Djöfladýrkunarkvenfrelsun, blót, karlfórnir og sitthvað um kostakonur. XI: Fyrsti kvenforsetaframbjóðandinn, föðurveldið og ófullnægðir kvenfrelsarar

Kosningaréttur kvenna var – eins og tæpt var á – mikilvæg þungamiðja í kvenfrelsisbaráttunni, sérstaklega um og upp úr aldamótunum 1900. Fjöldi karla lagði þar þung lóð á vogarskálarnir. Meðal annars skrifuðu fjórir þekktustu karlrithöfunda Noregs ávarp til kvenna og þings um breytingar á hjónabandslöggjöfinni. Þeir, Björnstjerne Björnsson (1832-1910), Henrik Ibsen (1828-1906), Jonas Lie (1833-1908) og Alexander Kielland (1949-1906), sögðu:

“Hún [konan] verður að skilja og finna, að hún stofni til hjónabands á jafnréttisgrundvelli, hafi sama lagarétt og karlmaðurinn. Slíkt er siðferðilega gott báðum aðiljum og sambúðin mun verða auðveldari, bera vott gagnkvæmri virðingu.”

Margir íslenskir karlmenn voru einnig ákafir talsmenn sömu lýðréttinda handa körlum og konum og brautryðjendur í baráttunni fyrir þeim. Karlar á þjóðþingum Vesturlanda greiddu götu löggjafar, sem tryggði slík réttindi. (Fyrstir voru reyndar karlar í bresku nýlendunni, Nýja-Sjálandi, fyrir aldamótin 1900.)

Þrátt fyrir að karlar Vesturlanda hefðu samþykkt sams konar lýðréttindi handa öllum körlum og konum, hélt kvenfrelsunin áfram. Konur tóku ótvíræða forystu. Spjótunum var beint að svonefndu feðraveldi eða karlaveldi. Kvenfrelsunarfræðimenn á borð við Simone de Beauvoir, Betty Friedan, Carol Hanisch, Juliett Mitchell og Germaine Greer, hafa gríðarleg áhrif.

Boðskapurinn er í hnotskurn sá, að konur eigi körlum illt upp að unna, að karlar um víða veröld hafi verið og séu kúgarar. Kúgunarþörf karla býr í eðli þeirra eða í samfélagsgerðinni og tungumálinu, sem karlar eru ábyrgir fyrir. Þannig er hvert sveinbarn kúgari.

Bandarískir kvenfrelsarar lágu ekki á liði sínu og efndu til forsetaframboðs 1882. Frambjóðandi þeirra var Victoria Woodhull (1838-1927), verðbréfasali á Wall Street. Hún var eins og Mary Wollstonecraft, ákafur talsmaður frjálsra ásta og kosningaréttar kvenna. Victoria var tekin í eins konar fóstur af auðkýfingnum, Cornelius Vanderbilt (1794-1877), sem studdi hana fjárhagslega. Auðjöfrar hafa ætíð síðan verið rausnarlegir við kvenfrelsarana. Victoria tapaði kosningunum. Hún giftist í þriðja sinn enskum bankamanni 1883.

Í kjölfar annarrar heimstyrjaldarinnar urðu til „Samtök bandarískra kvenna“ (Congress of American Women – CAW). Einn af frumkvöðlunum var Bella Dodd (1904-1969).

Hún skrifaði bókina, „Myrkraskólann“ (School of Darkness). Þar kemur m.a. fram, að skilgreiningin á föðurveldinu hafi verið sótt til ritgerðar Friedrich Engels, „Uppruna fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisvaldsins.“ Hún er til í íslenskri þýðingu.

Betty Friedan var einnig höll undir byltingar- eða jafnaðarstefnu. Fundist hafa skjöl þess efnis, undirrituð af Betty Goldstein. Goldstein var ættarnafn hennar. Betty kallaði heimilið „þægilegar fangabúðir“ fyrir konur.

Róttækasti kvenfrelsari annarrar bylgju var efalítið Kate Millet (1934-2017). Árið 1960 fór hún fyrir hópi tólf kvenfrelsara, sem strengdu þess heit að gera menningarbyltingu með því að tortíma fjölskyldunni og föðurnum (patriarch). Það þurfti í því skyni að gera hann valdalausan.

Besta vopnið töldu þessi kvenfrelsarar vera að eyðileggja hjónabandið með því að stuðla að lauslæti, greddu (erotism), vændi, fóstureyðingum og samkynhneigð. Kate hefur verið kölluð „Kven-Marx“ og „æðasta gyðja kvenfrelsunar.“ Shulamith Firestone (1945-2012) og Angela Yvonne Davis (f. 1944) tróðu svipaða slóð.

Betty, Kate og fleiri byltingarkvenfrelsarar sóttu innblástur í rit austurríska sálgreinandans, Wilhelm Reich (1897-1957), sem skrifaði um kynlífsbyltingu á fjórða áratugi síðustu aldar. Hann lést í bandarísku fangelsi, ákærður fyrir andbandarískar hugsanir.

Hugmyndir ofangreindra um tortímingu fjölskyldu, karla og samfélags, áttu víðtæka skírskotun meðal kvenfrelsara.

Eins og áður fyrri var djöfladýrkunin ekki langt undan. Árið 1970 kom út ritsafn frá „Kvenfrelsunarhreyfingunni“ (Women‘s Liberation Movement), sem bar heitið, „Systralagið er öflugt“ (Sisterhood is Powerful). Ritstjóri er Robin Morgan (f. 1941), kvenfrelsunarskáld og stofnfélagi í félagsskapnum, „Róttækum konum í Nýju Jórvík“ (New York Radical Women).

Í Bandaríkjunum spruttu víða upp einhvers konar djöfladýrkendahópar eða Alþjóðleg hryðjuverkasamsæri úr Helvíti (Women‘s International Terrorist Conspiracy from Hell – WITCH). Það vakti m.a. fyrir þessum kvenfrelsunarsamsærismönnum úr Helvíti að uppgötva gyðjuna innra með sér.

Bandaríski sálfræðingurinn, Phyllis Chesler (f. 1940), er stórveldi í röðum kvenfrelsara. Í bók sinni: „Kvenfrelsari á röngunni í stjórnmálunum: Um að stofna hreyfingu með tæfum, brjálæðingum, lespum, undrabörnum, stríðsmönnum og undrakonum (A Politically Incorrect Feminist: Creating a Movement with Bitches, Lunatics, Dykes, Prodigies, Warriors, and Wonder Women), segir hún m.a.:

„Það er trúa mín, að frumorsök að stofnun feðraveldisfjölskyldunnar hafi verið þungun í kjölfar nauðgunar. Það er mikilvæg staðreynd þróunarinnar (biological fact). Sömuleiðis var þörf karlsins fyrir að sanna erfðalegan ódauðleika sinn svo sterk, að hann taldi sig eiga rétt á að leggja undir sig konukroppinn til að tryggja það, að afkvæmi hans kviknuðu af eigin sæði.“ …

„[Í] mínum huga er enginn leið önnur fær til að sigrast á feðraveldinu eða velta því úr sessi, en að hrifsa völdin.“ Í draumi Phyllis verður hið goðsagnakennda kvennasamfélag (Amasónurnar) endurreist, þar sem „... allar konur virtust geta stefnt að og öðlast fullkominn mannleika:“ Öðru máli gegnir um karla: „[E]invörðungu karlar, hafi þeim á annað borð verið leyft að tóra, voru valdalausir og kúgaðir á fjölmörgum sviðum.“ …

„Það er ljóst, að kvenkyns kvenfrelsarar verða hægt og bítandi að ná undirtökunum í opinberum stofnunum og félögum (social institutions) og drottna yfir þeim - .... [Þ]að vinnur einfaldlega gegn hagsmunum kvenna að styðja feðraveldið eða jafnvel hið upplogna „jafnrétti“ við karla.“

Kvenfrelsarar eru langt komnir með þetta ætlunarverk. Baráttan heldur þó áfram. Enn er þeim ekki fullnægt. Viðkvæðið er oft og tíðum: Jafnrétti okkar eykst, en betur má, ef duga skal, baráttan heldur áfram.

Í Ástralíu er t.d. eftirtektarverður baráttuhópur kvenna, sem kallar sig „Heiftúgðu nornabullurnar“ (Mad Fucking Witches – MFW). Nýlega reyndu þessar kvennornir að koma í veg fyrir að haldin yrði í Sidney ráðstefna um ranga kynofbeldisdóma gagnvart körlum.

https://fiamengofile.substack.com/p/the-victim-is-always-female?utm_source=podcast-email&publication_id=846515&post_id=148540718&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband