Deborah Powney og vesalings karlarnir

Deborah er óvenjuleg kona, bresk að þjóðerni. Hún var gift kona og starfaði í viðskiptageiranum. Því miður var hún óheppin í hjónabandinu. Eiginkarlinn beitti hana ofbeldi. Hún ákvað því að binda endi á sambandið. Við tók þrautaganga í réttarkerfinu. Þessi reynsla var Deborah áskorun, sem beindi henni inn á aðrar brautir í lífinu. Hún tók að nema sálfræði og er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína við háskólann í Mið-Lancaster á Englandi, sem fjallar um karla sem fórnarlömb heimilisofbeldis. Leiðbeinandi hennar er Nicola Grahm Kevin, þekktur vísindamaður á sviði heimilisofbeldis.

Í fyrirlestrinum gerir Deborah í stuttu máli grein fyrir rannsókninni og helstu bráðabirgða niðurstöðum. Rannsóknin er enn þá opin, vilji menn taka þátt. Hún beinir sem sagt sjónum að karlmönnum, en konur eru líka velkomnar.

Undirtektir farið fram úr hennar björtustu vonum. Deborah hafði vonast eftir þrjú hundruð þátttakendum, en nú eru þeir 1347 víðs vegar að, flestir þó frá Stóra Bretlandi, Bandaríkjum Norður Ameríku, Indlandi og Ástralíu.

Rannsóknin er m.a. unnin með skírskotun til laga í Stóra-Bretlandi um þvingunarvaldbeitingu (coercive control - einnig í deiglunni í Ástralíu), sem samþykkt voru árið 2015. Í umræddum lögum er þvingunarvaldbeiting skilgreind sem svo: “Þvingunarvaldbeiting er verknaður eða mynstur verknaða, árásir, ógnanir, niðurlæging og kúgun – eða annars konar misnotkun, í því skyni að meiða, refsa eða hræða fórnarlambið. Valdbeiting felur í sér margs konar tilburði til undirokunar og sjálfstæðissviptingar með því að firra hlutaðeigandi stuðningi, færa sér í nyt atgervi hlutaðeigandi og hæfileika, meina um efni til sjálfstæðis, viðspyrnu og flótta – og stjórna daglegu lífi. (Þetta er eins og talað út úr munni kvenfrelsara.)

Þvingunarofbeldi eiginkvennanna í rannsókninni fól m.a. í sér eftirlit með snjalltækjum og tölvum (51%), andspyrnu gegn samneyti við vini og fjölskyldu (56%) og kynlífsbann (47%).

Gögnin sýna, að almannarómur (almæltar goðsagnir) um heimilisofbeldi eiga ekki við rök að styðjast eins og það t.d., að karlar finni ekki til ótta (75% karla eru lafhræddir við kerlur sínar); að körlum líði skárr en konum, sem verða fyrir ofbeldi heima við (um 50% leið bölvanlega); að karlmenn biðji ekki um hjálp (85% höfðu reynt) og að karlar renni af hólmi, því þeir hafi enga ábyrgðartilfinningu.

Karlagreyin voru beitt alls konar ofbeldi. Fjöldi kvenna beitti tiltækum vopnum. Ein þeirra hellti brennandi heitu vatni yfir karl sinn til að trufla svefn hans (alkunn pyndingaaðferð). Margir undu óglaðir við sitt vegna hræðslu um, að kerla myndi taka illsku sína út á börnunum. Þeir gerðu sér grein fyrir, að þau myndu búa hjá henni, eftir skilnað. Sumir elskuðu kerlur sínar, þrátt fyrir allt, og höfðu ekki í önnur hús að venda. Aðrir óttuðust fjárhagslegar afleiðingar skilnaðar og enn aðrir báru orðspor eiginkonunnar fyrir brjósti.

Fyrirlesari bendir á skilgreiningu Alþjóðahjálparsamtaka kvenna (Women‘s Aid) á “kynbundnu ofbeldi:” “Kynbundið er það ofbeldi, sem beinist að konum, vegna þess, að þær eru konur, eða ofbeldi, sem þær verða hlutfallslega oftar fyrir [en karlmenn].”

Deborah gerir einnig að umtali vísindamennsku kvenfrelsunarfræðingana, sem hafa verið iðnir við áróðursrannsóknir á heimilisofbeldi. Hún bendir t.d. á villuljósaáhrifin:

“Villuljósaáhrifin (woozle effect) – einnig þekkt sem tilvitnunarsönnun (evidence by citation) eða villuljós – er það kallað, þegar tíðar tilvitnanir í fyrri rit og skortur áreiðanlegra gagna leiðir á villigötur einstaklinga, hópa og almenning. Fólk fer að trúa því, að um sönnun sé að ræða, þannig að staðleysur öðlast líf sem almannarómur [eða almæltar goðsagnir (urban myths)] og staðreyndaleysur (factoid).” (Deborah Powney)

Þegar niðurstöður fóru að birtast stóð ekki á ofbeldisviðbrögðum frá konum (sérstaklega), með tilvitnun til kvenfrelsunarvísinda, móðgunum, niðurlægingu, ógnunum og hótunum gegn börnum Deborah og henni sjálfri, líflátshótunum einnig. (Þetta hafa verið dæmigerð viðbrögð kvenfrelsara við fólki, sem andæfir fagnaðarerindi þeirra síðustu 120 árin eða svo.)

Það er með Deborah farið eins og mig. Hún ber ugg í brjósti vegna strákanna sinna (úr fyrra og nýju hjónabandi). Ég óttast afdrif afastrákanna minna – og allra annarra afa- og pabbastráka – í karlfordæmingarsamfélagi voru.

En ætli kvenfrelsurum verði ljós skemmdarverkin, sem þeir vinna? Þegar jafn alræmdur kvenfrelsari og Ellen Pence (hugmyndafræðingur Duluth íhlutunarstefnunar við heimilisofbeldi og fjölmargra afleggjara eins og „austurrísku leiðarinnar,“ sem lá alla leið inn á Alþingi Íslendinga, og notuð er við lögregluembætti landsins undir forystu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra) lætur sér eftirfarandi orð um munn fara, leyfi ég mér að ala vonarglætu í brjósti:

„Í árafjöld lokuðum við augunum fyrir ofbeldi margra kvenna, fíkniefnaneyslu þeirra og drykkjusýki, svo og harkalegu viðmóti þeirra gagnvart börnum og ofbeldi í þeirra garð.“

https://www.youtube.com/watch?v=-NqwKlRMgTs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband