Ósiðlegu, íslensku utanríkisundrabörnin og kjarnorkukappið í Villta-Vestrinu

I Morgunblaðinu birtist eftirfarandi frétt um fjárlagagerðina: Á næsta ári skal ausa 6.8 milljörðum í Úkraínuhítina. „Markmiðið er að styðja við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í Úkraínu.“

Hvergi eru færð rök fyrir því, hvernig ógnarlegur fjáraustur úr hirslum skattgreiðenda í stríðs- og spillingarhítina i Úkraínu stuðli að mannúð og uppbyggingu. Það vita líklega allir, nema íslenskir stjórnarliðar, að fjármunir íslenskra skattgreiðenda renna til vopnakaupa og drápa – fyrst og fremst á körlum Úkraínu og Rússlands.

En þetta ku vera mat íslenska utanríkisráðherrans, sem áður hefur sent skæði og sokka og prjónles til viðbótar öllum milljörðunum. Furðulegust er þó sú ráðstöfun að slita stjórnmálasambandi við Rússa og senda þotu eftir hundum og köttum.

Þórdís Kolbrún er valkyrja mikil. Hún hefur strengt þess heit að berjast, þar til yfir lýkur, þ.e. til síðasta karlmanns i Úkraínu – alveg eins og ríkisstjórn Bandaríkjamanna og fleiri.

En það fýkur í flest skjól. Nató réðist inn i Úkraínu. Ekkert var talað um brot á alþjóðalögum af því tilefni. Natóliðið er nú sundurskotið eins og undravopnið, F16, sem barst að vestan. Volodymyr suðar eins og randafluga og biður um langdrægari drápsflaugar. Hann virðist enn halda, að með því að drepa almenna borgara í Rússlandi stuðli hann að falli Vonda-Valda. Það dreymir marga vota drauma um það. Honum verður seint fyrirgefið að reisa Rússland úr þeirri öskustó, sem Alþjóðaauðvaldið hafi valið því. Þvert á móti eflast Rússar við hverja raun.

Rússneskir ráðamenn ráða nú ráðum sínum um viðbrögð við herskáum leiðtogum Vesturlanda, sem gefa Volodymyr ádrátt um enn langdrægari flaugar en þeir ráða nú þegar yfir.

Rússar gætu sem hægast sent drápsflaugar á ofurhraða til Lundúna, Washington, Berlínar og Parísar – og velgt þarlendum undir uggunum eins og gert var í Poltava. Þar fundu flaugarnar sér leið gegnum þrenns konar loftvarnakerfi Vesturlanda eins og flaugar Jemena, Hisbolla og Írana, gegnum „Járnhvelfingu“ (Iron Drome) Ísraela.

En Vonda-Valda hefur komið til hugar að fara mýkri leið, enda er maðurinn varkár og vill ekki efna til kjarnorkustríðs. Hann gæti sem hægast svarað í sömu mynt efnahagslega, leikið ljóta leikinn Breta og Bandaríkjamanna – og Vesturlanda allra, meira að segja eymingjans Islendinga – að beita viðskiptaþvingunum. Rússar geta nefnilega lamað að töluverðu leyti starf kjarnorkuvera, flugvéla- og eldsneytisframleiðslu Bandaríkjamanna. Þá yrði Vondi-Valdi enn þá verri í augum Vesturlandabúa.

Vonska Valda og villimennska var staðfest með innrásinni í Úkraínu 24. febrúar 2022. Í huga Þordísar Kolbrúarn er það upphafsdagur sögu samskipta Úkraínumanna, Rússa og Vesturlanda/Nató. Útþensla Nató, samningssvik við Rússa og endurteknar aðvaranir þeirra um rauð strik i öryggismálum, létu þeir sem vind um eyra þjóta.

Vondi-Valdi hunsaði lengi vel þrábeiðni Donbassbúa (rússneskra Úkraínumanna) um hjálp í stríði Úkraínustjórnar gegn þeim. Sem náttúrulega er brot a alþjóðalögum. Þegar um 12.000 Donbassbúar lágu í valnum, svöruðu Rússar kalli. En áður viðurkenndu Rússar sjálfstæði Donbass, sem lýst var yfir samkvæmt alþjóðalögum. Samkvæmt sömu lögum komu Rússar til hjálpar.

Áður en til innrásar kom, höfðu tveir friðarsamningar, kenndir við Minsk, verið virtir að vettugi. Þeir voru til þess gerðir, að Nató fengi ráðrúm til að þjálfa heri Úkraínumanna.

Þegar að því kom, að Rússar réðust til atlögu með fámennu liði til að knýja fram samninga, var úkraínski herinn grár fyrir vestrænum járnum, trúlega besti her Evrópu. Volodymyr valdi að setjast að samningaborði i Tyrklandi. Þegar samningar voru tilbúnir til undirritunar, var Boris Johnson sendur á vettvang til að spilla væntanlegum friði.

Úkraínumönnum var lofað gulli og grænum skógum, ef þeir i broddi fylkingar berðust til síðasta karlmanns fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum Vesturlanda. En lýðræðislegri stjórn Úkraínu höfðu Bandaríkjamenn kollvarpað 2014. Þangað nær ekki þekking Þórdísar Kolbrúnar. Hugsanlega er það þó þrælslundin, sem mestu máli skiptir. Við gerum bara eins og hinir er viðkvæðið hjá íslenskri ríkisstjórn, þ.e. Bandarikjamenn/Nató.

Hernaðarbrölt Nató í Úkraínu hefur kostað líf um einnar milljónar úkraínskra og rússneskra karlmanna, sem flestir skilja eftir sig börn og buru. Enn heimtar Þórdís Kolbrún fleiri líf. Hún segir það lýðræði, frelsi og mannréttindi. Þetta er ósiðlegt.

Það fer hver að verða síðastur, Þórdís Kolbrún, því senn hrynur Úkraínuspilaborgin, jafnvel þótt Íslendingar og Svíar hreyki sér á heimahaugnum.

Meðan íslensk yfirvöld reyta fé úr vösum skattgreiðenda á Íslandi til vopnakaupa, heldur undirbúningur að kjarnorkustríði áfram.

Eins og fólki flest er kunnugt, vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasaki í seinni heimstyrjöldinni. Vopnin höfðu ekki þagnað, þegar hafist var handa um kjarnorkuvopnaáætlun til að láta kné fylgja kviði Rússa. Samkvæmt henni skyldi kjarnorkusprengja tugi borga í Rússlandi. Winston Churchill var hógværari. Vildi bara hefðbundna innrás i Rússland. Auðævi landsins hafa ævinlega haft öflugt aðdráttarafl á auðkýfinga Vesturlanda.

Það varð þó ekki kápa úr klæðinu, en leyniþjónustur Breta og Bandaríkjanna voru elfdar til dáða gegn samfélögum í Ráðstjórnarríkjunum. Þær höfðu erindi sem erfiði. Í Úkraínu má sjá fótspor þeirra hvarvetna. En valdarán Bandaríkjanna/Nató 2014 markaði tímamót.

Bandaríkjamenn sögðu einnig upp samningum við Rússa um takmörkun meðaldrægra kjarnorkuflauga og aðstoðuðu Ísraela við að koma upp kjarnorkuvopnum. Rússar hafa bent á, að kjarnorkuárás Vesturlanda verði svarað í sömu mynt. Þar eru líka herskáir stríðsmenn.

Það er hætt við því, að í vopnabúri Rússa finnist skeyti með miði á herstöð Nató á Íslandi. Þordís Kolbrún hefur gert Ísland að óvinveittu ríki gagnvart Rússum. Því er harla ólíklegt, að Rússar bjóðist til að hlífa Hólmanum og hlaupa undir bagga, næst þegar vinirnir snúa við Íslendingum baki eða efnahagur vinnanna hrynur.

En, en! Mestu varðar, að Þórdís Kolbrún sé sátt við afrek sín á sviði utanríkismála. Og það segist hún vera. Barátta fyrir lögleiðingu bókunar 35 er annað afrekið.

Sjálfstraustið er óbilandi eins og vera ber. Samtímis þverr traustið til hennar, ríkisstjórnarinnar og stjórnmálamanna yfirleitt.

https://glenndiesen.substack.com/p/an-act-of-war-against-russia-putins?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=148877517&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=-VOXPneEJio https://gilbertdoctorow.com/2024/09/13/putin-to-reporter-pavel-zarubin-nato-will-then-be-at-war-with-us/ https://www.moonofalabama.org/ https://www.globalresearch.ca/putin-most-serious-warning/5867766 https://www.theguardian.com/world/2024/sep/11/blinken-hints-us-will-lift-restrictions-on-ukraine-using-long-range-arms-in-russia https://steigan.no/2024/09/putin-langdistanseraketter-vil-bety-at-nato-er-i-krig-med-russland/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/09/ble-starten-pa-3-verdenskrig-avtalt-11-september-i-kiev/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/10/aukinn_varnartengdur_studningur_vid_ukrainu/?fbclid=IwY2xjawFPiBlleHRuA2FlbQIxMQABHZM204fY_xUD2XBmBKL0j0i4aQzv9_DCcE7uzItXdVP6muF3ueithpcmQA_aem_t_nzuhrAla4IJJmVlQruyg https://www.youtube.com/watch?v=yEZ_X0YtE9A https://steigan.no/2024/09/ukrainas-propagandaseier-i-kursk-far-en-skyhoy-pris/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/austin-zelensky-ramstein/5867504 https://www.youtube.com/watch?v=j-VbBZRMfOk Alex https://steigan.no/2024/09/victoria-nuland-usa-fraradet-ukraina-a-signere-fredsavtale-med-russland-i-2022/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/hidden-face-war/5867499 https://www.globalresearch.ca/ukraine-sacrifice-kursk-invasion/5867391 https://www.youtube.com/watch?v=XMb9nxEzzKA https://michael-von-der-schulenburg.com/how-the-chance-was-lost-for-a-peace-settlement-of-the-ukraine-war/ https://steigan.no/2024/09/cia-og-mi6-berommer-ukrainas-kursk-invasjon-for-a-bringe-krig-til-vanlige-russere/?utm_source=substack&utm_medium=email https://edition.cnn.com/2024/09/08/europe/ukraine-military-morale-desertion-intl-cmd/index.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://braveneweurope.com/glenn-diesen-the-increase-in-ukrainian-casualties https://gilbertdoctorow.com/2024/09/05/judging-freedom-edition-of-5-september/ https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/europe-peace-talks-ukraine-war-weapons?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=148523753&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/09/ukraina-taper-pa-alle-fronter-og-store-deler-av-regjeringa-gar-av/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/09/ukraina-rothschild-og-blackrock-tar-kontrollen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/ukraina-ryskt-missilangrepp-traffar-svenska-instruktorer-i-poltavla/ https://steigan.no/2024/09/nato-forbereder-seg-pa-storkrig-har-de-gatt-fra-vettet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.reuters.com/world/russia-warns-united-states-risks-world-war-three-2024-08-27/ https://www.indianpunchline.com/ukraines-complicated-history-with-neighbours/ https://ukranews.com/en/news/1030830-russia-accelerates-its-advance-to-pokrovsk-british-intelligence#google_vignette https://www.forbes.com/sites/davidaxe/2024/08/28/if-ukraines-invasion-of-russias-kursk-oblast-was-a-diversion-it-has-failed/ https://steigan.no/2024/09/burkina-faso-mali-og-niger-anklager-ukraina-for-stotte-til-terrorisme/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/has-president-putins-patience-reached-its-limits%E2%80%A8/5865408 https://www.globalresearch.ca/has-president-putins-patience-reached-its-limits%E2%80%A8/5865408 https://korybko.substack.com/p/interpreting-sikorskis-proposal-for?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=148637309&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.schweizer-standpunkt.ch/news-detailansicht-en-international/how-the-chance-was-lost-for-a-peace-settlement-of-the-ukraine-war.html https://steigan.no/2024/09/tysklands-scholz-oppfordrer-til-press-for-fred-i-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=xW6wZ0uVqZo https://korybko.substack.com/p/russia-and-the-west-are-engaged-in?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=148909771&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=4e6D8uUaoGs https://www.globalresearch.ca/neo-nazi-junta-lose-us-made-f-16/5867059 https://korybko.substack.com/p/what-would-really-be-achieved-by?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=148914668&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://consortiumnews.com/2024/09/13/raising-the-stakes-in-ukraine/ https://expose-news.com/2024/09/14/we-know-theyve-told-lies/ https://www.youtube.com/watch?v=moaP1EdcPVk https://www.youtube.com/watch?v=LRWzgjJLFn0 https://korybko.substack.com/p/korybko-to-karaganov-russias-nuclear?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=148800986&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://abcnews.go.com/International/russia-appears-launched-initial-major-counterattack-ukraine-kursk/story?id=113589694 https://steigan.no/2024/09/kina-og-russland-gjennomforer-stor-marineovelse/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.rt.com/business/604028-russia-uranium-titanium-us/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/06/studningur_islands_nemur_um_thremur_milljordum/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/10/aukinn_varnartengdur_studningur_vid_ukrainu/?fbclid=IwY2xjawFPiBlleHRuA2FlbQIxMQABHZM204fY_xUD2XBmBKL0j0i4aQzv9_DCcE7uzItXdVP6muF3ueithpcmQA_aem_t_nzuhrAla4IJJmVlQruyg https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/12/thordis_bodar_eitt_frumvarp_bokun_35/?fbclid=IwY2xjawFQE4VleHRuA2FlbQIxMQABHXKmKppdOJsRtPvOlBcb4i0twbiaybKCXAO3EQa13Ko4iXLL0QhIPWdItg_aem_dQ5jop4ASsK_v7nJhKX3-w


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband