Donna Laframboise um kvenfrelsun

Donna Laframboise (f. 1963) er kanadískur blaðamaður, ljósmyndari og rithöfundur, með BA gráðu í kvenna- eða kvenfrelsunarfræðum (women studies). Hún skrifaði árið 1996 bókina, “Konungsdóttirin í ljóranum. Andófssjónarhorn kvenfrelsara á karla, konur og kynjastjórnmál” (The Princess at the Window: A dissident feminist view of men, women and sexual politics). Hér eru kynntir nokkrir úrdrættir úr ritinu (ný útgáfa 2006): (Blaðsíðutölur í sviga.)

„[Hugtakið] kvennavöld hljómar vel. En víkir þú frá Flokksstefnunni munu kvenfrelsunarsysturnar snúast gegn þér eins og úlfahópur væri. Þær munu niðra þig í kynferðislega. Siðferði þitt verður lagt að jöfnu þeirra, sem afneita útrýmingu milljóna manna. Þú verður ásökuð um soraskrif“ (3)

„Allt, sem kvenfrelsararnir eru ósammála, er kynfólska. Það er kvenfæð. Það er hatursorðræða. Það er áróður.“ (14)

„Verulegur hluti kvenfrelsunargreininga hefur fengið bólfestu í refsilöggjöf, reglugerðum um menntun og leiðbeiningum handa lögreglu.“ (51)

„Þegar mál verða flókin, leitast kvenfrelsararnir við að þagga umræðu niður og kæfa andmæli.“ (83)

„Kvennahreyfing, sem krefst þess, að allar frásagnir um kynofbeldi eigi við rök að styðjast, sama, hvað á dynur – og uppnefnir vantrúaða sem „afturkippara“ (backlaher) – stundar kvenfrelsun, sem leggur meiri áherslu á eigin kreddu en líf raunverulegra kvenna.“ (91)

„Um þessar mundir snýst kvenfrelsun um það velja staðreyndir og tölur, sem falla að rökfærslu þeirra, en leiða hugann frá öllu öðru.“ (109)

„Fyrir augu okkar ber hreyfingu [kvenfrelsun – feminism], þrungin öfgum og hroka. Hreyfing, sem þrýstir að faðmi sér öfgagikkjum í stað þess að steyta þeim frá sér. Við erum vitni að hreyfingu, sem hvetur til ofstækis gegn körlum, í stað þess að fordæma það.“ (155-156)

„Ungir karlar í dag lifa í veröld, þar sem fólk hefur fátt eitt gott að segja um karlmennsku og [sýnir] jafnvel enn þá rýrari samúð vegna þjáninga þeirra.“ (186)

Hugsun kvenfrelsara samtímans um kynlíf endurspegla að mörgu leyti gamaldags siði. Bæklingar um stefnumótanauðganir gefa í skyn, að ólíkt því sem á við um karla, stundi konur aldrei ágengt kynlíf og láti ekki stjórnast af þrá sinni.“ (220)

Um kyn- og draumóraskáldsögur: „Kynlífsdugur prýðir karla í öllum þessum skáldsögum. Þeir eru ómótstæðilegir, því þeir hafa lag á því að vekja til lífs og fullnægja dýpstu þrám söguhetjunnar. Yrkisefni bókanna er ofuraflið fólgið í þrám kvenna, sem hrista af sér óttann og hefðarfjötrana.“ (229)

„Það er hafið yfir vafa, að mörgum konum þyki slíkir órar [órar um harkalegt kynlíf] óaðlaðandi. En sú staðreynd, að svo margar sækjast eftir því, grefur undan þeirri staðhæfingu, að órar um drottnun, undirgefni, fjötrun, niðurlægingu og nauðgun, megi rekja til sjúks karlmannshuga.“ (231)

„Áratugum saman hafa kynórasögur verið færðar í letur af kvenhöfundum.“ (232)

Um lofsamleg viðbrögð við Andrea Dworkin (1946-2005) á ráðstefnu í Kanada: Mér stendur stuggur af þeirri „staðreynd, að fólk í valdastöðum, sem tekur ákvarðanir um líf annarra mannvera í starfi sínu sem löggjafar og félagsráðgjafar, klappi lof í lófa þvílíkum brjálæðingi.“ (250)

„Kvennahreyfingunni má þakka margar jákvæðar, sanngjarnar og skynsamlegar breytingar. En ómerkileg kvenfrelsunarhugsun hefur um þessar mundir vond áhrif á líf fólks.

Konur jafnt og karlar hafa verið ásökuð um mannát af dætrum, sem – með liðsinni kvenfrelsunarsállæknanda – hefur verið talin trú um, að þær hafi þegar á bleyjustigi verið misnotaðar við helgiathafnir.

Konur jafnt og karlar mega þola, að mannorð þeirra sé svert af kvenfrelsurum, [sem] í yfirlæti sínu kalla þá, sem ekki fylgja þeim að málum, svikara, athyglissjúklinga, andkvenfrelsara, kynþáttaníðinga, samkynhneigðarfælur og helfararafneitendur.

Konur jafnt sem karlar kenna ugg í brjósti við ógnvænlega sjálfsmorðstíðni ungra karlmanna. Andvana karlmannslíkami var einhverju sinni sonur konu.

Konur jafn sem karlar finna til þess, þegar samfélagið hvetur konur til að líta á sjálfar sig sem fórnarlömb í deiglunni.

Konur jafnt sem karlar tapa, þegar latt er til heilindaumræðu um kynlíf kvenna.

Konur jafnt sem karlar missa fótfestuna í lífinu, þegar einn úr fjölskyldunni er ákærður fyrir kynferðislega árás fyrir þá sök að reka einhverjum koss.

Ríkjandi kvenfrelsun í Norður-Ameríku er komin á alvarlegar villigötur. Kominn er tími til, að heiðarlegt og sanngjarnt fólk láti það í ljósi.“ (266-67)

„Það er tími til kominn, að við horfumst í augu við, að … [nýliðin] öld er … vitnisburður um velvilja karlmanna.“ (269)

„Í ljósi bræði og öfga kvenfrelsara um þessar mundir, er auðvelt að gleyma því, að það voru karlkyns stjórnmálamenn, sem veittu konum kosningarétt.“ (269)

„Hugtökin um jafnrétti, réttlæti, sanngirni og heiðarlega keppni (fair play) urðu öll til í samfélögnum, þar sem karlmenn höfðu tögl og haldir.“ (269)

„Það er ógnþrunginn svipur með ríkjandi kvenfrelsun á okkar tímum og öðrum tilkomumiklum fyrirætlunum, sem í upphafi var ætlað að skapa betri heim, en lyktaði með slátrun milljóna manna og innilokun annarra í tortímingarbúðum, fangelsum og vitfirringahælum.“ (271)

„Látum oss endurheimta skynsemi, samúð og umburðarlyndi í sambúð kynjanna.“ (272)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband