(Skrifað 2020)
Í kínverskri menningu er sjúklegt ástand meðal karla nefnt kóra (koro). (Orðið (kura) er sótt til malæ (malay), tungumáls í suð-austur Asíu. Það merkir haus á skjaldböku, sem er dreginn inn í skelina.) Í sjúkdómaskrá norður-ameríska geðlæknafélagsins (Diagnostic Statistical Manual of Mental Disorders DSM-5) er sjúkdómurinn kallaður reðurrýrnun (shrinking penis), einnig þekktur sem kynfærarýrnun (genital retraction syndrome). Kóra er einnig útbreidd í suð-austur Asíu, Taívan, Indónesíu, Taílandi og Indlandi. Hann þekkist raunar um víða veröld. Sóttin virðist ekki í rénum, heldur færist þvert á móti í aukana - farsótt líkust einkum þegar um er að ræða samfélagslega upplausn eða óróa. (Á Vesturlöndum er ekki óalgengt, að karlar kvarti undan getuleysi, stinningarvandræðum og kynlöngunarskorti.)
Hinn dæmigerði sjúklingur er veikgeðja, ungur karlmaður, ósjálfstæður og óöruggur í fasi, sem þykir kvíðvænlegt að takast á herðar skyldur karlmannsins, karlmóðursýki. Sóttinni fylgir angist, kvíði, óþægindi frá hjarta, skjálfti og ótti við dauðann. Kórusjúklingar eru haldnir þeirri trú, að reðurinn sé að skreppa saman eða hverfa inn í búkinn, kyngetan að hverfa; að karlmennskan sé á flótta. Sumir upplifa þverrandi manndóm við ósjálfráð sáðlát (spermatorrhea) og óþol, ásamt ónotum í húð skaufans (paresthesia). Aðrir trúa því, að kyn þeirra hverfist í kvenkyn eða þeir verði geldingar. Í Afríku sums staðar trúa karlar því, að fyðli þeirra og kynfjöri hafi verið stolið með galdrabrögðum. Það hefur í einstöku tilvikum leitt til múgsefjunaraftöku hins grunaða.
Kórusóttin var rannsökuð á Taívan, þegar á árunum 1963 1965. Hennar gætti sérlega meðal ungra karla, sem áttu í vandræðum með að rísa undir kröfum fullorðinslífsins, gátu ekki séð fjölskyldum sínum farborða. Svo fór að þeir misstu vinnu sína og drógu sig í hlé frá skelfilegum veruleika og hurfu á vit sjálfmiðaðrar ímyndunar. Þetta afturhvarf lýsti sér síðan táknrænt sem umbreytingareinkenni, þ.e. ofsahræðsla um upplausn og rýrnun reðursins. Í hnotskurn; kóra er karlmóðursýki, sem endurspeglar viðbrögð við stöðugri kröfu um áorkunarkarlmennsku (performative manhood) ... (David D. Gilmore)
Meðal indverskra karla er greindur kyngetukvíði (virility anxiety), sem er eins konar karlsefasýki eða ótti um manndómsskort, getuskort. Til lækninga er notaður frjósemisvökvi, áþekkur sæði, úr eggjahvítu og mjólk.
Kyngetuótti karla er vissulega þekktur aftur um aldir í Evrópu. Skemmtilega sögu er að finna í galdraofsóknahandbókinni frá 1486 (Malleus Maleficarum), eftir galdrafræðinganna, Heinrich Kramer (1430? 1505) og James Sprenger (1435? 1495). Þar segir svo frá, að ungur karlmaður varð heltekinn ótta sökum getuleysis. Taldi hann norn eina í þorpinu hafa lagt á sig slík álög, en sú hin sama neitaði sakargiftum.
Söguhetjan tók það til bragðs, að ráfa inn á þorpskrána til að drekkja sorgum sínum. Það vildi honum til happs, að eldri kona ljáði honum eyra. Það stóð ekki á ráðgjöfinni: Takist þér ekki að telja norninni hughvarf, verður þú að beita hæfilegu ofbeldi, svo þú megir endurheimta heilsu þína.
Staulinn fór að ráðum drykkjufélaga síns, leitaði uppi nornina, tók hana hálstaki og herti að. Hún náði með erfiðismunum að stynja upp: Slepptu mér, ég skal lækna þig. Að því búnu læddi hún höndunum milli fóta hans og gerði honum glingrur - og mælti: Nú færðu það, sem þú þráir. Að svo búnu læknaðist söguhetjan af kórunni. (Sömu aðferð hafa íslenskar konur beitt til að sefa karla sína allt frá landnámi. Einu sinni var alsiða einnig að sefa drengi með kyngælum. Það heitir kynferðisleg misnotkun í dag.)
(Áþekkur sjúkdómur kóru getur einnig herjað á konur. Hræðsla um rýrnum geirvörtunnar er þá í fyrirrúmi.)
Sem ítarefni mæli ég með viðbrigðagóðri grein um efnið í Wikipedíu.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021