Donna Laframboise (f. 1963) er kanadískur blaðamaður, ljósmyndari og rithöfundur, með BA gráðu í kvenna- eða kvenfrelsunarfræðum (women studies). Hún hefur þó rekist illa á þeim vígstöðvum eins og fleiri gáfaðar konur, sem kenna sig við kvenfrelsun. Hún auðkennir sig nú sem frjálslyndiskvenfrelsara (libertarian feminist). Eiginlegir kvenfrelsarar úthúða henni sem andkvenfrelsara, helteknum hatursumræðu um konur - eins og þeim er tamt. Donna skrifaði árið 1996 bókina, Konungsdóttirin í ljóranum. Andófssjónarhorn kvenfrelsara á karla, konur og kynjastjórnmál, (The Princess at the Window: A dissident feminist view of men, women and sexual politics), þar sem hún vefengir flestar ríkjandi kennisetningar kvenfrelsunar. Bókin var endurútgefin tuttugu árum síðan með ítarlegum inngangi og aðfaraorðum.
Í umræðum um ofbeldi og kynferðislega misnotkun nemenda við skóla fyrir vandræðastúlkur í Ontario (Grandview Training School for Girls) - undir stjórn konu - beindi Donna sjónum að einni þessara kennisetninga, þ.e., að konur séu konum bestar, að konur séu körlum betur til uppeldis fallnar og að konur séu firrtar allri illsku. Það kom illa heim og saman við reynslu þeirra þrjú hundruð kvenna, fyrrum nemenda, sem lifað höfðu af vistina. (Kvenfrelsararnir kalla það aflifendur survivors, þegar karlar eru ofbeldismennirnir.)
Donna hefur víða komið við. Hún hefur t.d. beitt sér í umhverfismálum og skoðað spillinguna í kanadísum kvennaathvörfum. Þar uppgötvaði ég, segir hún: fjárhagslega óreiðu, veikburða ábyrgð, ákærur um afbrot, lögsóknir, fjöldauppsagnir og grimmileg innbyrðis átök. Umfram allt vakti ég athygli á, að þjónusta, sem væri til þess ætluð að skapa öruggt umhverfi, ylli aftur á móti tjóni. (Tilvitnun úr fyrstnefndu bókinni, bls. 2.)
Donna hefur ríka réttlætiskennd til að bera. Hún stóð í fylkingarbrjósti, þegar barist var fyrir endurupptöku dóma Guy Paul Morin (f. 1961), sem sat saklaus í fangelsi í sextán ár, fyrir nauðgun og morð á nágrannastúlku.
Það er tvennt, sem einkum gerir Donnu að sérkennilegum kvenfrelsara; 1) skarpskyggni og hæfileikar til að rökræða staðreyndir; 2) dálæti hennar á frelsi ekki síst málfrelsi. Hún sat um árabil í stjórn Kanadísku samtakanna um borgaraleg réttindi (Canadian Civil Liberties Asssociation). Því má skilja gagnrýnið viðhorf hennar til allra handa rétttrúnaðar eins og t.d. hamfarahlýnunar og kvenfrelsunar.
Donna hefur einnig skrifað bók um umhverfismál, Vandræðaunglingurinn, sem af misgáningi var talinn fremsti sérfræðingur heims um umhverfismál, (The Delinquent Teenager Who Was Mistaken for the Worlds Top Climate Expert). Þar brýtur hún m.a. til mergjar skýrslu Alþjóðlegs sérfræðingaráðs á vegum Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmental Panel of Climate Change (IPCC)) um umhverfismál. Það er trúlega vænting flestra, að þar sitji að skrafi og rannsóknum úrvalshópur vísindamanna úr víðri veröld. En samkvæmt rannsóknum hennar er því alls ekki að heilsa. Skýrsluhöfundar eru flestir miðlungar á sínu sviði, hálfskólaðir sérfræðingar og námsmenn að ógleymdum snotrum aðgerðasinnum. Verulegur hluti undirstöðugagna skýrslunnar er vísindalega vafasamur.
Þetta minnir óneitanlega á aðra stofnun Sameinuðu þjóðanna, kvenfrelsunaráróðursdeild samtakanna, UN Women. Vísindin á þeim bæ eru þó líklega enn þá miklu lakari en hjá IPCC.
Donna hefur í umboði Stefnumótunarstofnunar um hlýnun hnattarins (Globel Warming Policy Foundation) skrifað skýrslu um efnið. Stofnunin hefur aðsetur í Lundúnum. Skýrsla kom út árið 2016. Þar er útskýrt, að helmingur allra útgefinna vísindagagna [um efnið] gæti verið út í hött, þar með taldar rannsóknir á loftslagi, sem liggja til grundvallar áætlunun stjórnvalda með svimandi háa verðmiða (trillion dollar). (Tilvitnun úr fyrstnefndu bókinni, bls. 273)
Hér er áhugaverður fyrirlestur, sem Donna hélt í Melbourne í Ástralíu fyrir níu árum síðan.
https://www.youtube.com/watch?v=pGPqV_Fwo4Q
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021