Bettina Arndt er ötull andstæðingur kvenfrelsunarofbeldisins gegn körlum. Nýlega skrifaði hún grein um svikamylluna í kringum peningasöfnun, tengda samkeppninni um virðulegasta yfirvaraskeggið.
Eins og flestum ætti að vera ljóst en er það hugsanlega ekki er miklu meiri fjármunum varið til heilbrigðisþjónustu við konur en karla. Ofangreindri peningasöfnun er ætlað að bæta úr því.
En, en! Í Ástralíu stendur til að nota fjármunina til að aðstoða unga karla og stráklinga til að temja sér holla siði í nánum samböndum í því skyni að stemma stigu við kynbundu (gender-based) ofbeldi. Um er að ræða, 3.2 milljónir dala.
Það er ekki kyn, að Bettina spyrji? Hvernig ætli karlar í Ástralíu rísi úr rekkju á hverjum morgni? Ég get ekki ímyndað mér, hvernig þeir rísa undir látlausum óhróðri og sviksemi stjórnvalda?
Og hvernig ætli úngum drengjum líði við þetta stöðuga illkvittnibergmál um okkur, "ófullkomnu konurnar," sem brýna nauðsyn ber til að fækka.
Það er í þessu sambandi kuldaleg staðreynd samkvæmt áströlsku hagstofunni að sambandsslit eru talin ein helsta orsök sjálfsvíga karla. Og þau eru margfalt fleiri en kvenna. Það er heldur ekkert leyndarmál, að margir þeirra þjást vegna skerðingar tengsla við börnin eða jafnvel tengslarofs. Oftast eru það konur, sem taka frumkvæði að sambandsslitum.
Samtímis nefndum peningastuldi veitir ástralska ríkisstjórnin 3.4 milljörðum dala til stríðsins gegn körlum. Það er dulbúið sem fjárveiting til kvennaöryggis (womens safety). Það dugar ekki til, segja ófullnægðir kvenfrelsarar.
Allar konur eru ekki kvenfrelsarar eins og sést m.a. af því, að félagsskapurinn, Mæður sona, berst einbeittur fyrir réttarfarslegu réttlæti fyrir karla, sem lent hafa í hinni svikamyllunni, fölskum ákærum og kvenhollu dómskerfi.
Ofbeldisiðnaðurinn í Ástralíu blómstrar eins og á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Katrín Jakobsdóttir og stjórn hennar stofnaði kvennaathvarf á Akureyri til að efla atvinnu á staðnum að sögn.
Allir stjórnarflokkarnir aðhyllast kvenfrelsun. Meira að segja Bjarni Ben II segir hugmyndafræði kvenfrelsara leiðarljós við allar ákvarðanatökur Kristilega jafnaðarmannaflokksins.
Undir stjórn Framsóknarflokksins tóku Íslendingar 2015 forystu á alþjóðavettvangi í kvenfrelsunarmálum (auglýst sem jafnrétti). Þá hélt utanríkismálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hina frægu rakarastofuráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Kvenfrelsunarástríðu Vinstri-grænna þarf varla að fjölyrða um.
https://vb.is/frettir/gunnar-bragi-rakarastofuradstefnu/ https://bettinaarndt.substack.com/p/movember-is-a-fake?utm_source=post-email-title&publication_id=448263&post_id=147984407&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021