(Skrifað 2018)
Í leikskólum ættu börn að læra þá list að vera karl eða kona. Það er alkunna, að börn læra það, sem fyrir þeim er haft. Í fyrrgreindum stofnunum er þó hængurinn sá, að þar starfa konur í yfirgnæfandi meirihluta. Hvorki góð fóstra né góð móðir kemur í stað fóstra eða föður.
Í grannlöndunum austan ála hófst umræða um þess skekkju fyrir áratugum. Í Danmörku hefur komið til tals að greiða karlkyns leikskólakennurum hærri laun. Í Noregi var fyrir nokkrum árum samin sérstök framkvæmdaráætlun í því skyni að fjölga karlmönnun í uppeldisstéttum. En hægt miðar.
Norskir leikskólar eru að um það bil 95 hundraðshlutum mannaðir konum. Hver karl er þar umvafinn um tuttugu konum. Það segir sig máski sjálft, að í leikskóla eru menningaráhrifin og gildin kvenleg. Karlmenn telja sig oft og tíðum eiga erfitt uppdráttar á þessum vinnustöðum. Sumir grípa jafnvel til þess ráðs að móta eins konar uppeldislega neðanjarðarhreyfingu, þar sem unnt er að iðka karllegt uppeldi karlhungraðra barna.
Það er svo sem ekki að undra, að kvennamenningin í leikskólum, sem stundum er nefnd blómapottasæluvinin, liti hugsun og skynjun barnanna. Stundum er það jafnvel spaugilegt eins og þegar norski hnokkinn segir í geðshræringu: Ég held ég sé kominn á túr. Íslenskum hnokka var boðið að koma í mömmuleik. En það er eðlilega heiti leiksins, þegar lítil börn æfa kynhlutverkin í fjölskyldunni. Skilmerkileg leiksystir bauð leikfélaganum þó föðurhlutverkið. Snáðinn svaraði: Nei, heldur vil ég vera hundur en pabbi. Fjögurra ára kynbróðir hans taldi sig stelpu.
Eins og kunnugt er fylgir öllu gamni nokkur alvara. Ég trúi því, að hér sé mikil alvara á ferðum. Það er einnig áhyggjuefni í Noregi, að aðsókn karla í leikskólakennaranám gæti verið að minnka. Að minnsta kosti er svo um skólann í Suður-Noregi farið. Á því herrans ári 1978 voru karlmenn í þeim skóla 15 af hundraði nemenda, áratugi síðar eða svo tæp 10. Árið 1996 var hlutfall karla meðal nemenda allra skóla af þessu tagi um fjórtán af hundraði. Stefnt var að því í Noregi, að upp úr aldamótum 2000 yrði fimmti hver leikskólakennaranemi karlmaður. Fyrir hartnær hálfri öld áttu Norðmenn tvo leikskólakennara af karlkyni, en um þessar mundir eru þeir þó orðnir rúmlega sjö hundruð eða um rúmur fimmtungur allra karla, sem starfa á dagvistarstofunum. Fyrir um áratugi eða svo mældist hlutfall karlkyns starfsmanna í norskum leikskólum tæpt sjö af hundraði.
Á Íslandi virðast karlmenn enn tregari til dáða í leikskólum en norskir kynbræður þeirra. Undirtektir íslenskra karla við áskorun Félags leikskólakennara fyrir tuttugu árum síðan hafa verið dræmar. Félagið skoraði á þá að ganga til liðs við sig og kenna karlmennsku í leikskólum. En kvennamenningin er ólseig og viðhorf til uppeldisstarfa karla fjandsamleg. Þeir liggja stöðugt undir gruni um ósæmilega hegðun gagnvart börnum. Lái þeim, hver sem vill, taki þeir ekki nefndri áskorun.
En það er morgunljóst, að breytinga sé þörf eigi karlmennskan ekki að líða undir lok. Þorri drengja lærir karlmennsku í skuggsjá fóstra og mæðra og í fjölmiðlum vitaskuld. Þar er yfirleitt fjallað um karlmenn sem kvenfjandsamleg óargadýr eða ofbeldisfullar ofurhetjur. Kvengerving drengja á sér stað.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021