Bettina Mary Arndt og kengúrudómstólarnir

Bettina (f. 1949) er ensk að þjóðerni, en býr í Ástralíu. Hún er sálfræðimenntaður kynfræðingur og starfaði sem slikur um skeið eða þar til fyrir tveim áratugum síðan. Fram að þeim tíma hafði hún verið höll undir kvenfrelsunarfræðin, en sá sig um hönd og berst nú fyrir réttindum karla, sem eru fyrir borð borin í hatrammri og ofstækisfullri baráttu kvenfrelsaranna gegn veikara kyninu. Undanfarið hefur hún beitt kröftum sínum gegn ”kengúrudómstólunum,” sem settir hafa verið á laggirnir til að dæma og ósjaldan ófrægja karlnemendur, sem bornir hafa verið sökum um kynferðisleg ódæði gagnvart skólasystrum sínum. Þulan um svokallaða nauðgunarmenningu er vinsæl meðal vestrænna þjóða. Hugtökin hafa stöðugt bólgnað. Hugtakabólgan er meinsemd hin mesta og skemmir rökhugsun. En eins og öllum ætti að vera ljóst er þess háttar hugsun kvenfrelsurunum venjulega framandi.

Í viðtalinu er vikið að rannsókn á nauðgunarmenningunni í háskólum Ástralíu. Niðurstaðan var býsna niðurdrepandi fyrir kvenfrelsarana. Þegar allur kynferðislegur óskundi af hálfu karla – m.a. að líta konu girndarauga (samkvæmt þolanda eða aflifanda) – var talið, að um það bil 1.5% kvenna hefðu orðið fyrir slíku afbroti. Í BNA virðast rannsóknir benda til þess (afstætt í ljósi mismunandi gagnasafna, aðferða og þýða), að um 0.5% karla nauðgi konum. Það er vissulega 0.5% of mikið, en tæpast faraldur að telja. Konur í nánum samböndum berja jafnvel heldur meira á körlum en öndvert. Í viðtalinu er Bettínu óskað til hamingju með nýfengna orðu sínu frá áströlskum yfirvöldum fyrir afhjúpandi og einarða baráttu fyrir málfrelsi og gildi staðreynda, þ.e. í þessu tilviki andkvenfrelsunarbaráttu. Ætli Katrín eða Guðni eigi slíkar orður í sarpi sínum? Bettína er ein nokkurra afrekskvenna, sem tekið hafa upp hanskann fyrir bleika og blauða karlmenn, sem fæstir bera hönd yfir höfuð sér og gleðjast sumir við, þegar kvenfrelsararnir berja á kynbræðrum þeirra. Þeir eru dæmigerðar undirlægjur. En fen er oft fótum nær en hyggur. Norður-ameríski félagsfræðingurinn, Mikeal Kimmel (f. 1951), sem stýrir rannsóknastofu í karlafræðum á vegum erkikvenfrelsaranna með Jane Fonda (f. 1937) og Gloria Steinem (f. 1934) í broddi fylkingar, hefur nú einnig verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi af hálfu kvenkynsnemanda. Það er enginn óhultur, heldur ekki í vígi kvenfrelsaranna.

https://www.youtube.com/watch?v=8_bV2gJFAVE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband