Bandaríski blaðamaðurinn, Chris Hedges, spyr? Hvað segir það um okkur sjálf, þegar við gaukum vopnum að þjóð, sem drepur og limlestir hundruð saklausra manna dag hvern; þegar við styðjum hungursneyð og eitrun vatnsbóla; þegar við leyfum að sprengdar sé í tætlur flóttamannabúðir, sjúkrahús, þorp og borgir, heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út; þegar við látum eins og vind um eyru þjóta morð á u.þ.b. 17.000 börnum; þegar við yppum öxlum, er verðum vitni að aukandi árásum á mannvirki Sameinuðu þjóðanna eins og skóla; þegar við þegjum þunnu hljóði yfir þeirri ósvinnu að klæða saklaust fólk í einkennisbúninga ísraelska hersins og nota sem skjöld og þegar við styðjum stjórnmálamenn, sem verja pyndingar og nauðganir á föngum?
Svari nú hver fyrir sig. Aftaníossautanríkismálastefna Íslendinga veldur því, að íslensk yfirvöld þegja þunnu hljóði og sitja með hendur í skauti. Komi úr barka þeirra bofs, er það til að stynja því upp, að Ísraelsríki eigi rétt á að verja sig.
Íslensk þjóð er gerð að glæpanautum, enda virðist stjórn þjóðarinnar sótt í þann trúarhóp stjórnmálamanna, sem hefur takmarkaða þekkingu á sögu Miðausturlanda og/eða afbakar hana. Í vitund þessa hóps er Palestína blekking, hún hefur aldrei verið til. Við hernám Síonista (Gyðingafasista) var þar einungis auðn, nokkrir illir Arabar á stangli, segja hugmyndafræðingarnir.
En það skipti svo sem ekki máli, því Guð hafi gefið Gyðingum landið. Arabar hafi ævinlega viljað feiga vesalings Gyðingana, sem þangað flúðu, þ.e. þá, sem lifðu af Helförina. Það er réttlætanlegt að ganga milli bols og höfuðs á Aröbum, því þeir séu andstyggileg dýr, sem trúi á rangan spámann. Auk þess sé það vilji Guðs, að mannkyni verði tortímt, svo tryggja megi endurkomu hans.
Mannúð og frumkristið siðferði hrjá ekki nefnda hugmyndafræðinga. Þeir hugsa svipað og Madeleine Albright (1937-2022), fyrrverandi utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Hvað er líf tugþúsunda barna milli vina, sagði hún, þegar frelsið og lýðræðið er annars vegar.
Auk þess er túlkun hugmyndafræðinganna á alþjóðalögum býsna skondin. Ísraelsmenn eiga rétt á að verja sig gegn föngum sínum á Gaza, sem svo hafa verið beinlínis í áratug eða svo. Þeir hrósa gjarnan Ariel Sharon (1928-2001) fyrir stofnun þess, enda gríðarlegur herforingi í þeirra augum. Það vill svo til, að alþjóðalög heimila hinum kúguðu vopnaða vörn, jafnvel þótt vopnaskak hafi í sjálfu sér varla nokkurn tímann leyst neinn vanda. Og svo gleyma lagatúlkendur því, að engin þjóð í veröldinni, hugsanlega að Bandaríkjunum undanskildum, hefur oftar virt alþjóðalög að vettugi.
Niðurstöður sögurannsókna hripa af nefndum hugmyndafræðingum eins og vatn af gæs. Enda verður trú seint rökrædd. En á trú, sem styðst við brenglaðan skilning á heimssögunni og vafasamt innræti, að ráða afstöðu heillar þjóðar margra þjóða?
Það er til dæmis sögubrenglun að halda því fram, að einungis Gyðingar hafi verið drepnir hópum saman í annarri heimstyrjöldinni. Það er einskær áróður, að sex milljónir hafi verið drepnar. Nóg var það samt. Það er sömuleiðis áróður, að Gyðinga hafi almennt fýst að flytja til Ísraels, sbr. vitnisburð írakska Gyðingsins og sagnfræðingsins, Avi Shlaim. Síonistar beittu marga þeirra ofbeldi bæði í löndum Araba og í Evrópu.
Avi hefur skrifað bókina; Þrjár veraldir: Endurminningar arabísks Gyðings (Three Worlds: Memoirs of an Arab Jew). Sagnfræðingurinn, Normann Finkelstein, hefur skrifað bókina, Helfarariðnaðinn: Vangaveltur um misnotkun á þjáningum Gyðinga (The Holocaust Industry: Reflections on the Exploitation of Jewish Suffering. Margir fleiri koma við þessa rannsóknasögu.
Fyrrgreindar trúflokkur ver afstöðu sína með öllum ráðum eins og ísraelsk stjórnvöld. Þeir, sem una ekki ofbeldinu, eru sagðir Gyðingahatarar. Einn hugmyndafræðinga trúflokksins veitti mér góðlátlega tilsögn í heimssögu um daginn. Hann sagði m.a.:
Mig langar að benda þér á nokkrar staðreyndir nú þegar almennri söguþekkingu hefur hrakað mjög hjá mörgum þar eð mér virðist þú vera gyðingahatari. Vonandi er það röng ályktun.
Eftir árás Hamas hryðjuverkasamtakanna á Ísrael gripu Ísraelsmenn til vopna í samræmi við alþjóðalög til að verjast og uppræta hryðjuverkasamtökin. Nú bregður svo við að fjölmiðlarnir sjá skyndilega nýja hlið á stríði. Það verður sem sé manntjón á þeim sem ekkert hafa til saka unnið. Það á ekki síst við á Gaza þar sem hryðjuverkamennirnir leitast við að nota fólkið sem skjól þegar þeir eru ekki neðanjarðar með líkum sínum í dýraríkinu. Þeim skal vægt með vopnahléi.
Það er ótrúlegt að fylgjast með sögufölsuninni um Palestínu, Ísrael og svo um araba og gyðinga. Hér um bil allt er afbakað aröbum í hag, en gyðingum lagt allt til versta vegar. Meir en milljón gyðingar urðu landflótta í Mið-Austurlöndum í stríðslok, en aðeins 700 þúsund arabar (á Vesturlöndum kallaðir Palestínumenn).
Mörg hundruð þúsundir gyðinga bjuggu á hverjum tíma í Írak og Sýrlandi öldum saman. Þá var ekkert land sem heitir Palestína og hefur aldrei nokkurn tíma verið til. En eftir að Ottómanar og síðar Bretar misstu yfirráð yfir aröbum, breyttist staðan. A.m.k. fjórðungur íbúa, jafnvel 40%, í Bagdad voru gyðingar þegar arabar hófu að ofsækja gyðinga um 1930. Til samanburðar fara hér á eftir nýleg dæmi um viðbrögð við hryðjuverkum og síðan enn verri, nýleg dæmi um morðæði í arabalöndunum. (Síðan fylgir fræðsla um frelsisbaráttu Vesturlanda í Afganistan og Írak.)
Þarna eru nokkur kunnugleg stef og sum komin til ára sinna. T.d. sagði fyrrverandi menntamálaráðherra Ísraels, Sulamil Aloni (1927-2014), árið 1993, að Ísraelar beittu króki á móti bragði, þegar gagnrýni bæri á góma. Þegar gagnrýnin kæmi frá Bandaríkjamönnum væri þeim núið um nasir að vera Andsemítar. Þegar gagnrýnisraddir Evrópumanna heyrðust, var gripið til Helfararkróksins.
Primo Michele Levi (1919-1987), sem lifði af eina margra helfara í annarri heimstyrjöldinni, hitti naglann á höfuðið: Það eru ófreskjur meðal vor, en þær eru tiltölulega fáar og verða því ekki hættulegar. Alþýða manna er öllu hættulegri, trúgjarnar undirtyllur, sem eru tilbúnar að láta hendur standa fram úr ermum, án þess að efast.
Þær lifa í lyginni eins og nefndur trúflokkur stjórnmálamanna. Václv Havel (1936-2011) gaf það heilræði að lifa í sannleikanum, þeim sannleika, sem hinir voldugu vilja láta liggja í þagnargildi og reyna að kæfa. Þannig líferni verður leiðarljós afkomendum okkar, segir hann. Það færir fórnarlömbunum heim sanninn um, að þau séu ekki ein á báti.
Það er uppreisn mannkyns gegn ofríki og viðleitni til að axla ábyrgð. Það er varla ástæða til að ætla, að íslensk stjórnvöld fylgi heilræði Václav. En það er enn von til þess, að Ísraelar sjálfir grípi í tauma og kveði niður það vitstola fólk, sem stjórnar þeim. Það virðist renna upp fyrir þeim líka forystumönnum - að morð á börnum á Gaza dugi þeim skammt í baráttu við Hamas og hin andspyrnusamtökin á annan tug þeirra.
Suðurafríska frelsishetjan, Nelson Mandela (1918-2013), sagði, að þá væri fyrst gengið af aðskilnaðarstefnunni (apartheid) dauðri, þegar Palestína yrði frjáls. Hann hafði trúlega lög að mæla.
En það er vissulega við ramman reip að draga. Þrýstihópar Ísraelsgyðinga hafa stóran hluta þingmanna Bandaríkjanna á launum og um þriðjung þingmanna á breska þinginu. Þrátt fyrir vopnasölu og stuðning margra þjóða, vegur stuðningur og þátttaka Bandaríkjamanna og Breta mest. Þeir eru nú gráir fyrir járnum í Vestur-Asíu og heita Ísrael frekari stuðningi, þrátt fyrir andstöðu heima fyrir.
Hugarfarsbrenglunin og hræsnin birtist eftirminnilega í ákalli nokkurra Evrópuþjóða til Írans og andspyrnuhreyfingar Araba að leggja ekki til atlögu við Ísrael, samtímis stuðningi við hernað Ísraels á Gaza, hernámi (með Bandaríkjamönnum og Kúrdum) í Sýrlandi og sífelldum morðum á erindrekum og herforingjum Írana, Íraka, Sýrlendinga og Líbana.
Ísraelska ríkisstjórnin ber sér á brjóst í skjóli Vesturlanda. Drápsæðið er svo skelfilegt, að fyrrum breskur stjórnarerindreki, Alistair Crooke, spyr sig, hvor hryðjuverkasveitir Síonista (Irgun, Haganah og Lehi), séu gengnar í endurnýjun lífdaganna.
Þær fóru reyndar aldrei langt; sameinuðust ísraelska hernum og fundu sér farveg í stjórnmálunum (Herut 1948 og síðan Likud 1973) undir stjórn Menachem Begin (1913-1992) fyrrum forsætisráðherra. Hann var eftirlýstur fyrir hryðjuverk í Palestínu.
https://www.haaretz.com/israel-news/2024-08-13/ty-article-magazine/.premium/idf-uses-gazan-civilians-as-human-shields-to-inspect-potentially-booby-trapped-tunnels/00000191-4c84-d7fd-a7f5-7db6b99e0000?lts=1723746009791 https://www.biography.com/authors-writers/primo-levi https://www.youtube.com/watch?v=OXO4gyBSqq8 https://steigan.no/2024/08/gallant-kaller-netanyahus-mal-om-total-seier-i-gaza-tull/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/08/tanker-om-palaestinas-folk-og-dets-overlevelseskamp/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/08/douglas-macgregor-70-israelske-og-amerikanske-kommandosoldater-drept-i-jemen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.kitklarenberg.com/p/zionist-forces-behind-british-race?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=147575287&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://michelchossudovsky.substack.com/p/more-than-100-days-and-75-years-of?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=147561815&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://daniellarison.substack.com/p/most-americans-dont-want-us-troops https://www.hurriyetdailynews.com/fm-urges-global-participation-in-genocide-case-against-israel-199348 https://caitlinjohnstone.com.au/2024/08/05/well-what-should-israel-have-done-after-october-7/ https://beeley.substack.com/p/the-resistance-vs-israel-alliance?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=147516925&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/the-arab-jew-experience-exposes-the?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=147714448&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://archive.org/details/vaclav-havel-power-of-the-powerless/mode/2up https://newrepublic.com/article/119959/interview-primo-levi-survival-auschwitz https://www.amazon.com/Holocaust-Industry-Reflections-Exploitation-Suffering/dp/1781685614 https://chrishedges.substack.com/p/thou-shalt-not-commit-genocide?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=147780732&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/irgun-1948-panyttfodd/ https://steigan.no/2024/08/tausheten-om-netanyahus-tale/?utm_source=substack&utm_medium=email
Flokkur: Bloggar | 18.8.2024 | 09:11 (breytt 20.8.2024 kl. 11:32) | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021