Djöfladýrkunarkvenfrelsun, blót, karlfórnir og sitthvað um kostakonur. V: Nýja konan, alsælusamfélagið, samstjórn auðkýfinga og ríkisvalds

Það alsælufyrirkomulag, sem Karl Heinrich Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895), sáu í hillingum, og lýst var í Kommúnistaávarpinu, var í sjálfu sér þekkt hugmyndafræði frá síðmiðöldum, sbr. jafnaðardraumórasamfélög auðkýfinganna, Claude-Henri de Rouvroy Comte de Saint-Simon (1760-1825), Robert Owen (1771-1858) og Francois-Marie-Charles Fourier (1772-1837).

En kvenfrelsarinn, Claire Démar (1799?-1833), er sérstaklega eftirtektarverður í þessari sögu. Í hugskoti Claire fæddist hugtakið, „Hin nýja kona.“ Claire var huliðskona að uppruna. Ævi hennar er lítt þekkt. Trúlega var Claire af þýskum ættum, framdi sjálfsmorð ásamt elskhuga sínum.

Claire var virkur þátttakandi í þeirri kvenfrelsunarhreyfingu, sem kölluð var „Hin nýja kona.“ Hreyfingin spratt upp úr samtökum draumórajafnaðarmanna, kenndum við Henri de Saint-Simon (1760-1825). Þar var „frelsun holdsins“ á dagskrá, þ.e. réttur fólks af báðum kynjum til frjálsræðis í kynlífi.

Claire sagði m.a.: „Þegar konan ... frelsast undan því oki, sem yfirráð karla og vernd felur í sér; þegar hún vinnur sjálf fyrir launum sínum og sér sjálfri sér farborða; þegar karlinn hættir að greiða fyrir líkama hennar; þá munu hæfileikar og starf ákvarða tilveru og stöðu.“ Claire endurlífgaði hugmynd forngríska heimspekingsins, Plato, um samfélagslegt uppeldi barna, „félagsmóðurina.“

Claire skrifaði um aldarfjórðungi, áður en Kvenfrelsunaryfirlýsingin var samin í Senca Falls 1848.

Í hinni „Nýju konu“ raungerðist aðalsöguhetjan, Sithna (Cythna), úr verki Percy Shelly, „Byltingu Múhammeðstrúarmanna“ (Revolt of Islam) frá 1818. Sithna var nú orðin fyrirmynd hinnar frjálsu konu; ógift, barnlaus, djöfulholl og stundaði frjálst kynlíf. Percy er ýmist kallaður faðir eða afi kvenfrelsunar.

Í þessu sambandi og með tilliti til þróunar fasisma, nasisma og tækniauðræðis á líðandi stundu, mætti til skilningsauka nefna verkalýðshyggju Georges Eugéne Sorel (1847-1922). Hann var franskur heimspekingur og verkfræðingur, sem boðaði eignarhald verklýðsfélaga á atvinnutækjunum (syndicalism). Hann var einlægur aðdáandi fasisma Benito Mussolini (1883-1945).

En það var einmitt Benito sem beitti sér fyrir „samvinnuríkisvaldinu“ (corporate state), þ.e. samvinnu fyrirtækja og stjórnmálamanna. Það er grundvallarhugmyndafræði þjóðernisjafnaðarstefnunnar (nationalsozialismus), ríkisauðvaldsstefnunnar (state capitalism) og samstjórnar - eða samrunastefnu auðdrottna og ríkisvalds (private – public partnership), sem Alheimsefnahagsráðið rær nú að öllum árum.

Fyrrgreindir hugsjónamenn reyndu að láta samfélagsdrauma sína rætast, en án árangurs. Karl og Friedrich leituðu skýringa og gripu í því skyni til framvindukenninga um mannsandann, sem runnar voru undan rifjum þýska heimspekingsins, Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831). Sá mikli hugsuður taldi menningu heimsins hafa náð hæstum hæðum, þegar hann barði augum franska keisarann, Napoleon Bonaparte (1769-1821), ríða inn í Jena á glæstum, hvítum stóðhesti.

Karl og Friedrich litu hins vegar svo á, að hreyfiafl sögunnar væri framleiðsluhættirnir og eignarhaldið á framleiðslu- eða atvinnutækjunum. Þeir töldu, að innbyggðar andstæður í auðvaldsskipulaginu (capitalism) myndu sjálfkrafa verða því að fjörtjóni í fyllingu tímans, á æðsta stigi þess. Það hefur enn ekki átt sér stað, því kattgreiðendur koma því endurtekið til bjargar fyrir atbeina lýðræðislegra stjórnvalda. Auður og auðlindir færast sífellt yfir á færri hendur.

Rússneskir byltingarmenn um þarsíðustu aldamót, gerðir út af Alþjóðaauðvaldinu, einkum á Wall Street, sáu vitanlega í hendi sér, að slík skilyrði væru ekki til staðar í Rússlandi. Í ljósi þessa má skilja velvilja gagnvart iðnjöfrum og fjármagnseigendum Vesturlanda og fyrirgreiðslu þeirra, sjálfra byltingareigendanna. Í raun réttri má líta á þetta fyrirkomulag, þ.e. þegar úrval öreiganna stjórnar atvinnulífinu með hjálp fjármagnseigenda, sem nokkurs konar „sameignarfélag“ (corporate socialism).

Fyrrgreint fyrirkomulag hefur eins og drepið var á, gengið í endurnýjun lífdaganna undir heitinu samruna- eða samstjórn hins opinbera og einkageirans (private-public ownership/partnership), sem auðkýfingar Vesturlanda, Sameinuðu þjóðirnar og Alheimsefnahagsráðið (World Economic Forum) hafa tileinkað sér í ríkum mæli.

Það má t.d. sjá við framleiðslu hergagna, lyfja og bóluefna sem og stefnumótunar í kynja-, heilbrigðis- og umhverfismálum, kven- og kynfrelsuninni, veiruvitfirringunni og Grænu geggjuninni.

Sameinuðu þjóðirnar eru að miklu leyti á valdi Alþjóðaauðvaldsins í raun, enda á sér stað náin, samningsbundin samvinna við Alheimsefnahagsráðið, sem er eins konar framkvæmdaráð Alþjóðaauðvaldsins.

Hvað kven- og kynfrelsun varðar boðar Alheimsefnahagsráðið sömu stefnu og Sameinuðu þjóðirnar, frjálst kyn og frjálsar ástir – meira að segja með börnum - í öreigasamfélagi undir stjórn úrvalsins (avant garde), þ.e. auðjöfranna.

Í kenningum rússneska byltingarmannsins Vladimir Lenín (1870-1924) má einnig finna þennan úrvalshóp, en hann átti að koma úr röðum öreiganna sjálfra.

https://fiamengofile.substack.com/p/yes-kamala-harris-slept-with-a-powerful?utm_source=post-email-title&publication_id=846515&post_id=148057402&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband