Kynbundið ofbeldi ríkisstjórnarinnar. Um að fljóta sofandi að feigðarósi.

(Skrifað í maí 2021)

Það verður seint bitið úr nálinni. Kvenfrelsunarríkisstjórn Íslands er svo auðug sökum skattpíningar og lántöku að deila má fé út um hvippinn og hvappinn. Hreðjatak Katrínar er þéttingsfast. Kynofbeldi af hálfu karla er þráhyggja ríkisstjórnar og fjölmiðla. Margendurteknar rannsóknir eru léttvægar, þegar þráhyggja er annars vegar. Og þegar hreðjatak Katrínar á reðursveinum sínum í ríkisstjórninni er svo öflugt, sem raun virðist bera vitni um, er breytinga varla von. Ný ráðstefna um "ég-líka" múgsefjunina skal haldin. Katrínu halda hvorki veirur né skynsemisbönd. En nú er leiðangursstjóri hennar í kvenfrelsismálum, sem skipulagt hefur ráðstefnur hennar áður, Halla Gunnarsdóttir, komin til hlýjan kvenfrelsunarfaðm ASÍ. Henni hefur vafalaust þótt það tryggari faðmur.

Borgarstjórn Reykjavíkur lætur sitt ekki eftir liggja. Ætli Dagur bregði sér í málarabúninginn í tilefni dagsins. og máli götur borgarinnar í öllum regnbogans litum kvenfrelsurum til dýrðar? Alla vega lætur borgarsjóður fé af hendi rakna. Katrín er eiðsvarinn málsvari bæði rannsóknarinnar merkilegu, "Áfallasögu kvenna," og Stígamóta. Hún veitir skattfé til þeirra samtaka eins og Kvennaathvarfs. RÚV útvegar bakgrunnstónlist í sama dúr; sífelldan óhróður um karla, og hvikar hvergi frá kvenfrelsunarstefnu sinni við val umfjöllunarefna, efnistökum og viðmælendum. Þjóðin ýmist styður þessa þróun eða yppir öxlum. Trúlega rynnu þó tvær grímur á menn, yrðu höfð kynjaskipti og konur gerðar að blórabögglum kynofbeldis og kvenmennskan kölluð eitruð. Hvernig ætli ungu kynslóðirnar hugsi, sem alast upp við karlóhróður og og áróðurssíbylju gegn bræðrum, feðrum, frændum og öfum?

Hvernig má það vera, að fólk loki augunum fyrir þeirri vá, sem stafar af öfgaofstækinu? Hér er hið lýðræðislega sjónarspil skýrt og greinilegt. Hugmyndafræðingar öfgahóps er kosnir til setu á Alþingi af tiltölulega fámennum hluta þjóðarinnar. Hugmyndafræðilegur rétttrúnaður, hagsmunapot og valdagræðgi ýfa sjó og skapa þann öldugang, sem nægir til að fleyta Katrínu og öfgahreyfingu hennar á valdastól. Lýðræðisofbeldinu er síðan blygðunarlaust beitt til að stuðla að markmiðinu; opnaðar eru gáttir kvenfrelsunar og kvenofríkis með jafnréttisdullyklinum. Tilstyrkur er sóttur til opinberra, hálfopinberra og alþjóðlegra stofnanna og fyrirtækja. Við fljótum sofandi að feigðarósi. Hvenær ætli skynsamar konur og karlar bindist fastmælum um að hrifsa fólk – „meira að segja konur“ eins og Steingrímur, forseti Alþingis, sagði eitt sinn, þegar þingmenn töluðu ósiðlega um kjósendur – úr klóm kvenfrelsaranna, frelsa konur frá kvenfrelsurum?

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/08/althjodleg_radstefna_um_kynbundid_ofbeldi_haldin_he/?fbclid=IwAR1_IKtSCsrjBaDU4TNRHw0ZC6ZqOkAhBA595x0HaWRmZ6Nd_4eusLPDd2c


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband