Karlfæð Sameinuðu þjóðanna

Í áranna rás hefur sú tilfinning gerst áleitin, að Sameinuðu þjóðirnar séu að sumu leyti eins konar alþjóðaleikhús. Venjulega eru stórveldin leikstjórar. Stundum fá smælingjar – eins og Íslendingar - að leika sér líka, sé stórveldunum það þóknanlegt. Síðustu tvo áratugina eða svo hef ég orðið hugsi yfir kynjaklyftinum í starfi samtakanna, sérstaklega þó stofnun kvenáróðurdeildar þeirra, ”UN Women,” sem hefur m.a. útibú á Íslandi.

Áróðurinn er yfirgengilegur, stundum studdur kvenfrelsunarrannsóknum af svipuðum toga og einkennir slíkar rannsóknir á Vesturlöndum, sbr. ”rannsóknir,” sem þrálátlega sýna fram á sérstaka eymd kvenna í kófinu, enda þótt hún bíti fremur á karlmönnum – svo og vitaskuld allt auka ofbeldið, sem karlar beita konur og börn. (Það var sérstakt áhyggjuefni forsætisráðherra, ríkislögreglustjóra, Stígamóta, Kvennaathvarfs og Barnaverndarstofu, hvers vegna ekki bárust fleiri tilkynningar um ofbeldi karla og raun bar vitni. En úr því rætist vonandi fljótt, eftir að fólk verður bólusett.)

Hvað vakir fyrir SÞ? Er unnt að líta svo á, að þær hafi einn vilja? Tæpast! Ríkar þjóðir með nýlenduveldi að fornu og nýju eru yfirgnæfandi. Hví styðja þær kvenfrelsunaráróðurinn, karlfæðina? Einhlítt svar hef ég ekki, en boðskapurinn og „stuðningurinn“ er athygliverður; konum og stúlkum er hampað, en körlum bolað burtu úr samfélagi, menningu og fjölskyldu. Síðum og venjum einstakra samfélaga er eytt. Þannig er alþjóða-, ríkis- og auglýsingavaldi, leiðin gerð greiðari að sálu fólks. Svo eru það vitaskuld samþykkt sannindi á allsherjarþingi SÞ eins og Alþingi Íslendinga og í Evrópusambandinu, að konur séu undirskipaður og kúgaður hluti mannkyns.

Í hjálagðri grein lýsir höfundur, Jim Nuzzo, hvernig áróðrinum er háttað (að hluta til). Niðurstöður hans eru stundum grátbroslegar, t.d. helgun tiltekinna daga í þágu einhvers málefnis. (Dagur tedrykkju og túnfisks eru skemmtilegir. Það er sömuleiðis skondið, að SÞ skuli hafa valið alþjóðabaráttudag karla til baráttu fyrir salernum á alþjóðavísu.) En mér er ekki skemmt, þegar skoðaðir eru dagar kvenna (og karla).

Dagur höfuðsnillingsins, Nelson Mandela (1918-2013), er einasti karlkenndi dagur SÞ. En svo koma kvennadagarnir níu:

Alþjóðadagarnir helgaðir; 1) fullkominni vanþóknun á meiðingu kynfæra kvenna; 2) konum og stúlkum í raunvísindum; 3) konum yfirleitt; 4) stúlkum á sviði upplýsinga og boðskiptatækni; 5) ekkjum; 6) jöfnum launum; 7) stúlkubörnum; 8) konum til sveita; 9) afnámi ofbeldis gegn konum.

Höfundur gerir kynorða- og tíðnigreiningu á skjölum og skýrslum SÞ. Niðurstöður eru þessar fyrir 1) almennan gagngrunn SÞ.: kvenorð 450.000 – karlorð 150.000; 2) gagnagrunn Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar: Konur 1716 – karlar 19; 3) 25 ókyngreindar skýrslur AH um heilsufar: konur 11.500 – karlar 5.900.

Höfundur skoðar sömuleiðis tístsíður (Twitter) á vegum SÞ, þ.e. hvoru kyninu þær séu helgaðar (alþjóðlegar, þjóðlegar og svæðisbundnar). Niðurstaða: 69 fyrir konur, engin fyrir karla. Kvennastofnunin er stórtækust með um 60.000 tíst, hinar tísta u.þ.b. 10.000 til 12.000 sinnum.

https://zenondo.org/429881#.X Cmldj7SUk

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband