Barnamorðinginn, Josephine Mesa

Josephine Mesa, átján ára að aldri, var gift kona, tveggja barna móðir og ófrísk, þegar óhugnanlegur atburður átti sér stað í maí 1986. Eiginkarl hennar var landgönguliði í sjóhernum, tveim árum eldri.

Nú bar það við, að vegfarendur ráku augun í barnslík í sorpgámi, sem hræætur höfðu leikið illa. Böndin bárust að Josephine. Hún sagðist ekki bera kennsl á líkið frekar en faðirinn. En sannleikurinn kom í ljós. Móðirin hafði refsað syninum fyrir að drekka úr salernisskálinni. Hún barði drenginn til óbóta með drullusokki.

Síðar sagði Josephine réttinum frá erfiðum uppvexti við misnotkun og nauðganir frá hinum og þessum, innan fjölskyldu og utan. Dómari hafnaði því körfu ákæruvaldsins um ellefu ára fangelsi. Þess í stað var Josephine látin laus á fimm ára skilorði. Það var tekið af henni loforð um að skilja við eiginkarlinn, þiggja sállækningu, fá sér vinnu og snúa aftur í skólann.

Fljótlega flutti Josephine inn til nýs kærasta. Fyrr en varði varð hún ólétt aftur, en tókst að leyna því fyrir skilorðsfulltrúanum og sállækninum. Í raun hafði Josephine reglur skilorðsins að engu. En lögfræðingur hennar var þess fullviss, að hún færi ekki í fangelsi aftur. Hann sagði það mestu máli skipta í lífi Josephine að taka að sér að nýju yngsta barnið, sem nú var á forræði föðurins. „Hún er ekki hættuleg yngsta barninu. Ég held, að hún geti verið eðlileg móðir eins og gerist og gengur, þar sem hún er ekki lengur undir áhrifum [fyrrverandi maka]. Ég held, að hann hafi orsakað dauða barnsins. Hann rak [móðurina] til þess brjálæðis, sem skýrir verknaðinn.“

„Algengasta réttlæting þess að sýkna mæður, sem drepa börn sín, er sú, að börnin þarfnist þeirra.“ (Warren Farrell)

https://www.latimes.com/archives/la-xpm-1988-07-20-me-5840-story.html https://www.latimes.com/archives/la-xpm-1986-06-01-mn-8861-story.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband