldrinum. Grundvallaraðferðin er sú sama á öllum sviðum. Líka í svokölluðu stríði menningarheima.
Stríð menningarheima boðaði bandaríski stjórnmálafræðingurinn, Samuel Philips Huntington (1927-2008), í bók sinni Átökum menningarheimanna og endursköpun veraldarinnar (Clash of Civilizations and the Remaking of World Order), þegar Ráðstjórnarríkin liðu undir lok. Menning Múhameðstrúarmanna yrði vestrænni menningu skeinuhætt, fullyrti hann.
Það sama boðaði bresk-bandaríski sagnfræðingurinn, Bernard Lewis (1916-2018). Menningu Múhameðstrúarmanna taldi hann skör lægra setta en menningu Vesturlanda. Bernard var ráðgjafi nýíhaldsstjórna (neo-consverative) í Bandaríkjunum, enda studdi hann heils hugar stríðið gegn Írökum.
Fordómar Bernard lifa góðu lífi. Það er ósjaldan kölluð byrði hvíta mannsins að koma vitinu fyrir íbúa handan aldingarðs Evrópu eins og utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, tók til orða.
Þörf Alþjóðaauðvaldsins fyrir völd og auðlindir hefur hvergi nærri verið fullnægt. Enn er seilst. Því ríður á að blekkja almúgann á Vesturlöndum, svo berja megi hann til hlýðni við árásir í austurveg. Kommagrýlan dugar enn vel gegn Rússum. Múhammeðstrúargrýlan hefur verið í mótun, áhrifamest síðasta aldarfjórðung eða svo.
Trúarbrögð og menning Múhammeðstrúarmanna koma því í brennidepil eins og þegar Írökum var att út í stríð við Írana með ógnarlegu mannfalli á báða bóga. Þá var það Sía gegn Sunni. Áður, þ.e. þegar Mohammad Reza Pahlavi (1919-1980), var steypt af stóli, beittu þeir trúarleiðtoganum, Ruhollah Musavi Khomeini (1900/1902-1989).
Þegar Bretar og Bandaríkjamenn lyftu Mohammad upp í hásætið, var lýðræðislega kjörinn forseti Írana, Mohammad Mosaddegh (1882-1967), fjarlægður. Hann gerðist svo ósvífinn að þjóðnýta olíu Írana.
Að mörgu leyfi lýsa afskipti Vesturlanda af Íran hátterni þeirra annars staðar í Vestur-Asíu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi afskipti helgast af sókn í auðlindir, en ekki hætis hót um trúarbrögð og frelsun kvenna eins og iðulega er haldið fram.
Stofnun Ísraelsríkis átti sér stað í samvinnu Evrópuþjóða, einkum Breta. Hugsunin var að stofna bækistöð eða herstöð, framvörð vestrænna auðjöfra og stjórnvalda þeirra til að tryggja yfirráð yfir auðlindunum, sérstaklega þó olíu.
Vestræn ríki mótuðu Miðausturlönd og lögðu grundvöllinn að því ósætti, sem þar ríkir. Þau deildu og drottnuðu. En nú eru líkur á, að þau verði rekin heim til sín og Ísrael líði undir lok.
Réttlætingarhugmyndafræðin fyrir stofnun Ísraelsríkis var sótt til evrópskra Síonista og heittrúaðra Kristmanna í Bandaríkjunum, sem lagt höfðu rækt við arf evrópsku Pílagrímanna. Þeir sigldu yfir hafið og stofnuðu nýlendu í Massachusetts í upphafi sautjándu aldar. Yfirgangur afkomenda þeirra og dráp á frumbyggjum Ameríku töldu þeir sjálfgefin forlög ( manifest destiny) sín. Herskáir Bandaríkjamenn eru enn haldnir þessari grillu gagnvart öllum, sem eru þeim vanþóknanlegir.
Það vill svo til, að stofnandi Bush ættarveldisins, guðfræðingurinn, George Bush (1796-1859), var einn hugmyndafræðilaukanna. Hann skrifað bókina, Hugsjónadalinn eða endurlífgun Ísraelsmanna (The Valley of Vision or the Dry Bones of Israel revived), sem kom út árið 1844.
Eins og sumir kunna skil á, sameinuðust ofsatrúarmenn Gyðinga og Kristmanna um þá túlkun Ritningarinnar, að Guð hafi gefið Ísraelsmönnum Stór-Ísrael og stuðla bæri að Ragnarökum, svo Messías mætti snúa aftur og endurbyggja betur (build back better), alveg eins og vakir fyrir Alþjóðaauðvaldinu í Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum).
Sé litið til fyrrgreindra áætlana stendur nú yfir nauðsynlegt menningarstríð gegn þjóðum, sem viðurkenna Múhammeð sem spámann sinn. Um er að ræða um 50 lönd. Ekkert þeirra hefur þó lýst yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum eða Evrópubúum. Ei heldur stofnað bandalag til höfuðs þeim, nema síður sé.
Meira að segja Íranar rétta út sáttahönd, þrátt fyrir, að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar, hafi eins og bent var á - vaðið um Miðausturlönd á skítugum skónum og egnt trúflokkum, ættbálkum og þjóðum gegn hver annarri. Þeir eru iðnir við þann kolann.
Árásirnar á tvíburaturnana í Nýju Jórvík var átyllan til stríðsins. Það er gömul brella að skapa átyllur til að réttlæta eigin stríð. Í kjölfar árásarinnar var efnt til svokallaðs Stríðs gegn hryðjuverkum, þ.e. gegn ríkjum Múhammeðstrúarmanna. Írak varð fyrsta fórnarlambið. En stríðsáætlunin náði/nær einnig til Afganistan, Jemen, Sýrlands, Palestínu og Írans.
Á slóðum Írakans, Abrahams, ættföður Ísraelsmanna, stendur sem sé yfir stríð gegn hryðjuverkaþjóðunum; Palestínumönnum, Jemenum og Líbönum. Stríðsmenn Jahve fara þar fremstir í flokki. Bandaríkjamenn og Bretar (Nató) bíða átekta, en styðja þá dyggilega með vopnum og fjármunum, auk þess að verja þá á alþjóðavettvangi.
Það hefur lækkað rostinn í Vesturveldunum, eftir að tátiljustríðsmennirnir í Jemen sendu þeim ofurhraðadrápsflaug um daginn. Loftvarnakerfið (Iron Dome) klikkaði.
Mossad, ísraelska leyniþjónustan, gæti reynt að senda Jemenum símboðasprengjur eins og Líbönum. Þeir kunna þessum sprengjum Ísraelsmanna illa. Lái þeim, hver sem vill.
https://julianmacfarlane.substack.com/p/the-me-connecting-dots?utm_source=post-email-title&publication_id=837411&post_id=149044808&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.kitklarenberg.com/p/british-support-for-iran-revolution?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=149095964&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. I: Inngangur og trúarbrögð https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300151/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. II: Fjölskyldan og samskipti kynjanna https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300160/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. III: Menning og vísindi https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300186/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. IV: Landvinningar, stjórnmál og heimsveldi https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300250/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. V: Bræðralag múslima og íslamskrar baráttuhreyfingar https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300254/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. VI: Tvöfeldni Ísraels- og Bandaríkjamanna https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300291/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. VII: Hagsmunagæsla og Ný öld Bandaríkjanna https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300307/ Moðreykur um Múhammeðstrú og djöfulsleikar í Miðausturlöndum. VIII: Átylluárásir, stríð og hryðjuverk https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2300369/ https://www.youtube.com/watch?v=pT_moiU2WCU https://chrishedges.substack.com/p/the-systemic-roots-of-western-islamophobia?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=149064252&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email Viðbót: https://julianmacfarlane.substack.com/p/israels-crime-americas-shame?utm_source=post-email-title&publication_id=837411&post_id=149096001&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021