Kvenfrelsunaráróðursdeild Sameinuðu þjóðanna [SÞ), hefur nú samið þá lýsingu að kvenfrelsunarsamfélagi, sem lögð hafa verið drög að síðustu áratugi. Lýst er þroskuðu og skemmtilegu og umfram allt öruggu samfélagi. Í höfuðborginni sprangar hamingjusamt fólk um Staðalímyndarleysu-stræti, Ofbeldisleysu-stræti og Jafnlauna-stræti, prútt og frjálst í fasi, hamingjusamt og heilt, heilbrigt til líkama og sálar og hefur nóg að bíta og brenna. Þar er varla eins og í ríkisstjórn Joe Biden og Kamala Harris hvítan karl að sjá, en allir hinir blanda geði í gleði sinni á Samlyndistorgi.
Frelsi er ein grunnstoða lífsins á Jafnréttisjörð. Frelsi til tjáningar og ferða, frelsi til sjálfsskilnings, frelsi til þess að ákveða, hversu mörg börn þú eignast, og til stjórnar á eigin líkama.
Svo hugsa kvenfrelsunarhugmyndafræðingar SÞ sér svipmynd á Staðalímyndaleysustræti: Innir þú telpuhnátu á rölti um Staðalímyndaleysustræti eftir því, hvað hún vilji leggja fyrir sig, þegar hún verði stór, gæti henni hugkvæmst, hvað sem er: Vísindamaður, verkfræðingur, hæstaréttardómari, Ólympíumeistari, listamaður eða geimfari himininn sjálfur setur jafnvel engin mörk hinum stóru draumförum.
Sviðsmyndir eru uppörvandi. Á Ofbeldisleysustræti sjást tvær konur, önnur þeirra í hjólastóli. Það er barasta steinsnar í næstu stuðningsþjónustu.
Áhrifamesta stofnunin á Jafnréttisjörðinni er án vafa Endurvinnslustöð fyrir eitraða karlmennsku. Þar fer að sönnu fram merkileg starfsemi: Þar er eitruðu hátterni umbreytt í viðhorf, sem stuðla að jafnrétti kynjanna, í nýhugsunarsamræðum og námi. Til að mynda er þar umsnúið til heilbrigðari vega væntingum í þá veru, að drengir skulu ekki sýna tilfinningar eða þeir hafi til að bera eðlilega ýgi, [þ.e.] virðingar fyrir því, að hver og einn fái að lifa í sjálfi sannleikans, í algleymi tilfinninga, drauma og hæfileika. Róf kynvitundar og -tjáningar leysir af hólmi tvískauta skilgreiningar á kyni [þ.e. karli og konu].
Þegnar Jafnréttisjarðarinnar eru hamingjusamari og líður betur á sál og líkama en öðrum, því þeir hafa verið frelsaðar undan kúgandi kynhlutverkum. Drottnunargjarnir karla leggja [ekki lengur] stein í götu þeirra.
Á Jafnréttisjörðinni afneita engir hamfarahlýnun (climate change). Allir sem einn taka höndum saman um að hindra hlýnun og eyðileggingu auðlindanna. Og eins og sjá má, eru konur í fararbroddi til jafns við karla. Kvenleiðtogar í viðskiptalífi og ríkisstjórnum hafa átt frumkvæði að stefnumótun til að vernda umhverfið. Á Jafnréttisjörðinni hafa verið uppgötvaðar nýjar leiðir til sjálfbærni með því að draga úr kolefnislosun og matarsóun.
Konur og stúlkur geta farið ferða sinn óáreittar að kvöldlagi. Þær þiggja sömu laun og karlar fyrir jafngild störf. (Sbr. Umræðu í morgunhljóðvarpi RÚV við Þórð Snæ Júlíusson 2. feb. 2021).
Álit kvenna vegur jafn þungt og álit karla í ákvörðunum, er snerta líf þeirra, líkama, stefnumótun og umhverfi. Stúlkur munu metnar að verðleikum til jafns við stráka.
Á Jafnaðarjörðinni stuðlar sameiginleg valdeflingarreynsla að því, að þær [konur] leiti til hverrar annarrar, fremur en sameiginleg reynsla af misnotkun og kynáreitni.
Morð á konum eiga sér ekki stað, hér eru konur metnar að verðleikum og virðing sýnd.
Heimilisofbeldi er sjaldgæft vegna strangra laga gegn því og stuðningsþjónusta er tiltæk fyrir fórnarlömbin. Þar sem grundvallarviðmið er jafnrétti kynjanna er vald í nánum samböndum það sama en ekki undirokandi eða eitrað [af karla hálfu].
Sérhver kona eða stúlka, ung sem gömul, hefur aðgengi að alnæmisprófi, án [þess að verða fyrir] mismunun og smán. (Á Jafnréttisjörðinni virðist gert ráð fyrir gömlum stúlkum.)
Höfundar þessa draumórasamfélags bjóða lesanda upp á svokallaða veruleikaskoðun. Það er öll ástæða til að gjalda varhug við henni. Yfirleitt er þessi speki sótt til kvenfrelsunarvísinda, sem oft og tíðum segja brenglaða sögu og ófullkomna. Þó er á það bent, að karlar fremji sjálfsvíg margfalt oftar en konur.
https://www.unwomen.org/en/digital-library/multimedia/2020/2/illustration-equiterra-gender-equality-utopia
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021