(Birt á Mbl. 2. maí 2019)
Áróður öfgakvenfrelsara fælir karlmenn frá uppeldisstörfum. Öfgafólkið telur það eðlisáráttu karla að beita stúlkur og konur kynferðisofbeldi. Karlar hafa orðið logandi hræddir við að sýna börnum sínum ástúð - og konum vinsemd - með faðmlagi eða stroku. Samtímis hafa miskunnlausar, drottnunargjarnar konur gengið á lagið og ákært karla með ýmsu móti fyrir kynferðislega áreitni eða andlegt ofbeldi, sem enginn fótur er fyrir. Oft og tíðum gerist slíkt við átök, sem tengd eru forsjá barna. Harmsögur eru æðimargar. Karlmenn í heilbrigðisþjónustu og í uppeldisstofnunum hafa þurft að vera sérstaklega á varðbergi - og feður vitaskuld. Augljóslega er misjafn sauður í mörgu fé, en körlum er yfirleitt annt um konurnar í lífi sínu.
Því miður á sér stað vond kynhegðun gagnvart börnum af beggja kynja hálfu. Þó er vondri háttsemi karla sérstakur gaumur gefinn. Öfgakvenfrelsarar draga upp mynd af körlum sem meinvættum. Kenning þeirra um karlillskuna er tjáð með trúarhita. Beitt er heimatilbúnu hugtaki um feðraveldi til að sannfæra almenning og börn um gildi boðskaparins. Svo meinlegur er þessi áróður áðurgreindra, að ráðgjafar á þeirra vegum kenna í skólum, að feðrum ætti ekki að leyfast að skipta á stúlkubörnum sínum að liðinni frumbernsku. Ábúðarmiklir kvenlögreglumenn vísitera skóla og vara börn við karlmönnum. Á dönskum leikskólum hefur áróðurinn skotið rótum með þeim hætti t.d., að karlar eru þar litnir hornauga og verða að sanna sakleysi sitt við ráðningu. Þess gerist ekki þörf með konur, enda þótt það ætti að vera alkunna, að sumar þeirra meiða börn og deyða. Það sætir varla undrum, að karlmenn skuli forðast uppeldisstörf eða hvað?
Staðan í þessu efni á íslenskum leikskólum var skoðuð: Fordómar í garð karla og viðhorfa til karla sem starfa í leikskólum voru sérstaklega til skoðunar í viðtalsrannsókn Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, Háskólanum á Akureyri, frá árinu 2006. Anna spyr hvort þröskuldar séu til staðar í námi og starfi leikskólakennara, sem karlar hnjóti fremur um en konur. Eins spyr hún, hvort viðhorf og gildi samfélagsins hafi áhrif á vilja þeirra til að starfa sem leikskólakennarar. Niðurstöður benda til að kjaramál skipti miklu en vinnuumhverfið með tilheyrandi kvenlægum gildum hafði líka áhrif á viðhorf karla. Þá sýna niðurstöður viðtala, að karlar finni fyrir því að starf þeirra sé lítils metið. Þeir fá tvíbent skilaboð, annars vegar um að það sé gott að hafa karlfyrirmyndir í skólunum en hins vegar er gefið í skyn að þeir ættu vera í starfi sem hentaði kyni þeirra betur og að starf karla með börnum veki grunsemdir um misnotkun.
Að þessu sögðu vaknar spurning um hollustu þess uppeldislega vegarnestis, sem börnin fá í slíkum stofnunum. Hvers konar mannlífsfræjum er sáð í sál ungra barna? Hver verða viðhorf stúlkna til feðra og karlmanna yfirleitt? Trúlega, að þær séu fórnarlömb í yfirvofandi hættu.Og hvað ætli drengir hugsi um kyn sitt og sjálfa sig? Trúlega, að þeir séu ofbeldismenn.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021